Tunglið gæti hafa myndast á nokkrum klukkustundum Kjartan Kjartansson skrifar 19. október 2022 15:04 Við árekstur jarðarinnar og annarrar frumreikistjörnu hefði efni spýst út í geim og myndaði tunglið á braut um jörðina samkvæmt hermun öflugs tölvulíkans. NASA Mögulegt er að tunglið hafi myndast mun hraðar en talið hefur verið fram að þessu. Hermun tölvulíkans bendir til þess að það kunni að hafa myndast á aðeins nokkrum klukkustundum eftir árekstur jarðarinnar við aðra frumreikistjörnu. Leiðandi tilgátur um myndun tunglsins er að það hafi orðið til úr braki frá árekstri fyrirbæris á stærð við Mars, sem hefur verið nefnt Þeia, og jarðarinnar í árdaga sólkerfisins fyrir milljörðum ára. Brakið hafi runnið saman á braut um jörðina og myndað tunglið á mánuðum eða árum. Ný rannsókn vísindamanna hjá bandarísku geimvísindastofnunni NASA og Durham-háskóla, sem byggir á hermilíkani sem var keyrt með ofurtölvum, bendir til þess að tunglið hafi myndast nánast samstundis við áreksturinn. Líkanið er sagt eitt það nákvæmasta sinnar tegundar en eldri líkön hafi misst af mikilvægum þáttum í eðli risavaxinna árekstra af þessu tagi, að því er segir í tilkynningu á vef NASA. Grein um rannsóknina birtist í vísindaritinu Astrophysical Journal Letters. Þó að eldri tilgátur hafi skýrt suma eiginleika tunglsins vel, þar á meðal massa þess og sporbraut um jörðina, hafa þær ekki geta svarað öðrum spurningum eins og hvers vegna efnasamsetning tunglsins og jarðarinnar er svo lík sem raun ber vitni. Það þykir benda til þess að tunglið sé að megninu til sett saman úr efni úr þessari frumjörð. Fyrri tilgátur hafa gengið út frá því að það hafi fyrst og fremst verið efni úr Þeiu sem dreifðist á braut um jörðu eftir áreksturinn. Líkindi tunglsins og jarðarinnar gætu þá aðeins skýrst af því að Þeiu hafi einnig svipað mjög til jarðarinnar. Það telja vísindamennirnir ósennilega tilviljun. Ef tunglið myndaðist raunverulega nánast samstundis eftir áreksturinn eins og nýja rannsóknin bendir til kæmi það vel heim og saman við aðra eiginleika tunglsins sem ekki hefur tekist að skýra, þar á meðal skáhalla braut þess um jörðina og þunna skorpu þess. Tilgátan væri þannig sú heildstæðasta um uppruna tunglsins til þessa. Til þess að sannreyna tilgátuna þarf jarðsýni frá svæðum á tunglinu sem hafa ekki verið könnuð áður og dýrpa úr jarðskorpu þess. NASA hefur áform um að senda menn til tunglsins með Artemis-áætluninni svonefndu. Gangi hún eftir lentu menn í fyrsta lagi á tunglinu á síðari hluta þessa áratugs. Áætlunin hefur þegar tafist vegna vandræðagangs við tilraunageimskot. Tunglið Geimurinn Vísindi Tengdar fréttir Ætla ekki að reyna aftur í bráð Starfsmenn Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna (NASA) munu ekki reyna að skjóta Artemis-1 af stað til tunglsins á næstu dögum. Til stendur að flytja Space Launch System-eldflaugina og Orion geimfarið aftur af skotpalli í Flórída, náist ekki að laga leka sem kom á tanka eldflaugarinnar á skotpallinum. 4. september 2022 08:04 Hætt við fyrsta geimskot Artemis-áætlunarinnar Forsvarsmenn Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna (NASA) hafa hætt við að skjóta fyrsta geimfari Artemis-áætlunarinnar á loft í dag. Var það gert vegna bilunar í einum af fjórum aðalhreyflum Space Launch System-eldflaugarinnar. 29. ágúst 2022 09:31 Mest lesið Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Innlent Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Erlent Mikilvægur fundur með Íran framundan Erlent Fleiri fréttir Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Sjá meira
Leiðandi tilgátur um myndun tunglsins er að það hafi orðið til úr braki frá árekstri fyrirbæris á stærð við Mars, sem hefur verið nefnt Þeia, og jarðarinnar í árdaga sólkerfisins fyrir milljörðum ára. Brakið hafi runnið saman á braut um jörðina og myndað tunglið á mánuðum eða árum. Ný rannsókn vísindamanna hjá bandarísku geimvísindastofnunni NASA og Durham-háskóla, sem byggir á hermilíkani sem var keyrt með ofurtölvum, bendir til þess að tunglið hafi myndast nánast samstundis við áreksturinn. Líkanið er sagt eitt það nákvæmasta sinnar tegundar en eldri líkön hafi misst af mikilvægum þáttum í eðli risavaxinna árekstra af þessu tagi, að því er segir í tilkynningu á vef NASA. Grein um rannsóknina birtist í vísindaritinu Astrophysical Journal Letters. Þó að eldri tilgátur hafi skýrt suma eiginleika tunglsins vel, þar á meðal massa þess og sporbraut um jörðina, hafa þær ekki geta svarað öðrum spurningum eins og hvers vegna efnasamsetning tunglsins og jarðarinnar er svo lík sem raun ber vitni. Það þykir benda til þess að tunglið sé að megninu til sett saman úr efni úr þessari frumjörð. Fyrri tilgátur hafa gengið út frá því að það hafi fyrst og fremst verið efni úr Þeiu sem dreifðist á braut um jörðu eftir áreksturinn. Líkindi tunglsins og jarðarinnar gætu þá aðeins skýrst af því að Þeiu hafi einnig svipað mjög til jarðarinnar. Það telja vísindamennirnir ósennilega tilviljun. Ef tunglið myndaðist raunverulega nánast samstundis eftir áreksturinn eins og nýja rannsóknin bendir til kæmi það vel heim og saman við aðra eiginleika tunglsins sem ekki hefur tekist að skýra, þar á meðal skáhalla braut þess um jörðina og þunna skorpu þess. Tilgátan væri þannig sú heildstæðasta um uppruna tunglsins til þessa. Til þess að sannreyna tilgátuna þarf jarðsýni frá svæðum á tunglinu sem hafa ekki verið könnuð áður og dýrpa úr jarðskorpu þess. NASA hefur áform um að senda menn til tunglsins með Artemis-áætluninni svonefndu. Gangi hún eftir lentu menn í fyrsta lagi á tunglinu á síðari hluta þessa áratugs. Áætlunin hefur þegar tafist vegna vandræðagangs við tilraunageimskot.
Tunglið Geimurinn Vísindi Tengdar fréttir Ætla ekki að reyna aftur í bráð Starfsmenn Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna (NASA) munu ekki reyna að skjóta Artemis-1 af stað til tunglsins á næstu dögum. Til stendur að flytja Space Launch System-eldflaugina og Orion geimfarið aftur af skotpalli í Flórída, náist ekki að laga leka sem kom á tanka eldflaugarinnar á skotpallinum. 4. september 2022 08:04 Hætt við fyrsta geimskot Artemis-áætlunarinnar Forsvarsmenn Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna (NASA) hafa hætt við að skjóta fyrsta geimfari Artemis-áætlunarinnar á loft í dag. Var það gert vegna bilunar í einum af fjórum aðalhreyflum Space Launch System-eldflaugarinnar. 29. ágúst 2022 09:31 Mest lesið Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Innlent Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Erlent Mikilvægur fundur með Íran framundan Erlent Fleiri fréttir Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Sjá meira
Ætla ekki að reyna aftur í bráð Starfsmenn Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna (NASA) munu ekki reyna að skjóta Artemis-1 af stað til tunglsins á næstu dögum. Til stendur að flytja Space Launch System-eldflaugina og Orion geimfarið aftur af skotpalli í Flórída, náist ekki að laga leka sem kom á tanka eldflaugarinnar á skotpallinum. 4. september 2022 08:04
Hætt við fyrsta geimskot Artemis-áætlunarinnar Forsvarsmenn Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna (NASA) hafa hætt við að skjóta fyrsta geimfari Artemis-áætlunarinnar á loft í dag. Var það gert vegna bilunar í einum af fjórum aðalhreyflum Space Launch System-eldflaugarinnar. 29. ágúst 2022 09:31