Alls eru 32 lið eftir í keppninni og þar á meðal eru fulltrúar tveggja þjóða sem aldrei hafa spilað í Evrópukeppnum; Vaduz frá Liechtenstein og Ballkani frá Kósovó. Riðlakeppni Sambandsdeildarinnar hefst 8. september og verður leikið í átta fjögurra liða riðlum.
Stefán Teitur á ærið verkefnið fyrir höndum en ásamt Silkeborg og West Ham í B-riðli eru stórlið Anderlecht frá Belgíu og FCSB frá Rúmeníu. Björg Bergmann og félagar hans í Molde mæta Gent frá Belgíu, Shamrock Rovers frá Írlandi og Djurgården frá Svíþjóð.
Þá vekur athygli að Dnipro-1 frá Úkraínu er í E-riðli en knattspyrnutímabilið þar í landi hófst nýverið á nýjan leik þrátt fyrir skelfilegar aðstæður. Það er ljóst að Knattspyrnusamband Evrópu mun ekki leyfa liðinu að spila í Úkraínu og því verður forvitnilegt að sjá hvar liðið mun leika heimaleiki sína.
A-riðill
İstanbul Başakşehir (Tyrkland)
Fiorentina (Ítalía)
Hearts (Skotland)
RFS (Lettland)
B-riðill
West Ham (England)
FCSB (Rúmenía)
Anderlecht (Belgía)
Silkeborg (Danmörk)
C-riðill
Villareal (Spánn)
H. Beer-Sheva (Ísrael)
Austria Vín (Austurríki)
Lech Poznań (Pólland)
D-riðill
Partizan (Serbía)
Köln (Þýskaland)
Nice (Frakkland)
Slovácko (Tékkland)
E-riðill
AZ Alkmaar (Holland)
Apollon Limassol (Kýpur)
Vaduz (Liechtenstein)
Dnipro-1 (Úkraína)
F-riðill
Gent (Belgía)
Molde (Noregur)
Shamrock Rovers (Írland)
Djurgården (Svíþjóð)
G-riðill
Slavia Prag (Tékkland)
CFR Cluj (Rúmenía)
Sivasspor (Tyrkland)
Ballkani (Kósovó)
H-riðill
Basel (Sviss)
Slovan Bratislava (Slóvenía)
Žalgiris (Litáen)
Pyunik (Armenía)