Smart #1 - Rafhlaðbakur í heimsklassa Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 29. september 2022 07:01 Smart #1 fyrir utan fallegt hús í Portúgal. Kristinn Ásgeir Gylfason Smart er merki sem margt fólk þekkir og einkennist af litlum skilvirkum bílum sem koma notendum frá einum stað til annars án mikillar fyrirhafnar og viðhafnar. Smart hefur hingað til ekki verið hátt hlutfall bílaflota Íslendinga. En Smart #1 ætlar sér að breyta því og mun mæta með látum á næsta ári. Bíllinn er fimm manna rafdrifinn hlaðbakur sem er eins og afar vel til höfð viðhafnarútgáfa af fyrirrennurum sínum frá Smart. Auk þess að vera betur til hafður þá hefur hann komist í sterana hjá einhverjum fjarskyldum frænda. Hann er bæði talsvert stærri og þónokkuð aflmeiri. Mikill kynningarviðburður var í Lissabon fyrir bílinn þar sem blaðamanni gafst tækifæri til að aka honum um þrönga sveitavegi með stórbrotnu útsýni og á hraðbrautum, sem og innanbæjar. Smart #1 í pastel-myntu-grænum.Kristinn Ásgeir Gylfason Það er skoðun blaðamanns að enginn bíll hafi eins breytilega áru eftir lit og Smart #1. Hann hefur yfir sér fágað yfirbragð í pastel-myntu-grænum en verður miklu meiri bíll almúgans í bláu og svo verður hann einfaldlega svalur í matt-gráu með rauðu þaki. Smart #1 á fjallvegi í Portúgal.Kristinn Ásgeir Gylfason Útlit Einkenni bílsins eru mjúkar og bogadregnar línur. Hann minnir um margt á Mini Countryman nema hvað að Smart #1 er meiri töffari. Hann dansar hárfínt á mörkum þess að vera mjög kassalaga og að vera of rúnaður. Topplínan í vangasvipnum kemur niður yfir afturhjólunum og dregur þar með saman tví-tóna yfirbygginguna sem er smekkleg að mati blaðamanns. Aksturseiginleikar Það fyrsta sem maður tekur eftir þegar sest er um borði í Smart #1 er að hann knúsar mann, maður fær á tilfinninguna að hann haldi vel utan um mann og passi upp á mann. Miðjustokkurinn hefur mikið að segja þar, nú kann einhverjum að þykja orðum ofaukið að miðjustokkur geti knúsað mann. En miðjustokkurinn í #1 er enginn venjulegur miðjustokkur. Hann er ekki tækniundur heldur er hann hærri en gengur og gerist og samfelldur því á milli framsæta þar til að hann kemur upp að snertiskjánum sem inniheldur afþreyingar og leiðsögukerfi bílsins. Aðstaða ökumanns.Kristinn Ásgeir Gylfason Bíllinn er snarpur í akstri og skemmtilega lipur í stýri. Eftir að hafa tekið nokkrar allt að því 180° beygjur á þröngum portúgölskum fjallvegum er óhætt að segja að staða ökumanns er góð og útsýnið gott. Það er auðvelt að átta sig á ytri mörkum bílsins. Stýrið er létt og veitir ágæta svörun. Gæti verið skarpara en það væri eiginlega úr karakter fyrir Smart #1. Bíllinn er klárlega ekki hannaður til að setja nein met á Nürburgring heldur til að vera hversdags lúxus þjónn og til að skapa minningar á ferðalögum. Auðvitað er Smart #1 búinn öllum helstu nútíma þægindum, þar á meðal lyklalausu aðgengi, hita í sæti og fleiru. Það er áhugavert að það er enginn hnappur eða önnur aðferð til að kveikja á bílnum. Ef maður sest inn og setur í Drive, þá fer hann af stað. Fótapláss aftur í er einkar gott fyrir bíl í þessum stærðarflokki, enda er sætisstaða í öllum bílnum frekar upprétt og því nýtist plássið vel. Kostir og gallar Kostirnir við Smart #1 eru að hann er einstaklega laglegur, sérstaklega í réttum lit og góður í akstri. Það er enn óljóst hvað hann mun koma til með að kosta á Íslandi en eitthvað segir ofanrituðum að það svolítið magn selt af þessum bílum hérlendis, sérstaklega í fjórhjóladrifsútgáfu. Hljóðkerfið í bílnum frá Beats er framúrskarandi og afþreyingarkerfið er einkar þægilegt í notkun og svo er krúttlegur lítill refur sem hjálpar ökumanni með því að taka við skipunum og framkvæma aðgerðir eftir þeim. Skottið á Smart #1.Kristinn Ásgeir Gylfason Á móti kemur að hann er með frekar lítið skott miðað við aðra bíla í þessum stærðarflokki. Farangursrýmið er 323 lítrar. Skottið dugar í helgarinnkaup vísitölufjölskyldunnar. En ef sú fjölskylda ætlar í bústaðaferð þá þarf að skrúfa tengdamömmubox á þakbogana áður en haldið er af stað og vona að það séu sængur og koddar í bústaðnum. Tölur Rafhlaðan er 66 kWh og hann tekur inn á sig 7,4 kW í heimahleðslu og 150 kW í hraðhleðslu. Uppgefin drægni er 420 kílómetrar en er kannski nær 350-400 eftir aðstæðum. Sem er býsna gott fyrir bíl af þessari stærð. Smart #1 er um 6,7 sekúndur úr kyrrstöðu í 100 km/klst. Vangasvipur Smart #1.Kristinn Ásgeir Gylfason Niðurstaða Smart #1 er afar líklegur til vinsælda á Íslandi. Helsti þátturinn sem þar mun skipta máli er verðið. Því hann hefur allt til brunns að bera sem góður rafhlaðbakur þarf, nema hann myndi njóta góðs af stærra skotti. Það er tilefni til að mæla með að fólk velji fjórhjóladrifsútgáfu af bílnum. Vistvænir bílar Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent
Bíllinn er fimm manna rafdrifinn hlaðbakur sem er eins og afar vel til höfð viðhafnarútgáfa af fyrirrennurum sínum frá Smart. Auk þess að vera betur til hafður þá hefur hann komist í sterana hjá einhverjum fjarskyldum frænda. Hann er bæði talsvert stærri og þónokkuð aflmeiri. Mikill kynningarviðburður var í Lissabon fyrir bílinn þar sem blaðamanni gafst tækifæri til að aka honum um þrönga sveitavegi með stórbrotnu útsýni og á hraðbrautum, sem og innanbæjar. Smart #1 í pastel-myntu-grænum.Kristinn Ásgeir Gylfason Það er skoðun blaðamanns að enginn bíll hafi eins breytilega áru eftir lit og Smart #1. Hann hefur yfir sér fágað yfirbragð í pastel-myntu-grænum en verður miklu meiri bíll almúgans í bláu og svo verður hann einfaldlega svalur í matt-gráu með rauðu þaki. Smart #1 á fjallvegi í Portúgal.Kristinn Ásgeir Gylfason Útlit Einkenni bílsins eru mjúkar og bogadregnar línur. Hann minnir um margt á Mini Countryman nema hvað að Smart #1 er meiri töffari. Hann dansar hárfínt á mörkum þess að vera mjög kassalaga og að vera of rúnaður. Topplínan í vangasvipnum kemur niður yfir afturhjólunum og dregur þar með saman tví-tóna yfirbygginguna sem er smekkleg að mati blaðamanns. Aksturseiginleikar Það fyrsta sem maður tekur eftir þegar sest er um borði í Smart #1 er að hann knúsar mann, maður fær á tilfinninguna að hann haldi vel utan um mann og passi upp á mann. Miðjustokkurinn hefur mikið að segja þar, nú kann einhverjum að þykja orðum ofaukið að miðjustokkur geti knúsað mann. En miðjustokkurinn í #1 er enginn venjulegur miðjustokkur. Hann er ekki tækniundur heldur er hann hærri en gengur og gerist og samfelldur því á milli framsæta þar til að hann kemur upp að snertiskjánum sem inniheldur afþreyingar og leiðsögukerfi bílsins. Aðstaða ökumanns.Kristinn Ásgeir Gylfason Bíllinn er snarpur í akstri og skemmtilega lipur í stýri. Eftir að hafa tekið nokkrar allt að því 180° beygjur á þröngum portúgölskum fjallvegum er óhætt að segja að staða ökumanns er góð og útsýnið gott. Það er auðvelt að átta sig á ytri mörkum bílsins. Stýrið er létt og veitir ágæta svörun. Gæti verið skarpara en það væri eiginlega úr karakter fyrir Smart #1. Bíllinn er klárlega ekki hannaður til að setja nein met á Nürburgring heldur til að vera hversdags lúxus þjónn og til að skapa minningar á ferðalögum. Auðvitað er Smart #1 búinn öllum helstu nútíma þægindum, þar á meðal lyklalausu aðgengi, hita í sæti og fleiru. Það er áhugavert að það er enginn hnappur eða önnur aðferð til að kveikja á bílnum. Ef maður sest inn og setur í Drive, þá fer hann af stað. Fótapláss aftur í er einkar gott fyrir bíl í þessum stærðarflokki, enda er sætisstaða í öllum bílnum frekar upprétt og því nýtist plássið vel. Kostir og gallar Kostirnir við Smart #1 eru að hann er einstaklega laglegur, sérstaklega í réttum lit og góður í akstri. Það er enn óljóst hvað hann mun koma til með að kosta á Íslandi en eitthvað segir ofanrituðum að það svolítið magn selt af þessum bílum hérlendis, sérstaklega í fjórhjóladrifsútgáfu. Hljóðkerfið í bílnum frá Beats er framúrskarandi og afþreyingarkerfið er einkar þægilegt í notkun og svo er krúttlegur lítill refur sem hjálpar ökumanni með því að taka við skipunum og framkvæma aðgerðir eftir þeim. Skottið á Smart #1.Kristinn Ásgeir Gylfason Á móti kemur að hann er með frekar lítið skott miðað við aðra bíla í þessum stærðarflokki. Farangursrýmið er 323 lítrar. Skottið dugar í helgarinnkaup vísitölufjölskyldunnar. En ef sú fjölskylda ætlar í bústaðaferð þá þarf að skrúfa tengdamömmubox á þakbogana áður en haldið er af stað og vona að það séu sængur og koddar í bústaðnum. Tölur Rafhlaðan er 66 kWh og hann tekur inn á sig 7,4 kW í heimahleðslu og 150 kW í hraðhleðslu. Uppgefin drægni er 420 kílómetrar en er kannski nær 350-400 eftir aðstæðum. Sem er býsna gott fyrir bíl af þessari stærð. Smart #1 er um 6,7 sekúndur úr kyrrstöðu í 100 km/klst. Vangasvipur Smart #1.Kristinn Ásgeir Gylfason Niðurstaða Smart #1 er afar líklegur til vinsælda á Íslandi. Helsti þátturinn sem þar mun skipta máli er verðið. Því hann hefur allt til brunns að bera sem góður rafhlaðbakur þarf, nema hann myndi njóta góðs af stærra skotti. Það er tilefni til að mæla með að fólk velji fjórhjóladrifsútgáfu af bílnum.
Vistvænir bílar Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent