Fyrir leik PSG gegn Benfica í Meistaradeild Evrópu í síðustu viku bárust fréttir af því að Mbappé væri ósáttur hjá Parísarliðinu og hefði beðið um að fara frá því í janúar. Íþróttastjóri PSG sagði ekkert til í því og Mbappé tók í sama streng eftir 1-0 sigur á Marseille í gær. Mbappé lagði mark leiksins upp fyrir Neymar.
„Ég er mjög ánægður. Ég hef ekki beðið um að fara í janúar. Ég skil ekki af hverju fréttin kom á leikdegi og mér var jafn mikið brugðið og öllum öðrum,“ sagði Mbappé.
Eftir miklar vangaveltur um framtíð hans skrifaði Mbappé undir nýjan þriggja ára samning við PSG í maí. Hann er launahæsti leikmaður PSG og nýi samningurinn færði honum einnig ákveðin völd innan félagsins.
Samherjar Mbappés ku þó vera orðnir þreyttir á veseninu í kringum franska landsliðsmanninn. Samkvæmt L'Equpie eru bara fjórir í leikmannahópi PSG á bandi Mbappés.
Mbappé skoraði mark PSG í 1-1 jafnteflinu við Benfica á þriðjudaginn og lagði svo sigurmark liðsins gegn Marseille upp fyrir Neymar.
PSG er með þriggja stiga forskot á Lorient eftir umferðir í frönsku úrvalsdeildinni.