Fangar augnablik sem snúast um að njóta og vera þakklát Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 29. ágúst 2022 15:01 Julia Mai Linnéa Maria var að opna sína fyrstu einkasýningu. Gunnar Jónsson „Innblásturinn kemur alls staðar frá en kannski aðallega frá löngun til að komast út í náttúruna, að lifa nær henni og finna sinn stað í öllu saman,“ segir listakonan Julia Mai Linnea Maria um einkasýninguna INRE GRÖNSKA sem hún opnaði á dögunum í Vínstúkunni. Blaðamaður tók púlsinn á Juliu og fékk að heyra nánar frá listinni og lífinu. Tengingar „Þessi sýning er svolítið þannig að hún snýst um tengingu við bæði náttúruna hér á jörðinni en líka með kosmiska tengingu út í endalausan geiminn sem við erum bara pínulítill partur af,“ segir Julia. View this post on Instagram A post shared by Julia Mai Linne a Maria (@juliamaiart) Henni þykir mikilvægt að sýna þakklæti fyrir allt sem við höfum í náttúrunni. „Við erum á góðri leið með að eyðileggja fyrir okkur sjálfum. Að mála fyrir þessa sýningu var minn flótti frá því að hugsa um allt það slæma sem við erum að gera við plánetuna. Ég vildi ná að fanga þessi augnablik sem snúast bara um að njóta og vera þakklát.“ View this post on Instagram A post shared by Julia Mai Linne a Maria (@juliamaiart) Alltaf verið málandi Listsköpun heillaði Juliu frá ungum aldri. „Ég er búin að mála frá því að ég man eftir en ég byrjaði þó að taka sjálfri mér og því sem ég geri alvarlega fyrir kannski svona tólf árum síðan, þó ég hafi enga formlega menntun í listinni.“ View this post on Instagram A post shared by Julia Mai Linne a Maria (@juliamaiart) Nýleg verkefni Juliu eru meðal annars The Art of Self Care, sem er listrænn verkefni frá Nottingham, styrkt af Arts Council England. „Ég er einn af þremur listamönnum í því og ég hlakka til að fara á sýningu í tengslum við það í byrjun árs 2023. Nú í september fer ég svo til Svíþjóðar að taka þátt í Konstnatten, eða Listanóttinni, ásamt fullt af skapandi fólki. Ég er alltaf opin fyrir alls konar verkefnum.“ View this post on Instagram A post shared by Julia Mai Linne a Maria (@juliamaiart) INRE GRÖNSKA er fyrsta einkasýning Juliu og er jafnframt sölusýning. Hún stendur til 3. september næstkomandi en Julia stefnir á fleiri einkasýningar í framtíðinni. „Draumurinn er að hætta að vinna í þjónustustarfi, eins og ég hef gert í tæp tuttugu ár, og vinna bara með eitthvað listrænt. En þangað til þá er Vínstúkan klárlega besti vinnustaðurinn,“ segir Julia að lokum. Myndlist Menning Tengdar fréttir „Þetta gefur mér alveg óskaplega mikið“ Listamaðurinn Pétur Geir Magnússon sækir innblástur í náttúruna í sköpun sinni. Hann hefur komið að ýmsum skapandi greinum í gegnum tíðina og hefur augun sífellt opin fyrir nýjum hlutum. Amma hans og afi höfðu mótandi áhrif á myndlistarferil hans en Pétur Geir opnar listasýningu sína Annarskonar Annaspann í dag klukkan 14:00. Blaðamaður tók púlsinn á Pétri Geir og fékk að heyra nánar frá sýningunni og sköpunargleðinni. 13. ágúst 2022 13:00 Mest lesið Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak Menning Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Lífið Biður drottninguna að blessa heimilið Tíska og hönnun Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Lífið Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Lífið Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Lífið Úr svefnherbergispoppi í drum-n-bass: „Fólkið var ógeðslega mikið að fíla þetta“ Lífið Í skýjunum með að vera fyrstir Tónlist Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París Lífið Hollt veisluhlaðborð sem er lygilega bragðgott og girnilegt Lífið Fleiri fréttir Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
Tengingar „Þessi sýning er svolítið þannig að hún snýst um tengingu við bæði náttúruna hér á jörðinni en líka með kosmiska tengingu út í endalausan geiminn sem við erum bara pínulítill partur af,“ segir Julia. View this post on Instagram A post shared by Julia Mai Linne a Maria (@juliamaiart) Henni þykir mikilvægt að sýna þakklæti fyrir allt sem við höfum í náttúrunni. „Við erum á góðri leið með að eyðileggja fyrir okkur sjálfum. Að mála fyrir þessa sýningu var minn flótti frá því að hugsa um allt það slæma sem við erum að gera við plánetuna. Ég vildi ná að fanga þessi augnablik sem snúast bara um að njóta og vera þakklát.“ View this post on Instagram A post shared by Julia Mai Linne a Maria (@juliamaiart) Alltaf verið málandi Listsköpun heillaði Juliu frá ungum aldri. „Ég er búin að mála frá því að ég man eftir en ég byrjaði þó að taka sjálfri mér og því sem ég geri alvarlega fyrir kannski svona tólf árum síðan, þó ég hafi enga formlega menntun í listinni.“ View this post on Instagram A post shared by Julia Mai Linne a Maria (@juliamaiart) Nýleg verkefni Juliu eru meðal annars The Art of Self Care, sem er listrænn verkefni frá Nottingham, styrkt af Arts Council England. „Ég er einn af þremur listamönnum í því og ég hlakka til að fara á sýningu í tengslum við það í byrjun árs 2023. Nú í september fer ég svo til Svíþjóðar að taka þátt í Konstnatten, eða Listanóttinni, ásamt fullt af skapandi fólki. Ég er alltaf opin fyrir alls konar verkefnum.“ View this post on Instagram A post shared by Julia Mai Linne a Maria (@juliamaiart) INRE GRÖNSKA er fyrsta einkasýning Juliu og er jafnframt sölusýning. Hún stendur til 3. september næstkomandi en Julia stefnir á fleiri einkasýningar í framtíðinni. „Draumurinn er að hætta að vinna í þjónustustarfi, eins og ég hef gert í tæp tuttugu ár, og vinna bara með eitthvað listrænt. En þangað til þá er Vínstúkan klárlega besti vinnustaðurinn,“ segir Julia að lokum.
Myndlist Menning Tengdar fréttir „Þetta gefur mér alveg óskaplega mikið“ Listamaðurinn Pétur Geir Magnússon sækir innblástur í náttúruna í sköpun sinni. Hann hefur komið að ýmsum skapandi greinum í gegnum tíðina og hefur augun sífellt opin fyrir nýjum hlutum. Amma hans og afi höfðu mótandi áhrif á myndlistarferil hans en Pétur Geir opnar listasýningu sína Annarskonar Annaspann í dag klukkan 14:00. Blaðamaður tók púlsinn á Pétri Geir og fékk að heyra nánar frá sýningunni og sköpunargleðinni. 13. ágúst 2022 13:00 Mest lesið Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak Menning Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Lífið Biður drottninguna að blessa heimilið Tíska og hönnun Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Lífið Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Lífið Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Lífið Úr svefnherbergispoppi í drum-n-bass: „Fólkið var ógeðslega mikið að fíla þetta“ Lífið Í skýjunum með að vera fyrstir Tónlist Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París Lífið Hollt veisluhlaðborð sem er lygilega bragðgott og girnilegt Lífið Fleiri fréttir Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
„Þetta gefur mér alveg óskaplega mikið“ Listamaðurinn Pétur Geir Magnússon sækir innblástur í náttúruna í sköpun sinni. Hann hefur komið að ýmsum skapandi greinum í gegnum tíðina og hefur augun sífellt opin fyrir nýjum hlutum. Amma hans og afi höfðu mótandi áhrif á myndlistarferil hans en Pétur Geir opnar listasýningu sína Annarskonar Annaspann í dag klukkan 14:00. Blaðamaður tók púlsinn á Pétri Geir og fékk að heyra nánar frá sýningunni og sköpunargleðinni. 13. ágúst 2022 13:00