Skýrasta myndin af Neptúnusi í þrjátíu ár Kjartan Kjartansson skrifar 21. september 2022 14:55 Mynd JWST af Neptúnusi og tunglum hans. Tríton af bjarta fyrirbærið uppi vinstra megin. NASA, ESA, CSA, STScI Ekki frá því að könnunarfarið Voyager 2 flaug fram hjá fyrir meira en þrjátíu árum hafa menn fengið eins skarpa mynd af ísrisanum Neptúnusi og James Webb-geimsjónaukinn náði nýlega af honum. Hringir plánetunnar og stærstu tungl eru greinileg á myndinni. Myndin sem geimstofnanirnar þrjár sem standa að JWST birtu í dag var tekin með NIRCam-myndavél sjónaukans sem er næm fyrir nærinnrauðu ljósi. Þessi ysta reikistjarna í sólkerfinu okkar er að miklu leyti úr gróðurhúsalofttegundunni metani sem gleypir í sig stóran hluta varmageislunar hennar. Því virkar pláneta fremur dökkleit á mynd sjónaukans fyrir utan háský úr metanís sem endurvarpa sólarljósi. Þau sjást sem bjartar rákir og blettir á yfirborði hnattarins á myndinni. Þó að þeir fölni í samanburði við Satúrnus sjást íshringir Neptúnusar skýrt á myndinni og sömuleiðis daufari rykbelti. Sjö af fjórtán þekktum tunglum Neptúnusar má einnig merkja á nýju myndinni. Langbjartast þeirra er stærsta tunglið Tríton. Hann er þakinn köfnunarefnisís sem endurvarpar um 70% af öllu sólarljósi sem fellur á yfirborð tunglsins. Mynd JWST af Neptúnusi með heitum helstu tungla sem sjást á henni.NASA, ESA, CSA, STScI Tríton er óvanalegt tungl að því leyti að sporbraut þess er öfug miðað við snúning Neptúnusar um sjálfan sig. Það bendir til þess að tunglið hafi ekki myndast með reikistjörnunni. Tilgáta stjörnufræðinga er að Tríton hafi upphaflega verið hluti af Kuiperbeltinu en Neptúnus hafi síðar fangað hann með þyngdarkrafti sínum. Á Stjörnufræðivefnum kemur fram að einn daginn muni Tríton splundrast og mynda íshring utan um Neptúnus. Neptúnus James Webb-geimsjónaukinn Geimurinn Vísindi Tengdar fréttir Uppgötvuðu elstu stjörnuþoku sem hefur sést James Webb-geimsjónaukinn náði nýverið mynd af stjörnuþokunni GLASS-z13 sem er 13,5 milljarða gömul og þar af leiðandi elsta stjörnuþoka sem hefur verið uppgötvuð til þessa. 21. júlí 2022 11:58 Sýndu mátt James Webb geimsjónaukans Geimvísindastofnanir Bandaríkjanna, Evrópu og Kanada birtu í dag nýjar myndir úr James Webb geimsjónaukanum (JWST). Fyrsta myndin var opinberuð í gær en sjónaukinn er sá stærsti og besti sem hefur verið smíðaður og er talinn munu gjörbreyta stjarnvísindum á komandi árum. 12. júlí 2022 13:51 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Sjá meira
Myndin sem geimstofnanirnar þrjár sem standa að JWST birtu í dag var tekin með NIRCam-myndavél sjónaukans sem er næm fyrir nærinnrauðu ljósi. Þessi ysta reikistjarna í sólkerfinu okkar er að miklu leyti úr gróðurhúsalofttegundunni metani sem gleypir í sig stóran hluta varmageislunar hennar. Því virkar pláneta fremur dökkleit á mynd sjónaukans fyrir utan háský úr metanís sem endurvarpa sólarljósi. Þau sjást sem bjartar rákir og blettir á yfirborði hnattarins á myndinni. Þó að þeir fölni í samanburði við Satúrnus sjást íshringir Neptúnusar skýrt á myndinni og sömuleiðis daufari rykbelti. Sjö af fjórtán þekktum tunglum Neptúnusar má einnig merkja á nýju myndinni. Langbjartast þeirra er stærsta tunglið Tríton. Hann er þakinn köfnunarefnisís sem endurvarpar um 70% af öllu sólarljósi sem fellur á yfirborð tunglsins. Mynd JWST af Neptúnusi með heitum helstu tungla sem sjást á henni.NASA, ESA, CSA, STScI Tríton er óvanalegt tungl að því leyti að sporbraut þess er öfug miðað við snúning Neptúnusar um sjálfan sig. Það bendir til þess að tunglið hafi ekki myndast með reikistjörnunni. Tilgáta stjörnufræðinga er að Tríton hafi upphaflega verið hluti af Kuiperbeltinu en Neptúnus hafi síðar fangað hann með þyngdarkrafti sínum. Á Stjörnufræðivefnum kemur fram að einn daginn muni Tríton splundrast og mynda íshring utan um Neptúnus.
Neptúnus James Webb-geimsjónaukinn Geimurinn Vísindi Tengdar fréttir Uppgötvuðu elstu stjörnuþoku sem hefur sést James Webb-geimsjónaukinn náði nýverið mynd af stjörnuþokunni GLASS-z13 sem er 13,5 milljarða gömul og þar af leiðandi elsta stjörnuþoka sem hefur verið uppgötvuð til þessa. 21. júlí 2022 11:58 Sýndu mátt James Webb geimsjónaukans Geimvísindastofnanir Bandaríkjanna, Evrópu og Kanada birtu í dag nýjar myndir úr James Webb geimsjónaukanum (JWST). Fyrsta myndin var opinberuð í gær en sjónaukinn er sá stærsti og besti sem hefur verið smíðaður og er talinn munu gjörbreyta stjarnvísindum á komandi árum. 12. júlí 2022 13:51 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Sjá meira
Uppgötvuðu elstu stjörnuþoku sem hefur sést James Webb-geimsjónaukinn náði nýverið mynd af stjörnuþokunni GLASS-z13 sem er 13,5 milljarða gömul og þar af leiðandi elsta stjörnuþoka sem hefur verið uppgötvuð til þessa. 21. júlí 2022 11:58
Sýndu mátt James Webb geimsjónaukans Geimvísindastofnanir Bandaríkjanna, Evrópu og Kanada birtu í dag nýjar myndir úr James Webb geimsjónaukanum (JWST). Fyrsta myndin var opinberuð í gær en sjónaukinn er sá stærsti og besti sem hefur verið smíðaður og er talinn munu gjörbreyta stjarnvísindum á komandi árum. 12. júlí 2022 13:51