Rangárnar með yfirburði í veiðitölum Karl Lúðvíksson skrifar 9. september 2022 12:01 Ytri Rangá er aflahæsta á landsins það sem af er sumri. Mynd: Harpa Hlín Nýjar tölur úr laxveiðiánum fyrir liðna viku eru komnar á vefinn og systurnar Ytri og Eystri Rangá eru búnar að stinga hinar árnar af. Maðkaopnun í Rangánum tryggði þeim endanlega það forskot sem árnar voru þegar komnar með en Ytri Rangá trónir á toppnum með 4.037 laxa og Eystri með 2.985 laxa. Það er mikið af laxi í báðum ánum og ennþá lax að ganga svo þessar tölur eiga eftir að hækka töluvert áður en yfir lýkur en veitt er í ánum til loka október. Þverá-Kjarrá er hæst sjálfbæru ánna með 1.313 laxa og situr þar með í þriðja sæti. Miðfjarðará er í fjórða sæti með 1.290 laxa og Norðurá þar skammt á eftir með 1.280 laxa. Árnar á norðaustur hluta landsins hafa verið fínar í sumar, flestar í það minnsta, en þar trónir Hofsá efst með 1.097 laxa og svo Selá með 1.071 laxa. Þá eru árnar upptaldar sem eru komnar yfir 1.000 laxa. Næsta á á listanum sem gæti náð 1.000 er Langá á Mýrum en veiðin í henni hefur verið ágæt síðustu vikur og yfirleitt á hún 50-60 laxa vikur í september svo hún er líkleg. Haffjarðará er með 817 laxa og á aðeins of mikið í 1.000 laxa múrinn til að ná honum. Stangveiði Mest lesið Nauðsynlegt að fækka álftinni Veiði Haukadalsvatn kraumaði að sjóbleikju Veiði Bæjarstjórnin hafnar beiðni um stöðvun við Steinboga Veiði 108 sm hængur úr Hnausastreng Veiði Veiðimaðurinn og Söluskrá SVFR komin út Veiði Stefnir í gott veður síðustu helgina í rjúpu Veiði Lokatölur úr Veiðivötnum Veiði Mikið líf í Vestmannsvatni Veiði Laxveiðimenn fagna væntanlegri rigningu Veiði 107 sm lax veiddist í Grímsá Veiði
Maðkaopnun í Rangánum tryggði þeim endanlega það forskot sem árnar voru þegar komnar með en Ytri Rangá trónir á toppnum með 4.037 laxa og Eystri með 2.985 laxa. Það er mikið af laxi í báðum ánum og ennþá lax að ganga svo þessar tölur eiga eftir að hækka töluvert áður en yfir lýkur en veitt er í ánum til loka október. Þverá-Kjarrá er hæst sjálfbæru ánna með 1.313 laxa og situr þar með í þriðja sæti. Miðfjarðará er í fjórða sæti með 1.290 laxa og Norðurá þar skammt á eftir með 1.280 laxa. Árnar á norðaustur hluta landsins hafa verið fínar í sumar, flestar í það minnsta, en þar trónir Hofsá efst með 1.097 laxa og svo Selá með 1.071 laxa. Þá eru árnar upptaldar sem eru komnar yfir 1.000 laxa. Næsta á á listanum sem gæti náð 1.000 er Langá á Mýrum en veiðin í henni hefur verið ágæt síðustu vikur og yfirleitt á hún 50-60 laxa vikur í september svo hún er líkleg. Haffjarðará er með 817 laxa og á aðeins of mikið í 1.000 laxa múrinn til að ná honum.
Stangveiði Mest lesið Nauðsynlegt að fækka álftinni Veiði Haukadalsvatn kraumaði að sjóbleikju Veiði Bæjarstjórnin hafnar beiðni um stöðvun við Steinboga Veiði 108 sm hængur úr Hnausastreng Veiði Veiðimaðurinn og Söluskrá SVFR komin út Veiði Stefnir í gott veður síðustu helgina í rjúpu Veiði Lokatölur úr Veiðivötnum Veiði Mikið líf í Vestmannsvatni Veiði Laxveiðimenn fagna væntanlegri rigningu Veiði 107 sm lax veiddist í Grímsá Veiði