Jákvæðar breytingar í síðasta FIFA leik EA Sports Samúel Karl Ólason skrifar 15. október 2022 10:00 EA Sports FIFA 23 virkar að mörgu leyti sem ferskasti FIFA leikurinn í nokkur ár, sem er við hæfi þar sem þettar er síðasti FIFA leikur EA Sports. Það er nokkuð af jákvæðum breytingum á milli leikja og hann virkar raunverulegri en fyrri leikir. Það er nokkuð margt sem mér þykir jákvætt við FIFA 23 og má þar nefna raunverulegri hreyfingar leikmanna, kraftskot og breytingar á aukaspyrnum. Ég er ömurlegur í FIFA FIFA hefur lengi verið þannig leikur sem maður verður einhvern veginn að eiga, þrátt fyrir að þegar ég spila FIFA er ég ömurlegur. Ég meina ekki að ég sé ömurlegur í FIFA, ég held ég sé ágætur, en ég meina að ég sé ömurleg manneskja. Ef mér gengur vel og er að vinna, þá hætti ég ekki að glotta og vera pirrandi við andstæðinga mína. Ef ég er að tapa þá fer ég strax í mjög vont skap, kvarta yfir öllu sem gerist í leiknum og leita að afsökunum fyrir slæmt gengi mitt. Ég er 38 ára gamall og ég nánast rak Bigga vin minn úr húsi um daginn eftir að hann svívirti mig í FIFA. Burtséð frá því hvað ég er ömurlegur, eru þetta samt alltaf skemmtilegir leikir að spila við vini sína. Síðasti FIFA Vert er að benda á að þetta er síðasti FIFA-leikurinn en næsti fótboltaleikur EA Sports mun væntanlega bera nýtt nafn. Forsvarsmenn fyrirtækisins og spilltu forsvarsmenn Alþjóða knattspyrnusambandsins spillta, FIFA, komust ekki að samkomulagi um áframhaldandi samstarf. Deilurnar sneru auðvitað að peningum en að endingu var ákveðið að hætta þessu rúmlega þriggja áratuga samstarfi og hét spillti yfirmaður FIFA því að samtökin myndu gera eigin fótboltaleik og hann yrði mikli betri en leikir EA. Sjá einnig: EA og FIFA slíta samstarfinu eftir að samningar sigldu í strand Raunverulegri hreyfingar Sú breyting sem ber helst að nefna er uppfærsla á nýrri tækni sem kynnt var til leiks í FIFA 22 og kallast HyperMotion. Hún gerir hreyfingar leikmanna raunverulegri og gefur þeim þar að auki meiri sprengikraft, ef svo má segja. Sjá einnig: FIFA 22 státar nýrri tækni sem virkar eingöngu í nýjustu kynslóðinni HyperMotion 2 er betri en sú upprunalega og gerir hreyfingar leikmanna raunverulegri. Starfsmenn EA hafa myndað fjölmarga fótboltamenn spila og keyrt það myndefni í gegnum algóriþma svo hreyfingar skili sér betur á skjáinn. Mín fyrstu viðbrögð eru sú að þetta skili sér vel í leiknum. Leikmenn virka oft raunverulegri og hreyfingar þeirra einnig. Þá virðast þeir hafa meiri sprengikraft sem getur skilað sér vel við stungusendingar og sérstaklega með tilliti til þess að leikir í FIFA 23 virka hægari en þeir gerðu í FIFA 22. Hægt er að spila í kvennadeildum Englands og Frakklands í FIFA 23.EA Sports Einnig er búið að gera breytingar á aukaspyrnum og hornum, sem mér finnst að mestu jákvæðar. EA hefur litið nokkuð til fortíðar við að gera þessar breytingar og eru aukaspyrnur aftur teknar þannig að maður velur hvar maður vill sparka í boltann og í hvaða átt hann á að fara. Þetta er sambærilegt og það var á árum áður og ég er að digga það. Þá hefur EA gert áhugaverðar breytingar varðandi skot í FIFA sem gera manni kleift að skjóta fastar á markið. Þessi skot kallast PowerShot en krefjast mikillar nákvæmni. Litlar breytingar hafa verið gerðar á Career Mode, þar sem spilara geta búið til eigin leikmenn og spilað sem þeir í gegnum mis-góðan fótboltamannsferil. Það sama má segja um Volta Mode, sem er nokkurs konar götubolti, en því hefur einnig lítið verið breytt. Þar komum við þó að þeim hluta leiksins sem EA hefur varið miklu púðri í á undanförnum árum, enda er það sá hluti leiksins sem fyrirtækið græðir á. Breytingar á einum vinsælasta hluta leiksins Ég spila FIFA sjaldan sem aldrei einn, heldur gríp ég í hann þegar vinir koma í heimsókn, eða maður fer sjálfur eitthvert þar sem FIFA er í boði. FIFA Ultimate Team, eða FUT, er samt stærðarinnar hluti leiksins og er spilaður um heiminn allan en þar keppir fólk um að mynda bestu liðin og keppa við aðra spilara í heiminum. Þessi hluti FIFA hefur reyndar lengi verið harðlega gagnrýndur fyrir peningaplokk. Með tilliti til vanþekkingar minnar á FUT fékk ég hann Örvar félaga minn, sem er forfallinn FUT-spilari, til að skrifa nokkrar línur um þann hluta FIFA 23. Við gefum Örvari orðið: Í grunninn er Fifa Ultimate Team (FUT) eins og það hefur verið undanfarin ár. Maður stofnar klúbb og byrjar tímabilið í 10. deild með lítinn sem engan pening milli handanna og í besta falli meðalgóða leikmenn. Síðan vinnur maður sig upp um deildir með því að spila gegn öðrum FUT spilurum og fær pening og pakka í verðlaun (auðvitað er líka hægt að eyða alvöru peningum til stunda svokallað „pay to win“ en enginn FUT-spilari með vott af sjálfsvirðingu myndi stunda svoleiðis). Pakkarnir innihalda leikmenn sem hægt er að nota eða selja á markaði til að eiga fyrir betri leikmönnum. Þetta er ákveðin hringrás sem endar aldrei, enda er eiginlega endalaust hægt að betrumbæta liðið sitt og felst ánægjan við að spila Ultimate Team að mörgu leyti um þessa söfnun. Það er þó ekki hægt að henda bara hvaða ellefu leikmönnum sem saman í hóp vegna hins svokallaða „Chemistry“ (Chem) kerfis. Chem er hryggjarsúla liðsuppbyggingar í FUT. Það virkar þannig að því fleiri tengingar sem eru milli leikmanna í liðinu þínu, því betri verða leikmennirnir. Leikmenn í sömu deild, og sérstaklega sama liði, og frá sama landi fá Chem stig frá hvor öðrum en þó að hámarki þrjú. Þetta er breyting frá Fifa 22 þar sem skalinn var frá einu upp í tíu Chem stig. Önnur breyting á Chem kerfinu er sú að ekki eru lengur línur sem tengja saman leikmenn sem voru mismunandi eftir leikkerfum. Línurnar eru horfnar og í staðinn komið kerfi sem tengir saman alla leikmennina í liðinu þínu sem hljómaði mjög flókið þegar ég reyndi að skrifa það niður. Þetta nýja kerfi býður upp á öðruvísi liðsuppbyggingu en erfitt er að segja svona snemma hvort breytingin sé til góðs eða ekki, en hún er allavega áhugaverð. Hér að neðan má sjá starfsmenn EA Games fara yfir það helsta sem FUT býður upp á þetta árið. Innköst eru enn ömurleg Nú er komið að þeim hluta umfjöllunarinnar þar sem ég þyl upp hvað fer í taugarnar á mér og í hverju ég er lélegur. Ég viðurkenni að þetta kemur leiknum ekkert endilega við í einhverjum tilfellum en þetta eru hlutir sem ég vil koma frá mér. Það fyrsta sem ég vill nefna er að eftir allan þennan tíma er algerlega ótrúlegt að starfsmenn EA hafi ekki enn getað ímyndað sér almennilega leið til að taka innköst í leikjunum svo það haldi einhverju vatni. Ég bara skil ekki hvernig það getur enn verið eina leiðin að leikurinn stoppi og allir leikmenn séu fluttir í skyndi á stað þar sem enginn er að dekka neinn. Leikmenn láta sig líka of oft detta eða eru ekki að drífa sig að jafna sig eftir tæklingar þegar hvaða fótboltamaður sem er myndi reyna að halda áfram. Ég þoli líka ekki þegar skorað er skallamark úr horni. Það virðist vera af algjöru handahófi hvort maður skori eða ekki sem getur samt ekki verið rétt, því mér virðist einhvern veginn vera ómögulegt að gera það. Aðrir sem ég spila við eru alltaf að skora á mig skallamörk úr hornum. Þetta gæti hljómað eins og þetta sé mitt vandamál en það getur varla verið. Þetta er EA að kenna. Samantekt-ish FIFA 23 gæti verið sá besti hingað til, sem er í raun eðlileg þróun. Það væri skrítið ef leikirnir yrðu sífellt verri milli ára. Eins og farið hefur verið yfir hér að ofan er nokkuð um breytingar milli ára og flestar þeirra eru jákvæðar og áhrifamiklar. Svo er Ted Lasso í leiknum, einhverra hluta vegna. Leikjavísir Leikjadómar Mest lesið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Lífið Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Bibba kannaði stemninguna á kosningamiðstöðvunum Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Kosningakviss: Viðreisn og VG í dýpstu kosningaumræðunni Lífið Fleiri fréttir GameTíví í búðarleik GameTíví: Skoða gjörbreyttan Warzone Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Sverrir Bergmann snýr aftur í GameTíví GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy Sjá meira
Það er nokkuð margt sem mér þykir jákvætt við FIFA 23 og má þar nefna raunverulegri hreyfingar leikmanna, kraftskot og breytingar á aukaspyrnum. Ég er ömurlegur í FIFA FIFA hefur lengi verið þannig leikur sem maður verður einhvern veginn að eiga, þrátt fyrir að þegar ég spila FIFA er ég ömurlegur. Ég meina ekki að ég sé ömurlegur í FIFA, ég held ég sé ágætur, en ég meina að ég sé ömurleg manneskja. Ef mér gengur vel og er að vinna, þá hætti ég ekki að glotta og vera pirrandi við andstæðinga mína. Ef ég er að tapa þá fer ég strax í mjög vont skap, kvarta yfir öllu sem gerist í leiknum og leita að afsökunum fyrir slæmt gengi mitt. Ég er 38 ára gamall og ég nánast rak Bigga vin minn úr húsi um daginn eftir að hann svívirti mig í FIFA. Burtséð frá því hvað ég er ömurlegur, eru þetta samt alltaf skemmtilegir leikir að spila við vini sína. Síðasti FIFA Vert er að benda á að þetta er síðasti FIFA-leikurinn en næsti fótboltaleikur EA Sports mun væntanlega bera nýtt nafn. Forsvarsmenn fyrirtækisins og spilltu forsvarsmenn Alþjóða knattspyrnusambandsins spillta, FIFA, komust ekki að samkomulagi um áframhaldandi samstarf. Deilurnar sneru auðvitað að peningum en að endingu var ákveðið að hætta þessu rúmlega þriggja áratuga samstarfi og hét spillti yfirmaður FIFA því að samtökin myndu gera eigin fótboltaleik og hann yrði mikli betri en leikir EA. Sjá einnig: EA og FIFA slíta samstarfinu eftir að samningar sigldu í strand Raunverulegri hreyfingar Sú breyting sem ber helst að nefna er uppfærsla á nýrri tækni sem kynnt var til leiks í FIFA 22 og kallast HyperMotion. Hún gerir hreyfingar leikmanna raunverulegri og gefur þeim þar að auki meiri sprengikraft, ef svo má segja. Sjá einnig: FIFA 22 státar nýrri tækni sem virkar eingöngu í nýjustu kynslóðinni HyperMotion 2 er betri en sú upprunalega og gerir hreyfingar leikmanna raunverulegri. Starfsmenn EA hafa myndað fjölmarga fótboltamenn spila og keyrt það myndefni í gegnum algóriþma svo hreyfingar skili sér betur á skjáinn. Mín fyrstu viðbrögð eru sú að þetta skili sér vel í leiknum. Leikmenn virka oft raunverulegri og hreyfingar þeirra einnig. Þá virðast þeir hafa meiri sprengikraft sem getur skilað sér vel við stungusendingar og sérstaklega með tilliti til þess að leikir í FIFA 23 virka hægari en þeir gerðu í FIFA 22. Hægt er að spila í kvennadeildum Englands og Frakklands í FIFA 23.EA Sports Einnig er búið að gera breytingar á aukaspyrnum og hornum, sem mér finnst að mestu jákvæðar. EA hefur litið nokkuð til fortíðar við að gera þessar breytingar og eru aukaspyrnur aftur teknar þannig að maður velur hvar maður vill sparka í boltann og í hvaða átt hann á að fara. Þetta er sambærilegt og það var á árum áður og ég er að digga það. Þá hefur EA gert áhugaverðar breytingar varðandi skot í FIFA sem gera manni kleift að skjóta fastar á markið. Þessi skot kallast PowerShot en krefjast mikillar nákvæmni. Litlar breytingar hafa verið gerðar á Career Mode, þar sem spilara geta búið til eigin leikmenn og spilað sem þeir í gegnum mis-góðan fótboltamannsferil. Það sama má segja um Volta Mode, sem er nokkurs konar götubolti, en því hefur einnig lítið verið breytt. Þar komum við þó að þeim hluta leiksins sem EA hefur varið miklu púðri í á undanförnum árum, enda er það sá hluti leiksins sem fyrirtækið græðir á. Breytingar á einum vinsælasta hluta leiksins Ég spila FIFA sjaldan sem aldrei einn, heldur gríp ég í hann þegar vinir koma í heimsókn, eða maður fer sjálfur eitthvert þar sem FIFA er í boði. FIFA Ultimate Team, eða FUT, er samt stærðarinnar hluti leiksins og er spilaður um heiminn allan en þar keppir fólk um að mynda bestu liðin og keppa við aðra spilara í heiminum. Þessi hluti FIFA hefur reyndar lengi verið harðlega gagnrýndur fyrir peningaplokk. Með tilliti til vanþekkingar minnar á FUT fékk ég hann Örvar félaga minn, sem er forfallinn FUT-spilari, til að skrifa nokkrar línur um þann hluta FIFA 23. Við gefum Örvari orðið: Í grunninn er Fifa Ultimate Team (FUT) eins og það hefur verið undanfarin ár. Maður stofnar klúbb og byrjar tímabilið í 10. deild með lítinn sem engan pening milli handanna og í besta falli meðalgóða leikmenn. Síðan vinnur maður sig upp um deildir með því að spila gegn öðrum FUT spilurum og fær pening og pakka í verðlaun (auðvitað er líka hægt að eyða alvöru peningum til stunda svokallað „pay to win“ en enginn FUT-spilari með vott af sjálfsvirðingu myndi stunda svoleiðis). Pakkarnir innihalda leikmenn sem hægt er að nota eða selja á markaði til að eiga fyrir betri leikmönnum. Þetta er ákveðin hringrás sem endar aldrei, enda er eiginlega endalaust hægt að betrumbæta liðið sitt og felst ánægjan við að spila Ultimate Team að mörgu leyti um þessa söfnun. Það er þó ekki hægt að henda bara hvaða ellefu leikmönnum sem saman í hóp vegna hins svokallaða „Chemistry“ (Chem) kerfis. Chem er hryggjarsúla liðsuppbyggingar í FUT. Það virkar þannig að því fleiri tengingar sem eru milli leikmanna í liðinu þínu, því betri verða leikmennirnir. Leikmenn í sömu deild, og sérstaklega sama liði, og frá sama landi fá Chem stig frá hvor öðrum en þó að hámarki þrjú. Þetta er breyting frá Fifa 22 þar sem skalinn var frá einu upp í tíu Chem stig. Önnur breyting á Chem kerfinu er sú að ekki eru lengur línur sem tengja saman leikmenn sem voru mismunandi eftir leikkerfum. Línurnar eru horfnar og í staðinn komið kerfi sem tengir saman alla leikmennina í liðinu þínu sem hljómaði mjög flókið þegar ég reyndi að skrifa það niður. Þetta nýja kerfi býður upp á öðruvísi liðsuppbyggingu en erfitt er að segja svona snemma hvort breytingin sé til góðs eða ekki, en hún er allavega áhugaverð. Hér að neðan má sjá starfsmenn EA Games fara yfir það helsta sem FUT býður upp á þetta árið. Innköst eru enn ömurleg Nú er komið að þeim hluta umfjöllunarinnar þar sem ég þyl upp hvað fer í taugarnar á mér og í hverju ég er lélegur. Ég viðurkenni að þetta kemur leiknum ekkert endilega við í einhverjum tilfellum en þetta eru hlutir sem ég vil koma frá mér. Það fyrsta sem ég vill nefna er að eftir allan þennan tíma er algerlega ótrúlegt að starfsmenn EA hafi ekki enn getað ímyndað sér almennilega leið til að taka innköst í leikjunum svo það haldi einhverju vatni. Ég bara skil ekki hvernig það getur enn verið eina leiðin að leikurinn stoppi og allir leikmenn séu fluttir í skyndi á stað þar sem enginn er að dekka neinn. Leikmenn láta sig líka of oft detta eða eru ekki að drífa sig að jafna sig eftir tæklingar þegar hvaða fótboltamaður sem er myndi reyna að halda áfram. Ég þoli líka ekki þegar skorað er skallamark úr horni. Það virðist vera af algjöru handahófi hvort maður skori eða ekki sem getur samt ekki verið rétt, því mér virðist einhvern veginn vera ómögulegt að gera það. Aðrir sem ég spila við eru alltaf að skora á mig skallamörk úr hornum. Þetta gæti hljómað eins og þetta sé mitt vandamál en það getur varla verið. Þetta er EA að kenna. Samantekt-ish FIFA 23 gæti verið sá besti hingað til, sem er í raun eðlileg þróun. Það væri skrítið ef leikirnir yrðu sífellt verri milli ára. Eins og farið hefur verið yfir hér að ofan er nokkuð um breytingar milli ára og flestar þeirra eru jákvæðar og áhrifamiklar. Svo er Ted Lasso í leiknum, einhverra hluta vegna.
Í grunninn er Fifa Ultimate Team (FUT) eins og það hefur verið undanfarin ár. Maður stofnar klúbb og byrjar tímabilið í 10. deild með lítinn sem engan pening milli handanna og í besta falli meðalgóða leikmenn. Síðan vinnur maður sig upp um deildir með því að spila gegn öðrum FUT spilurum og fær pening og pakka í verðlaun (auðvitað er líka hægt að eyða alvöru peningum til stunda svokallað „pay to win“ en enginn FUT-spilari með vott af sjálfsvirðingu myndi stunda svoleiðis). Pakkarnir innihalda leikmenn sem hægt er að nota eða selja á markaði til að eiga fyrir betri leikmönnum. Þetta er ákveðin hringrás sem endar aldrei, enda er eiginlega endalaust hægt að betrumbæta liðið sitt og felst ánægjan við að spila Ultimate Team að mörgu leyti um þessa söfnun. Það er þó ekki hægt að henda bara hvaða ellefu leikmönnum sem saman í hóp vegna hins svokallaða „Chemistry“ (Chem) kerfis. Chem er hryggjarsúla liðsuppbyggingar í FUT. Það virkar þannig að því fleiri tengingar sem eru milli leikmanna í liðinu þínu, því betri verða leikmennirnir. Leikmenn í sömu deild, og sérstaklega sama liði, og frá sama landi fá Chem stig frá hvor öðrum en þó að hámarki þrjú. Þetta er breyting frá Fifa 22 þar sem skalinn var frá einu upp í tíu Chem stig. Önnur breyting á Chem kerfinu er sú að ekki eru lengur línur sem tengja saman leikmenn sem voru mismunandi eftir leikkerfum. Línurnar eru horfnar og í staðinn komið kerfi sem tengir saman alla leikmennina í liðinu þínu sem hljómaði mjög flókið þegar ég reyndi að skrifa það niður. Þetta nýja kerfi býður upp á öðruvísi liðsuppbyggingu en erfitt er að segja svona snemma hvort breytingin sé til góðs eða ekki, en hún er allavega áhugaverð.
Leikjavísir Leikjadómar Mest lesið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Lífið Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Bibba kannaði stemninguna á kosningamiðstöðvunum Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Kosningakviss: Viðreisn og VG í dýpstu kosningaumræðunni Lífið Fleiri fréttir GameTíví í búðarleik GameTíví: Skoða gjörbreyttan Warzone Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Sverrir Bergmann snýr aftur í GameTíví GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy Sjá meira