Ísland hóf leik á gólfi – eða dansi – en var ekki alveg upp á sitt besta. Á endanum fékk liðið 15,750 stig en það var sjötta besta einkunninn af þjóðunum átta sem tóku þátt í kvöld. Það var því á brattann að sækja fyrir strákana sem sex lið fóru áfram í úrslit.
Næst var það trampólín og þar gekk Íslandi töluvert betur. Ísland fékk 17,000 stig og endaði í fimmta sæti. Það var því ljóst að íslensku strákarnir þyrftu að vera nær óaðfinnanlegir á æfingu á dýnu í lokaæfingu undanúrslitanna.
Það voru þeir en alls fengu þeir 20,600 stig og tryggðu sér sæti í úrslitunum sem fram fara á laugardag. Ísland endaði í 5. sæti með 53,350 stig en Danmörk endaði efst með 59,300 stig.