Lítur út fyrir að flugvöllur í Hvassahrauni sé úr myndinni Bjarki Sigurðsson skrifar 29. ágúst 2022 18:54 Einar Þorsteinsson, formaður borgarráðs, segir að ef Hvassahraun verður útilokað þurfi að finna fýsilegan kost á ný. Vísir/Egill Formaður borgarráðs segir það líti út fyrir að flugvöllur í Hvassahrauni sé úr myndinni. Þó þurfi enn að bíða eftir niðurstöðum starfshóps til þess að útiloka hann alveg. Einar Þorsteinsson, borgarfulltrúi Framsóknarflokksins og formaður borgarráðs, var gestur í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag þar sem hann ræddi um framtíð Reykjavíkurflugvallar. Samningur var gerður milli ríkis og borgar um flutning vallarins í Hvassahraun árið 2019 en málið er enn í ferli. Síðan samningurinn var undirritaður hafa nokkrar jarðskjálftahrinur riðið yfir Reykjanesið og tvisvar sinnum gosið á svæðinu. Því er flugvöllur í Hvassahrauni ekki enn góður kostur. „Starfshópurinn er enn að störfum og þó að við sjáum að við rífumst ekki við eldfjöll er rétt að bíða eftir niðurstöðum hópsins og taka svo bara upplýsta ákvörðun á grundvelli þeirra gagna sem liggja fyrir. En það er vissulega hárrétt að líkurnar á því að þarna verði flugvöllur eru mun minni en áður,“ segir Einar. Einhverjir hafa kvartað yfir því að verið sé að þrengja að flugvellinum með nýrri byggð í Skerjafirði og í nágrenninu. Búið er að skipa í svokallaðan spretthóp vegna málsins en hópurinn mun skila niðurstöðum þann 1. október næstkomandi. „Það er samningur um að það megi ekki skerða rekstraröryggi flugvallarins. Við vinnum þetta málefnalega á grundvelli upplýsinga og ég er bjartsýnn á að það náist niðurstaða í málið. Það er gríðarlega mikilvægt, og það vita Sjálfstæðismenn, að það þarf að hraða alla uppbyggingu íbúðarhúsnæðis í höfuðborginni,“ segir Einar en borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins eru meðal þeirra sem hafa gagnrýnt uppbygginguna. Einar segir borgarfulltrúa meirihlutans vera í þessu til þess að leysa vandamál, ekki til þess að búa þau til. En til þess að leysa þau þurfi allt að vinnast á grundvelli gagna og skynsemi. Skyldi Hvassahraun vera útilokað sem fýsilegur staður fyrir nýjan flugvöll þarf að ráðast aftur í að skoða hvaða staðir henta best fyrir flugvöll. Þegar Hvassahraun var valið voru tveir aðrir staðir taldir álitlegir, Löngusker og Hólmsheiði. „Það hefur verið deilt um þetta lengi og ég held það sé mikilvægt að vinna þetta áfram á grundvelli samninga og sameiginlegs skilnings á því að það þarf að vera hægt að tryggja sjúkraflug og innanlandsflug svo bæði landsbyggð og höfuðborg njóti góðs af. Vera ekki með þetta í þessum átakafarvegi, það er bara flókið að byggja flugvöll og finna handa honum stað en við verðum að gera það. Og þessi vinna heldur áfram,“ segir Einar. Borgarstjórn Reykjavíkurflugvöllur Samgöngur Fréttir af flugi Reykjavík Eldgos og jarðhræringar Vogar Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Segir Reykjavíkurflugvöll gríðarlega mikilvægan varavöll millilandaflugs Yfirflugstjóri Icelandair segir gríðarlega mikilvægt að geta notað Reykjavíkurflugvöll sem varavöll millilandaflugs og kallar eftir betri innviðum á vellinum. Hann spari Icelandair hálfan milljarð króna á ári í eldsneytiskostnað og dragi verulega úr útblæstri koltvísýrings. 26. ágúst 2022 22:12 Segja of snemmt að útiloka byggingu flugvallar í Hvassahrauni Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Einar Þorsteinsson, formaður borgarráðs, segja báðir rétt að bíða eftir niðurstöðum áhættumats Veðurstofu Íslands vegna flugvallar í Hvassahrauni; of snemmt sé að útiloka þann möguleika. 8. ágúst 2022 07:25 Tryggja þurfi nýjan varaflugvöll og Reykjavíkurflugvöllur komi ekki til greina Borgarstjóri segir óraunhæft að Reykjavíkurflugvöllur komi í stað hugmynda um flugvöll í Hvassahrauni. Byggja þurfi upp flugvöll á Suðvesturhorninu sem tekið geti við alþjóðaflugi. Reykjavíkurflugvöllur sé ekki undir það búinn. 6. ágúst 2022 13:35 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Innlent Fleiri fréttir Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Sjá meira
Einar Þorsteinsson, borgarfulltrúi Framsóknarflokksins og formaður borgarráðs, var gestur í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag þar sem hann ræddi um framtíð Reykjavíkurflugvallar. Samningur var gerður milli ríkis og borgar um flutning vallarins í Hvassahraun árið 2019 en málið er enn í ferli. Síðan samningurinn var undirritaður hafa nokkrar jarðskjálftahrinur riðið yfir Reykjanesið og tvisvar sinnum gosið á svæðinu. Því er flugvöllur í Hvassahrauni ekki enn góður kostur. „Starfshópurinn er enn að störfum og þó að við sjáum að við rífumst ekki við eldfjöll er rétt að bíða eftir niðurstöðum hópsins og taka svo bara upplýsta ákvörðun á grundvelli þeirra gagna sem liggja fyrir. En það er vissulega hárrétt að líkurnar á því að þarna verði flugvöllur eru mun minni en áður,“ segir Einar. Einhverjir hafa kvartað yfir því að verið sé að þrengja að flugvellinum með nýrri byggð í Skerjafirði og í nágrenninu. Búið er að skipa í svokallaðan spretthóp vegna málsins en hópurinn mun skila niðurstöðum þann 1. október næstkomandi. „Það er samningur um að það megi ekki skerða rekstraröryggi flugvallarins. Við vinnum þetta málefnalega á grundvelli upplýsinga og ég er bjartsýnn á að það náist niðurstaða í málið. Það er gríðarlega mikilvægt, og það vita Sjálfstæðismenn, að það þarf að hraða alla uppbyggingu íbúðarhúsnæðis í höfuðborginni,“ segir Einar en borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins eru meðal þeirra sem hafa gagnrýnt uppbygginguna. Einar segir borgarfulltrúa meirihlutans vera í þessu til þess að leysa vandamál, ekki til þess að búa þau til. En til þess að leysa þau þurfi allt að vinnast á grundvelli gagna og skynsemi. Skyldi Hvassahraun vera útilokað sem fýsilegur staður fyrir nýjan flugvöll þarf að ráðast aftur í að skoða hvaða staðir henta best fyrir flugvöll. Þegar Hvassahraun var valið voru tveir aðrir staðir taldir álitlegir, Löngusker og Hólmsheiði. „Það hefur verið deilt um þetta lengi og ég held það sé mikilvægt að vinna þetta áfram á grundvelli samninga og sameiginlegs skilnings á því að það þarf að vera hægt að tryggja sjúkraflug og innanlandsflug svo bæði landsbyggð og höfuðborg njóti góðs af. Vera ekki með þetta í þessum átakafarvegi, það er bara flókið að byggja flugvöll og finna handa honum stað en við verðum að gera það. Og þessi vinna heldur áfram,“ segir Einar.
Borgarstjórn Reykjavíkurflugvöllur Samgöngur Fréttir af flugi Reykjavík Eldgos og jarðhræringar Vogar Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Segir Reykjavíkurflugvöll gríðarlega mikilvægan varavöll millilandaflugs Yfirflugstjóri Icelandair segir gríðarlega mikilvægt að geta notað Reykjavíkurflugvöll sem varavöll millilandaflugs og kallar eftir betri innviðum á vellinum. Hann spari Icelandair hálfan milljarð króna á ári í eldsneytiskostnað og dragi verulega úr útblæstri koltvísýrings. 26. ágúst 2022 22:12 Segja of snemmt að útiloka byggingu flugvallar í Hvassahrauni Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Einar Þorsteinsson, formaður borgarráðs, segja báðir rétt að bíða eftir niðurstöðum áhættumats Veðurstofu Íslands vegna flugvallar í Hvassahrauni; of snemmt sé að útiloka þann möguleika. 8. ágúst 2022 07:25 Tryggja þurfi nýjan varaflugvöll og Reykjavíkurflugvöllur komi ekki til greina Borgarstjóri segir óraunhæft að Reykjavíkurflugvöllur komi í stað hugmynda um flugvöll í Hvassahrauni. Byggja þurfi upp flugvöll á Suðvesturhorninu sem tekið geti við alþjóðaflugi. Reykjavíkurflugvöllur sé ekki undir það búinn. 6. ágúst 2022 13:35 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Innlent Fleiri fréttir Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Sjá meira
Segir Reykjavíkurflugvöll gríðarlega mikilvægan varavöll millilandaflugs Yfirflugstjóri Icelandair segir gríðarlega mikilvægt að geta notað Reykjavíkurflugvöll sem varavöll millilandaflugs og kallar eftir betri innviðum á vellinum. Hann spari Icelandair hálfan milljarð króna á ári í eldsneytiskostnað og dragi verulega úr útblæstri koltvísýrings. 26. ágúst 2022 22:12
Segja of snemmt að útiloka byggingu flugvallar í Hvassahrauni Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Einar Þorsteinsson, formaður borgarráðs, segja báðir rétt að bíða eftir niðurstöðum áhættumats Veðurstofu Íslands vegna flugvallar í Hvassahrauni; of snemmt sé að útiloka þann möguleika. 8. ágúst 2022 07:25
Tryggja þurfi nýjan varaflugvöll og Reykjavíkurflugvöllur komi ekki til greina Borgarstjóri segir óraunhæft að Reykjavíkurflugvöllur komi í stað hugmynda um flugvöll í Hvassahrauni. Byggja þurfi upp flugvöll á Suðvesturhorninu sem tekið geti við alþjóðaflugi. Reykjavíkurflugvöllur sé ekki undir það búinn. 6. ágúst 2022 13:35