Telur sér bolað út úr kirkjunni fyrir að standa með þolendum Kjartan Kjartansson skrifar 4. október 2022 23:14 Miklar deilur standa nú yfir innan Digraneskirkju í Kópavogi. Vísir/Vilhelm Fyrrverandi starfsmaður Digraneskirkju telur að sóknarnefnd kirkjunnar hafi sagt henni upp störfum vegna þess að hún stóð með þolendum Gunnars Sigurjónssonar, fyrrverandi sóknarprests. Biskup vék Gunnari úr starfi vegna kynferðislegrar og kynbundinnar áreitni. Theodóra Hugrún Ólafsdóttir, fyrrverandi starfsmaður kirkjunnar, segir Fréttablaðinu í kvöld að hún hafi fengið uppsagnarbréf í síðustu viku sem hún tengir við afstöðu sína með þolendum Gunnars. „Það er verið að bola okkur öllum út,“ segir hún við blaðið. Hún skoði nú stöðu sína með stéttarfélagi sínu en staða sín sé erfið. Biskupsstofa geti ekki hlutast til í málinu þar sem sóknarnefndin sjái um allar mannaráðningar. Gagnrýnir hún sóknarnefndina fyrir að standa þétt við bak Gunnars. „Kirkjan er skjól og á að vera skjól fyrir alla, líka þolendur. En það er það bara ekki lengur,“ segir Theodóra Hugrún. Þrátt fyrir að biskup ríkiskirkjunnar hafi vikið Gunnari úr starfi í kjölfar niðurstöðu um að hann hefði gerst sekur um kynferðislega áreitni, kynbundið ofbeldi og einelti gegn sex konum vill sóknarnefnd Digraneskirkju fá hann aftur til starfa. Miklar deilur geisa innan Digraneskirkju. Sigríður Sigurðardóttir, kirkjuvörður þar, sakar Valgerði Snæland Jónsdóttur, formann sóknarnefndarinnar, meðal annars um andlegt og líkamlegt ofbeldi á vinnustað. Hún er nú í veikindaleyfi. Trúmál Þjóðkirkjan Kópavogur MeToo Átök í Digraneskirkju Tengdar fréttir Segir óhugsandi að gera sárin og atvikalýsingar opinberar Séra Sunna Dóra Möller, ein sex kvenna sem sökuðu séra Gunnar Sigurjónsson, fyrrverandi sóknarprest við Digranes- og Hjallaprestakall um ósæmilega hegðun, segist eiga erfitt með að sætta sig við framgöngu Arnaldar Bárðarsonar, formanns Prestafélagsins,sem hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir umdeilt viðtal hans hjá Útvarpi sögu þar sem hann sagði séra Gunnar vera þolanda í málinu vegna langrar málsmeðferðar. 19. september 2022 14:50 Fagnar staðfestingu á því að kynferðislegt áreiti átti sér stað Prestur í Digranes- og Hjallaprestakalli, ein sex kvenna innan prestakallsins sem sökuðu sóknarprest um ósæmilega hegðun, lítur á niðurstöðu í máli hans sem sigur. Yfirlýsing biskups um að þjóðkirkjan standi með þolendum sýni hugrekki. 15. september 2022 14:04 „Leit á það sem plús í sinum kladda að velja leglausa konu til að starfa með“ Prestar í Hjallakirkju lýsa stöðugri niðurlægingu og kynbundinni áreitni af hálfu starfsbróður síns, sem áminntur verður fyrir hegðun sína. Andrúmsloftið á vinnustaðnum hafi verið óbærilegt. Framtíð prestsins innan þjóðirkjunnar er óráðin. 15. september 2022 20:00 Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Svona skipta oddvitarnir stólunum Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Innlent Fleiri fréttir Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Sjá meira
Theodóra Hugrún Ólafsdóttir, fyrrverandi starfsmaður kirkjunnar, segir Fréttablaðinu í kvöld að hún hafi fengið uppsagnarbréf í síðustu viku sem hún tengir við afstöðu sína með þolendum Gunnars. „Það er verið að bola okkur öllum út,“ segir hún við blaðið. Hún skoði nú stöðu sína með stéttarfélagi sínu en staða sín sé erfið. Biskupsstofa geti ekki hlutast til í málinu þar sem sóknarnefndin sjái um allar mannaráðningar. Gagnrýnir hún sóknarnefndina fyrir að standa þétt við bak Gunnars. „Kirkjan er skjól og á að vera skjól fyrir alla, líka þolendur. En það er það bara ekki lengur,“ segir Theodóra Hugrún. Þrátt fyrir að biskup ríkiskirkjunnar hafi vikið Gunnari úr starfi í kjölfar niðurstöðu um að hann hefði gerst sekur um kynferðislega áreitni, kynbundið ofbeldi og einelti gegn sex konum vill sóknarnefnd Digraneskirkju fá hann aftur til starfa. Miklar deilur geisa innan Digraneskirkju. Sigríður Sigurðardóttir, kirkjuvörður þar, sakar Valgerði Snæland Jónsdóttur, formann sóknarnefndarinnar, meðal annars um andlegt og líkamlegt ofbeldi á vinnustað. Hún er nú í veikindaleyfi.
Trúmál Þjóðkirkjan Kópavogur MeToo Átök í Digraneskirkju Tengdar fréttir Segir óhugsandi að gera sárin og atvikalýsingar opinberar Séra Sunna Dóra Möller, ein sex kvenna sem sökuðu séra Gunnar Sigurjónsson, fyrrverandi sóknarprest við Digranes- og Hjallaprestakall um ósæmilega hegðun, segist eiga erfitt með að sætta sig við framgöngu Arnaldar Bárðarsonar, formanns Prestafélagsins,sem hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir umdeilt viðtal hans hjá Útvarpi sögu þar sem hann sagði séra Gunnar vera þolanda í málinu vegna langrar málsmeðferðar. 19. september 2022 14:50 Fagnar staðfestingu á því að kynferðislegt áreiti átti sér stað Prestur í Digranes- og Hjallaprestakalli, ein sex kvenna innan prestakallsins sem sökuðu sóknarprest um ósæmilega hegðun, lítur á niðurstöðu í máli hans sem sigur. Yfirlýsing biskups um að þjóðkirkjan standi með þolendum sýni hugrekki. 15. september 2022 14:04 „Leit á það sem plús í sinum kladda að velja leglausa konu til að starfa með“ Prestar í Hjallakirkju lýsa stöðugri niðurlægingu og kynbundinni áreitni af hálfu starfsbróður síns, sem áminntur verður fyrir hegðun sína. Andrúmsloftið á vinnustaðnum hafi verið óbærilegt. Framtíð prestsins innan þjóðirkjunnar er óráðin. 15. september 2022 20:00 Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Svona skipta oddvitarnir stólunum Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Innlent Fleiri fréttir Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Sjá meira
Segir óhugsandi að gera sárin og atvikalýsingar opinberar Séra Sunna Dóra Möller, ein sex kvenna sem sökuðu séra Gunnar Sigurjónsson, fyrrverandi sóknarprest við Digranes- og Hjallaprestakall um ósæmilega hegðun, segist eiga erfitt með að sætta sig við framgöngu Arnaldar Bárðarsonar, formanns Prestafélagsins,sem hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir umdeilt viðtal hans hjá Útvarpi sögu þar sem hann sagði séra Gunnar vera þolanda í málinu vegna langrar málsmeðferðar. 19. september 2022 14:50
Fagnar staðfestingu á því að kynferðislegt áreiti átti sér stað Prestur í Digranes- og Hjallaprestakalli, ein sex kvenna innan prestakallsins sem sökuðu sóknarprest um ósæmilega hegðun, lítur á niðurstöðu í máli hans sem sigur. Yfirlýsing biskups um að þjóðkirkjan standi með þolendum sýni hugrekki. 15. september 2022 14:04
„Leit á það sem plús í sinum kladda að velja leglausa konu til að starfa með“ Prestar í Hjallakirkju lýsa stöðugri niðurlægingu og kynbundinni áreitni af hálfu starfsbróður síns, sem áminntur verður fyrir hegðun sína. Andrúmsloftið á vinnustaðnum hafi verið óbærilegt. Framtíð prestsins innan þjóðirkjunnar er óráðin. 15. september 2022 20:00