Um er að ræða kort sem er sagt hafa verið unnið af landamæravörðum í evrópskum sendiráðum í Pekíng en hefur hvergi verið birt opinberlega.
Fjallað er um málið í Morgunblaðinu í dag en þar kemur fram að konan er gift íslenskum ríkisborgara og var boðið í heimsókn til landsins árið 2018. Fyrir lágu flugmiðar, gisting og loforð um uppihald en konunni var hins vegar synjað um vegabréfsáritun með vísan til áðurnefnds korts.
Eggert Páll Ólason, lögmaður konunnar, hefur verulegar efasemdir um lögmæti þess að byggja synjun á kortinu, sem virðist ekki notað af öðrum yfirvöldum.
Þá hefur blaðið eftir eiginmanni konunnar að í umræddu héraði búi um 50 milljónir manna og áhættumat á íbúum í heild segi lítið um persónulega stöðu konu hans, sem sé ekki aðeins gift Íslending heldur eigi skuldlausa fasteign í Kína og dóttur þar í landi.
Konan íhugar að fara með málið til Hæstaréttar.