Opin samkeppni um myndlistarverk fyrir Auglýsingahlé Billboard Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 26. september 2022 17:00 Hrafnkell Sigurðsson, Upplausn, 2022. Aðsend Dagana fyrsta til þriðja janúar 2023 verður svokallað Auglýsingahlé á yfir 450 skjáum Billboard um alla Reykjavíkurborg en Billboard efnir nú til opinnar samkeppni um myndlistarverk í almenningsrými í samstarfi við Y gallery og Listasafn Reykjavíkur. „Þessi tími verður helgaður sýningu á nýju verki eftir myndlistarmann sem valinn verður úr hópi umsækjenda. Listamaðurinn fær 1.000.000 krónur greiddar fyrir verkið sem verður að sýningartíma loknum gefið í safneign Listasafns Reykjavíkur. Jafnframt er stefnt að því að verkið verði áfram sýnilegt í almenningsrými í borginni að loknu Auglýsingahléi Billboard,“ segir í fréttatilkynningu. 450 skjáir Verkið verður sýnt á yfir 450 skjáum um alla Reykjavíkurborg, bæði skjáum í strætóskýlum og stórum skjáum við götur. Ekki er hægt að sýna hreyfimyndir eða myndskeið en mögulegt er að skipta um mynd á 8 sekúndna fresti. View this post on Instagram A post shared by HRAFNKELL SIGURÐSSON (@kelikaldi) Listamaðurinn Hrafnkell Sigurðsson var á bak við Auglýsingahlé síðastliðinn janúar en listaverk hans vöktu mikla athygli og forvitni. Þá birti Sigurjón Sighvatsson svipuð listaverk á 287 skjáum víða um Reykjavík á milli jóla og nýárs árið 2020 sem Vísir fjallaði um hér. Umsóknarfrestur til 15. október Umsækjendur eru beðnir um að senda inn tillögur fyrir klukkan 16:00 þann 15. október 2022. Þá skal umsóknin innihalda stuttan texta um fyrirhugað verk ásamt 1–5 myndum af verkinu en þar er verið að tala um útskýringarmyndir, skissur, ljósmyndir og svo framvegis. Lokaútfærsla verksins verður síðan ákveðin í samstarfi við Y gallery. Dómnefnd sem skipuð er fulltrúa frá Y gallery, Listasafni Reykjavíkur, Billboard og SÍM fer yfir innsendar tillögur og tilkynnir um val sitt stuttu eftir að umsóknarfresti lýkur. View this post on Instagram A post shared by Y (@y_gallery__) Nánari upplýsingar má finna hér. Myndlist Menning Reykjavík Auglýsinga- og markaðsmál Tengdar fréttir Dularfulli skiltalistamaðurinn er Sigurjón Sighvatsson Sigurjón Sighvatsson kvikmyndaframleiðandi stígur nú fram sem sjálfstæður listamaður eftir áratugi „bak við tjöldin“ sem framleiðandi. Hann segist vera með eilítinn sviðsskrekk. 9. janúar 2021 08:00 Mest lesið „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ Lífið „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Lífið Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Lífið Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
„Þessi tími verður helgaður sýningu á nýju verki eftir myndlistarmann sem valinn verður úr hópi umsækjenda. Listamaðurinn fær 1.000.000 krónur greiddar fyrir verkið sem verður að sýningartíma loknum gefið í safneign Listasafns Reykjavíkur. Jafnframt er stefnt að því að verkið verði áfram sýnilegt í almenningsrými í borginni að loknu Auglýsingahléi Billboard,“ segir í fréttatilkynningu. 450 skjáir Verkið verður sýnt á yfir 450 skjáum um alla Reykjavíkurborg, bæði skjáum í strætóskýlum og stórum skjáum við götur. Ekki er hægt að sýna hreyfimyndir eða myndskeið en mögulegt er að skipta um mynd á 8 sekúndna fresti. View this post on Instagram A post shared by HRAFNKELL SIGURÐSSON (@kelikaldi) Listamaðurinn Hrafnkell Sigurðsson var á bak við Auglýsingahlé síðastliðinn janúar en listaverk hans vöktu mikla athygli og forvitni. Þá birti Sigurjón Sighvatsson svipuð listaverk á 287 skjáum víða um Reykjavík á milli jóla og nýárs árið 2020 sem Vísir fjallaði um hér. Umsóknarfrestur til 15. október Umsækjendur eru beðnir um að senda inn tillögur fyrir klukkan 16:00 þann 15. október 2022. Þá skal umsóknin innihalda stuttan texta um fyrirhugað verk ásamt 1–5 myndum af verkinu en þar er verið að tala um útskýringarmyndir, skissur, ljósmyndir og svo framvegis. Lokaútfærsla verksins verður síðan ákveðin í samstarfi við Y gallery. Dómnefnd sem skipuð er fulltrúa frá Y gallery, Listasafni Reykjavíkur, Billboard og SÍM fer yfir innsendar tillögur og tilkynnir um val sitt stuttu eftir að umsóknarfresti lýkur. View this post on Instagram A post shared by Y (@y_gallery__) Nánari upplýsingar má finna hér.
Myndlist Menning Reykjavík Auglýsinga- og markaðsmál Tengdar fréttir Dularfulli skiltalistamaðurinn er Sigurjón Sighvatsson Sigurjón Sighvatsson kvikmyndaframleiðandi stígur nú fram sem sjálfstæður listamaður eftir áratugi „bak við tjöldin“ sem framleiðandi. Hann segist vera með eilítinn sviðsskrekk. 9. janúar 2021 08:00 Mest lesið „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ Lífið „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Lífið Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Lífið Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
Dularfulli skiltalistamaðurinn er Sigurjón Sighvatsson Sigurjón Sighvatsson kvikmyndaframleiðandi stígur nú fram sem sjálfstæður listamaður eftir áratugi „bak við tjöldin“ sem framleiðandi. Hann segist vera með eilítinn sviðsskrekk. 9. janúar 2021 08:00