Eftir markalausan fyrri hálfleik Shon Weissman heimamönnum í Ísrael á bragðið eftir aðeins mínútu í síðari hálfleik. Myrto Uzuni jafnaði metin þegar aðeins tvær mínútur voru til leiksloka en jafntefli hefði þýtt að Ísland ætti enn möguleika á að enda í efsta sæti.
Tai Baribo skoraði hins vegar þegar tvær mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma og tryggði Ísrael 2-1 sigur.
Ísrael er því með átta stig og hefur lokið keppni í Þjóðadeildinni en Ísland er með þrjú stig eftir að hafa gert jafntefli í öllum sínum leikjum til þessa.