Handkastið: Getum við ekki lengur treyst á að Aron verði með? Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 18. október 2022 10:00 Aron Pálmarsson hefur verið fyrirliði íslenska landsliðsins undanfarin ár. vísir/hulda margrét Einar Örn Jónsson, íþróttafréttamaður og fyrrverandi landsliðsmaður í handbolta, segir að þeir dagar að íslenska landsliðið geti treyst á að Aron Pálmarsson verði með því séu líklega liðnir. Aron var ekki með landsliðinu í leikjunum gegn Ísrael og Eistlandi í undankeppni EM 2024 í síðustu viku vegna meiðsla. Hann hefur misst af fjölmörgum leikjum með landsliðinu á undanförnum árum sökum meiðsla og jafnvel heilu mótunum. Í Handkastinu spurði Arnar Daði Arnarsson Einar Örn hvort við værum komin á þann stað að geta ekki lengur treyst á að Aron sé með. Verið notaður alltof mikið „Ég held við þurfum að búa okkur undir að Aron muni ekki spila alla leiki sem við spilum. Þetta er stór og mikill skrokkur og gjarn á að meiðast. Við þurfum allavega að búa okkur undir að hann sé ekki með og finna lausnir á því þegar það gerist,“ sagði Einar Örn. „Hluti af þessum meiðslum á stórmótum hefur verið því hann hefur verið notaður alltof mikið. Það er ekki hægt að láta leikmann eins og Aron, með þennan skrokk, hæfileika og leikstíl, spila vörn og sókn allan tímann í öllum leikjum. Það þarf að finna leiðir til að gefa Aroni pásu innan leikja og jafnvel hvíla hann heilu leikina. Til að eiga hann undir lokin svo við séum ekki búin að hefla hann í gólfið í fyrstu þremur leikjunum.“ Ásgeir Jónsson benti að Ísland væri líka komið í þá stöðu að þurfa ekki að treysta á Aron öllum stundum. „Við getum farið svolítið vel með Porsche-inn okkar með landsliðinu. Treysta eða treysta ekki á Aron; við getum alltaf treyst á hann þegar hann er leikfær. En það er með hann eins og aðra að við vitum að hann getur ekki spilað heilt stórmót og borið liðið algjörlega á herðum sér,“ sagði Ásgeir. „Núna, ef einhvern tímann, getur íslenska landsliðið nýtt sinn besta leikmann þannig. Það eru forréttindi sem íslenskt landslið hefur mjög sjaldan haft, að geta nýtt leikmann eins og Aron á þennan hátt. Við erum komnir með þannig breidd.“ Hlusta má á Handkastið í spilaranum hér fyrir ofan. Landslið karla í handbolta HM 2023 í handbolta EM 2024 í handbolta Handkastið Tengdar fréttir Handkastið: „Mjög hissa á að Haukur væri ekki þarna“ Rætt var fjarveru Hauks Þrastarsonar, leikmanns Kielce, þegar farið var yfir síðustu tvo leiki íslenska handboltalandsliðsins í Handkastinu. 17. október 2022 13:01 Mest lesið Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Fótbolti „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Íslenski boltinn „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Enski boltinn Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Fótbolti Fimm fengu bann fyrir slagsmálin Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitakeppni karla hefst Sport „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Körfubolti Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Enski boltinn „Þetta var alveg orðið smá stressandi“ Sport Fleiri fréttir „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Minnkuðu muninn í eitt mark úr lokaskotinu Sló (líklega) metið yfir flest mörk að meðaltali í leik Sjá meira
Aron var ekki með landsliðinu í leikjunum gegn Ísrael og Eistlandi í undankeppni EM 2024 í síðustu viku vegna meiðsla. Hann hefur misst af fjölmörgum leikjum með landsliðinu á undanförnum árum sökum meiðsla og jafnvel heilu mótunum. Í Handkastinu spurði Arnar Daði Arnarsson Einar Örn hvort við værum komin á þann stað að geta ekki lengur treyst á að Aron sé með. Verið notaður alltof mikið „Ég held við þurfum að búa okkur undir að Aron muni ekki spila alla leiki sem við spilum. Þetta er stór og mikill skrokkur og gjarn á að meiðast. Við þurfum allavega að búa okkur undir að hann sé ekki með og finna lausnir á því þegar það gerist,“ sagði Einar Örn. „Hluti af þessum meiðslum á stórmótum hefur verið því hann hefur verið notaður alltof mikið. Það er ekki hægt að láta leikmann eins og Aron, með þennan skrokk, hæfileika og leikstíl, spila vörn og sókn allan tímann í öllum leikjum. Það þarf að finna leiðir til að gefa Aroni pásu innan leikja og jafnvel hvíla hann heilu leikina. Til að eiga hann undir lokin svo við séum ekki búin að hefla hann í gólfið í fyrstu þremur leikjunum.“ Ásgeir Jónsson benti að Ísland væri líka komið í þá stöðu að þurfa ekki að treysta á Aron öllum stundum. „Við getum farið svolítið vel með Porsche-inn okkar með landsliðinu. Treysta eða treysta ekki á Aron; við getum alltaf treyst á hann þegar hann er leikfær. En það er með hann eins og aðra að við vitum að hann getur ekki spilað heilt stórmót og borið liðið algjörlega á herðum sér,“ sagði Ásgeir. „Núna, ef einhvern tímann, getur íslenska landsliðið nýtt sinn besta leikmann þannig. Það eru forréttindi sem íslenskt landslið hefur mjög sjaldan haft, að geta nýtt leikmann eins og Aron á þennan hátt. Við erum komnir með þannig breidd.“ Hlusta má á Handkastið í spilaranum hér fyrir ofan.
Landslið karla í handbolta HM 2023 í handbolta EM 2024 í handbolta Handkastið Tengdar fréttir Handkastið: „Mjög hissa á að Haukur væri ekki þarna“ Rætt var fjarveru Hauks Þrastarsonar, leikmanns Kielce, þegar farið var yfir síðustu tvo leiki íslenska handboltalandsliðsins í Handkastinu. 17. október 2022 13:01 Mest lesið Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Fótbolti „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Íslenski boltinn „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Enski boltinn Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Fótbolti Fimm fengu bann fyrir slagsmálin Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitakeppni karla hefst Sport „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Körfubolti Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Enski boltinn „Þetta var alveg orðið smá stressandi“ Sport Fleiri fréttir „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Minnkuðu muninn í eitt mark úr lokaskotinu Sló (líklega) metið yfir flest mörk að meðaltali í leik Sjá meira
Handkastið: „Mjög hissa á að Haukur væri ekki þarna“ Rætt var fjarveru Hauks Þrastarsonar, leikmanns Kielce, þegar farið var yfir síðustu tvo leiki íslenska handboltalandsliðsins í Handkastinu. 17. október 2022 13:01
Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða