„Það þarf hjólbörur undir hreðjarnar á Kyler Murray“ Valur Páll Eiríksson skrifar 22. september 2022 16:31 Murray var jafn góður í síðari hálfleik og hann var slakur í þeim fyrri. Jeff Bottari/Getty Images Hann vann þennan leik upp á sitt einsdæmi, eru orð að sönnu um Kyler Murray, leikstjórnanda Arizona Cardinals, sem fór nánast einn síns liðs fyrir endurkomu liðsins í 29-23 sigri á Las Vegas Raiders í NFL-deildinni um helgina. Arizona fór illa af stað í deildinni með 44-21 tapi fyrir Kansas City Chiefs. Liðið var þó enn verra í fyrri hálfleik í öðrum leiknum gegn Raiders um helgina þar sem staðan var 20-0 fyrir Las Vegas-liðið í hálfleik. „Það þarf hjólbörur undir hreðjarnar á Kyler Murrey í þessum síðari hálfleik,“ segir Henry Birgir Gunnarsson í Lokasókninni. „Þeir tapa 48-7 í fyrri hálfleik í fyrstu tveimur leikjunum. Þessi endurkoma, án Deandre Hopkins, og allt það sem Kyler Murray gerði, maður hneigir sig,“ bætir hann við. Klippa: Lokasóknin: Kyler Murray Arizona skoraði snertimark til að minnka muninn 23-13 þegar um átta mínútur voru eftir af fjórða og síðasta leikhlutanum. Þeir reyndu í kjölfarið við það að fá tvö aukastig, með því að hlaupa með boltann í endalínuna, fremur en að fá hið hefðbundna eina aukastig með því að sparka knettinum milli markstanganna. Murray fékk þá boltann eftir snappið og leitaði lifandi ljósi að lausum liðsfélaga til að fleygja boltanum til. Hann hljóp fram og til baka þar til hann áttaði sig á því að hann þyrfti að taka málin í sínar eigin hendur. Alls var hann á ferðinni í um 21 sekúndu, hljóp 86 stikur (e. yards) þvert og kruss um völlinn áður en hann komst yfir endalínuna og tryggði liði sínu tvö aukastig. Gerði þetta sjálfur Þar með var staðan orðin 23-15 en Arizona-liðið bætti í kjölfarið við tveimur snertimörkum til viðbótar gegn engu Raiders-manna og unnu 29-23 sigur, þar sem Murray var í aðalhlutverki. „Það er nánast eins og hann hafi bara sagt: 'Æ, ég verð bara að gera þetta upp á eigin spýtur í seinni hálfleik',“ segir þáttastjórnandinn Andri Ólafsson. „Það er einmitt málið, Cardinals-liðið er mjög lélegt, það er með lélega sókn og lélega vörn,“ segir Eiríkur Stefán Ásgeirsson. „Það var ekki fyrr en hann tók málin í eigin hendur, Kyler Murray í seinni hálfleik, hann vann þennan leik upp á sitt einsdæmi,“ bætir hann við. Ótrúlegt hlaup Murrays og umræðuna úr Lokasókninni má sjá í spilaranum að ofan. NFL Lokasóknin Mest lesið Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ Handbolti Neitaði að sýna regnbogaliti og félagið segist virða það Enski boltinn Svaraði baulinu með marki og reif sig úr að ofan Fótbolti Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Íslenski boltinn Arsenal dróst gegn Man. Utd en Liverpool og Tottenham heppin Enski boltinn Ákvað að yfirgefa KR Körfubolti Bruune fór illa með íslensku stelpurnar á Spáni Fótbolti Íslendingur með sviðsljósið á sér fyrir NBA leik Körfubolti „Þá rennur stressið af manni“ Handbolti Slóvenía bíður Íslands en ballið búið hjá heimakonum Handbolti Fleiri fréttir Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Neitaði að sýna regnbogaliti og félagið segist virða það Svaraði baulinu með marki og reif sig úr að ofan Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ „Þá rennur stressið af manni“ Arsenal dróst gegn Man. Utd en Liverpool og Tottenham heppin Ákvað að yfirgefa KR Bruune fór illa með íslensku stelpurnar á Spáni Slóvenía bíður Íslands en ballið búið hjá heimakonum Kane kominn í jólafrí? „Gæsahúð allsstaðar“ Allt á kafi er Buffalo valtaði yfir 49ers Íslendingur með sviðsljósið á sér fyrir NBA leik Hjálpaðu Glódísi að komast í heimsliðið Hugsaði lítið og stressaði sig minna Salah jafnaði met Rooneys Miðasalan á EM verður í þremur hlutum Ísland í þriðja styrkleikaflokki fyrir undankeppni HM Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Pavel um endurkomu Borche: „Rétti maðurinn á þessum tímapunkti“ Telja sprungur komnar í samband stjórans við stjörnuna Liðsfélagi Alberts á batavegi Markvörður City: „Liverpool ekki besti hluti Bretlands“ Nýr Littler? Tólf ára vann heimsmeistarann Þýsk kona fylgt Íslandi um allt: „Stálu hjarta mínu“ Katrín Tanja hætt: „Frá dýpstu hjartarótum, takk fyrir“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Guardiola: „Bjóst ekki við þessu frá fólkinu í Liverpool“ Slot heldur liðinu á jörðinni: „Skulum ekki missa okkur í gleðinni“ Dagskráin í dag: Lögmál leiksins, landsleikur í fótbolta og NHL Sjá meira
Arizona fór illa af stað í deildinni með 44-21 tapi fyrir Kansas City Chiefs. Liðið var þó enn verra í fyrri hálfleik í öðrum leiknum gegn Raiders um helgina þar sem staðan var 20-0 fyrir Las Vegas-liðið í hálfleik. „Það þarf hjólbörur undir hreðjarnar á Kyler Murrey í þessum síðari hálfleik,“ segir Henry Birgir Gunnarsson í Lokasókninni. „Þeir tapa 48-7 í fyrri hálfleik í fyrstu tveimur leikjunum. Þessi endurkoma, án Deandre Hopkins, og allt það sem Kyler Murray gerði, maður hneigir sig,“ bætir hann við. Klippa: Lokasóknin: Kyler Murray Arizona skoraði snertimark til að minnka muninn 23-13 þegar um átta mínútur voru eftir af fjórða og síðasta leikhlutanum. Þeir reyndu í kjölfarið við það að fá tvö aukastig, með því að hlaupa með boltann í endalínuna, fremur en að fá hið hefðbundna eina aukastig með því að sparka knettinum milli markstanganna. Murray fékk þá boltann eftir snappið og leitaði lifandi ljósi að lausum liðsfélaga til að fleygja boltanum til. Hann hljóp fram og til baka þar til hann áttaði sig á því að hann þyrfti að taka málin í sínar eigin hendur. Alls var hann á ferðinni í um 21 sekúndu, hljóp 86 stikur (e. yards) þvert og kruss um völlinn áður en hann komst yfir endalínuna og tryggði liði sínu tvö aukastig. Gerði þetta sjálfur Þar með var staðan orðin 23-15 en Arizona-liðið bætti í kjölfarið við tveimur snertimörkum til viðbótar gegn engu Raiders-manna og unnu 29-23 sigur, þar sem Murray var í aðalhlutverki. „Það er nánast eins og hann hafi bara sagt: 'Æ, ég verð bara að gera þetta upp á eigin spýtur í seinni hálfleik',“ segir þáttastjórnandinn Andri Ólafsson. „Það er einmitt málið, Cardinals-liðið er mjög lélegt, það er með lélega sókn og lélega vörn,“ segir Eiríkur Stefán Ásgeirsson. „Það var ekki fyrr en hann tók málin í eigin hendur, Kyler Murray í seinni hálfleik, hann vann þennan leik upp á sitt einsdæmi,“ bætir hann við. Ótrúlegt hlaup Murrays og umræðuna úr Lokasókninni má sjá í spilaranum að ofan.
NFL Lokasóknin Mest lesið Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ Handbolti Neitaði að sýna regnbogaliti og félagið segist virða það Enski boltinn Svaraði baulinu með marki og reif sig úr að ofan Fótbolti Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Íslenski boltinn Arsenal dróst gegn Man. Utd en Liverpool og Tottenham heppin Enski boltinn Ákvað að yfirgefa KR Körfubolti Bruune fór illa með íslensku stelpurnar á Spáni Fótbolti Íslendingur með sviðsljósið á sér fyrir NBA leik Körfubolti „Þá rennur stressið af manni“ Handbolti Slóvenía bíður Íslands en ballið búið hjá heimakonum Handbolti Fleiri fréttir Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Neitaði að sýna regnbogaliti og félagið segist virða það Svaraði baulinu með marki og reif sig úr að ofan Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ „Þá rennur stressið af manni“ Arsenal dróst gegn Man. Utd en Liverpool og Tottenham heppin Ákvað að yfirgefa KR Bruune fór illa með íslensku stelpurnar á Spáni Slóvenía bíður Íslands en ballið búið hjá heimakonum Kane kominn í jólafrí? „Gæsahúð allsstaðar“ Allt á kafi er Buffalo valtaði yfir 49ers Íslendingur með sviðsljósið á sér fyrir NBA leik Hjálpaðu Glódísi að komast í heimsliðið Hugsaði lítið og stressaði sig minna Salah jafnaði met Rooneys Miðasalan á EM verður í þremur hlutum Ísland í þriðja styrkleikaflokki fyrir undankeppni HM Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Pavel um endurkomu Borche: „Rétti maðurinn á þessum tímapunkti“ Telja sprungur komnar í samband stjórans við stjörnuna Liðsfélagi Alberts á batavegi Markvörður City: „Liverpool ekki besti hluti Bretlands“ Nýr Littler? Tólf ára vann heimsmeistarann Þýsk kona fylgt Íslandi um allt: „Stálu hjarta mínu“ Katrín Tanja hætt: „Frá dýpstu hjartarótum, takk fyrir“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Guardiola: „Bjóst ekki við þessu frá fólkinu í Liverpool“ Slot heldur liðinu á jörðinni: „Skulum ekki missa okkur í gleðinni“ Dagskráin í dag: Lögmál leiksins, landsleikur í fótbolta og NHL Sjá meira