Katrín boðar bann við olíuleit í lögsögu Íslands Heimir Már Pétursson skrifar 14. september 2022 19:52 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra lagði mikla áherslu á loftslags-, orku og mannréttindamál í stefnuræðu sinni á Alþingi í kvöld. Vísir/Vilhelm Forsætisráðherra segir Íslendinga í einstakri stöðu til að ná fram orkuskiptum í almannaþágu, meðal annars vegna þess að tryggt hafi verið að orkufyrirtæki í eigu ríkisins verði ekki seld. Lagt verði fram frumvarp um bann við olíuleit í efnahagslögsögunni. Í stefnuræðu sinni á Alþingi í kvöld sagði Katrín Jakobsdóttir Ísland í öfundsverðri stöðu nú þegar orkuverð hefði hækkað mikið vegna innrásar Rússa í Úkraínu. Hún byrjaði á að rifja upp þegar hún hefði átt því láni að fagna að skrifa undir stjórnar- og verndaráætlun fyrir Geysissvæðið ásamt Guðlaugi Þór Þórðarsyni umhverfisráðherra síðast liðinn mánudag. Þar hafi himinn verið heiður, Strokkur gosið og almenn gleði og farsæld ríkt í hópnum sem þar var. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfisráðherra glöð eftir undirskrift sáttmála um Geysissvæðið sl. mánudag.forsætisráðuneytið „Á slíkri stundu getur verið erfitt að hugsa um hamfaraflóð í Pakistan, stríð í Úkraínu, orkukreppu í Evrópu og fjölmargt fleira sem ógnar núna meðbræðrum okkar og systrum um allan heim,“ sagði Katrín. Þeirra vandamál væru þó einnig okkar vandamál. „Loftslagsváin hefur nú þegar skapað neyðarástand víða um heim. Við glímum við það risavaxna verkefni að snúa þessari ógnvænlegu þróun við, lágmarka skaðann og tryggja framtíð okkar og lífríkisins alls á þessari plánetu," sagði forsætisráðherra. Í upphafi þessa kjörtímabils hefði ríkisstjórnin kynnt ný og metnaðarfull markmið í loftslagsmálum um 55 prósenta samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda sem væru á beinni ábyrgð Íslendinga. Til að ná þeim markmiðum þyrfti að setja fram sameiginleg markmið stjórnvalda og allra geira samfélagsins. „Lagt verður fram að nýju frumvarp um bann við olíuleit í efnahagslögsögunni sem mikilvægt er að verði afgreitt enda felast í því skýr skilaboð til umheimsins að Ísland ætlar að leggja sitt af mörkum til að takast á við þessa stærstu áskorun samtímans. Við erum á fullri ferð út úr kolefnishagkerfinu – inn í nýtt grænt hagkerfi,“ sagði forsætisráðherra. Ísland í einstakri stöðu í orkumálum Hraðar breytingar væru þó ekki bara ógnvænlegar. Þær gætu líka vakið upp von um bjartari framtíð. „Ég flaug í átta mínútur í rafmagnsflugvél um daginn. Það var stutt en þó lengra en fyrsta flug Wright-bræðra árið 1903 sem varði í 12 sekúndur og náði 20 feta hæð," sagði Katrín. Nú væri mannkynið á öðrum tímamótum. Á 21. öldinni yrði flug á grænum orkugjöfum og hún spáði að þær breytingar ættu eftir að gerast hraðar en nokkurn gat órað fyrir. Loftslagsmálin minntu á sig þegar það blés hressilega og ringdi þegar annað ráðuneyti Katrínar Jakobsdóttur tók við völdum síðast liðið haust. Forsætisráðherra segir stjórnina þó sækja fram í loftslags- og orkumálum.Vísir/Vilhelm „Við hér á Íslandi erum í einstakri stöðu til að ná fram orkuskiptum í almannaþágu vegna þess að réttar ákvarðanir hafa verið teknar. Almenningur á helsta orkufyrirtæki landsins, Landsvirkjun, og því stendur ekki til að breyta," sagði Katrín. Landsnet væri einnig í eigu opinberra aðila. Allir hlytu að vera þakklátir fyrir að hugmyndir um að selja þessi mikilvægu fyrirtæki hefðu ekki náð fram að ganga. „Nú þegar raforkuverð í Evrópu er himinhátt – þegar almenningur í Noregi, Þýskalandi, Bretlandi er jafnvel að borga margfalt verð fyrir hita og rafmagn á við okkur – er augljóst að við erum í öfundsverðri stöðu," sagði forsætisráðherra. Miklu skipti hvernig fram yrði haldið. Í orkuskiptum og orkuframleiðslu væri frumskyldan við íslenskan almenning í nútíð og framtíð. Tryggja þyrfti að öll orkunýting verði ábyrg, í sátt við náttúrna og í þágu almennings. Margs konar stuðningu við Úkraínu Því næst vék forsætisráðherra að stríðinu í Úkraínu sem rekið hefði milljónir manna á flótta. „Hækkandi orkuverð er aðeins ein afleiðing ömurlegs innrásarstríðs Rússa í Úkraínu. Nú þegar hafa þúsundir óbreyttra borgara fallið í þessu stríði, milljónir manna eru á flótta, samfélagslegir innviðir hafa verið lagðir í rúst og endalok stríðsins eru enn ekki í sjónmáli," sagði Katrín. Þótt Íslendingar væru fjarri heimsins vígaslóð léti stríðið engan ósnortinn. Forsætisráðherra segir íslensk stjórnvöld hafa stutt Úkraínu eftir innrás Rússa með ýmsum hætti. Meðal annars hefði verið tekið á móti um 1.600 flóttamönnum frá Úkraínu. Þá hefðu Íslendingar ásamt Noregi og Danmörku stutt aðild Finna og Svía að NATO. Hér er Katrín með forsætisráðherrum hinna Norðurlandanna á leiðtogafundi NATO í Madrid þar sem ríkin voru boðin velkomin í bandalagið.Getty/Rita Franca „Ísland hefur tekið á móti um 1.600 Úkraínumönnum á flótta og við munum gera okkar besta til að styðja við þau eftir fremsta megni. Ísland hefur veitt úkraínsku þjóðinni pólitískan stuðning á alþjóðavettvangi og lagt fram fjármuni meðal annars í mannúðaraðstoð og efnahagslegan stuðning. Þegar Ísland tekur við formennsku í Evrópuráðinu í næsta mánuði munu málefni Úkraínu koma til okkar kasta og við munum tala skýrt," sagði Katrín. Stríðið hefði einnig minnt á mikilvægi fæðuöryggis sem væri risavaxið öryggismál. Innrás Rússa hefði komið beint ofan í tveggja ára heimsfaraldur og verðbólga plagaði nú samfélög bæði vestan hafs og austan. Viðlíka verðbólgutölur hefðu ekki sést í lengri tíð. Forsætisráðherra segir mikilvægt að stjórnvöld og Seðlabanki Íslands séu samstíga í baráttunni gegn verðbólgu.Vísir/Vilhelm „Góðu fréttirnar eru að atvinnuástandið hér á landi er gott og hagvaxtahorfur góðar. Nú sem aldrei fyrr skiptir máli að stjórnvöld og Seðlabankinn séu samstillt og ríkisfjármálin og peningamálastefnan vinni í sömu átt til að auka ekki frekar á vandann. Það skiptir máli að stjórnvöld styðji við þau sem eiga erfiðast með að mæta þessari stöðu, eins og nú í vor þegar við hækkuðum greiðslur almannatrygginga og húsnæðisstuðning og barnabótaauki var greiddur út,“ sagði forsætisráðherra. Átak í húsnæðismálum og stuðningur við láglaunahópa Katrín sagði félagslegar áherslur stjórnvalda í húsnæðismálum á undanförnum árum hafa skilað langt um fleiri almennum íbúðum sem skipt hefði sköpum fyrir húsnæðisöryggi tekjulægri hópa. Átakshópur Þjóðhagsráðs hefði lagt fram ítarlegar tillögur til úrbóta í vor. „Ríkisstjórnin mun fylgja þessum tillögum eftir og í samstarfi við sveitarfélögin verða byggðar 35.000 íbúðir á næstu 10 árum til að mæta húsnæðisþörf allra hópa. Aðgerðirnar munu ekki aðeins auka húsnæðisöryggi heldur einnig draga úr sveiflum á húsnæðismarkaði en húsnæðisverð er einn af þeim þáttum sem hefur ýtt undir óstöðugleika hér í verðlagsmálum," sagði forsætisráðherra. Hún boðaði áframhaldandi uppbyggingu á barnabótakerfinu sem þegar hefði skilað fleiri fjölskyldum barnabótum en áður. Áfram yrði staðinn vörður um almannaþjónustna, ekki síst heilbrigðisþjónustuna, sem gengið hefði í gegnum erfiða tíma að undanförnu og staðist álagsprófið. Katrín segir miklar réttarbætur hafa verið gerðar í málefnum hinsegin fólks. Almennt ætti Ísland að vera í fremstu röð í mannréttindamálum.Vísir/Vilhelm Ísland í fararbroddi í mannréttindamálum Forsætisráðherra gerði málefni hinsegin fólks einnig að umræðuefni og sagði íslenskt samfélag hafa tekið stórstígum framförum í þeim efnum. „Þyngst vega líklega löggjöfin um kynrænt sjálfræði og aukin réttindi trans og intersex barna og ný framkvæmdaáætlun í málefnum hinsegin fólks sem mun tryggja að við höldum áfram á réttri braut. Þessi mál eru vitnisburður um að það skiptir máli hvaða stefnu og ákvarðanir við tökum í stjórnmálum," sagði Karín. Á sama tíma væri dapurlegt að skynja aukna fordóma sem sýndi að réttindabaráttu lyki aldrei. Lögfesting Sáttmála Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks væri annað mikilvægt verkefni sem hefði áhrif á réttindi fólks. „Hluti af því verkefni er að koma á laggirnar sjálfstæðri mannréttindastofnun. Undanfarið hef ég haldið samráðsfundi um land allt sem ég hef lært mikið af – um stórt og smátt. Mannréttindi eru ekki sjálfsögð og við getum ekki tekið þeim sem gefnum. Við eigum að stefna að því að Ísland verði framúrskarandi á sviði mannréttinda," sagði forsætisráðherra. Sama gilti um réttindi innflytjenda. Vinna væri hafin við mótun stefnu í málefnum útlendinga sem væri löngu tímabært þegar 16 prósent landsmanna væru innflytjendur. Samfélagsleg þátttaka þeirra sem flyttu til landsins skipti alla máli. Lífið væri nefnilega ekki bara vinna. Forsætisráðherra hefur fundað með fólki um mannréttindamál víða um land að undanförnu. Hér er hún með fundarfólki á Ísafirði.forsætisráðuneytið „Samstillt átak stjórnvalda og atvinnulífs þarf til að bjóða fleirum upp á íslenskukennslu, helst á vinnutíma. Þetta er raunverulegt og grjóthart viðfangsefni því á komandi árum og áratugum mun reyna verulega á samheldni samfélagsins –og þá skiptir máli að við róum öll í sömu átt í þessum efnum," sagði forsætisráðherra. Samvinnu- og einstefnustjórnmál Að lokum ræddi Katrín um stjórnmálin sjálf og vísaði þar ef til vill til stjórnarsamstarfs Vinstri grænna við Sjálfstæðisflokk og Framsóknarflokk. Hún hefði oft fengið að heyra það á undanförnum fimmtán árum að það væri slæmt að ólíkir stjórnmálaflokkar þyrftu stundum að vinna saman. Þá yrðu engar framfarir. „Þetta finnst mér furðulegt viðhorf. Málamiðlanir eru hornsteinn lýðræðisins. Í öllum lýðræðisríkjum þarf að gera málamiðlanir og enginn sem kemur nálægt stjórnun getur forðast það. Þegar við hættum því erum við komin inn í eitthvað allt annað stjórnkerfi," sagði Katrín. Á tímum skautunar- og einstefnustjórnmála skipti miklu að ná saman um framfaraskref fyrir samfélagið allt. Skautunarstjórnmál leystu engan vanda heldur dýpkuðu hann og leiddu til átaka á tímum sem kölluðu á að fólk með ólíkar lífsskoðanir ynni saman gagnvart stórum áskorunum. „Á slíkum grunni er hægt að byggja til framtíðar. Þótt að stjórn og stjórnarandstaða eigi eðli máls samkvæmt að takast á og leiða fram rök og gagnrök þá vona ég að þingmenn allir, óháð flokkum og ólíkum lífsskoðunum beri gæfa til að vinna á slíkum grundvelli þjóðinni allri til heilla á þeim þingvetri sem nú er að hefjast," sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Bensín og olía Loftslagsmál Tengdar fréttir Forsetinn telur bagalegt að Siri skilji ekki íslensku Forseti Íslands gerði stöðu íslenskunnar og fortíðarþrá meðal annars að umtalsefni þegar hann setti Alþingi í dag. Tryggja þyrfti stöðu tungumálsins í stafrænum heimi og sýna þeim sem hingað flyttu og vildu læra íslensku umburðarlyndi. 13. september 2022 19:20 Takk fyrir ekkert, segja andvaka veitingamenn Samtök fyrirtækja á veitingamarkaði hafa sent frá sér harðorða yfirlýsingu þar sem þau lýsa yfir gríðarlegum vonbrigðum með fyrirhugaða hækkun áfengisgjalda. 13. september 2022 20:44 Litagleði á setningu Alþingis 153. setning Alþingis fór fram fyrr í dag. Eins og fjallað var um hér á Vísi flutti Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, ávarp fyrir alþingismenn. 13. september 2022 17:37 Bein útsending: Setning Alþingis Alþingi verður sett í dag og hefst þingsetningarathöfnin klukkan 13:30 með guðsþjónustu í Dómkirkjunni. Hægt verður að fylgjast með útsendingunni í spilara að neðan. 13. september 2022 13:01 Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Innlent „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Innlent Fleiri fréttir Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Reyndi að brjótast inn með exi Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Kanónurnar sem eru að hverfa Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Flokkurinn verði að líta inn á við Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Flokkur fólksins í gríðarlegri sókn í Norðvesturkjördæmi Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Samfylkingin langstærst í kjördæmi Kristrúnar Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum „Ég veit ekki hvort ég er að koma eða fara“ Merkir hægribylgju en ekki vonbrigði Glaður maður en býst við batnandi tölum Samfylkingin og Flokkur fólksins bæta miklu við sig Sagði sínu fólki að tala ekki illa um aðra flokka Trúir því að fólk sé að detta VG megin í kjörklefanum Vegabréfið fór með atkvæðinu í kjörkassann „Ég trúi því að þjóðin sé að opna augun“ Viðbúið að talning tefjist í einhverjum kjördæmum Þriggja bíla árekstur og mikil umferðarteppa Kjördagur að kveldi kominn en nóttin rétt að byrja Tveir fluttir með þyrlu vegna rútuslyssins og einn fluttur vegna veikinda Þyrlan kölluð út vegna rútuslyss Sjá meira
Í stefnuræðu sinni á Alþingi í kvöld sagði Katrín Jakobsdóttir Ísland í öfundsverðri stöðu nú þegar orkuverð hefði hækkað mikið vegna innrásar Rússa í Úkraínu. Hún byrjaði á að rifja upp þegar hún hefði átt því láni að fagna að skrifa undir stjórnar- og verndaráætlun fyrir Geysissvæðið ásamt Guðlaugi Þór Þórðarsyni umhverfisráðherra síðast liðinn mánudag. Þar hafi himinn verið heiður, Strokkur gosið og almenn gleði og farsæld ríkt í hópnum sem þar var. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfisráðherra glöð eftir undirskrift sáttmála um Geysissvæðið sl. mánudag.forsætisráðuneytið „Á slíkri stundu getur verið erfitt að hugsa um hamfaraflóð í Pakistan, stríð í Úkraínu, orkukreppu í Evrópu og fjölmargt fleira sem ógnar núna meðbræðrum okkar og systrum um allan heim,“ sagði Katrín. Þeirra vandamál væru þó einnig okkar vandamál. „Loftslagsváin hefur nú þegar skapað neyðarástand víða um heim. Við glímum við það risavaxna verkefni að snúa þessari ógnvænlegu þróun við, lágmarka skaðann og tryggja framtíð okkar og lífríkisins alls á þessari plánetu," sagði forsætisráðherra. Í upphafi þessa kjörtímabils hefði ríkisstjórnin kynnt ný og metnaðarfull markmið í loftslagsmálum um 55 prósenta samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda sem væru á beinni ábyrgð Íslendinga. Til að ná þeim markmiðum þyrfti að setja fram sameiginleg markmið stjórnvalda og allra geira samfélagsins. „Lagt verður fram að nýju frumvarp um bann við olíuleit í efnahagslögsögunni sem mikilvægt er að verði afgreitt enda felast í því skýr skilaboð til umheimsins að Ísland ætlar að leggja sitt af mörkum til að takast á við þessa stærstu áskorun samtímans. Við erum á fullri ferð út úr kolefnishagkerfinu – inn í nýtt grænt hagkerfi,“ sagði forsætisráðherra. Ísland í einstakri stöðu í orkumálum Hraðar breytingar væru þó ekki bara ógnvænlegar. Þær gætu líka vakið upp von um bjartari framtíð. „Ég flaug í átta mínútur í rafmagnsflugvél um daginn. Það var stutt en þó lengra en fyrsta flug Wright-bræðra árið 1903 sem varði í 12 sekúndur og náði 20 feta hæð," sagði Katrín. Nú væri mannkynið á öðrum tímamótum. Á 21. öldinni yrði flug á grænum orkugjöfum og hún spáði að þær breytingar ættu eftir að gerast hraðar en nokkurn gat órað fyrir. Loftslagsmálin minntu á sig þegar það blés hressilega og ringdi þegar annað ráðuneyti Katrínar Jakobsdóttur tók við völdum síðast liðið haust. Forsætisráðherra segir stjórnina þó sækja fram í loftslags- og orkumálum.Vísir/Vilhelm „Við hér á Íslandi erum í einstakri stöðu til að ná fram orkuskiptum í almannaþágu vegna þess að réttar ákvarðanir hafa verið teknar. Almenningur á helsta orkufyrirtæki landsins, Landsvirkjun, og því stendur ekki til að breyta," sagði Katrín. Landsnet væri einnig í eigu opinberra aðila. Allir hlytu að vera þakklátir fyrir að hugmyndir um að selja þessi mikilvægu fyrirtæki hefðu ekki náð fram að ganga. „Nú þegar raforkuverð í Evrópu er himinhátt – þegar almenningur í Noregi, Þýskalandi, Bretlandi er jafnvel að borga margfalt verð fyrir hita og rafmagn á við okkur – er augljóst að við erum í öfundsverðri stöðu," sagði forsætisráðherra. Miklu skipti hvernig fram yrði haldið. Í orkuskiptum og orkuframleiðslu væri frumskyldan við íslenskan almenning í nútíð og framtíð. Tryggja þyrfti að öll orkunýting verði ábyrg, í sátt við náttúrna og í þágu almennings. Margs konar stuðningu við Úkraínu Því næst vék forsætisráðherra að stríðinu í Úkraínu sem rekið hefði milljónir manna á flótta. „Hækkandi orkuverð er aðeins ein afleiðing ömurlegs innrásarstríðs Rússa í Úkraínu. Nú þegar hafa þúsundir óbreyttra borgara fallið í þessu stríði, milljónir manna eru á flótta, samfélagslegir innviðir hafa verið lagðir í rúst og endalok stríðsins eru enn ekki í sjónmáli," sagði Katrín. Þótt Íslendingar væru fjarri heimsins vígaslóð léti stríðið engan ósnortinn. Forsætisráðherra segir íslensk stjórnvöld hafa stutt Úkraínu eftir innrás Rússa með ýmsum hætti. Meðal annars hefði verið tekið á móti um 1.600 flóttamönnum frá Úkraínu. Þá hefðu Íslendingar ásamt Noregi og Danmörku stutt aðild Finna og Svía að NATO. Hér er Katrín með forsætisráðherrum hinna Norðurlandanna á leiðtogafundi NATO í Madrid þar sem ríkin voru boðin velkomin í bandalagið.Getty/Rita Franca „Ísland hefur tekið á móti um 1.600 Úkraínumönnum á flótta og við munum gera okkar besta til að styðja við þau eftir fremsta megni. Ísland hefur veitt úkraínsku þjóðinni pólitískan stuðning á alþjóðavettvangi og lagt fram fjármuni meðal annars í mannúðaraðstoð og efnahagslegan stuðning. Þegar Ísland tekur við formennsku í Evrópuráðinu í næsta mánuði munu málefni Úkraínu koma til okkar kasta og við munum tala skýrt," sagði Katrín. Stríðið hefði einnig minnt á mikilvægi fæðuöryggis sem væri risavaxið öryggismál. Innrás Rússa hefði komið beint ofan í tveggja ára heimsfaraldur og verðbólga plagaði nú samfélög bæði vestan hafs og austan. Viðlíka verðbólgutölur hefðu ekki sést í lengri tíð. Forsætisráðherra segir mikilvægt að stjórnvöld og Seðlabanki Íslands séu samstíga í baráttunni gegn verðbólgu.Vísir/Vilhelm „Góðu fréttirnar eru að atvinnuástandið hér á landi er gott og hagvaxtahorfur góðar. Nú sem aldrei fyrr skiptir máli að stjórnvöld og Seðlabankinn séu samstillt og ríkisfjármálin og peningamálastefnan vinni í sömu átt til að auka ekki frekar á vandann. Það skiptir máli að stjórnvöld styðji við þau sem eiga erfiðast með að mæta þessari stöðu, eins og nú í vor þegar við hækkuðum greiðslur almannatrygginga og húsnæðisstuðning og barnabótaauki var greiddur út,“ sagði forsætisráðherra. Átak í húsnæðismálum og stuðningur við láglaunahópa Katrín sagði félagslegar áherslur stjórnvalda í húsnæðismálum á undanförnum árum hafa skilað langt um fleiri almennum íbúðum sem skipt hefði sköpum fyrir húsnæðisöryggi tekjulægri hópa. Átakshópur Þjóðhagsráðs hefði lagt fram ítarlegar tillögur til úrbóta í vor. „Ríkisstjórnin mun fylgja þessum tillögum eftir og í samstarfi við sveitarfélögin verða byggðar 35.000 íbúðir á næstu 10 árum til að mæta húsnæðisþörf allra hópa. Aðgerðirnar munu ekki aðeins auka húsnæðisöryggi heldur einnig draga úr sveiflum á húsnæðismarkaði en húsnæðisverð er einn af þeim þáttum sem hefur ýtt undir óstöðugleika hér í verðlagsmálum," sagði forsætisráðherra. Hún boðaði áframhaldandi uppbyggingu á barnabótakerfinu sem þegar hefði skilað fleiri fjölskyldum barnabótum en áður. Áfram yrði staðinn vörður um almannaþjónustna, ekki síst heilbrigðisþjónustuna, sem gengið hefði í gegnum erfiða tíma að undanförnu og staðist álagsprófið. Katrín segir miklar réttarbætur hafa verið gerðar í málefnum hinsegin fólks. Almennt ætti Ísland að vera í fremstu röð í mannréttindamálum.Vísir/Vilhelm Ísland í fararbroddi í mannréttindamálum Forsætisráðherra gerði málefni hinsegin fólks einnig að umræðuefni og sagði íslenskt samfélag hafa tekið stórstígum framförum í þeim efnum. „Þyngst vega líklega löggjöfin um kynrænt sjálfræði og aukin réttindi trans og intersex barna og ný framkvæmdaáætlun í málefnum hinsegin fólks sem mun tryggja að við höldum áfram á réttri braut. Þessi mál eru vitnisburður um að það skiptir máli hvaða stefnu og ákvarðanir við tökum í stjórnmálum," sagði Karín. Á sama tíma væri dapurlegt að skynja aukna fordóma sem sýndi að réttindabaráttu lyki aldrei. Lögfesting Sáttmála Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks væri annað mikilvægt verkefni sem hefði áhrif á réttindi fólks. „Hluti af því verkefni er að koma á laggirnar sjálfstæðri mannréttindastofnun. Undanfarið hef ég haldið samráðsfundi um land allt sem ég hef lært mikið af – um stórt og smátt. Mannréttindi eru ekki sjálfsögð og við getum ekki tekið þeim sem gefnum. Við eigum að stefna að því að Ísland verði framúrskarandi á sviði mannréttinda," sagði forsætisráðherra. Sama gilti um réttindi innflytjenda. Vinna væri hafin við mótun stefnu í málefnum útlendinga sem væri löngu tímabært þegar 16 prósent landsmanna væru innflytjendur. Samfélagsleg þátttaka þeirra sem flyttu til landsins skipti alla máli. Lífið væri nefnilega ekki bara vinna. Forsætisráðherra hefur fundað með fólki um mannréttindamál víða um land að undanförnu. Hér er hún með fundarfólki á Ísafirði.forsætisráðuneytið „Samstillt átak stjórnvalda og atvinnulífs þarf til að bjóða fleirum upp á íslenskukennslu, helst á vinnutíma. Þetta er raunverulegt og grjóthart viðfangsefni því á komandi árum og áratugum mun reyna verulega á samheldni samfélagsins –og þá skiptir máli að við róum öll í sömu átt í þessum efnum," sagði forsætisráðherra. Samvinnu- og einstefnustjórnmál Að lokum ræddi Katrín um stjórnmálin sjálf og vísaði þar ef til vill til stjórnarsamstarfs Vinstri grænna við Sjálfstæðisflokk og Framsóknarflokk. Hún hefði oft fengið að heyra það á undanförnum fimmtán árum að það væri slæmt að ólíkir stjórnmálaflokkar þyrftu stundum að vinna saman. Þá yrðu engar framfarir. „Þetta finnst mér furðulegt viðhorf. Málamiðlanir eru hornsteinn lýðræðisins. Í öllum lýðræðisríkjum þarf að gera málamiðlanir og enginn sem kemur nálægt stjórnun getur forðast það. Þegar við hættum því erum við komin inn í eitthvað allt annað stjórnkerfi," sagði Katrín. Á tímum skautunar- og einstefnustjórnmála skipti miklu að ná saman um framfaraskref fyrir samfélagið allt. Skautunarstjórnmál leystu engan vanda heldur dýpkuðu hann og leiddu til átaka á tímum sem kölluðu á að fólk með ólíkar lífsskoðanir ynni saman gagnvart stórum áskorunum. „Á slíkum grunni er hægt að byggja til framtíðar. Þótt að stjórn og stjórnarandstaða eigi eðli máls samkvæmt að takast á og leiða fram rök og gagnrök þá vona ég að þingmenn allir, óháð flokkum og ólíkum lífsskoðunum beri gæfa til að vinna á slíkum grundvelli þjóðinni allri til heilla á þeim þingvetri sem nú er að hefjast," sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Bensín og olía Loftslagsmál Tengdar fréttir Forsetinn telur bagalegt að Siri skilji ekki íslensku Forseti Íslands gerði stöðu íslenskunnar og fortíðarþrá meðal annars að umtalsefni þegar hann setti Alþingi í dag. Tryggja þyrfti stöðu tungumálsins í stafrænum heimi og sýna þeim sem hingað flyttu og vildu læra íslensku umburðarlyndi. 13. september 2022 19:20 Takk fyrir ekkert, segja andvaka veitingamenn Samtök fyrirtækja á veitingamarkaði hafa sent frá sér harðorða yfirlýsingu þar sem þau lýsa yfir gríðarlegum vonbrigðum með fyrirhugaða hækkun áfengisgjalda. 13. september 2022 20:44 Litagleði á setningu Alþingis 153. setning Alþingis fór fram fyrr í dag. Eins og fjallað var um hér á Vísi flutti Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, ávarp fyrir alþingismenn. 13. september 2022 17:37 Bein útsending: Setning Alþingis Alþingi verður sett í dag og hefst þingsetningarathöfnin klukkan 13:30 með guðsþjónustu í Dómkirkjunni. Hægt verður að fylgjast með útsendingunni í spilara að neðan. 13. september 2022 13:01 Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Innlent „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Innlent Fleiri fréttir Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Reyndi að brjótast inn með exi Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Kanónurnar sem eru að hverfa Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Flokkurinn verði að líta inn á við Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Flokkur fólksins í gríðarlegri sókn í Norðvesturkjördæmi Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Samfylkingin langstærst í kjördæmi Kristrúnar Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum „Ég veit ekki hvort ég er að koma eða fara“ Merkir hægribylgju en ekki vonbrigði Glaður maður en býst við batnandi tölum Samfylkingin og Flokkur fólksins bæta miklu við sig Sagði sínu fólki að tala ekki illa um aðra flokka Trúir því að fólk sé að detta VG megin í kjörklefanum Vegabréfið fór með atkvæðinu í kjörkassann „Ég trúi því að þjóðin sé að opna augun“ Viðbúið að talning tefjist í einhverjum kjördæmum Þriggja bíla árekstur og mikil umferðarteppa Kjördagur að kveldi kominn en nóttin rétt að byrja Tveir fluttir með þyrlu vegna rútuslyssins og einn fluttur vegna veikinda Þyrlan kölluð út vegna rútuslyss Sjá meira
Forsetinn telur bagalegt að Siri skilji ekki íslensku Forseti Íslands gerði stöðu íslenskunnar og fortíðarþrá meðal annars að umtalsefni þegar hann setti Alþingi í dag. Tryggja þyrfti stöðu tungumálsins í stafrænum heimi og sýna þeim sem hingað flyttu og vildu læra íslensku umburðarlyndi. 13. september 2022 19:20
Takk fyrir ekkert, segja andvaka veitingamenn Samtök fyrirtækja á veitingamarkaði hafa sent frá sér harðorða yfirlýsingu þar sem þau lýsa yfir gríðarlegum vonbrigðum með fyrirhugaða hækkun áfengisgjalda. 13. september 2022 20:44
Litagleði á setningu Alþingis 153. setning Alþingis fór fram fyrr í dag. Eins og fjallað var um hér á Vísi flutti Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, ávarp fyrir alþingismenn. 13. september 2022 17:37
Bein útsending: Setning Alþingis Alþingi verður sett í dag og hefst þingsetningarathöfnin klukkan 13:30 með guðsþjónustu í Dómkirkjunni. Hægt verður að fylgjast með útsendingunni í spilara að neðan. 13. september 2022 13:01