Munu ræða tillögur um nýtt nafn á sameinuðu sveitarfélagi Atli Ísleifsson skrifar 21. september 2022 11:37 Íbúar í sameinuðu sveitarfélagi Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar eru um 1.300. Vísir/Sigurjón Bæjarráð Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar mun á næstunni boða til íbúafundar vegna nafns á hinu nýja sveitarfélagi sem varð til fyrr á árinu með sameiningu Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar. Á fundinum verður kynnt greinargerð örnefnanefndar sem hefur mælt með þremur nöfnum á sameinuðu sveitarfélagi – Þórsnesþing, Stykkishólmsbær, Sveitarfélagið Stykkishólmur. Í fundi bæjarráðs í síðustu viku var bókað á fundinum verði „boðið til samtals um niðurstöðu örnefnanefndar og fyrirliggjandi tillögur“. Reiknað er með að boðað verði til fundarins á næstu dögum. Alls bárust 72 tillögur að nafni á sameinuðu sveitarfélagi eftir að ný sveitarstjórn auglýsti eftir tillögum. Farið var yfir tillögurnar og ákvað að óska eftir umsögn örnefnanefndar um eftirtalin átta nöfn: Þórsnesþing, Stykkishólmsbær, Stykkishólmsbær og Helgafellssveit, Stykkishólmur og Helgafellssveit, Helgafellssveit, Sveitarfélagið Stykkishólmur, Breiðafjarðarbær og Breiðafjarðarbyggð. Líkt og fyrr segir mælir nefndin með þremur nöfnum: Þórsnesþing: „Þórsnes er vel þekkt og rótgróið örnefni sem vísar til svæðis í hinu sameinaða sveitarfélagi. Nyrst á Þórsnesi er þéttbýlið Stykkishólmur og á Þórsnesi er höfuðbýlið Helgafell sem sveitin er kennd við,“ segir meðal annars í umsögninni. Stykkishólmsbær: Stykkishólmur er rótgróið örnefni í sveitarfélaginu og landsþekkt. Örnefnanefnd telur vel fara á því að kenna sveitarfélagið við Stykkishólm,“ segir meðal annars í umsögninni. Þó að almennt sé ekki mælt með endingunni -bær yfir sveitarfélög sem ná yfir allnokkurt dreifbýli – og frekar notast þar við endinguna -byggð – þá verði ekki horft framhjá því að dæmi séu um endinguna --bær í nöfnum sveitarfélaga með áþekk byggðarmynstur. Eru Snæfellsbær og Ísafjarðarbær þar tekin sem dæmi. Sveitarfélagið Stykkishólmur: Örnefnanefnd telur fara vel á því að kenna nýsameinað sveitarfélag við Stykkishólm. „Nafnið Sveitarfélagið Stykkishólmur samræmist meginsjónarmiðum örnefnanefndar um nöfn sveitarfélaga,“ segir í umsögninni. Frá Stykkishólmi.Vísir/Sigurjón Örnefnanefnd mælir svo ekki með eftirfarandi nafni: Helgafellssveit: „Helgafell er rótgróið og vel þekkt örnefni í nýsameinuðu sveitarfélagi og ekkert því til fyrirstöðu að kenna sveitarfélagið við hið fræga höfuðbýli. Á hinn bóginn er eftirliðurinn -sveit ekki lýsandi fyrir byggðarmynstur sveitarfélagsins,“ segir í umsögninni. Helgafellsbyggð og Sveitarfélagið Helgafell væri nöfn sem hefði betur fallið að sjónarmiðum sem nefndin hefur til grundvallar. Örnefnanefnd lagðist svo gegn eftirfarandi nöfnum: Stykkishólmsbær og Helgafellssveit, Stykkishólmur og Helgafellssveit: „Þessar tillögur fela í raun í sér að nýsameinað sveitarfélag heiti tveimur nöfnum. Slík nafngift er óþjál og þung í vöfum og telur örnefnanefnd hana óæskilega. Vafasamt er og að hún samræmist íslenskri örnefnahefð,“ segir meðal annars í umsögninni Breiðafjarðarbær, Breiðafjarðarbyggð: „Í rökstuðningi með tillögunni er bent á sveitarfélögin, sem nú hafa sameinast, liggi bæði við Breiðafjörð. En nýsameinað sveitarfélag nær þó aðeins yfir lítinn hluta byggðar við Breiðafjörð og er örnefnið því ekki vel til þess fallið að auðkenna það. Örnefnanefnd telur að örnefnið Breiðafjörður eigi ríkan þátt í sjálfsmynd íbúa við Breiðafjörð og að einungis komi til greina að kenna við hann sveitarfélag sem orðið væri til við sameiningu stærsta hluta byggðar við fjörðinn,“ segir í umsögninni. Stykkishólmur Sveitarstjórnarmál Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Fleiri fréttir Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Sjá meira
Á fundinum verður kynnt greinargerð örnefnanefndar sem hefur mælt með þremur nöfnum á sameinuðu sveitarfélagi – Þórsnesþing, Stykkishólmsbær, Sveitarfélagið Stykkishólmur. Í fundi bæjarráðs í síðustu viku var bókað á fundinum verði „boðið til samtals um niðurstöðu örnefnanefndar og fyrirliggjandi tillögur“. Reiknað er með að boðað verði til fundarins á næstu dögum. Alls bárust 72 tillögur að nafni á sameinuðu sveitarfélagi eftir að ný sveitarstjórn auglýsti eftir tillögum. Farið var yfir tillögurnar og ákvað að óska eftir umsögn örnefnanefndar um eftirtalin átta nöfn: Þórsnesþing, Stykkishólmsbær, Stykkishólmsbær og Helgafellssveit, Stykkishólmur og Helgafellssveit, Helgafellssveit, Sveitarfélagið Stykkishólmur, Breiðafjarðarbær og Breiðafjarðarbyggð. Líkt og fyrr segir mælir nefndin með þremur nöfnum: Þórsnesþing: „Þórsnes er vel þekkt og rótgróið örnefni sem vísar til svæðis í hinu sameinaða sveitarfélagi. Nyrst á Þórsnesi er þéttbýlið Stykkishólmur og á Þórsnesi er höfuðbýlið Helgafell sem sveitin er kennd við,“ segir meðal annars í umsögninni. Stykkishólmsbær: Stykkishólmur er rótgróið örnefni í sveitarfélaginu og landsþekkt. Örnefnanefnd telur vel fara á því að kenna sveitarfélagið við Stykkishólm,“ segir meðal annars í umsögninni. Þó að almennt sé ekki mælt með endingunni -bær yfir sveitarfélög sem ná yfir allnokkurt dreifbýli – og frekar notast þar við endinguna -byggð – þá verði ekki horft framhjá því að dæmi séu um endinguna --bær í nöfnum sveitarfélaga með áþekk byggðarmynstur. Eru Snæfellsbær og Ísafjarðarbær þar tekin sem dæmi. Sveitarfélagið Stykkishólmur: Örnefnanefnd telur fara vel á því að kenna nýsameinað sveitarfélag við Stykkishólm. „Nafnið Sveitarfélagið Stykkishólmur samræmist meginsjónarmiðum örnefnanefndar um nöfn sveitarfélaga,“ segir í umsögninni. Frá Stykkishólmi.Vísir/Sigurjón Örnefnanefnd mælir svo ekki með eftirfarandi nafni: Helgafellssveit: „Helgafell er rótgróið og vel þekkt örnefni í nýsameinuðu sveitarfélagi og ekkert því til fyrirstöðu að kenna sveitarfélagið við hið fræga höfuðbýli. Á hinn bóginn er eftirliðurinn -sveit ekki lýsandi fyrir byggðarmynstur sveitarfélagsins,“ segir í umsögninni. Helgafellsbyggð og Sveitarfélagið Helgafell væri nöfn sem hefði betur fallið að sjónarmiðum sem nefndin hefur til grundvallar. Örnefnanefnd lagðist svo gegn eftirfarandi nöfnum: Stykkishólmsbær og Helgafellssveit, Stykkishólmur og Helgafellssveit: „Þessar tillögur fela í raun í sér að nýsameinað sveitarfélag heiti tveimur nöfnum. Slík nafngift er óþjál og þung í vöfum og telur örnefnanefnd hana óæskilega. Vafasamt er og að hún samræmist íslenskri örnefnahefð,“ segir meðal annars í umsögninni Breiðafjarðarbær, Breiðafjarðarbyggð: „Í rökstuðningi með tillögunni er bent á sveitarfélögin, sem nú hafa sameinast, liggi bæði við Breiðafjörð. En nýsameinað sveitarfélag nær þó aðeins yfir lítinn hluta byggðar við Breiðafjörð og er örnefnið því ekki vel til þess fallið að auðkenna það. Örnefnanefnd telur að örnefnið Breiðafjörður eigi ríkan þátt í sjálfsmynd íbúa við Breiðafjörð og að einungis komi til greina að kenna við hann sveitarfélag sem orðið væri til við sameiningu stærsta hluta byggðar við fjörðinn,“ segir í umsögninni.
Stykkishólmur Sveitarstjórnarmál Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Fleiri fréttir Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Sjá meira