Upptökur á Bylgjan órafmögnuð eru í fullum gangi í Bæjarbíó þessa dagana.
Á þriðjudag var kvöld tvö af þrem þar sem fram komu Sycamore tree og Bjartmar Guðlaugs ásamt Bergrisunum.
Vala Eiríks dagskrágerðarkona á Bylgjunni sá um að halda utan um dagskrá og spjalla við tónlistfólk á milli laga þar sem skemmtilegar sögur koma oft í ljós. Þættirnir verða sýndir á vefsjónvarpi Vísis.is og fluttir á Bylgjunni á fimmtudögum frá lok október fram í desember, ekki missa af því!
Hér eru nokkrar myndir frá öðru upptökukvöldinu:










