Segjast alveg ráða við „íslensku“ launin hans Heimis Sindri Sverrisson skrifar 19. september 2022 09:01 Heimir Hallgrímsson stýrir Reggístrákunum næstu fjögur árin og stefnan er sett á HM 2026. JFF/GETTY Þrátt fyrir að knattspyrnusamband Jamaíku hafi átt í fjárhagserfiðleikum á síðustu árum þá segir fjármálastjóri sambandsins það alveg ráða við að sækja erlent þjálfarateymi. Laun Heimis Hallgrímssonar verði ekki vandamál. Heimir var á föstudag ráðinn þjálfari karlalandsliðs Jamaíku. Hann tekur með sér Guðmund Hreiðarsson sem markmannsþjálfara og Svíann John Erik Wall sem aðstoðarþjálfara, en ekki Helga Kolviðsson eins og fullyrt hafði verið í jamaískum miðlum í síðustu viku. Heimir sagðist í viðtali við RÚV um helgina ekki vera á neitt mikið hærri launum en þekktist á Íslandi en hann skrifaði undir samning til fjögurra ára við jamaíska sambandið: „Þetta er örugglega bara svipað og maður hefði fengið á Íslandi. Þetta er ekki stórt knattspyrnusamband og ekki auðugt land en það á ríkan kúltúr og það er ótrúlega gaman að hitta fólk hérna. Það vegur upp á móti hinu,“ sagði Heimir við RÚV. „Teljum okkur ráða við þetta“ Dennis Chung, fjármálastjóri jamaíska sambandsins, segir að þrátt fyrir ákveðna fjárhagsörðugleika síðustu ár þá ráði sambandið alveg við að greiða nýja þjálfaranum laun: „Við erum búin að finna fjármagnið og teljum okkur ráða við þetta. Við höfum gert þær áætlanir sem við þurfum að gera. Við höfum gert ákveðnar innanbúðarbreytingar varðandi stjórnun og teljum okkur ráða við þetta,“ sagði Chung við The Jamaica Gleaner. Jamaíski íþróttafræðingurinn og þjálfarinn Pete Coley nefndi það í samtali við Vísi í síðustu viku að síðustu misseri hefðu verið vandamál í tengslum við laun leikmanna. Fé hefði ekki verið ráðstafað með réttum hætti en hann vildi þó ekki nota orðið „spilling“. Að sögn Chung horfir allt til betri vegar nú og Jamaíkumenn vonast til þess að komast á HM í annað sinn í sögunni, eftir að hafa fyrst komist á HM 1998. Samkvæmt The Jamaica Gleaner var yfir 100 milljónum Bandaríkjadala varið í að reyna að koma Jamaíku á HM 2022, án árangurs. „Sumt af þessu er áhætta. Við vitum að við höfum átt í fjárhagserfiðleikum. Við höfum verið að hreinsa upp miklar skuldir, til að mynda skattaskuldir sem við glímdum við. Við höfum greitt leikmönnum fyrir 11 af síðustu 14 leikjum og teljum að við munum ráða við það [að borga nýjum landsliðsþjálfara],“ sagði Chung. Fótbolti Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Jamaíku Mest lesið Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 Íslenski boltinn Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Íslenski boltinn Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla Íslenski boltinn „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Íslenski boltinn Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Körfubolti „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Íslenski boltinn Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga Enski boltinn Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Fótbolti Fleiri fréttir Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Skelltu lærisveinum Alonso og ótrúlegt bikarævintýri heldur áfram Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu „Búin að taka mig inn í fjölskylduna“ Úthúðar þjálfaranum: Fékk betri æfingar í flóttamannabúðunum Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Sagði Fernandes að hann færi hvergi Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ 570 milljóna uppsafnað tap hjá Everton Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Haaland væntanlega úr leik í deildinni Saka klár í slaginn á ný Sjá meira
Heimir var á föstudag ráðinn þjálfari karlalandsliðs Jamaíku. Hann tekur með sér Guðmund Hreiðarsson sem markmannsþjálfara og Svíann John Erik Wall sem aðstoðarþjálfara, en ekki Helga Kolviðsson eins og fullyrt hafði verið í jamaískum miðlum í síðustu viku. Heimir sagðist í viðtali við RÚV um helgina ekki vera á neitt mikið hærri launum en þekktist á Íslandi en hann skrifaði undir samning til fjögurra ára við jamaíska sambandið: „Þetta er örugglega bara svipað og maður hefði fengið á Íslandi. Þetta er ekki stórt knattspyrnusamband og ekki auðugt land en það á ríkan kúltúr og það er ótrúlega gaman að hitta fólk hérna. Það vegur upp á móti hinu,“ sagði Heimir við RÚV. „Teljum okkur ráða við þetta“ Dennis Chung, fjármálastjóri jamaíska sambandsins, segir að þrátt fyrir ákveðna fjárhagsörðugleika síðustu ár þá ráði sambandið alveg við að greiða nýja þjálfaranum laun: „Við erum búin að finna fjármagnið og teljum okkur ráða við þetta. Við höfum gert þær áætlanir sem við þurfum að gera. Við höfum gert ákveðnar innanbúðarbreytingar varðandi stjórnun og teljum okkur ráða við þetta,“ sagði Chung við The Jamaica Gleaner. Jamaíski íþróttafræðingurinn og þjálfarinn Pete Coley nefndi það í samtali við Vísi í síðustu viku að síðustu misseri hefðu verið vandamál í tengslum við laun leikmanna. Fé hefði ekki verið ráðstafað með réttum hætti en hann vildi þó ekki nota orðið „spilling“. Að sögn Chung horfir allt til betri vegar nú og Jamaíkumenn vonast til þess að komast á HM í annað sinn í sögunni, eftir að hafa fyrst komist á HM 1998. Samkvæmt The Jamaica Gleaner var yfir 100 milljónum Bandaríkjadala varið í að reyna að koma Jamaíku á HM 2022, án árangurs. „Sumt af þessu er áhætta. Við vitum að við höfum átt í fjárhagserfiðleikum. Við höfum verið að hreinsa upp miklar skuldir, til að mynda skattaskuldir sem við glímdum við. Við höfum greitt leikmönnum fyrir 11 af síðustu 14 leikjum og teljum að við munum ráða við það [að borga nýjum landsliðsþjálfara],“ sagði Chung.
Fótbolti Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Jamaíku Mest lesið Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 Íslenski boltinn Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Íslenski boltinn Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla Íslenski boltinn „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Íslenski boltinn Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Körfubolti „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Íslenski boltinn Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga Enski boltinn Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Fótbolti Fleiri fréttir Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Skelltu lærisveinum Alonso og ótrúlegt bikarævintýri heldur áfram Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu „Búin að taka mig inn í fjölskylduna“ Úthúðar þjálfaranum: Fékk betri æfingar í flóttamannabúðunum Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Sagði Fernandes að hann færi hvergi Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ 570 milljóna uppsafnað tap hjá Everton Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Haaland væntanlega úr leik í deildinni Saka klár í slaginn á ný Sjá meira