Krefjast þyngri refsingar fyrir morðið í Rauðagerði Kolbeinn Tumi Daðason og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 28. september 2022 11:25 Frá aðalmeðferð málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í fyrra. Angjelin ásamt verjendum í málinu. Vísir Ríkissaksóknari fer fram á að dómurinn yfir Angjelin Sterkaj í Rauðagerðismálinu verði þyngdur. Angjelin var dæmdur í sextán ára fangelsi fyrir morðið á Armando Beqirai í Rauðagerði í febrúar 2021. Þá krefst saksóknari refsingar yfir þremur meintum samverkamönnum sem sýknaðir voru af aðild að málinu, þeim Claudiu Sofiu Coelho Carvalho, Murat Selivrada og Shpetim Qerimi. Ríkissaksóknari áfrýjaði niðurstöðunni úr Héraðsdómi Reykjavíkur í nóvember síðastliðnum. Nú tæpu ári síðar er aðalmeðferð í málinu hafin fyrir Landsrétti. Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari sækir málið. Reiknað er með því að aðalmeðferð ljúki á föstudag. Aðalmeðferðin hófst í morgun. Angjelin og Shpetim eru ekki viðstaddir aðalmeðferðina en Caludia og Murat eru mætt og fylgjast með gangi mála. Fátt nýtt hefur komið fram í dómsal það sem af er degi. Spilað var myndband sem sýndi ferðir fjórmenninganna og Armandos um Reykjavík daginn örlagaríka. Svo var skýrsla Angjelin fyrir héraðsdómi spiluð á ný. Helgi Gunnlaugsson afbrotafræðingur taldi margt sérstakt við dóminn þegar hann féll í héraði í fyrra. Hann furðaði sig á því að dómurinn hefði ekki verið fjölskipaður í svo víðfeðmu og alvarlegu sakamáli þar sem svo margir hefðu réttarstöðu sakbornings. Þá benti Helgi á að refsing upp á sextán ár væri sambærileg og þau sem hefðu tíðkast í hefðbundnari manndrápsmálum. Í tilfelli morðsins í Rauðagerði hefði verið um aftöku að ræða. „Þegar við skoðum þetta mál og hvernig það allt saman bar að; þarna er um fyrir fram skipulagða atlögu að ræða. Það er yfirveguð og köld, rökvísi þarna á bakvið, þar sem málið virðist skipulagt í þaula fyrir fram,“ sagði Helgi. Þá sagðist hann þurfa að skoða nánar lagaákvæði er varða samverknað. Augljóst væri að ákveðinn mannskapur hefði aðstoðað Angjelin með einum eða öðrum hætti. „Og þetta mál hefði aldrei getað orðið með þessum hætti nema fyrir tilverknað þeirra. Og það er allt gert til að dylja slóðina og þeir taka þátt í því með honum að dylja slóðina. En það virðist ekki duga til í okkar lögum,“ sagði Helgi í október í fyrra. Morð í Rauðagerði Dómsmál Tengdar fréttir Lögregla sökuð um að hafa borið púðurleifar á grunaðan í Rauðagerðismálinu Litháískur ríkisborgari hefur kvartað til nefndar um eftirlit með lögreglu og krefst rannsóknar á því hvort lögregla hafi gerst brotleg þegar hann var handtekinn og síðar dæmdur í gæsluvarðahald í kjölfar morðsins í Rauðagerði. 3. febrúar 2022 07:52 „Rauðagerðismálið ber einkenni mafíumorða“ Íslenskt samfélag var skekið í upphafi árs þegar karlmaður á fertugsaldri var skotinn til bana fyrir utan heimili sitt í Rauðagerði í Reykjavík. Afbrotafræðingur segir morð af þessu tagi aldrei hafa sést hér á landi. 16. desember 2021 07:01 Krefst þyngri dóms yfir Angjelin og að hin þrjú verði dæmd sek Ríkissaksóknari hefur ákveðið að áfrýja niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur í Rauðagerðismálinu svokallaða. Saksóknari krefst þyngri refsingar í tilfelli Angjelin Sterkaj og þess að hinir þrír sakborningarnar, sem sýknaðir voru í héraði, verði sakfelldir. 18. nóvember 2021 13:08 Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Erlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Fleiri fréttir Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Sjá meira
Þá krefst saksóknari refsingar yfir þremur meintum samverkamönnum sem sýknaðir voru af aðild að málinu, þeim Claudiu Sofiu Coelho Carvalho, Murat Selivrada og Shpetim Qerimi. Ríkissaksóknari áfrýjaði niðurstöðunni úr Héraðsdómi Reykjavíkur í nóvember síðastliðnum. Nú tæpu ári síðar er aðalmeðferð í málinu hafin fyrir Landsrétti. Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari sækir málið. Reiknað er með því að aðalmeðferð ljúki á föstudag. Aðalmeðferðin hófst í morgun. Angjelin og Shpetim eru ekki viðstaddir aðalmeðferðina en Caludia og Murat eru mætt og fylgjast með gangi mála. Fátt nýtt hefur komið fram í dómsal það sem af er degi. Spilað var myndband sem sýndi ferðir fjórmenninganna og Armandos um Reykjavík daginn örlagaríka. Svo var skýrsla Angjelin fyrir héraðsdómi spiluð á ný. Helgi Gunnlaugsson afbrotafræðingur taldi margt sérstakt við dóminn þegar hann féll í héraði í fyrra. Hann furðaði sig á því að dómurinn hefði ekki verið fjölskipaður í svo víðfeðmu og alvarlegu sakamáli þar sem svo margir hefðu réttarstöðu sakbornings. Þá benti Helgi á að refsing upp á sextán ár væri sambærileg og þau sem hefðu tíðkast í hefðbundnari manndrápsmálum. Í tilfelli morðsins í Rauðagerði hefði verið um aftöku að ræða. „Þegar við skoðum þetta mál og hvernig það allt saman bar að; þarna er um fyrir fram skipulagða atlögu að ræða. Það er yfirveguð og köld, rökvísi þarna á bakvið, þar sem málið virðist skipulagt í þaula fyrir fram,“ sagði Helgi. Þá sagðist hann þurfa að skoða nánar lagaákvæði er varða samverknað. Augljóst væri að ákveðinn mannskapur hefði aðstoðað Angjelin með einum eða öðrum hætti. „Og þetta mál hefði aldrei getað orðið með þessum hætti nema fyrir tilverknað þeirra. Og það er allt gert til að dylja slóðina og þeir taka þátt í því með honum að dylja slóðina. En það virðist ekki duga til í okkar lögum,“ sagði Helgi í október í fyrra.
Morð í Rauðagerði Dómsmál Tengdar fréttir Lögregla sökuð um að hafa borið púðurleifar á grunaðan í Rauðagerðismálinu Litháískur ríkisborgari hefur kvartað til nefndar um eftirlit með lögreglu og krefst rannsóknar á því hvort lögregla hafi gerst brotleg þegar hann var handtekinn og síðar dæmdur í gæsluvarðahald í kjölfar morðsins í Rauðagerði. 3. febrúar 2022 07:52 „Rauðagerðismálið ber einkenni mafíumorða“ Íslenskt samfélag var skekið í upphafi árs þegar karlmaður á fertugsaldri var skotinn til bana fyrir utan heimili sitt í Rauðagerði í Reykjavík. Afbrotafræðingur segir morð af þessu tagi aldrei hafa sést hér á landi. 16. desember 2021 07:01 Krefst þyngri dóms yfir Angjelin og að hin þrjú verði dæmd sek Ríkissaksóknari hefur ákveðið að áfrýja niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur í Rauðagerðismálinu svokallaða. Saksóknari krefst þyngri refsingar í tilfelli Angjelin Sterkaj og þess að hinir þrír sakborningarnar, sem sýknaðir voru í héraði, verði sakfelldir. 18. nóvember 2021 13:08 Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Erlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Fleiri fréttir Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Sjá meira
Lögregla sökuð um að hafa borið púðurleifar á grunaðan í Rauðagerðismálinu Litháískur ríkisborgari hefur kvartað til nefndar um eftirlit með lögreglu og krefst rannsóknar á því hvort lögregla hafi gerst brotleg þegar hann var handtekinn og síðar dæmdur í gæsluvarðahald í kjölfar morðsins í Rauðagerði. 3. febrúar 2022 07:52
„Rauðagerðismálið ber einkenni mafíumorða“ Íslenskt samfélag var skekið í upphafi árs þegar karlmaður á fertugsaldri var skotinn til bana fyrir utan heimili sitt í Rauðagerði í Reykjavík. Afbrotafræðingur segir morð af þessu tagi aldrei hafa sést hér á landi. 16. desember 2021 07:01
Krefst þyngri dóms yfir Angjelin og að hin þrjú verði dæmd sek Ríkissaksóknari hefur ákveðið að áfrýja niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur í Rauðagerðismálinu svokallaða. Saksóknari krefst þyngri refsingar í tilfelli Angjelin Sterkaj og þess að hinir þrír sakborningarnar, sem sýknaðir voru í héraði, verði sakfelldir. 18. nóvember 2021 13:08