Segja skráningu lyfja skilvirkustu lausnina við lyfjaskorti Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar 4. október 2022 16:30 Hálfdan Gunnarsson, framkvæmdastjóri Parlogis. Aðsent/Aldís Pálsdóttir Parlogis, stór dreifingaraðili lyfja á Íslandi, segir rangt að birgðastaða heildsala lyfja sé almennt innan við mánuður. Það sé ekki í samræmi við upplýsingar sem Parlogis hafi gefið til Lyfjastofnunar vegna skýrslunnar. Skýrsla frá starfshópi um neyðarbirgðir á Íslandi kom út í lok síðasta mánaðar. Í skýrslunni eru hinir ýmsu vankantar á birgðastöðu lyfja, eldsneytis og annarra nauðsynja í mögulegu hættuástandi reifaðir. Þar kemur fram að birgðastaða heildsala lyfja sé almennt innan við mánuður. „Lyfjabirgjar/lyfjaheildsalar eru á hverjum tíma með innan við mánaðarbirgðir af almennum lyfjum og tveggja mánaða birgðir af samningsbundnum lyfjum þ.e. lyf sem samningur er um við heilbrigðisstofnanir,“ segir í skýrslunni. Parlogis segir endingartíma almennra lyfja sem fyrirtækið birgðarstýri vera tvo og hálfan mánuð ekki innan við mánuð eins og skýrslan segi. Í augum fyrirtækisins sé lyfjaskortur alþjóðlegt vandamál sem geti átt sér hinar ýmsu skýringar. Þær algengustu séu alþjóðlegur skortur þar sem lyf séu ekki fáanleg á markaðssvæði Íslands, hitastigsfrávik í flutningum sem valdi því að lyfin séu ónothæf, mistök verði stundum í birgðastýringu en það sé sjaldgæft að það valdi lyfjaskorti og að lokum að lítill fjöldi skráðra lyfja sé til staðar. Fyrirtækið segir meiri líkur vera á lyfjaskorti hérlendis vegna þess að lítill fjöldi skráðra lyfja sé til staðar, myndist skortur á einu lyfi sé mikilvægt að hægt sé að nota lyf með sambærilega virkni í staðinn. „Meginforsenda þess að hægt sé að tryggja aðgengi að lyfjum er sú að lyfin séu skráð og markaðssett. Á Íslandi er staðan bagaleg hvað fjölda skráðra lyfja varðar en hér eru um 3.300 skráð vörunúmer samanborið við 9-14 þúsund í nágrannalöndunum. Íslensk markaðsfyrirtæki vinna stöðugt að því að markaðssetja og skrá fleiri lyf en því miður er Ísland ekki ofarlega í forgangsröðun erlendra lyfjaframleiðenda,“ segir í tilkynningunni. Skilvirkustu leiðina við lyfjaskortinum segir Parlogis vera að fjölga skráðum lyfjum á íslenskum markaði. Skýrslu starfshópsins um neyðarbirgðir má lesa hér. Lyf Mest lesið Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Viðskipti innlent Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur Samstarf Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Samstarf Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Viðskipti innlent Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Viðskipti innlent BYKO opnar nýja og glæsilega timburverslun Samstarf Fleiri fréttir Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Sjá meira
Skýrsla frá starfshópi um neyðarbirgðir á Íslandi kom út í lok síðasta mánaðar. Í skýrslunni eru hinir ýmsu vankantar á birgðastöðu lyfja, eldsneytis og annarra nauðsynja í mögulegu hættuástandi reifaðir. Þar kemur fram að birgðastaða heildsala lyfja sé almennt innan við mánuður. „Lyfjabirgjar/lyfjaheildsalar eru á hverjum tíma með innan við mánaðarbirgðir af almennum lyfjum og tveggja mánaða birgðir af samningsbundnum lyfjum þ.e. lyf sem samningur er um við heilbrigðisstofnanir,“ segir í skýrslunni. Parlogis segir endingartíma almennra lyfja sem fyrirtækið birgðarstýri vera tvo og hálfan mánuð ekki innan við mánuð eins og skýrslan segi. Í augum fyrirtækisins sé lyfjaskortur alþjóðlegt vandamál sem geti átt sér hinar ýmsu skýringar. Þær algengustu séu alþjóðlegur skortur þar sem lyf séu ekki fáanleg á markaðssvæði Íslands, hitastigsfrávik í flutningum sem valdi því að lyfin séu ónothæf, mistök verði stundum í birgðastýringu en það sé sjaldgæft að það valdi lyfjaskorti og að lokum að lítill fjöldi skráðra lyfja sé til staðar. Fyrirtækið segir meiri líkur vera á lyfjaskorti hérlendis vegna þess að lítill fjöldi skráðra lyfja sé til staðar, myndist skortur á einu lyfi sé mikilvægt að hægt sé að nota lyf með sambærilega virkni í staðinn. „Meginforsenda þess að hægt sé að tryggja aðgengi að lyfjum er sú að lyfin séu skráð og markaðssett. Á Íslandi er staðan bagaleg hvað fjölda skráðra lyfja varðar en hér eru um 3.300 skráð vörunúmer samanborið við 9-14 þúsund í nágrannalöndunum. Íslensk markaðsfyrirtæki vinna stöðugt að því að markaðssetja og skrá fleiri lyf en því miður er Ísland ekki ofarlega í forgangsröðun erlendra lyfjaframleiðenda,“ segir í tilkynningunni. Skilvirkustu leiðina við lyfjaskortinum segir Parlogis vera að fjölga skráðum lyfjum á íslenskum markaði. Skýrslu starfshópsins um neyðarbirgðir má lesa hér.
Lyf Mest lesið Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Viðskipti innlent Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur Samstarf Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Samstarf Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Viðskipti innlent Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Viðskipti innlent BYKO opnar nýja og glæsilega timburverslun Samstarf Fleiri fréttir Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Sjá meira