Framkvæmdastjóri HSÍ segir að treysta verði því sem búið sé að segja og lofa Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 27. september 2022 23:01 Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri HSÍ, segir að treysta verði gefnum loforðum um nýja þjóðarhöll, en fagnar um leið enduropnun Laugardalshallar. Vísir/Stöð 2 Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri Handknattleikssambands Íslands, segir að það eina sem virki í málefnum nýrrar þjóðarhallar sé að treysta því sem búið sé að segja og lofa. Laugardalshöllin var opnuð á nýjan leik um helgina, en handboltalandsliðin geta ekki leikið þar fyrr en í fyrsta lagi eftir áramót. „Nei ekki alveg strax. En kannski til að byrja með þá er náttúrulega gleðiefni að hún sé að opna. Það var orðið langþráð að sjá aftur líf í höllinni,“ sagði Róbert í samtali við Stöð 2 í dag. „En því miður þá getum við ekki spilað hérna landsleik fyrr en í kannski janúar eða febrúar eða eitthvað svoleiðis þar sem að áhorfendastúkan er ónýt. Það er bagalegt, vissulega.“ Íslensku landsliðin í handbolta hafa verið hálf heimilislaus undanfarin misseri og verða það áfram næstu mánuði. Liðin þurfa að leita á náðir Hauka til að fá að spila landsleiki að Ásvöllum. „Við þurfum að vera á Ásvöllum allavega út þetta ár. Það kemur sér illa fyrir okkur af því að það er auðvitað mikið tekjutap að geta ekki nýtt fulla höll. Hins vegar er ekkert við þessu að segja eða gera. Þetta er bara eitthvað sem kemur í ljós að stúkan er ónýt og vonandi kemur bara ný sem fyrst og verður vel mönnuð þannig við getum nýtt höllina aftur eins og við viljum nýta hana.“ „Eins og við sjáum þá er hún stórglæsileg. Það er búið að skipta um gólf og lýsingu þannig að það er allt annað að sjá hana. En við þurfum palla til að geta spilað.“ Ekki bara salurinn sem hefur fengið upplyftingu Salurinn í höllinni er ekki það eina sem hefur fengið upplyftingu á þessum tíma sem hún hefur verið lokuð. Klefarnir og önnur aðstaða hefur einnig verið tekin í gegn og Róbert segir það muna miklu. „Aðstaðan er farin að líta mjög vel út og klefarnir eru orðnir mjög flottir. Það er greinilega búið að leggja mikla vinnu í þetta, sem er bara frábært. Við erum bara fullir eftirvæntingar að geta spilað hérna á nýju ári og vonandi verður það bara fyrr en seinna.“ Klippa: Viðtal við Róbert Geir um Laugardalshöll Bindur miklar vonir við nýja þjóðarhöll fyrr en síðar Mál Laugardalshallarinnar hefur verið á milli tannana á fólki að undanförnu og í síðustu viku kom í ljós að íslensku inniíþróttirnar þurfa líklega að bíða enn lengur en á horfðist eftir annarri aðstöðu. „Þetta á svolítið eftir að koma í ljós. Það er starfshópur að vinna og búið að ráða starfsmenn og annað og við eigum aðeins eftir að sjá hvað kemur út úr þessu svona á næstu vikum. En ef þetta á að fara að frestast þá er það náttúrulega skelfilegt eins og gefur augaleið.“ „En ég bind miklar vonir við það að sú vinna haldi áfram og við sjáum nýja þjóðarhöll fyrr en seinna.“ Lengi hefur verið kallað eftir nýrri þjóðarhöll á Íslandi og í raun hafa þau köll heyrst í einhverja áratugi. Þrátt fyrir það segir Geir að það slái ekki skökku við að eytt hafi verið tíma og peningum í að gera upp Laugardalshöllina, þrátt fyrir það að hún sé úr sér gengin. „Nei í rauninni ekki. Við þurfum að spila einhversstaðar á meðan. Við erum ekki með þjóðarhöll í dag fyrir utan Laugardalshöllina. Það er nauðsynlegt fyrir okkur að höllin sé sem glæsilegust og líka bara fyrir krakkana í hverfinu sem eru að iðka íþróttir þannig að hún þarf klárlega að vera í lagi.“ „Þannig að ég er ekki sammála því að verið sé að eyða pening að óþörfu. Hin vegar er þetta orðið 60 ára gamalt hús eins og allir vita og það eru breyttar kröfur með breyttu landslagi. En þetta er líka spurning um það að það þurfti að laga höllina.“ „Ég ætla bara að reyna að vera bjartsýnn. Það er það eina sem virkar og við þurfum bara að treysta því sem fólk er búið að lofa og segja að það standi. Það er það eina sem við getum gert.“ Viðtalið við Róbert má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Handbolti Ný þjóðarhöll Tengdar fréttir Sigvaldi og Hákon Daði snúa aftur en ekkert pláss fyrir Donna Guðmundur Guðmundsson hefur valið átján manna landsliðshóp fyrir leikina gegn Ísrael og Eistlandi í undankeppni EM í næsta mánuði. 27. september 2022 11:18 Mest lesið Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ Handbolti Fær meira fyrir hálftíma ræðu en fyrir að spila heilt tímabil Körfubolti Dagskráin í dag: Jólamánuðurinn hefst á allskonar Sport „Ég þarf smá útrás“ Handbolti Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Enski boltinn Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið Enski boltinn Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Körfubolti Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern Fótbolti Öruggur sigur ÍBV gegn Val Handbolti Fleiri fréttir „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ „Ég þarf smá útrás“ Íslendingaliðin með örugga sigra í Portúgal Janus og félagar á toppnum eftir sjöunda sigurinn í röð Norsku stelpurnar hans Þóris með fullt hús Öruggur sigur ÍBV gegn Val „Ætla að gefa þessum kosningum frí“ Steinlágu á móti neðsta liðinu Haukarnir með þrjú síðustu mörkin og eru í góðum málum Aðeins tvær hlupu hraðar en Dana Björg Elvar búinn að ganga frá samningi við Magdeburg Eyjamenn minnast Kolbeins í dag með því að drekka Kollabjórinn Þórir leyfði leikmanni að fara heim til að sinna fjölskyldumálum Skot Elínar Klöru mældist á meira en 101 kílómetra hraða Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð „Við vorum bara klaufar“ Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Uppgjörið: Fram - FH 29-30 | Dramatík í Úlfarsárdal Arnar og Elvar á toppnum Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ „Í seinni hálfleik voru aðeins of margir tapaðir boltar“ „Maður er hálf meyr“ „Kannski svolítið galið þegar maður bakkar aðeins aftur í tímann“ Færeysku stelpurnar svöruðu frábærlega fyrir sig Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims „Þær eru bara hetjur“ „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Sjá meira
„Nei ekki alveg strax. En kannski til að byrja með þá er náttúrulega gleðiefni að hún sé að opna. Það var orðið langþráð að sjá aftur líf í höllinni,“ sagði Róbert í samtali við Stöð 2 í dag. „En því miður þá getum við ekki spilað hérna landsleik fyrr en í kannski janúar eða febrúar eða eitthvað svoleiðis þar sem að áhorfendastúkan er ónýt. Það er bagalegt, vissulega.“ Íslensku landsliðin í handbolta hafa verið hálf heimilislaus undanfarin misseri og verða það áfram næstu mánuði. Liðin þurfa að leita á náðir Hauka til að fá að spila landsleiki að Ásvöllum. „Við þurfum að vera á Ásvöllum allavega út þetta ár. Það kemur sér illa fyrir okkur af því að það er auðvitað mikið tekjutap að geta ekki nýtt fulla höll. Hins vegar er ekkert við þessu að segja eða gera. Þetta er bara eitthvað sem kemur í ljós að stúkan er ónýt og vonandi kemur bara ný sem fyrst og verður vel mönnuð þannig við getum nýtt höllina aftur eins og við viljum nýta hana.“ „Eins og við sjáum þá er hún stórglæsileg. Það er búið að skipta um gólf og lýsingu þannig að það er allt annað að sjá hana. En við þurfum palla til að geta spilað.“ Ekki bara salurinn sem hefur fengið upplyftingu Salurinn í höllinni er ekki það eina sem hefur fengið upplyftingu á þessum tíma sem hún hefur verið lokuð. Klefarnir og önnur aðstaða hefur einnig verið tekin í gegn og Róbert segir það muna miklu. „Aðstaðan er farin að líta mjög vel út og klefarnir eru orðnir mjög flottir. Það er greinilega búið að leggja mikla vinnu í þetta, sem er bara frábært. Við erum bara fullir eftirvæntingar að geta spilað hérna á nýju ári og vonandi verður það bara fyrr en seinna.“ Klippa: Viðtal við Róbert Geir um Laugardalshöll Bindur miklar vonir við nýja þjóðarhöll fyrr en síðar Mál Laugardalshallarinnar hefur verið á milli tannana á fólki að undanförnu og í síðustu viku kom í ljós að íslensku inniíþróttirnar þurfa líklega að bíða enn lengur en á horfðist eftir annarri aðstöðu. „Þetta á svolítið eftir að koma í ljós. Það er starfshópur að vinna og búið að ráða starfsmenn og annað og við eigum aðeins eftir að sjá hvað kemur út úr þessu svona á næstu vikum. En ef þetta á að fara að frestast þá er það náttúrulega skelfilegt eins og gefur augaleið.“ „En ég bind miklar vonir við það að sú vinna haldi áfram og við sjáum nýja þjóðarhöll fyrr en seinna.“ Lengi hefur verið kallað eftir nýrri þjóðarhöll á Íslandi og í raun hafa þau köll heyrst í einhverja áratugi. Þrátt fyrir það segir Geir að það slái ekki skökku við að eytt hafi verið tíma og peningum í að gera upp Laugardalshöllina, þrátt fyrir það að hún sé úr sér gengin. „Nei í rauninni ekki. Við þurfum að spila einhversstaðar á meðan. Við erum ekki með þjóðarhöll í dag fyrir utan Laugardalshöllina. Það er nauðsynlegt fyrir okkur að höllin sé sem glæsilegust og líka bara fyrir krakkana í hverfinu sem eru að iðka íþróttir þannig að hún þarf klárlega að vera í lagi.“ „Þannig að ég er ekki sammála því að verið sé að eyða pening að óþörfu. Hin vegar er þetta orðið 60 ára gamalt hús eins og allir vita og það eru breyttar kröfur með breyttu landslagi. En þetta er líka spurning um það að það þurfti að laga höllina.“ „Ég ætla bara að reyna að vera bjartsýnn. Það er það eina sem virkar og við þurfum bara að treysta því sem fólk er búið að lofa og segja að það standi. Það er það eina sem við getum gert.“ Viðtalið við Róbert má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Handbolti Ný þjóðarhöll Tengdar fréttir Sigvaldi og Hákon Daði snúa aftur en ekkert pláss fyrir Donna Guðmundur Guðmundsson hefur valið átján manna landsliðshóp fyrir leikina gegn Ísrael og Eistlandi í undankeppni EM í næsta mánuði. 27. september 2022 11:18 Mest lesið Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ Handbolti Fær meira fyrir hálftíma ræðu en fyrir að spila heilt tímabil Körfubolti Dagskráin í dag: Jólamánuðurinn hefst á allskonar Sport „Ég þarf smá útrás“ Handbolti Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Enski boltinn Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið Enski boltinn Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Körfubolti Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern Fótbolti Öruggur sigur ÍBV gegn Val Handbolti Fleiri fréttir „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ „Ég þarf smá útrás“ Íslendingaliðin með örugga sigra í Portúgal Janus og félagar á toppnum eftir sjöunda sigurinn í röð Norsku stelpurnar hans Þóris með fullt hús Öruggur sigur ÍBV gegn Val „Ætla að gefa þessum kosningum frí“ Steinlágu á móti neðsta liðinu Haukarnir með þrjú síðustu mörkin og eru í góðum málum Aðeins tvær hlupu hraðar en Dana Björg Elvar búinn að ganga frá samningi við Magdeburg Eyjamenn minnast Kolbeins í dag með því að drekka Kollabjórinn Þórir leyfði leikmanni að fara heim til að sinna fjölskyldumálum Skot Elínar Klöru mældist á meira en 101 kílómetra hraða Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð „Við vorum bara klaufar“ Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Uppgjörið: Fram - FH 29-30 | Dramatík í Úlfarsárdal Arnar og Elvar á toppnum Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ „Í seinni hálfleik voru aðeins of margir tapaðir boltar“ „Maður er hálf meyr“ „Kannski svolítið galið þegar maður bakkar aðeins aftur í tímann“ Færeysku stelpurnar svöruðu frábærlega fyrir sig Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims „Þær eru bara hetjur“ „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Sjá meira
Sigvaldi og Hákon Daði snúa aftur en ekkert pláss fyrir Donna Guðmundur Guðmundsson hefur valið átján manna landsliðshóp fyrir leikina gegn Ísrael og Eistlandi í undankeppni EM í næsta mánuði. 27. september 2022 11:18