Lögreglumenn fóru að bænum í gærkvöldi Kristín Ólafsdóttir skrifar 1. september 2022 10:27 Mynd sem Steinunn Árnadóttir tók af einu hrossanna. Steinunn Árnadóttir Lögregla á Vesturlandi segir enga kæru hafa borist vegna máls hrossaræktenda, sem sakaðir hafa verið um illa meðferð á skepnum sínum, í nágrenni Borgarnes. Málið hafi hins vegar verið tilkynnt til lögreglu í ágúst og í gærkvöldi hafi lögreglumenn sinnt útkalli að bænum. Greint var frá málinu á Vísí í gær en Steinunn Árnadóttir íbúi í Borgarnesi segir nærsveitunga sína lamaða vegna illrar meðferðar á hestum í nærsveitinni. Hún kveðst ósátt við yfirvöld að grípa ekki inn í þrátt fyrir endurteknar ábendingar. Í gær tjáði hún svo fréttastofu að eigendur væru að flytja hesta sína á annan stað og lögregla væri komin á staðinn. Ræddu við eigendur hrossanna Ásmundur Kr. Ásmundsson aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglu á Vesturlandi staðfestir að hringt hafi verið í neyðarlínu klukkan 22:33 í gærkvöldi og lögreglu tilkynnt um flutninga á hestum við bæinn. Lögreglumenn hafi farið á staðinn og rætt við tilkynnanda. Þeir hafi svo farið á eftir fólkinu sem staðið hafi í hrossaflutningunum, verið að flytja eigin hesta í eitthvert tún, og rætt við það. Málið hafi verið bókað en lögregla ekkert aðhafst, enda ekki ólöglegt að flytja hesta. Lögregla sé þó meðvituð um málið. Ásmundur segir að dýrverndarsamtök hafi tilkynnt um illa meðferð á hrossum á bænum í ágúst. Þá hafi málið verið sett í ferli; Matvælastofnun (MAST) tilkynnt um það og dýraeftirlitsmaður sendur á staðinn. Málið sé þannig á forræði MAST og engin kæra vegna þess borist lögreglu á Vesturlandi. Sigríður Björnsdóttir dýralæknir hrossasjúkdóma hjá MAST sagði í samtali við Vísi í gær að stofnunin hefði stjórn á málinu, sem sé þó á viðkvæmu stigi. Óljóst væri hverjar lyktir málsins yrðu. Borgarbyggð Dýraheilbrigði Hestar Dýraníð í Borgarfirði Tengdar fréttir Segir eigendur vannærðu hestanna reyna að flytja þá í skjóli nætur Hrossaræktendur í Borgarfirði í nágrenni Borgarness sem sakaðir hafa verið um illa meðferð á skepnum sínum virðast ætla að flytja hestana úr hesthúsi sínu í skjóli nætur. Lögregla hefur verið kölluð til og er á svæðinu. 31. ágúst 2022 22:57 „Hestamenn í Borgarnesi eru allir lamaðir yfir þessu“ Íbúi í Borgarnesi segir nærsveitunga sína lamaða vegna illrar meðferðar á hestum í nærsveitinni. Hún er ósátt við yfirvöld að grípa ekki inn í þrátt fyrir endurteknar ábendingar. Dýralæknir hrossasjúkdóma hjá MAST segir málið í ferli hjá stofnuninni. 31. ágúst 2022 17:00 Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Sjá meira
Greint var frá málinu á Vísí í gær en Steinunn Árnadóttir íbúi í Borgarnesi segir nærsveitunga sína lamaða vegna illrar meðferðar á hestum í nærsveitinni. Hún kveðst ósátt við yfirvöld að grípa ekki inn í þrátt fyrir endurteknar ábendingar. Í gær tjáði hún svo fréttastofu að eigendur væru að flytja hesta sína á annan stað og lögregla væri komin á staðinn. Ræddu við eigendur hrossanna Ásmundur Kr. Ásmundsson aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglu á Vesturlandi staðfestir að hringt hafi verið í neyðarlínu klukkan 22:33 í gærkvöldi og lögreglu tilkynnt um flutninga á hestum við bæinn. Lögreglumenn hafi farið á staðinn og rætt við tilkynnanda. Þeir hafi svo farið á eftir fólkinu sem staðið hafi í hrossaflutningunum, verið að flytja eigin hesta í eitthvert tún, og rætt við það. Málið hafi verið bókað en lögregla ekkert aðhafst, enda ekki ólöglegt að flytja hesta. Lögregla sé þó meðvituð um málið. Ásmundur segir að dýrverndarsamtök hafi tilkynnt um illa meðferð á hrossum á bænum í ágúst. Þá hafi málið verið sett í ferli; Matvælastofnun (MAST) tilkynnt um það og dýraeftirlitsmaður sendur á staðinn. Málið sé þannig á forræði MAST og engin kæra vegna þess borist lögreglu á Vesturlandi. Sigríður Björnsdóttir dýralæknir hrossasjúkdóma hjá MAST sagði í samtali við Vísi í gær að stofnunin hefði stjórn á málinu, sem sé þó á viðkvæmu stigi. Óljóst væri hverjar lyktir málsins yrðu.
Borgarbyggð Dýraheilbrigði Hestar Dýraníð í Borgarfirði Tengdar fréttir Segir eigendur vannærðu hestanna reyna að flytja þá í skjóli nætur Hrossaræktendur í Borgarfirði í nágrenni Borgarness sem sakaðir hafa verið um illa meðferð á skepnum sínum virðast ætla að flytja hestana úr hesthúsi sínu í skjóli nætur. Lögregla hefur verið kölluð til og er á svæðinu. 31. ágúst 2022 22:57 „Hestamenn í Borgarnesi eru allir lamaðir yfir þessu“ Íbúi í Borgarnesi segir nærsveitunga sína lamaða vegna illrar meðferðar á hestum í nærsveitinni. Hún er ósátt við yfirvöld að grípa ekki inn í þrátt fyrir endurteknar ábendingar. Dýralæknir hrossasjúkdóma hjá MAST segir málið í ferli hjá stofnuninni. 31. ágúst 2022 17:00 Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Sjá meira
Segir eigendur vannærðu hestanna reyna að flytja þá í skjóli nætur Hrossaræktendur í Borgarfirði í nágrenni Borgarness sem sakaðir hafa verið um illa meðferð á skepnum sínum virðast ætla að flytja hestana úr hesthúsi sínu í skjóli nætur. Lögregla hefur verið kölluð til og er á svæðinu. 31. ágúst 2022 22:57
„Hestamenn í Borgarnesi eru allir lamaðir yfir þessu“ Íbúi í Borgarnesi segir nærsveitunga sína lamaða vegna illrar meðferðar á hestum í nærsveitinni. Hún er ósátt við yfirvöld að grípa ekki inn í þrátt fyrir endurteknar ábendingar. Dýralæknir hrossasjúkdóma hjá MAST segir málið í ferli hjá stofnuninni. 31. ágúst 2022 17:00