Manchester United leggur fram tilboð í Memphis Depay Atli Arason skrifar 28. ágúst 2022 08:01 Memphis Depay í leik með Barcelona á síðasta ári. EPA-EFE/Alejandro Garcia Manchester United hefur gert Barcelona tilboð upp á 10 milljónir evra í von um að endurheimta þennan fyrrum framherja United aftur til liðsins. Félagaskiptamarkaðurinn lokar næstkomandi fimmtudag en United þarf að styrkja framlínuna sína fyrir komandi tímabil. Anthony Martial er enn þá á meiðslalistanum og framtíð Cristiano Ronaldo er áfram óljós. Marcus Rashford hefur því leitt sóknarlínu Manchester United í síðustu leikjum. Manchester United hefur verið að eltast við Antony, leikmann Ajax, en félögin tvö virðast ekki ná samkomulag um kaupverð á leikmanninum. Ajax hafnaði tæplega 90 milljón evra tilboði United í Antony í vikunni. Manchester United hefur nú óvænt ákveðið að snúa sér að Memphis Depay, framherja Barcelona. Það er fjölmiðlamaðurinn Gerard Romero sem greindi fyrst frá málinu en flestir fjölmiðlar Evrópu fjalla nú um þessi mögulegu félagaskipti. Depay lék með United í tvö ár, frá 2015 til 2017. Depay þótti ekki standa sig nægilega vel hjá rauðu djöflunum sem varð til þess að United seldi hann til Lyon fyrir 16 milljónir evra, tveimur árum eftir að hafa keypt leikmanninn á 34 milljónir frá PSV. Depay skoraði sjö mörk í 53 leikjum fyrir Untited á sínum tíma. Barcelona vill losna við Depay sem er ekki í áformum knattspyrnustjórans Xavi. Spænska félagið þarf að losa Depay af launaskrá sinni og talið er að tilboð upp á 10 milljónir evra sé nóg fyrir Barcelona til að selja. Real Sociedad er einnig sagt hafa áhuga á því að fá Depay til liðs við sig. 🚨 JUST IN: Manchester United have offered Barcelona €10m for Memphis Depay. #mufc #mujournal[@gerardromero]— United Journal (@theutdjournal) August 27, 2022 Spænski boltinn Enski boltinn Tengdar fréttir Koeman segir Depay hafa verið of ungan fyrir Manchester United Hollenski landsliðsþjálfarinn Ronald Keoman segir að Memphis Depay hafi verið of ungur þegar hann fór til Manchester United. Hann sé hins vegar tilbúinn í ensku úrvalsdeildina í dag. 15. nóvember 2019 23:30 Barcelona þarf að selja leikmenn til að mega skrá Kounde Xavi, knattspyrnustjóri Barcelona, segir að félagið þurfi að selja leikmenn til að geta skráð nýjasta leikmann liðsins, Jules Kounde. 20. ágúst 2022 22:45 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Körfubolti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Sjá meira
Félagaskiptamarkaðurinn lokar næstkomandi fimmtudag en United þarf að styrkja framlínuna sína fyrir komandi tímabil. Anthony Martial er enn þá á meiðslalistanum og framtíð Cristiano Ronaldo er áfram óljós. Marcus Rashford hefur því leitt sóknarlínu Manchester United í síðustu leikjum. Manchester United hefur verið að eltast við Antony, leikmann Ajax, en félögin tvö virðast ekki ná samkomulag um kaupverð á leikmanninum. Ajax hafnaði tæplega 90 milljón evra tilboði United í Antony í vikunni. Manchester United hefur nú óvænt ákveðið að snúa sér að Memphis Depay, framherja Barcelona. Það er fjölmiðlamaðurinn Gerard Romero sem greindi fyrst frá málinu en flestir fjölmiðlar Evrópu fjalla nú um þessi mögulegu félagaskipti. Depay lék með United í tvö ár, frá 2015 til 2017. Depay þótti ekki standa sig nægilega vel hjá rauðu djöflunum sem varð til þess að United seldi hann til Lyon fyrir 16 milljónir evra, tveimur árum eftir að hafa keypt leikmanninn á 34 milljónir frá PSV. Depay skoraði sjö mörk í 53 leikjum fyrir Untited á sínum tíma. Barcelona vill losna við Depay sem er ekki í áformum knattspyrnustjórans Xavi. Spænska félagið þarf að losa Depay af launaskrá sinni og talið er að tilboð upp á 10 milljónir evra sé nóg fyrir Barcelona til að selja. Real Sociedad er einnig sagt hafa áhuga á því að fá Depay til liðs við sig. 🚨 JUST IN: Manchester United have offered Barcelona €10m for Memphis Depay. #mufc #mujournal[@gerardromero]— United Journal (@theutdjournal) August 27, 2022
Spænski boltinn Enski boltinn Tengdar fréttir Koeman segir Depay hafa verið of ungan fyrir Manchester United Hollenski landsliðsþjálfarinn Ronald Keoman segir að Memphis Depay hafi verið of ungur þegar hann fór til Manchester United. Hann sé hins vegar tilbúinn í ensku úrvalsdeildina í dag. 15. nóvember 2019 23:30 Barcelona þarf að selja leikmenn til að mega skrá Kounde Xavi, knattspyrnustjóri Barcelona, segir að félagið þurfi að selja leikmenn til að geta skráð nýjasta leikmann liðsins, Jules Kounde. 20. ágúst 2022 22:45 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Körfubolti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Sjá meira
Koeman segir Depay hafa verið of ungan fyrir Manchester United Hollenski landsliðsþjálfarinn Ronald Keoman segir að Memphis Depay hafi verið of ungur þegar hann fór til Manchester United. Hann sé hins vegar tilbúinn í ensku úrvalsdeildina í dag. 15. nóvember 2019 23:30
Barcelona þarf að selja leikmenn til að mega skrá Kounde Xavi, knattspyrnustjóri Barcelona, segir að félagið þurfi að selja leikmenn til að geta skráð nýjasta leikmann liðsins, Jules Kounde. 20. ágúst 2022 22:45