Olís-spá karla 2022-23: Hefðu þurft að nýta blikið betur Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 2. september 2022 10:00 Stuðningsmenn KA fjölmenntu á Ásvelli þegar liðið komst í bikarúrslit á síðasta tímabili. vísir/hulda margrét Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir KA 8. sæti Olís-deildar karla í vetur. Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir fyrir um gengi liðanna í Olís-deild karla en keppni í deildinni hefst með fjórum leikjum fimmtudaginn 8. september. Íþróttadeild spáir KA 8. sæti Olís-deildar karla í vetur og að Akureyringar fari niður um eitt sæti frá síðasta tímabili en komist í úrslitakeppnina þriðja árið í röð. Blik sást í augum KA-manna í fyrra enda vantaði ekki hápunktana hjá þeim gulu og bláu. Leiddir áfram af Óðni Þór Ríkharðssyni komst KA í bikarúrslit í fyrsta sinn í átján ár en tapaði fyrir Val í frábærum úrslitaleik. KA-menn enduðu í 7. sæti Olís-deildarinnar og féllu út í átta liða úrslitum eftir magnað einvígi gegn Haukum þar sem allir leikirnir unnust með einu marki. Annað árið í röð missti KA markakóng og besta leikmann Olís-deildarinnar. Eftir tímabilið 2020-21 kvaddi Árni Bragi Eyjólfsson en Óðinn Þór fyllti skarð hans með glæsibrag. KA hefur ekki fengið viðlíka liðsstyrk fyrir þetta tímabil. Liðið skipti við Stjörnuna á vinstri hornamönnum, missti Arnar Frey Ársælsson en fékk Dag Gautason aftur, og fékk unglingalandsliðsmanninn Gauta Gunnarsson frá ÍBV. Ólafur Gústafsson missir af fyrstu mánuðum tímabilsins og þá er hinn mjög svo áreiðanlegi Jón Heiðar Sigurðsson hættur. Það er því ekkert offramboð af rétthentum útispilurum hjá KA og línumannsstaðan er enn frekar veik. KA virðist vera með veikara lið en á síðasta tímabili og það hefði verið gaman að sjá Akureyringa nýta meðbyrinn, nýta blikið og minnka bilið milli þeirra og sterkustu liða Olís-deildarinnar. Gengi KA undarinn áratug 2021-22: 7. sæti+átta liða úrslit+bikarúrslit 2020-21: 6. sæti+átta liða úrslit 2019-20: 10. sæti 2018-19: 9. sæti 2017-18: B-deild (2. sæti, upp í gegnum umspil) 2016-17: 10. sæti (Hluti af Akureyrarliðinu) 2015-16: 8. sæti (Hluti af Akureyrarliðinu) 2014-15: 6. sæti (Hluti af Akureyrarliðinu) 2013-14: 6. sæti (Hluti af Akureyrarliðinu) 2012-13: 6. sæti (Hluti af Akureyrarliðinu) Lykilmaðurinn Einar Rafn Eiðsson ætlar að koma tvíefldur til leiks í vetur.vísir/vilhelm Einar Rafn kom til KA fyrir síðasta tímabil eftir mörg góð ár hjá FH. Hann stóð fyrir sínu með 3,9 mörk og 3,5 stoðsendingar að meðaltali í leik en það leiðinlega fyrir Einar Rafn var að KA hrökk ekki almennilega í gang fyrr en eftir að hann meiddist. Allan Norðberg fór þá í stöðu hægri skyttu og leysti hana prýðilega og Óðinn Þór raðaði inn mörkum. Örvhentir leikmenn hafa verið stjörnur KA undanfarin tvö tímabil og spurningin er hvort röðin sé komin að Einari Rafni í vetur. Hann er vissulega allt öðruvísi leikmaður en Árni Bragi og Óðinn Þór en ekki vantar hæfileikana eða reynsluna hjá honum. Félagaskiptamarkaðurinn Komnir: Gauti Gunnarsson frá ÍBV Dagur Gautason frá Stjörnunni Farnir: Óðinn Þór Ríkharðsson til Kadetten Schaffhausen (Sviss) Arnar Freyr Ársælsson til Stjörnunnar Jón Heiðar Sigurðsson hættur Markaðseinkunn (A-C): B Fortíðarhetja sem gæti nýst í vetur Sem fyrr sagði vantar talsvert upp á breiddina vinstra megin fyrir utan hjá KA. Það væri því ekki ónýtt fyrir liðið að geta notað sjálfan Róbert Julian Duranona sem hreif stuðningsmenn KA með sínum þrumuskotum og leikgleði undir lok síðustu aldar og átti stóran þátt í því að Akureyringar yrðu Íslandsmeistarar í fyrsta sinn 1997. Duranona er einn allra besti, ef ekki besti, erlendi leikmaður sem hefur spilað hér á landi og lék síðan með íslenska landsliðinu eftir að hafa fengið ríkisborgararétt. Olís-deild karla KA Akureyri Tengdar fréttir Olís-spá karla 2022-23: Rúnir inn að skinni Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Selfossi 9. sæti Olís-deildar karla í vetur. 1. september 2022 10:00 Olís-spá karla 2022-23: Komnir með silfurdreng í brúna en fastir í sínu sæti Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Gróttu 10. sæti Olís-deildar karla í vetur. 31. ágúst 2022 10:01 Olís-spá karla 2022-23: Efsta deildin nemur land á Ísafirði Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Herði 11. sæti Olís-deildar karla í vetur. 30. ágúst 2022 10:01 Olís-spá karla 2022-23: Ekki erfitt að gera betur en síðast en vonin er veik Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir ÍR 12. sæti Olís-deildar karla í vetur. 29. ágúst 2022 10:00 Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Brast ítrekað í grát og neitar öllum ásökunum um ofbeldi Sport Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Körfubolti Haaland væntanlega úr leik í deildinni Fótbolti Fleiri fréttir Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Minnkuðu muninn í eitt mark úr lokaskotinu Sló (líklega) metið yfir flest mörk að meðaltali í leik „Mér þykir virkilega vænt um þennan titil“ Grótta í umspil eftir tap gegn Aftureldingu Ómar Ingi og Gísli Þorgeir fóru mikinn í Búkarest Uppgjörið: FH - ÍR 33-29 | FH-ingar deildarmeistarar annað árið í röð „Bestu liðin hafa ekkert að fela og deila upplýsingum“ Sjá meira
Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir fyrir um gengi liðanna í Olís-deild karla en keppni í deildinni hefst með fjórum leikjum fimmtudaginn 8. september. Íþróttadeild spáir KA 8. sæti Olís-deildar karla í vetur og að Akureyringar fari niður um eitt sæti frá síðasta tímabili en komist í úrslitakeppnina þriðja árið í röð. Blik sást í augum KA-manna í fyrra enda vantaði ekki hápunktana hjá þeim gulu og bláu. Leiddir áfram af Óðni Þór Ríkharðssyni komst KA í bikarúrslit í fyrsta sinn í átján ár en tapaði fyrir Val í frábærum úrslitaleik. KA-menn enduðu í 7. sæti Olís-deildarinnar og féllu út í átta liða úrslitum eftir magnað einvígi gegn Haukum þar sem allir leikirnir unnust með einu marki. Annað árið í röð missti KA markakóng og besta leikmann Olís-deildarinnar. Eftir tímabilið 2020-21 kvaddi Árni Bragi Eyjólfsson en Óðinn Þór fyllti skarð hans með glæsibrag. KA hefur ekki fengið viðlíka liðsstyrk fyrir þetta tímabil. Liðið skipti við Stjörnuna á vinstri hornamönnum, missti Arnar Frey Ársælsson en fékk Dag Gautason aftur, og fékk unglingalandsliðsmanninn Gauta Gunnarsson frá ÍBV. Ólafur Gústafsson missir af fyrstu mánuðum tímabilsins og þá er hinn mjög svo áreiðanlegi Jón Heiðar Sigurðsson hættur. Það er því ekkert offramboð af rétthentum útispilurum hjá KA og línumannsstaðan er enn frekar veik. KA virðist vera með veikara lið en á síðasta tímabili og það hefði verið gaman að sjá Akureyringa nýta meðbyrinn, nýta blikið og minnka bilið milli þeirra og sterkustu liða Olís-deildarinnar. Gengi KA undarinn áratug 2021-22: 7. sæti+átta liða úrslit+bikarúrslit 2020-21: 6. sæti+átta liða úrslit 2019-20: 10. sæti 2018-19: 9. sæti 2017-18: B-deild (2. sæti, upp í gegnum umspil) 2016-17: 10. sæti (Hluti af Akureyrarliðinu) 2015-16: 8. sæti (Hluti af Akureyrarliðinu) 2014-15: 6. sæti (Hluti af Akureyrarliðinu) 2013-14: 6. sæti (Hluti af Akureyrarliðinu) 2012-13: 6. sæti (Hluti af Akureyrarliðinu) Lykilmaðurinn Einar Rafn Eiðsson ætlar að koma tvíefldur til leiks í vetur.vísir/vilhelm Einar Rafn kom til KA fyrir síðasta tímabil eftir mörg góð ár hjá FH. Hann stóð fyrir sínu með 3,9 mörk og 3,5 stoðsendingar að meðaltali í leik en það leiðinlega fyrir Einar Rafn var að KA hrökk ekki almennilega í gang fyrr en eftir að hann meiddist. Allan Norðberg fór þá í stöðu hægri skyttu og leysti hana prýðilega og Óðinn Þór raðaði inn mörkum. Örvhentir leikmenn hafa verið stjörnur KA undanfarin tvö tímabil og spurningin er hvort röðin sé komin að Einari Rafni í vetur. Hann er vissulega allt öðruvísi leikmaður en Árni Bragi og Óðinn Þór en ekki vantar hæfileikana eða reynsluna hjá honum. Félagaskiptamarkaðurinn Komnir: Gauti Gunnarsson frá ÍBV Dagur Gautason frá Stjörnunni Farnir: Óðinn Þór Ríkharðsson til Kadetten Schaffhausen (Sviss) Arnar Freyr Ársælsson til Stjörnunnar Jón Heiðar Sigurðsson hættur Markaðseinkunn (A-C): B Fortíðarhetja sem gæti nýst í vetur Sem fyrr sagði vantar talsvert upp á breiddina vinstra megin fyrir utan hjá KA. Það væri því ekki ónýtt fyrir liðið að geta notað sjálfan Róbert Julian Duranona sem hreif stuðningsmenn KA með sínum þrumuskotum og leikgleði undir lok síðustu aldar og átti stóran þátt í því að Akureyringar yrðu Íslandsmeistarar í fyrsta sinn 1997. Duranona er einn allra besti, ef ekki besti, erlendi leikmaður sem hefur spilað hér á landi og lék síðan með íslenska landsliðinu eftir að hafa fengið ríkisborgararétt.
2021-22: 7. sæti+átta liða úrslit+bikarúrslit 2020-21: 6. sæti+átta liða úrslit 2019-20: 10. sæti 2018-19: 9. sæti 2017-18: B-deild (2. sæti, upp í gegnum umspil) 2016-17: 10. sæti (Hluti af Akureyrarliðinu) 2015-16: 8. sæti (Hluti af Akureyrarliðinu) 2014-15: 6. sæti (Hluti af Akureyrarliðinu) 2013-14: 6. sæti (Hluti af Akureyrarliðinu) 2012-13: 6. sæti (Hluti af Akureyrarliðinu)
Komnir: Gauti Gunnarsson frá ÍBV Dagur Gautason frá Stjörnunni Farnir: Óðinn Þór Ríkharðsson til Kadetten Schaffhausen (Sviss) Arnar Freyr Ársælsson til Stjörnunnar Jón Heiðar Sigurðsson hættur Markaðseinkunn (A-C): B
Olís-deild karla KA Akureyri Tengdar fréttir Olís-spá karla 2022-23: Rúnir inn að skinni Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Selfossi 9. sæti Olís-deildar karla í vetur. 1. september 2022 10:00 Olís-spá karla 2022-23: Komnir með silfurdreng í brúna en fastir í sínu sæti Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Gróttu 10. sæti Olís-deildar karla í vetur. 31. ágúst 2022 10:01 Olís-spá karla 2022-23: Efsta deildin nemur land á Ísafirði Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Herði 11. sæti Olís-deildar karla í vetur. 30. ágúst 2022 10:01 Olís-spá karla 2022-23: Ekki erfitt að gera betur en síðast en vonin er veik Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir ÍR 12. sæti Olís-deildar karla í vetur. 29. ágúst 2022 10:00 Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Brast ítrekað í grát og neitar öllum ásökunum um ofbeldi Sport Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Körfubolti Haaland væntanlega úr leik í deildinni Fótbolti Fleiri fréttir Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Minnkuðu muninn í eitt mark úr lokaskotinu Sló (líklega) metið yfir flest mörk að meðaltali í leik „Mér þykir virkilega vænt um þennan titil“ Grótta í umspil eftir tap gegn Aftureldingu Ómar Ingi og Gísli Þorgeir fóru mikinn í Búkarest Uppgjörið: FH - ÍR 33-29 | FH-ingar deildarmeistarar annað árið í röð „Bestu liðin hafa ekkert að fela og deila upplýsingum“ Sjá meira
Olís-spá karla 2022-23: Rúnir inn að skinni Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Selfossi 9. sæti Olís-deildar karla í vetur. 1. september 2022 10:00
Olís-spá karla 2022-23: Komnir með silfurdreng í brúna en fastir í sínu sæti Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Gróttu 10. sæti Olís-deildar karla í vetur. 31. ágúst 2022 10:01
Olís-spá karla 2022-23: Efsta deildin nemur land á Ísafirði Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Herði 11. sæti Olís-deildar karla í vetur. 30. ágúst 2022 10:01
Olís-spá karla 2022-23: Ekki erfitt að gera betur en síðast en vonin er veik Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir ÍR 12. sæti Olís-deildar karla í vetur. 29. ágúst 2022 10:00
Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Körfubolti
Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða
Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Körfubolti