Ljósleiðaradeildin í beinni: Fjögur lið í leit að sínum fyrsta sigri Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 22. september 2022 19:04 Eins og önnur fimmtudagskvöld verður Ljósleiðaradeildin í CS:GO í beinni útsendingu hér á Vísi í kvöld. Alls fara fram þrjár viðureignir þar sem fjögur lið eru í leit að sínum fyrsta sigri. Við hefjum leik klukkan 19:30 á viðureign LAVA og NÚ. LAVA er enn án sigurs eftir stórt tap gegn Þórsurum í fyrstu umferð, en NÚ vann nauman sigur gegn Fylki á sama tíma og er liðið því komið á blað. Klukkan 20:30 er svo komið að viðureign Ármanns og nýliða Breiðabliks, en þar eru það nýliðarnir sem eru enn í leit að sínum fyrsta sigri eftir tap gegn Ljósleiaðaradeildarmeisturum Dusty í fyrstu umferð. Það er svo viðureign Ten5ion og Fylkis sem lokar kvöldinu klukkan 21:30. Bæði lið töpuðu sínum fyrsta leik á tímabilinu, Ten5ion gegn SAGA og Fylkir gegn NÚ. Hægt er að horfa á beina útsendingu frá viðureignum kvöldsins á Stöð 2 eSport, eða einfaldlega í spilaranum hér fyrir neðan. Ljósleiðaradeildin Mest lesið Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Fótbolti Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Fótbolti „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Körfubolti „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Enski boltinn Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik Körfubolti „Þetta var alveg orðið smá stressandi“ Sport Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Enski boltinn Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu Fótbolti Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Enski boltinn „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Körfubolti
Við hefjum leik klukkan 19:30 á viðureign LAVA og NÚ. LAVA er enn án sigurs eftir stórt tap gegn Þórsurum í fyrstu umferð, en NÚ vann nauman sigur gegn Fylki á sama tíma og er liðið því komið á blað. Klukkan 20:30 er svo komið að viðureign Ármanns og nýliða Breiðabliks, en þar eru það nýliðarnir sem eru enn í leit að sínum fyrsta sigri eftir tap gegn Ljósleiaðaradeildarmeisturum Dusty í fyrstu umferð. Það er svo viðureign Ten5ion og Fylkis sem lokar kvöldinu klukkan 21:30. Bæði lið töpuðu sínum fyrsta leik á tímabilinu, Ten5ion gegn SAGA og Fylkir gegn NÚ. Hægt er að horfa á beina útsendingu frá viðureignum kvöldsins á Stöð 2 eSport, eða einfaldlega í spilaranum hér fyrir neðan.
Ljósleiðaradeildin Mest lesið Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Fótbolti Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Fótbolti „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Körfubolti „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Enski boltinn Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik Körfubolti „Þetta var alveg orðið smá stressandi“ Sport Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Enski boltinn Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu Fótbolti Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Enski boltinn „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Körfubolti