Þar segir jafnframt að þjóðvegurinn sé lokaður frá Kirkjubæjarklaustri til Skaftafells vegna sandfoks. Brúarsmíð stendur yfir við Hverfisfljót og Núpsvötn í Skaftárhreppi.
Björgunarsveitin Kyndill á Kirkjubæjarklaustri hafði ekki verið kölluð út vegna slyssins.
Ríkisútvarpið hefur eftir lögreglu að húsbíll hafi fokið út af veginum. Tveir erlendir ferðamenn hafi verið í bílnum, karl og kona. Þau hafi verið í belti og ekki hlotið meiðsli.
Fréttin hefur verið uppfærð.
Veistu meira um málið? Vísir tekur við öllum ábendingum á ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið.