Bíður enn eftir afsökun á að hafa verið tekin upp Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 14. september 2022 15:01 Elín Soffía Harðardóttir segir það ekki eiga að líðast að fólk deili myndböndum af öðrum á samfélagsmiðlum án samþykkis. Vísir/Egill Kona sem varð fyrir því að myndbandi var deilt af henni á samfélagsmiðlum án hennar samþykkis segist aldrei hafa fengið neina afsökunarbeiðni frá þeim sem tók myndbandið upp. Henni hefði þótt vænt um að fá hana. Hún segir það ekki eiga að líðast að svona myndböndum sé deilt án samþykkis. Fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor var myndbandi úr öryggismyndavél við heimahús deilt á Twitter. Á því mátti sjá Elínu Soffíu Harðardóttur sjálfboðaliða hjá Samfylkingunni dreifa rósum og grín sem gert var á hennar kostnað. Sjálf segir hún að það hafi aldrei hvarflað að sér, þegar hún stóð við húsið þar sem myndbandið var tekið upp, að það væri myndavél á staðnum. Þegar hún kom heim í lok dagsins fékk hún símtal frá sonum sínum. „Veistu það er verið að trenda þig á twitter og ég sagði hvað er það af því ég er ekki einu sinni á twitter og þá sögðu þeir að það eru mörg þúsund manns búin að skoða myndbandið af þér sem ég hafði ekki hugmynd um að væri verið að deila að mér forspurðri og reyna að gera lítið úr mér,“ segir Elín Soffía. Sjá má viðtal við Elínu Soffíu í heild sinni að neðan. Hún segir afleitt að fólk stundi þá iðju að deila myndböndum af öðrum. „Ég skil stundum alveg að fólk sé með einhverjar myndavélar í öryggisskyni en mér finnst ekki að fólk geti deilt myndböndum án þess að fólk viti af því og að þeim forspurðum. Ég kæri mig ekkert um að það sé verið að taka myndir af mér einhvers staðar og setja inn á samfélagsmiðla.“ Elín Soffía skoðaði að kvarta yfir sínu máli til Persónuverndar en gerði það ekki formlega. Hún segir marga ekki átta sig á hversu víða myndavélar eru og hversu oft sé verið að taka upp það sem fólk segir. „Auðvitað er þetta innrás á einkalíf fólks og það er verið að taka upp börn og deila börnum. Þú veist þetta á náttúrulega ekki að líðast.“ Þá blöskri mörgum myndbirtingar úr öryggismyndavélunum. „Fólk sem ég þekki ekki og eru ekki vinir mínir voru að senda mér stuðningsyfirlýsingar á Facebook af því fólk var bara svo gáttað að menn skyldu láta sér detta þetta í hug,“ segir Elín Soffía. Sjálfri hefði henni þótt vænt um afsökunarbeiðni frá þeim sem tók myndbandið upp en sú afsökunarbeiðni barst aldrei. „Nei, ég hef aldrei heyrt í honum. Hann gerði það ekki. Mér hefði hins vegar þótt vænt um það hefði hann gert það.“ Netöryggi Persónuvernd Samfylkingin Tengdar fréttir Mikil fjölgun öryggismyndavéla við heimili: Góðkunningjar lögreglu þekkjast oft á upptökum Töluverð aukning hefur orðið á því að myndbandsupptökur berist lögreglu í þjófnaðarmálum, en þær liggja fyrir í fjórða hverju máli. Sala á öryggismyndavélum til heimila hefur margfaldast en á sama tíma hefur kvörtunum til Persónuverndar vegna slíkra myndavéla fjölgað. 12. september 2022 06:00 Aldrei lent í öðru eins á löngum sjálfboðaliðaferli Elín Soffía Harðardóttir, kennari og sjálfboðaliði til margra ára, segir að sér hafi þótt afar leiðinlegt að myndband af henni við sjálfboðastarf fyrir Samfylkinguna hafi farið í dreifingu á netinu. Myndbandið sýnir þegar hún bankar upp á til þess að bjóða heimilismanni rauða rós, en hún fær það svar að rósin sé best geymd í ruslinu. 13. maí 2022 12:43 Mest lesið Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Innlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Erlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Vill fartölvu í fangelsið Erlent Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Innlent Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Erlent Danir kveðja konur í herinn Erlent Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Erlent Pyttur opnaðist skyndilega á hraðbraut Erlent Fleiri fréttir Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Rannsaka neysluvatn í Hveragerði Ósammála hvort að um leiðréttingu sé að ræða Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Myndefni af heimilisofbeldi, vanvirðing við skattgreiðendur og fegurðardís „Þessi leiðrétting er hið rétta í stöðunni“ Tvíburaforeldrar fái hálft ár í viðbótarorlof Tveimur konum sleppt en fimm dúsa enn inni Ár frá þjófnaðinum í Hamraborg og enginn verið ákærður Líklegast að næsta gos verði stærra en fyrri gos Fólk ekki fasistar þó það eigi Teslu Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis MAST kærir Kaldvík til lögreglu Aukin harka að færast í undirheimana Lögregla muni reyna að vera orðvarari í samræðum á vettvangi Kynntu breytingar á lögum um veiðigjald Næstu dagar ráða úrslitum um framtíð Kvikmyndaskóla Íslands Sögð ætla að kynna umtalsverðar breytingar á veiðigjöldum Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Tveir handteknir vegna stolins riffils með hljóðdeyfi Guðbjörg aðstoðar Guðmund Inga Líf hans í hættu ef hann leitaði til lögreglu Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Tekur við stöðunni af Guðmundi Inga Opnunarsamkoma leiðtogafundar í menntamálum „Þarna ertu ekki að tala um breytingu, heldur byltingu“ Áföll hafa mótað Guðmund Inga: „Ég læt ekki valta yfir mig“ Sjá meira
Fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor var myndbandi úr öryggismyndavél við heimahús deilt á Twitter. Á því mátti sjá Elínu Soffíu Harðardóttur sjálfboðaliða hjá Samfylkingunni dreifa rósum og grín sem gert var á hennar kostnað. Sjálf segir hún að það hafi aldrei hvarflað að sér, þegar hún stóð við húsið þar sem myndbandið var tekið upp, að það væri myndavél á staðnum. Þegar hún kom heim í lok dagsins fékk hún símtal frá sonum sínum. „Veistu það er verið að trenda þig á twitter og ég sagði hvað er það af því ég er ekki einu sinni á twitter og þá sögðu þeir að það eru mörg þúsund manns búin að skoða myndbandið af þér sem ég hafði ekki hugmynd um að væri verið að deila að mér forspurðri og reyna að gera lítið úr mér,“ segir Elín Soffía. Sjá má viðtal við Elínu Soffíu í heild sinni að neðan. Hún segir afleitt að fólk stundi þá iðju að deila myndböndum af öðrum. „Ég skil stundum alveg að fólk sé með einhverjar myndavélar í öryggisskyni en mér finnst ekki að fólk geti deilt myndböndum án þess að fólk viti af því og að þeim forspurðum. Ég kæri mig ekkert um að það sé verið að taka myndir af mér einhvers staðar og setja inn á samfélagsmiðla.“ Elín Soffía skoðaði að kvarta yfir sínu máli til Persónuverndar en gerði það ekki formlega. Hún segir marga ekki átta sig á hversu víða myndavélar eru og hversu oft sé verið að taka upp það sem fólk segir. „Auðvitað er þetta innrás á einkalíf fólks og það er verið að taka upp börn og deila börnum. Þú veist þetta á náttúrulega ekki að líðast.“ Þá blöskri mörgum myndbirtingar úr öryggismyndavélunum. „Fólk sem ég þekki ekki og eru ekki vinir mínir voru að senda mér stuðningsyfirlýsingar á Facebook af því fólk var bara svo gáttað að menn skyldu láta sér detta þetta í hug,“ segir Elín Soffía. Sjálfri hefði henni þótt vænt um afsökunarbeiðni frá þeim sem tók myndbandið upp en sú afsökunarbeiðni barst aldrei. „Nei, ég hef aldrei heyrt í honum. Hann gerði það ekki. Mér hefði hins vegar þótt vænt um það hefði hann gert það.“
Netöryggi Persónuvernd Samfylkingin Tengdar fréttir Mikil fjölgun öryggismyndavéla við heimili: Góðkunningjar lögreglu þekkjast oft á upptökum Töluverð aukning hefur orðið á því að myndbandsupptökur berist lögreglu í þjófnaðarmálum, en þær liggja fyrir í fjórða hverju máli. Sala á öryggismyndavélum til heimila hefur margfaldast en á sama tíma hefur kvörtunum til Persónuverndar vegna slíkra myndavéla fjölgað. 12. september 2022 06:00 Aldrei lent í öðru eins á löngum sjálfboðaliðaferli Elín Soffía Harðardóttir, kennari og sjálfboðaliði til margra ára, segir að sér hafi þótt afar leiðinlegt að myndband af henni við sjálfboðastarf fyrir Samfylkinguna hafi farið í dreifingu á netinu. Myndbandið sýnir þegar hún bankar upp á til þess að bjóða heimilismanni rauða rós, en hún fær það svar að rósin sé best geymd í ruslinu. 13. maí 2022 12:43 Mest lesið Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Innlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Erlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Vill fartölvu í fangelsið Erlent Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Innlent Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Erlent Danir kveðja konur í herinn Erlent Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Erlent Pyttur opnaðist skyndilega á hraðbraut Erlent Fleiri fréttir Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Rannsaka neysluvatn í Hveragerði Ósammála hvort að um leiðréttingu sé að ræða Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Myndefni af heimilisofbeldi, vanvirðing við skattgreiðendur og fegurðardís „Þessi leiðrétting er hið rétta í stöðunni“ Tvíburaforeldrar fái hálft ár í viðbótarorlof Tveimur konum sleppt en fimm dúsa enn inni Ár frá þjófnaðinum í Hamraborg og enginn verið ákærður Líklegast að næsta gos verði stærra en fyrri gos Fólk ekki fasistar þó það eigi Teslu Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis MAST kærir Kaldvík til lögreglu Aukin harka að færast í undirheimana Lögregla muni reyna að vera orðvarari í samræðum á vettvangi Kynntu breytingar á lögum um veiðigjald Næstu dagar ráða úrslitum um framtíð Kvikmyndaskóla Íslands Sögð ætla að kynna umtalsverðar breytingar á veiðigjöldum Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Tveir handteknir vegna stolins riffils með hljóðdeyfi Guðbjörg aðstoðar Guðmund Inga Líf hans í hættu ef hann leitaði til lögreglu Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Tekur við stöðunni af Guðmundi Inga Opnunarsamkoma leiðtogafundar í menntamálum „Þarna ertu ekki að tala um breytingu, heldur byltingu“ Áföll hafa mótað Guðmund Inga: „Ég læt ekki valta yfir mig“ Sjá meira
Mikil fjölgun öryggismyndavéla við heimili: Góðkunningjar lögreglu þekkjast oft á upptökum Töluverð aukning hefur orðið á því að myndbandsupptökur berist lögreglu í þjófnaðarmálum, en þær liggja fyrir í fjórða hverju máli. Sala á öryggismyndavélum til heimila hefur margfaldast en á sama tíma hefur kvörtunum til Persónuverndar vegna slíkra myndavéla fjölgað. 12. september 2022 06:00
Aldrei lent í öðru eins á löngum sjálfboðaliðaferli Elín Soffía Harðardóttir, kennari og sjálfboðaliði til margra ára, segir að sér hafi þótt afar leiðinlegt að myndband af henni við sjálfboðastarf fyrir Samfylkinguna hafi farið í dreifingu á netinu. Myndbandið sýnir þegar hún bankar upp á til þess að bjóða heimilismanni rauða rós, en hún fær það svar að rósin sé best geymd í ruslinu. 13. maí 2022 12:43