Lokasóknin: Reiður ungur maður og hlaupari sem var skotinn fyrir mánuði Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. október 2022 13:31 Brian Robinson Jr. snéri aftur um helgina rúmum mánuði eftir að hafa verið skotinn tvisvar í fótinn. AP/Alex Brandon Tveir hlauparar vöktu mikla athygli hjá sérfræðingunum í Lokasókninni eftir leikina í fimmtu viku NFL-deildarinnar og annar þeirra á tilkall til þess að eiga sögu ársins. Lokasóknin fer að venju á þriðjudögum yfir hverja umferð í NFL-deildinni á Stöð 2 Sport 2 og þeir klikkuðu sjálfsögðu ekki á því í gær. „Þetta er eitt fallegasta hlaup sem ég hef séð lengi,“ sagði Andri Ólafsson, umsjónarmaður Lokasóknarinnar og sýndi hlaup nýliðans Dameon Pierce í leik með Houston Texans á móti Jacksonville Jaguars. „Sjáið hvað hann er reiður,“ sagði Andri um Pierce og líkti honum við Marshawn Lynch. „Það eru þrír gæjar í andlitinu á honum og þeir eiga ekki möguleika,“ sagði Magnús Sigurjón Guðmundsson, betur þekktur sem Maggi Peran. „Þetta er svo mikið Beast Mode hlaup hjá gæjanum. Það er eins og hann sé að fá útrás fyrir alla sína reiði og pirring,“ sagði Andri. Klippa: Lokasóknin: Reiður ungur strákur í Houston og endurkoma manns sem var skotinn fyrir rúmum mánuði „Þetta er rosalegt angry run,“ sagði Henry Birgir Gunnarsson. Lokasóknin fjallaði ekki bara um þennan reiða ungan mann heldur einnig um mögulega endurkomu ársins og sögu ársins. „Svo var þetta frábær helgi fyrir Brian Robinson sem var skotinn viku áður en tímabilið hófst,“ sagði Andri og sýndi þegar Robinson var kynntur til leiks undir tónum 50 Cent sem var þar að syngja um skotárás sem rapparinn varð fyrir. „Breiðholtið er núna að öskra af gleði. Þetta er geggjað. 50 Cent söng þetta eftir að hann var skotinn og um sína skotárás. Brian Robinson var skotinn tvisvar sinnum í fótinn þegar var verið að ræna bílnum hans,“ sagði Maggi Peran. „Kúlurnar fóru í gegn og það eru sex vikur frá því að hann var næstum því dáinn þar til að hann spilar sinn fyrsta leik,“ sagði Henry Birgir. Það má sjá Lokasóknina taka fyrir þessa tvo öflugu hlaupara hér fyrir ofan. NFL Lokasóknin Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Enski boltinn Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Íslenski boltinn Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Vinur Pútíns við það að slá eitt stærsta metið í bandarískum íþróttum Sport Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Besta-spáin 2025: Lífið eftir Arnar Íslenski boltinn Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Körfubolti Segja að Valur hafi boðið meira en tvær milljónir í Úlfu Dís Íslenski boltinn Í beinni: Everton - Arsenal | Skytturnar mæta í síðasta sinn á Goodison Park Enski boltinn Fleiri fréttir Bandaríska sambandið vill líka 48 þjóða HM hjá konunum Í beinni: Everton - Arsenal | Skytturnar mæta í síðasta sinn á Goodison Park Besta-spáin 2025: Hamra járnið meðan það er heitt Segja að Valur hafi boðið meira en tvær milljónir í Úlfu Dís Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" „Hef ekkert það miklar áhyggjur af þessum breytingum“ Vinur Pútíns við það að slá eitt stærsta metið í bandarískum íþróttum Verstappen á ráspólnum í Japan Besta-spáin 2025: Lífið eftir Arnar Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina Dagskráin: Opnunarleikur í Bestu, úrslitakeppni og kappakstur í Japan Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Finnur Freyr framlengdi til 2028 „Erum í basli undir körfunni“ „Það erfiðasta er ennþá eftir“ Fá allir að mæta Arsenal en þrír fengu sekt Ármann, Fjölnir og Breiðablik kláruðu öll einvígin sín 3-0 FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Stelpurnar hennar Betu fengu skell á Englandi Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 78-90 | Keflavík ekki í vandræðum í Síkinu Kane með mikilvægt mark í sigri Bæjara Martin með tíu stoðsendingar í Euroleague í kvöld Franska liðið með fullt hús í riðli Íslands „Ískaldar í hausnum og þá kemur þetta“ „Sáttur við hugrekkið og kraftinn“ „Skil ekki hvernig hann fór ekki inn“ „Það er einfalt að segja það, en við þurfum bara að skora“ Sjá meira
Lokasóknin fer að venju á þriðjudögum yfir hverja umferð í NFL-deildinni á Stöð 2 Sport 2 og þeir klikkuðu sjálfsögðu ekki á því í gær. „Þetta er eitt fallegasta hlaup sem ég hef séð lengi,“ sagði Andri Ólafsson, umsjónarmaður Lokasóknarinnar og sýndi hlaup nýliðans Dameon Pierce í leik með Houston Texans á móti Jacksonville Jaguars. „Sjáið hvað hann er reiður,“ sagði Andri um Pierce og líkti honum við Marshawn Lynch. „Það eru þrír gæjar í andlitinu á honum og þeir eiga ekki möguleika,“ sagði Magnús Sigurjón Guðmundsson, betur þekktur sem Maggi Peran. „Þetta er svo mikið Beast Mode hlaup hjá gæjanum. Það er eins og hann sé að fá útrás fyrir alla sína reiði og pirring,“ sagði Andri. Klippa: Lokasóknin: Reiður ungur strákur í Houston og endurkoma manns sem var skotinn fyrir rúmum mánuði „Þetta er rosalegt angry run,“ sagði Henry Birgir Gunnarsson. Lokasóknin fjallaði ekki bara um þennan reiða ungan mann heldur einnig um mögulega endurkomu ársins og sögu ársins. „Svo var þetta frábær helgi fyrir Brian Robinson sem var skotinn viku áður en tímabilið hófst,“ sagði Andri og sýndi þegar Robinson var kynntur til leiks undir tónum 50 Cent sem var þar að syngja um skotárás sem rapparinn varð fyrir. „Breiðholtið er núna að öskra af gleði. Þetta er geggjað. 50 Cent söng þetta eftir að hann var skotinn og um sína skotárás. Brian Robinson var skotinn tvisvar sinnum í fótinn þegar var verið að ræna bílnum hans,“ sagði Maggi Peran. „Kúlurnar fóru í gegn og það eru sex vikur frá því að hann var næstum því dáinn þar til að hann spilar sinn fyrsta leik,“ sagði Henry Birgir. Það má sjá Lokasóknina taka fyrir þessa tvo öflugu hlaupara hér fyrir ofan.
NFL Lokasóknin Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Enski boltinn Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Íslenski boltinn Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Vinur Pútíns við það að slá eitt stærsta metið í bandarískum íþróttum Sport Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Besta-spáin 2025: Lífið eftir Arnar Íslenski boltinn Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Körfubolti Segja að Valur hafi boðið meira en tvær milljónir í Úlfu Dís Íslenski boltinn Í beinni: Everton - Arsenal | Skytturnar mæta í síðasta sinn á Goodison Park Enski boltinn Fleiri fréttir Bandaríska sambandið vill líka 48 þjóða HM hjá konunum Í beinni: Everton - Arsenal | Skytturnar mæta í síðasta sinn á Goodison Park Besta-spáin 2025: Hamra járnið meðan það er heitt Segja að Valur hafi boðið meira en tvær milljónir í Úlfu Dís Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" „Hef ekkert það miklar áhyggjur af þessum breytingum“ Vinur Pútíns við það að slá eitt stærsta metið í bandarískum íþróttum Verstappen á ráspólnum í Japan Besta-spáin 2025: Lífið eftir Arnar Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina Dagskráin: Opnunarleikur í Bestu, úrslitakeppni og kappakstur í Japan Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Finnur Freyr framlengdi til 2028 „Erum í basli undir körfunni“ „Það erfiðasta er ennþá eftir“ Fá allir að mæta Arsenal en þrír fengu sekt Ármann, Fjölnir og Breiðablik kláruðu öll einvígin sín 3-0 FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Stelpurnar hennar Betu fengu skell á Englandi Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 78-90 | Keflavík ekki í vandræðum í Síkinu Kane með mikilvægt mark í sigri Bæjara Martin með tíu stoðsendingar í Euroleague í kvöld Franska liðið með fullt hús í riðli Íslands „Ískaldar í hausnum og þá kemur þetta“ „Sáttur við hugrekkið og kraftinn“ „Skil ekki hvernig hann fór ekki inn“ „Það er einfalt að segja það, en við þurfum bara að skora“ Sjá meira
Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum