Jón Baldvin segir boðið hafa borist of seint Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar 25. ágúst 2022 09:32 Jón Baldvin vilji „fyrirbyggja misskilning.“ Vísir/Vilhelm Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi utanríkisráðherra sendi frá sér fréttatilkynningu rétt í þessu þar sem hann segir forsetaembættið fara með rangt mál þegar það segir hann hafa afþakkað boð á hátíðarsamkomu um sjálfstæði Eystrasaltsríkja. Í gær greindi Fréttablaðið frá því að stjórnvöld og Háskóli Íslands hafi ætlað að sleppa því að bjóða Jóni Baldvin Hannibalssyni á hátíðarsamkomu í tilefni þess að rúmlega þrjátíu ár séu síðan Ísland hafi á ný tekið upp stjórnmálasamband við Eystrasaltslöndin þrjú. Forsetaembættið hafnaði þessum ásökunum og sagði í yfirlýsingu Jón Baldvin hafa fengið boð „sama dag og aðrir boðsgestir eins og ætíð stóð til, með svipuðum fyrirvara og gengur og gerist um viðburði af þessu tagi. Auðvelt hefði verið fyrir blaðið að sannreyna þetta með einu símtali. Auk þess er rétt að leiðrétta þá rangfærslu að viðburðurinn fari fram í Háskólabíói. Hið rétta er að hann fer fram í hátíðarsal Háskóla Íslands.“ Öll boð hafi verið send út á mánudegi fyrir viðburð sem halda átti á föstudegi. Í samtali við Fréttablaðið sagði Sighvatur Björnsson að Jón Baldvin hafi ekki fengið boð á viðburðinn en hafi svo borist slíkt fjórum dögum fyrir viðburðinn. Um þetta segir Jón Baldvin boðið hafa borist sér svo seint að hann hafi ekki geta þegið það þar sem hann sé staddur erlendis. „Skýringin á fjarveru minni er einföld og auðskilin. Hvergi í dagskrá heimsóknarinnar er gert ráð fyrir nærveru fyrrverandi utanríkisráðherra Íslands. Ekki einu sinni í Höfða, þar sem upphafið að viðurkenningu alþjóðasamfélagsins á endurheimtu sjálfstæðis Eystrasaltsþjóða, átti sér stað, að frumkvæði hans,“ segir Jón Baldvin í yfirlýsingu. Eistland Lettland Litháen Guðni Th. Jóhannesson Forseti Íslands Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Innlent Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Erlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Fleiri fréttir „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Sjá meira
Í gær greindi Fréttablaðið frá því að stjórnvöld og Háskóli Íslands hafi ætlað að sleppa því að bjóða Jóni Baldvin Hannibalssyni á hátíðarsamkomu í tilefni þess að rúmlega þrjátíu ár séu síðan Ísland hafi á ný tekið upp stjórnmálasamband við Eystrasaltslöndin þrjú. Forsetaembættið hafnaði þessum ásökunum og sagði í yfirlýsingu Jón Baldvin hafa fengið boð „sama dag og aðrir boðsgestir eins og ætíð stóð til, með svipuðum fyrirvara og gengur og gerist um viðburði af þessu tagi. Auðvelt hefði verið fyrir blaðið að sannreyna þetta með einu símtali. Auk þess er rétt að leiðrétta þá rangfærslu að viðburðurinn fari fram í Háskólabíói. Hið rétta er að hann fer fram í hátíðarsal Háskóla Íslands.“ Öll boð hafi verið send út á mánudegi fyrir viðburð sem halda átti á föstudegi. Í samtali við Fréttablaðið sagði Sighvatur Björnsson að Jón Baldvin hafi ekki fengið boð á viðburðinn en hafi svo borist slíkt fjórum dögum fyrir viðburðinn. Um þetta segir Jón Baldvin boðið hafa borist sér svo seint að hann hafi ekki geta þegið það þar sem hann sé staddur erlendis. „Skýringin á fjarveru minni er einföld og auðskilin. Hvergi í dagskrá heimsóknarinnar er gert ráð fyrir nærveru fyrrverandi utanríkisráðherra Íslands. Ekki einu sinni í Höfða, þar sem upphafið að viðurkenningu alþjóðasamfélagsins á endurheimtu sjálfstæðis Eystrasaltsþjóða, átti sér stað, að frumkvæði hans,“ segir Jón Baldvin í yfirlýsingu.
Eistland Lettland Litháen Guðni Th. Jóhannesson Forseti Íslands Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Innlent Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Erlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Fleiri fréttir „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Sjá meira