„Egill Magnússon er týndur og tröllum gefinn“ Sindri Sverrisson skrifar 3. október 2022 14:00 Egill Magnússon átti sjö skot en skoraði ekkert mark gegn Fram og hefur aðeins nýtt 22% skota sinna á leiktíðinni. Stöð 2 Sport Sérfræðingarnir í Seinni bylgjunni ræddu í síðasta þætti um vandræði FH-inga og sérstaklega framlag Egils Magnússonar sem skoraði ekki mark, úr sjö skotum, í 25-25 jafnteflinu við Fram í Olís-deildinni í handbolta. „Egill Magnússon er týndur og tröllum gefinn,“ sagði Theodór Ingi Pálmason, sannfærður um að Egill geti gert mikið betur en hann hefur gert á þessari leiktíð. „Við sjáum að það er eins og það sé eitthvað að plaga hann í öxlinni. Þetta er ekkert byssan Egill Magnússon eins og maður þekkir hann. Þetta eru bara lin skot. Hann var með 0 mörk úr 4 skotum í fyrri hálfleik en spilaði lengi, og í seinni hálfleik var þetta það sama. Maður spyr sig; Á Sigursteinn að taka hann fyrr út af?“ sagði Theodór en umræðuna má sjá hér að neðan. Klippa: Seinni bylgjan - Umræða um Egil Þeir Theodór og Arnar Daði Arnarsson voru þó sammála um að sóknarleikur FH liti ekki svo illa út með Egil innanborðs en veltu fyrir sér hvort Einar Bragi Aðalsteinsson og Einar Örn Sindrason ættu að fá fleiri mínútur á kostnað „skítkalds“ Egils. „Af hverju erum við að tala eitthvað rosalega vel um Egil“ „Ég held að Einar Bragi sé bara ekki kominn jafnlangt inn í taktískan leik FH, eftir að hafa verið að spila í allt öðru hlutverki hjá HK síðustu ár. FH-ingar voru að fá opnanir fyrir Egil. Sóknarlega leit þetta ágætlega út hjá þeim. En auðvitað þegar Egill fær þessi fínu færi, og er langt frá því að skora, þá vissulega eftir leik spyr maður sig hvort það hefði ekki átt að taka hann út af,“ sagði Arnar Daði en hélt svo áfram: „Af hverju erum við að tala eitthvað rosalega vel um Egil Magnússon? Hann hefur ekki verið með yfir 50% skotnýtingu frá því 2018. Jú, ég er að ljúga að ykkur, 2019 spilaði hann sjö leiki og var með 52% skotnýtingu. Af hverju erum við að tala Egil Magnússon eitthvað upp?“ Theodór sagði að framganga Egils fyrir ári síðan sýndi að hann hefði alla vega meira fram að færa en hann gerði núna: „Áður en hann meiddist í fyrra þá var hann að skapa fullt af færum og FH var í toppsætinu um síðustu áramót. Eftir að hann meiðist þá hrynur allt. Þess vegna erum við að kalla eftir þessu en þetta er alls ekki nógu gott.“ Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði. Olís-deild karla FH Handbolti Seinni bylgjan Mest lesið Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Hörður undir feldinn Körfubolti Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Íslenski boltinn Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Francis páfa Fótbolti Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Körfubolti Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Enski boltinn Dagskráin í dag: Nágrannaslagir í Bestu karla og Bónus kvenna Sport Fleiri fréttir „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Sjá meira
„Egill Magnússon er týndur og tröllum gefinn,“ sagði Theodór Ingi Pálmason, sannfærður um að Egill geti gert mikið betur en hann hefur gert á þessari leiktíð. „Við sjáum að það er eins og það sé eitthvað að plaga hann í öxlinni. Þetta er ekkert byssan Egill Magnússon eins og maður þekkir hann. Þetta eru bara lin skot. Hann var með 0 mörk úr 4 skotum í fyrri hálfleik en spilaði lengi, og í seinni hálfleik var þetta það sama. Maður spyr sig; Á Sigursteinn að taka hann fyrr út af?“ sagði Theodór en umræðuna má sjá hér að neðan. Klippa: Seinni bylgjan - Umræða um Egil Þeir Theodór og Arnar Daði Arnarsson voru þó sammála um að sóknarleikur FH liti ekki svo illa út með Egil innanborðs en veltu fyrir sér hvort Einar Bragi Aðalsteinsson og Einar Örn Sindrason ættu að fá fleiri mínútur á kostnað „skítkalds“ Egils. „Af hverju erum við að tala eitthvað rosalega vel um Egil“ „Ég held að Einar Bragi sé bara ekki kominn jafnlangt inn í taktískan leik FH, eftir að hafa verið að spila í allt öðru hlutverki hjá HK síðustu ár. FH-ingar voru að fá opnanir fyrir Egil. Sóknarlega leit þetta ágætlega út hjá þeim. En auðvitað þegar Egill fær þessi fínu færi, og er langt frá því að skora, þá vissulega eftir leik spyr maður sig hvort það hefði ekki átt að taka hann út af,“ sagði Arnar Daði en hélt svo áfram: „Af hverju erum við að tala eitthvað rosalega vel um Egil Magnússon? Hann hefur ekki verið með yfir 50% skotnýtingu frá því 2018. Jú, ég er að ljúga að ykkur, 2019 spilaði hann sjö leiki og var með 52% skotnýtingu. Af hverju erum við að tala Egil Magnússon eitthvað upp?“ Theodór sagði að framganga Egils fyrir ári síðan sýndi að hann hefði alla vega meira fram að færa en hann gerði núna: „Áður en hann meiddist í fyrra þá var hann að skapa fullt af færum og FH var í toppsætinu um síðustu áramót. Eftir að hann meiðist þá hrynur allt. Þess vegna erum við að kalla eftir þessu en þetta er alls ekki nógu gott.“ Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði.
Olís-deild karla FH Handbolti Seinni bylgjan Mest lesið Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Hörður undir feldinn Körfubolti Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Íslenski boltinn Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Francis páfa Fótbolti Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Körfubolti Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Enski boltinn Dagskráin í dag: Nágrannaslagir í Bestu karla og Bónus kvenna Sport Fleiri fréttir „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Sjá meira