„Við verðum að klára athöfnina, annars vinna þau“ Samúel Karl Ólason skrifar 14. október 2022 14:16 Nancy Pelosi og Chuck Schumer í þinghúsinu þann 6. janúar 2021. AP Á meðan Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, fylgdist með árásinni á þinghúsið í Washington DC þann 6. janúar í fyrra, í sjónvarpinu og neitaði að gefa út yfirlýsingu um að stuðningsmenn hans ættu að láta af árásinni, voru leiðtogar þingsins að vinna að því að reyna að stöðva árásina. Þingnefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings sem rannsakar árásina á þinghúsið birti í gær myndband sem sýnir þau Nancy Pelosi og Chuck Schumer, forseta fulltrúadeildarinnar og leiðtoga Demókrata í öldungadeildinni, reyna að binda enda á umsátursástandið, auk annarra leiðtoga þingsins eins og Mitch McConnell. Stuðningsmenn Trumps réðust á þinghúsið með því markmiði að koma í veg fyrir formlega staðfestingu úrslita forsetakosninganna 2020. Pelosi og Schumer vildu sýna að ríkisstjórn Bandaríkjanna væri enn starfandi og að valdaskiptin hefðu ekki verið stöðvuð. Pelosi spurði hvort þingmenn gætu snúið aftur í þingsalinn og klárað athöfnina formlegu en svarið var nei, því húsið væri ekki öruggt. Á þessum tímapunkti voru þingmenn fastir í þingsalnum og að búa sig undir það að múgurinn bryti sér leið inn í salinn. „Við verðum að klára athöfnina, annars vinna þau,“ sagði Pelosi. Hún og Schumer hringdu meðal annars í Jeffrey A. Rosen, sem var þá starfandi dómsmálaráðherra Trumps, og spurðu hann af hverju Trump hefði ekki sagt fólkinu að yfirgefa þinghúsið. Af hverju Rosen hefði ekki beðið Trump um að gera það. „Þau eru augljóslega að rústa skrifstofum okkar og allt það. Það skiptir ekki máli,“ sagi Pelosi. Hún sagði þau hafa áhyggjur af öryggi fólks. Það væri í forgangi. Schumer sagði þingmenn vera í felum víða um þinghúsið og það þyrfti fólk til að bregðast við ástandinu. Þau hringdu einnig í ríkisstjórna nærliggjandi ríkja og báðu um aðstoð Þjóðvarðliðs þeirra. Sammála um að klára þyrfti athöfnina Pelosi ræddi einnig við Mike Pence, varaforseta Trumps, sem margir þeirra sem réðust á þinghúsið sögðust vilja hengja. Trump-liðar voru reiðir út í hann fyrir að neita kröfu Trumps um að hafna niðurstöðum forsetakosninganna, sem er eitthvað sem Pence hafði aldrei vald til að gera. Hún sagði Pence að leiðtogar þingsins vildu klára athöfnina og það væri mikilvægt. Pence sagði Mitch McConnell, sem leiðir Repúblikana í öldungadeildinni, vera sammála því að athöfnin þyrfti að klárast. Pelsoi sagðist þó hafa áhyggjur af því að það tæki tíma að þrífa „kúkinn“ eftir árásina. Bæði táknrænan kúk og bókstaflegan. Á öðrum tímapunkti fór Pelosi hörðum orðum um Trump og sagði hræðilegt að hann, forseti Bandaríkjanna, bæri ábyrgð á ástandinu. Þá sagði Pelosi að ef Trump væri í þinghúsinu myndu hún rota hann. Áðurnefnt myndefni má sjá hér að neðan. Dóttir Pelosi tók það upp en hún er kvikmyndagerðakona sem gerir heimildarmyndir og var í þinghúsinu fyrir tilviljun. Þingnefndin sem hefur árásina til rannsóknar hélt líklegast sinn síðasta opna fund í gær. Hann snerist að miklu leyti um það að lýðræði Bandaríkjanna stafaði enn ógn af Trump, sem er með tangarhald á Repúblikanaflokknum. Meðlimir nefndarinnar samþykktu á fundinum að stefna forsetanum fyrrverandi og fá hann til að mæta fyrir nefndina og svara spurningum þingmanna. Sjá einnig: Stefna Trump til að mæta fyrir þingnefndina Trump var ákærður fyrir embættisbrot af þingmönnum fulltrúadeildarinnar vegna árásarinnar á þingið. Repúblikanar í öldungadeildinni komu þó í veg fyrir að hann yrði sakfelldur. Bandaríkin Árás á bandaríska þinghúsið Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2020 Tengdar fréttir Trump sagður hafa látið færa skjölin eftir að honum var stefnt Starfsmaður Donalds Trumps er sagður hafa tjáð alríkislögreglunni að fyrrverandi forsetinn hafi gefið skipanir um að færa kassa með skjölum sem hann hafði með sér úr Hvíta húsinu eftir að honum hafði verið stefnt til að skila þeim. Alríkislögreglan gerði síðar húsleit hjá Trump til að endurheimta skjölin. 13. október 2022 08:59 Meirihluti frambjóðenda repúblikana afneitar kosningaúrslitunum Tæplega þrjú hundruð frambjóðendur Repúblikanaflokksins til kosninga til Bandaríkjaþings og ríkisembætta, meirihluti frambjóðenda flokksins, viðurkenna ekki úrslit forsetakosninganna árið 2020 eða efast um þau. Afar líklegt er að minnsta kosti rúmur helmingur þeirra nái kjöri. 6. október 2022 22:05 Trump hótaði McConnell lífláti undir rós Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hótaði Mitch McConnell, leiðtoga Repúblikanaflokksins í öldungadeild Bandaríkjaþings, lífláti undir rós í gærkvöldi. Samhliða því fór hann rasískum orðum um Elaine Chow, eiginkonu McConnells. 1. október 2022 10:11 Skaut fast á Repúblikana fyrir fylgispekt þeirra við Trump Dómari fór hörðum orðum um Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, og leiðtoga Repúblikanaflokksins fyrir ítrekaðar lygar þeirra um kosningasvik í Bandaríkjunum. Hún sagði Trump hafa gert háttsetta Repúblikana lafandi hrædda við að missa völd sín svo þeir þorðu ekki að fara gegn honum. 28. september 2022 11:11 Trump skipar Íslandi í flokk þriðja heims ríkja Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, gagnrýnir að Bandaríkjaforseta hafi verið skipað á bekk með þriðja heims leiðtogum við útför Bretadrottningar í gær. Bandarísku forsetahjónin sátu rétt fyrir aftan þau íslensku í kirkjunni. Trump telur að Bandaríkin hafi mátt þola vanvirðu sökum þessa. 20. september 2022 10:36 „Ég ætla bara ekkert að fara“ Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, sagði starfsmönnum sínum og bandamönnum að hann ætlaði ekki að yfirgefa Hvíta húsið, þrátt fyrir að hafa skömmu áður tapað kosningum gegn Joe Biden. „Við förum aldrei. Hvernig getur þú farið þegar þú hefur unnið kosningar.“ 12. september 2022 14:38 Segir MAGA-Repúblikana ógna Bandaríkjunum Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, fór hörðum orðum um Donald Trump, forvera sinn og stuðningsmenn hans, í ræðu sem hann hélt í gærkvöldi. Biden sagði að svo lengi sem Trump stjórnaði Repúblikanaflokknum ógnaði flokkurinn lýðræði í Bandaríkjunum. 2. september 2022 10:53 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Fleiri fréttir Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi Sjá meira
Þingnefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings sem rannsakar árásina á þinghúsið birti í gær myndband sem sýnir þau Nancy Pelosi og Chuck Schumer, forseta fulltrúadeildarinnar og leiðtoga Demókrata í öldungadeildinni, reyna að binda enda á umsátursástandið, auk annarra leiðtoga þingsins eins og Mitch McConnell. Stuðningsmenn Trumps réðust á þinghúsið með því markmiði að koma í veg fyrir formlega staðfestingu úrslita forsetakosninganna 2020. Pelosi og Schumer vildu sýna að ríkisstjórn Bandaríkjanna væri enn starfandi og að valdaskiptin hefðu ekki verið stöðvuð. Pelosi spurði hvort þingmenn gætu snúið aftur í þingsalinn og klárað athöfnina formlegu en svarið var nei, því húsið væri ekki öruggt. Á þessum tímapunkti voru þingmenn fastir í þingsalnum og að búa sig undir það að múgurinn bryti sér leið inn í salinn. „Við verðum að klára athöfnina, annars vinna þau,“ sagði Pelosi. Hún og Schumer hringdu meðal annars í Jeffrey A. Rosen, sem var þá starfandi dómsmálaráðherra Trumps, og spurðu hann af hverju Trump hefði ekki sagt fólkinu að yfirgefa þinghúsið. Af hverju Rosen hefði ekki beðið Trump um að gera það. „Þau eru augljóslega að rústa skrifstofum okkar og allt það. Það skiptir ekki máli,“ sagi Pelosi. Hún sagði þau hafa áhyggjur af öryggi fólks. Það væri í forgangi. Schumer sagði þingmenn vera í felum víða um þinghúsið og það þyrfti fólk til að bregðast við ástandinu. Þau hringdu einnig í ríkisstjórna nærliggjandi ríkja og báðu um aðstoð Þjóðvarðliðs þeirra. Sammála um að klára þyrfti athöfnina Pelosi ræddi einnig við Mike Pence, varaforseta Trumps, sem margir þeirra sem réðust á þinghúsið sögðust vilja hengja. Trump-liðar voru reiðir út í hann fyrir að neita kröfu Trumps um að hafna niðurstöðum forsetakosninganna, sem er eitthvað sem Pence hafði aldrei vald til að gera. Hún sagði Pence að leiðtogar þingsins vildu klára athöfnina og það væri mikilvægt. Pence sagði Mitch McConnell, sem leiðir Repúblikana í öldungadeildinni, vera sammála því að athöfnin þyrfti að klárast. Pelsoi sagðist þó hafa áhyggjur af því að það tæki tíma að þrífa „kúkinn“ eftir árásina. Bæði táknrænan kúk og bókstaflegan. Á öðrum tímapunkti fór Pelosi hörðum orðum um Trump og sagði hræðilegt að hann, forseti Bandaríkjanna, bæri ábyrgð á ástandinu. Þá sagði Pelosi að ef Trump væri í þinghúsinu myndu hún rota hann. Áðurnefnt myndefni má sjá hér að neðan. Dóttir Pelosi tók það upp en hún er kvikmyndagerðakona sem gerir heimildarmyndir og var í þinghúsinu fyrir tilviljun. Þingnefndin sem hefur árásina til rannsóknar hélt líklegast sinn síðasta opna fund í gær. Hann snerist að miklu leyti um það að lýðræði Bandaríkjanna stafaði enn ógn af Trump, sem er með tangarhald á Repúblikanaflokknum. Meðlimir nefndarinnar samþykktu á fundinum að stefna forsetanum fyrrverandi og fá hann til að mæta fyrir nefndina og svara spurningum þingmanna. Sjá einnig: Stefna Trump til að mæta fyrir þingnefndina Trump var ákærður fyrir embættisbrot af þingmönnum fulltrúadeildarinnar vegna árásarinnar á þingið. Repúblikanar í öldungadeildinni komu þó í veg fyrir að hann yrði sakfelldur.
Bandaríkin Árás á bandaríska þinghúsið Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2020 Tengdar fréttir Trump sagður hafa látið færa skjölin eftir að honum var stefnt Starfsmaður Donalds Trumps er sagður hafa tjáð alríkislögreglunni að fyrrverandi forsetinn hafi gefið skipanir um að færa kassa með skjölum sem hann hafði með sér úr Hvíta húsinu eftir að honum hafði verið stefnt til að skila þeim. Alríkislögreglan gerði síðar húsleit hjá Trump til að endurheimta skjölin. 13. október 2022 08:59 Meirihluti frambjóðenda repúblikana afneitar kosningaúrslitunum Tæplega þrjú hundruð frambjóðendur Repúblikanaflokksins til kosninga til Bandaríkjaþings og ríkisembætta, meirihluti frambjóðenda flokksins, viðurkenna ekki úrslit forsetakosninganna árið 2020 eða efast um þau. Afar líklegt er að minnsta kosti rúmur helmingur þeirra nái kjöri. 6. október 2022 22:05 Trump hótaði McConnell lífláti undir rós Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hótaði Mitch McConnell, leiðtoga Repúblikanaflokksins í öldungadeild Bandaríkjaþings, lífláti undir rós í gærkvöldi. Samhliða því fór hann rasískum orðum um Elaine Chow, eiginkonu McConnells. 1. október 2022 10:11 Skaut fast á Repúblikana fyrir fylgispekt þeirra við Trump Dómari fór hörðum orðum um Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, og leiðtoga Repúblikanaflokksins fyrir ítrekaðar lygar þeirra um kosningasvik í Bandaríkjunum. Hún sagði Trump hafa gert háttsetta Repúblikana lafandi hrædda við að missa völd sín svo þeir þorðu ekki að fara gegn honum. 28. september 2022 11:11 Trump skipar Íslandi í flokk þriðja heims ríkja Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, gagnrýnir að Bandaríkjaforseta hafi verið skipað á bekk með þriðja heims leiðtogum við útför Bretadrottningar í gær. Bandarísku forsetahjónin sátu rétt fyrir aftan þau íslensku í kirkjunni. Trump telur að Bandaríkin hafi mátt þola vanvirðu sökum þessa. 20. september 2022 10:36 „Ég ætla bara ekkert að fara“ Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, sagði starfsmönnum sínum og bandamönnum að hann ætlaði ekki að yfirgefa Hvíta húsið, þrátt fyrir að hafa skömmu áður tapað kosningum gegn Joe Biden. „Við förum aldrei. Hvernig getur þú farið þegar þú hefur unnið kosningar.“ 12. september 2022 14:38 Segir MAGA-Repúblikana ógna Bandaríkjunum Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, fór hörðum orðum um Donald Trump, forvera sinn og stuðningsmenn hans, í ræðu sem hann hélt í gærkvöldi. Biden sagði að svo lengi sem Trump stjórnaði Repúblikanaflokknum ógnaði flokkurinn lýðræði í Bandaríkjunum. 2. september 2022 10:53 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Fleiri fréttir Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi Sjá meira
Trump sagður hafa látið færa skjölin eftir að honum var stefnt Starfsmaður Donalds Trumps er sagður hafa tjáð alríkislögreglunni að fyrrverandi forsetinn hafi gefið skipanir um að færa kassa með skjölum sem hann hafði með sér úr Hvíta húsinu eftir að honum hafði verið stefnt til að skila þeim. Alríkislögreglan gerði síðar húsleit hjá Trump til að endurheimta skjölin. 13. október 2022 08:59
Meirihluti frambjóðenda repúblikana afneitar kosningaúrslitunum Tæplega þrjú hundruð frambjóðendur Repúblikanaflokksins til kosninga til Bandaríkjaþings og ríkisembætta, meirihluti frambjóðenda flokksins, viðurkenna ekki úrslit forsetakosninganna árið 2020 eða efast um þau. Afar líklegt er að minnsta kosti rúmur helmingur þeirra nái kjöri. 6. október 2022 22:05
Trump hótaði McConnell lífláti undir rós Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hótaði Mitch McConnell, leiðtoga Repúblikanaflokksins í öldungadeild Bandaríkjaþings, lífláti undir rós í gærkvöldi. Samhliða því fór hann rasískum orðum um Elaine Chow, eiginkonu McConnells. 1. október 2022 10:11
Skaut fast á Repúblikana fyrir fylgispekt þeirra við Trump Dómari fór hörðum orðum um Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, og leiðtoga Repúblikanaflokksins fyrir ítrekaðar lygar þeirra um kosningasvik í Bandaríkjunum. Hún sagði Trump hafa gert háttsetta Repúblikana lafandi hrædda við að missa völd sín svo þeir þorðu ekki að fara gegn honum. 28. september 2022 11:11
Trump skipar Íslandi í flokk þriðja heims ríkja Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, gagnrýnir að Bandaríkjaforseta hafi verið skipað á bekk með þriðja heims leiðtogum við útför Bretadrottningar í gær. Bandarísku forsetahjónin sátu rétt fyrir aftan þau íslensku í kirkjunni. Trump telur að Bandaríkin hafi mátt þola vanvirðu sökum þessa. 20. september 2022 10:36
„Ég ætla bara ekkert að fara“ Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, sagði starfsmönnum sínum og bandamönnum að hann ætlaði ekki að yfirgefa Hvíta húsið, þrátt fyrir að hafa skömmu áður tapað kosningum gegn Joe Biden. „Við förum aldrei. Hvernig getur þú farið þegar þú hefur unnið kosningar.“ 12. september 2022 14:38
Segir MAGA-Repúblikana ógna Bandaríkjunum Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, fór hörðum orðum um Donald Trump, forvera sinn og stuðningsmenn hans, í ræðu sem hann hélt í gærkvöldi. Biden sagði að svo lengi sem Trump stjórnaði Repúblikanaflokknum ógnaði flokkurinn lýðræði í Bandaríkjunum. 2. september 2022 10:53