Íslendingar hafi staðið sig betur en hin Norðurlöndin Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 19. október 2022 14:19 Ólafur Stephensen, framkvæmdarstjóri Félags atvinnurekanda, segir að verðstöðugleiki sé gríðarlega mikilvægt lífskjaramál. Vísir/Vilhelm Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda segir að það séu fleiri þættir en heimsmarkaðsverð á hrávöru sem hafi áhrif á verðmyndun hér á landi. Þrátt fyrir að verðbólga á ýmsum hrávörum hafi tekið að hjaðna séu framleiðsluferlar langir og verðlækkanir taki því lengri tíma. Í hádegisfréttum í gær ræddi verkefnastjóri verðlagseftirlits ASÍ um að þær gríðarlegu verðhækkanir sem urðu á heimsmarkaðsverði á hrávöru í kjölfar innrásar Rússa hefðu mikið til gengið til baka. Það sýndi alþjóðleg vísitala hrávörðuverðs og kallaði hún eftir því að lækkunin myndi fljótlega endurspeglast í innlendu vöruverði. Ólafur Stephensen framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda segist þó heyra á sínum félagsmönnum í innflutningi á matvöru að þótt farið sé að hægja á hækkunum séu þeir ekki farnir að sjá mikið um lækkanir hjá sínum birgjum. Ólafur var spurður hvort það væri ekki eðlilegt að verðlagseftirlit ASÍ sé í startholunum með aðhald nú þegar hjöðnun sæist á ýmsum vöruliðum á heimsmarkaði. „Að sjálfsögðu. Það er mjög gott að Alþýðusambandið sé á vaktinni og fylgist með verðlagningu, það hafa allir gott af aðhaldi.“ Það væru þó fleiri þættir en verðlagsvísitala á hrávöru sem þurfi að horfa til - til að mynda verðhækkanir á orkuverði í Evrópu sem hafi valdið verðhækkunum hjá birgjum íslenskra innflutningsfyrirtækja. „Sömuleiðis hækkun á umbúðum og flutningum og annað slíkt og þetta lengir lækkunarferilinn þegar hrávörurnar síðan lækka en að sjálfsögðu vonum við að verð fari lækkandi en eins og ég segi við höfum ekki séð mikil merki þess hjá alþjóðlegum byrgjum íslenskra innflutningsfyrirtækja. Það er hins vegar afskaplega ánægjulegt þegar maður horfir á verðþróun matvæla í Evrópu á árinu og eftir að þetta stríð byrjaði er að meðali í Evrópusambandsríkjunum 10,5% hækkun á matvælum en á Íslandi er það bara 5,5%. Það er miklu minna heldur en til dæmis í hinum norrænu ríkjunum og það er árangur sem ég held að við getum verið nokkuð ánægð með í erfiðri stöðu.“ En það sem stýrir meðal annars hækkun á umbúðaverði er verð á olíu en við sjáum að heimsmarkaðsverð á ýmsum hrávörum eins og til dæmis olíu hefur tekið að sjatna. „Já, eins og ég segi, framleiðsluferlar geta verið langir þannig að hækkun á hrávöruverði er kannski ekki að hafa áhrif á heildsöluverð á tiltekinni vöru fyrr en einhverjum mánuðum síðar.“ Í fyrradag ræddi fréttastofa við samhæfingarstjóra Pepp Íslands á alþjóðlegum baráttudegi gegn fátækt en hún talaði um „óbærilegan kostnað tilverunnar“ hjá þeim sem minnst hefðu milli handanna í verðbólguumhverfi. Ólafur sagðist sammála því að verðstöðugleiki væri gríðarlega stórt lífskjaramál. „Ég held að það þurfi að horfa á það bæði í þessum kjarasamningum sem við erum að fara inn í að þar verði ekki teknar einhverjar ákvarðanir sem ýta undir verðbólguna í stað þess að reyna að dempa hana og ég held að stjórnvöld þurfi líka að gera sitt, við höfum verið satt að segja verið mjög hissa á því hvað við fáum litla hlustun á okkar tillögur um alls konar breytingar á tollum og gjöldum sem gætu virkilega stuðlað að því að lækka verð á nauðsynjum.“ Verðlag Tengdar fréttir Segir lækkun heimsmarkaðsverðs á matvælum ekki skila sér til Íslands Alþjóðleg vísitala hrávöruverðs sýnir að verðhækkanir sem urðu í kjölfar innrásarinnar í Úkraínu hafa gengið til baka en hún mælist nú svipað og fyrir innrás Rússa. Verkefnisstjóri verðlagseftirlits Alþýðusambands Íslands segir að sömu þróun sé ekki fyrir að fara hér á landi. 18. október 2022 13:38 Fordæmalausar verðhækkanir frá birgjum Ölgerðarinnar Ölgerðinni berast tilkynningar um verðhækkanir frá erlendum birgjum „í gríð og erg“. Þær eru „fordæmalausar og hlaupa stundum á tugum prósenta.“ Þetta sagði forstjóri fyrirtækisins á uppgjörsfundi eftir lokun markaða í gær þegar afkoman á fyrri helmingi ársins var kynnt og nefndi að verðhækkanirnar myndu leiða út í verðlag. 12. október 2022 10:47 AGS: Verðbólga á heimsvísu nálgast hæsta gildi Verðbólga á heimsvísu mun ná hámarki síðar á þessu ári í 8,8 prósentum og síðan lækka til baka á næsta ári og mælast þá að meðaltali um 6,5 prósent. Verðlagshækkanir verða hins vegar þrálátari og langdregnari en áður var talið. 11. október 2022 14:01 Mest lesið Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Kaupsamningur undirritaður um Grósku Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Sjá meira
Í hádegisfréttum í gær ræddi verkefnastjóri verðlagseftirlits ASÍ um að þær gríðarlegu verðhækkanir sem urðu á heimsmarkaðsverði á hrávöru í kjölfar innrásar Rússa hefðu mikið til gengið til baka. Það sýndi alþjóðleg vísitala hrávörðuverðs og kallaði hún eftir því að lækkunin myndi fljótlega endurspeglast í innlendu vöruverði. Ólafur Stephensen framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda segist þó heyra á sínum félagsmönnum í innflutningi á matvöru að þótt farið sé að hægja á hækkunum séu þeir ekki farnir að sjá mikið um lækkanir hjá sínum birgjum. Ólafur var spurður hvort það væri ekki eðlilegt að verðlagseftirlit ASÍ sé í startholunum með aðhald nú þegar hjöðnun sæist á ýmsum vöruliðum á heimsmarkaði. „Að sjálfsögðu. Það er mjög gott að Alþýðusambandið sé á vaktinni og fylgist með verðlagningu, það hafa allir gott af aðhaldi.“ Það væru þó fleiri þættir en verðlagsvísitala á hrávöru sem þurfi að horfa til - til að mynda verðhækkanir á orkuverði í Evrópu sem hafi valdið verðhækkunum hjá birgjum íslenskra innflutningsfyrirtækja. „Sömuleiðis hækkun á umbúðum og flutningum og annað slíkt og þetta lengir lækkunarferilinn þegar hrávörurnar síðan lækka en að sjálfsögðu vonum við að verð fari lækkandi en eins og ég segi við höfum ekki séð mikil merki þess hjá alþjóðlegum byrgjum íslenskra innflutningsfyrirtækja. Það er hins vegar afskaplega ánægjulegt þegar maður horfir á verðþróun matvæla í Evrópu á árinu og eftir að þetta stríð byrjaði er að meðali í Evrópusambandsríkjunum 10,5% hækkun á matvælum en á Íslandi er það bara 5,5%. Það er miklu minna heldur en til dæmis í hinum norrænu ríkjunum og það er árangur sem ég held að við getum verið nokkuð ánægð með í erfiðri stöðu.“ En það sem stýrir meðal annars hækkun á umbúðaverði er verð á olíu en við sjáum að heimsmarkaðsverð á ýmsum hrávörum eins og til dæmis olíu hefur tekið að sjatna. „Já, eins og ég segi, framleiðsluferlar geta verið langir þannig að hækkun á hrávöruverði er kannski ekki að hafa áhrif á heildsöluverð á tiltekinni vöru fyrr en einhverjum mánuðum síðar.“ Í fyrradag ræddi fréttastofa við samhæfingarstjóra Pepp Íslands á alþjóðlegum baráttudegi gegn fátækt en hún talaði um „óbærilegan kostnað tilverunnar“ hjá þeim sem minnst hefðu milli handanna í verðbólguumhverfi. Ólafur sagðist sammála því að verðstöðugleiki væri gríðarlega stórt lífskjaramál. „Ég held að það þurfi að horfa á það bæði í þessum kjarasamningum sem við erum að fara inn í að þar verði ekki teknar einhverjar ákvarðanir sem ýta undir verðbólguna í stað þess að reyna að dempa hana og ég held að stjórnvöld þurfi líka að gera sitt, við höfum verið satt að segja verið mjög hissa á því hvað við fáum litla hlustun á okkar tillögur um alls konar breytingar á tollum og gjöldum sem gætu virkilega stuðlað að því að lækka verð á nauðsynjum.“
Verðlag Tengdar fréttir Segir lækkun heimsmarkaðsverðs á matvælum ekki skila sér til Íslands Alþjóðleg vísitala hrávöruverðs sýnir að verðhækkanir sem urðu í kjölfar innrásarinnar í Úkraínu hafa gengið til baka en hún mælist nú svipað og fyrir innrás Rússa. Verkefnisstjóri verðlagseftirlits Alþýðusambands Íslands segir að sömu þróun sé ekki fyrir að fara hér á landi. 18. október 2022 13:38 Fordæmalausar verðhækkanir frá birgjum Ölgerðarinnar Ölgerðinni berast tilkynningar um verðhækkanir frá erlendum birgjum „í gríð og erg“. Þær eru „fordæmalausar og hlaupa stundum á tugum prósenta.“ Þetta sagði forstjóri fyrirtækisins á uppgjörsfundi eftir lokun markaða í gær þegar afkoman á fyrri helmingi ársins var kynnt og nefndi að verðhækkanirnar myndu leiða út í verðlag. 12. október 2022 10:47 AGS: Verðbólga á heimsvísu nálgast hæsta gildi Verðbólga á heimsvísu mun ná hámarki síðar á þessu ári í 8,8 prósentum og síðan lækka til baka á næsta ári og mælast þá að meðaltali um 6,5 prósent. Verðlagshækkanir verða hins vegar þrálátari og langdregnari en áður var talið. 11. október 2022 14:01 Mest lesið Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Kaupsamningur undirritaður um Grósku Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Sjá meira
Segir lækkun heimsmarkaðsverðs á matvælum ekki skila sér til Íslands Alþjóðleg vísitala hrávöruverðs sýnir að verðhækkanir sem urðu í kjölfar innrásarinnar í Úkraínu hafa gengið til baka en hún mælist nú svipað og fyrir innrás Rússa. Verkefnisstjóri verðlagseftirlits Alþýðusambands Íslands segir að sömu þróun sé ekki fyrir að fara hér á landi. 18. október 2022 13:38
Fordæmalausar verðhækkanir frá birgjum Ölgerðarinnar Ölgerðinni berast tilkynningar um verðhækkanir frá erlendum birgjum „í gríð og erg“. Þær eru „fordæmalausar og hlaupa stundum á tugum prósenta.“ Þetta sagði forstjóri fyrirtækisins á uppgjörsfundi eftir lokun markaða í gær þegar afkoman á fyrri helmingi ársins var kynnt og nefndi að verðhækkanirnar myndu leiða út í verðlag. 12. október 2022 10:47
AGS: Verðbólga á heimsvísu nálgast hæsta gildi Verðbólga á heimsvísu mun ná hámarki síðar á þessu ári í 8,8 prósentum og síðan lækka til baka á næsta ári og mælast þá að meðaltali um 6,5 prósent. Verðlagshækkanir verða hins vegar þrálátari og langdregnari en áður var talið. 11. október 2022 14:01