Það eru tvær mínútur til leiksloka í mikilvægum fallslag ÍA og Leiknis á Akranesi í 22. umferð Bestu deildar karla. Emil Berger tekur hornspyrnu og boltinn fer af Viktori Jónssyni og í mark Skagamanna. Þetta er annað sjálfsmark ÍA í leiknum og reynist sigurmark Leiknis. Skagamenn sitja eftir á botni deildarinnar fyrir úrslitakeppnina, fimm stigum frá öruggu sæti. Ef eitthvað augnablik var lýsandi fyrir síðustu tvo áratugi hjá ÍA var það þetta. Á laugardaginn lék ÍA sinn síðasta leik í Bestu deild karla í bili þegar liðið sigraði FH, 1-2. Þetta var fyrsti sigur Akurnesinga í Kaplakrika í 21 ár. Það breytti því þó ekki að Skagamenn eru fallnir úr efstu deild í fjórða sinn á síðustu fimmtán árum. Það hefði því hæglega verið hægt að skrifa þessa fréttaskýringu 2017, 2013 og 2008. En það þarf að spóla enn lengra aftur á bak og hefja sögu fyrr til að átta sig á því af hverju átjánfaldir Íslandsmeistarar og nífaldir bikarmeistarar Skagamanna eru í þeirri stöðu sem þeir eru í núna. Hlynur Sævar Jónsson svekktur eftir 1-2 tap ÍA gegn Leikni á Akranesi í 22. umferð Bestu deildarinnar. Skagamenn voru þá á botni deildarinnar en eigðu von í úrslitakeppni neðri hlutans. En ekki gekk sem skildi þar og ÍA féll.vísir/diego Segja má að ÍA sé hið sanna stórveldi íslensks nútímafótbolta. Hvað er nútímafótbolti gæti þá einhver spurt og við þeirri spurningu er ekki til eitt rétt svar. Hægt er að miða við árið 1959 þegar tvöföld umferð var tekin upp. Við það tvöfaldaðist fjöldi leikja frá tímabilinu á undan. Frá 1959 hefur ÍA þrettán sinnum orðið Íslandsmeistari, oftar en nokkurt annað félag. Á árunum 1959-2001 liðu aldrei meira en níu ár milli Íslandsmeistaratitla hjá ÍA. Það var lengsta ganga Skagamanna í eyðimörkinni. Annars var þetta meira og minna gósentíð. Eftir mikla velgengni framan af 9. áratug síðustu aldar, þar sem ÍA vann meðal annars tvöfalt tvö ár í röð 1983 og 1984, sem ekkert annað félag hefur afrekað, hallaði undan fæti og liðið féll 1990. Skagamenn voru í góðri æfingu við að fagna stórum titlum. Hér kætast þeir eftir bikarúrslitaleikinn 1983 þar sem þeir sigruðu Eyjamenn, 2-1.ljósmyndasafn akraness/dúi j. landmark Skagamenn voru ekki lengi að snúa vörn í sókn. Þeir urðu Íslandsmeistarar sem nýliðar 1992 og bættu fjórum Íslandsmeistaratitlum og tveimur bikartitlum við á næstu fjórum árum. Skagamenn létu krúnuna ekki af hendi, þeir lánuðu hana bara. Enn líf í dýrinu Ef maður ætlar að teygja sig mjög langt væri hægt að segja að fyrstu stóru mistökin sem ÍA gerði hafi verið ráðningin á Ivan Golac fyrir tímabilið 1997. Skagamenn áttuðu sig þó fljótlega á þeim mistökum, ráku Golac og hóuðu aftur í Loga Ólafsson sem gerði þá að Íslandsmeisturum á eins sannfærandi hátt og mögulegt var 1995. Ivan Golac var sannfærður um að ÍA myndi vinna alla leiki tímabilsins 1997. Eftir tap í fyrsta leik sagði hann að liðið myndi vinna næstu sautján. Eftir jafntefli í öðrum leik voru svörin svipuð. Liðið myndi vinna næstu sextán.Morgunblaðið ÍA var á endanum bara fimm stigum frá toppsætinu 1997 og með réttri þjálfararáðningu hefðu Akurnesingar mögulega getað unnið sjötta titilinn í röð. En líftími þess liðs var liðinn. ÍA lenti í 3.-5. sæti á árunum 1998-2000 og varð bikarmeistari 2000 undir stjórn síns gamla fyrirliða, Ólafs Þórðarsonar, sem tók við liðinu fyrir bikarúrslitaleikinn 1999 þar sem það tapaði fyrir KR. ÍA vann sinn átjánda og síðasta Íslandsmeistaratitil eftir hreinan úrslitaleik gegn ÍBV í Eyjum 2001.ljósmyndasafn akraness/friðþjófur helgason ÍA varð svo Íslandsmeistari í átjánda sinn 2001. Það er óvæntasti Íslandsmeistaratitill síðustu ára enda þótti ÍA ekki líklegt til afreka fyrir tímabilið. Sterkir leikmenn höfðu yfirgefið ÍA um veturinn og félagið rambaði á barmi gjaldþrots. En Ólafur barði í brestina og vann eitt mesta þjálfaraafrek íslenskrar fótboltasögu. Fögnuður Skagamanna eftir 2-2 jafntefli gegn ÍBV í Eyjum í hreinum úrslitaleik um titilinn var svo mikill og fullorðnir menn felldu gleðitár. Hæg hnignun Titilvörn Skagamanna árið eftir var vægast sagt endaslepp. Þeir voru í fallbaráttu 2002 og gátu þakkað eftirminnilegri innkomu Bjarka Gunnlaugssonar að ekki fór verr. Yngri bróðir Bjarka, Garðar, tryggði ÍA bikarmeistaratitilinn 2003 en það er síðasti titill sem félagið hefur unnið. Síðan eru liðin nítján ár. Tímabilin 2003-05 voru keimlík hjá Akurnesingum. Þeir byrjuðu illa, áttu erfitt með að skora en gátu alltaf treyst á öfluga vörn með þá Gunnlaug Jónsson og Reyni Leósson í broddi fylkingar. Liðið varð betra eftir því sem á tímabilin leið og endaði í 3. sæti á árunum 2003-05 en var aldrei í baráttu um Íslandsmeistaratitilinn. Ólafur þjálfari hefði líklega átt að láta staðar numið á þessum tíma en hélt áfram. Skurðpunkturinn Hægt er að líta á tímabilið 2006 sem skurðpunkt í sögu ÍA. Gunnlaugur og Reynir hurfu á braut en Bjarni og Þórður Guðjónssynir og Arnar Gunnlaugsson sneru aftur heim eftir mislanga útlegð og væntingarnar voru miklar. En ÍA tapaði fyrstu fimm leikjunum sínum og Ólafur hætti í kjölfarið. Bjarni, Arnar og Þórður sneru aftur á Skagann og stilltu sér upp fyrir þessa frábæru mynd.dv Við tóku tvíburarnir Arnar og Bjarki Gunnlaugssynir en þeir voru spilandi þjálfarar. Undir þeirra stjórn spilaði ÍA mjög skemmtilegan sóknarbolta og árangurinn var nokkuð góður. Skagamenn töpuðu aðeins einum leik í seinni umferðinni, gegn Íslandsmeisturum FH-inga, og björguðu sér frá falli. Þrátt fyrir það fengu tvíburarnir ekki tækifæri til að halda áfram með ÍA. Félagið fór öruggu leiðina og Guðjón Þórðarson tók við liðinu í fjórða skiptið. Líkt og tímabilið á undan byrjuðu Skagamenn illa. En eftir að hafa sótt sterka erlenda leikmenn og Guðjón fann rétta leikkerfið byrjuðu hlutirnir að smella. ÍA endaði í 3. sæti og tímabilið á undan virtist bara hafa verið smá skammhlaup í kerfinu. Annað kom á daginn. Hrunið Hagkerfið var ekki það eina sem hrundi hér á Íslandi 2008. Þá féll ÍA í þriðja sinn í sögu félagsins. Liðið var ekki svipur hjá sjón frá tímabilinu áður. Guðjón var rekinn um mitt tímabil, Bjarni seldur til KR og tvíburarnir voru ráðnir aftur sem spilandi þjálfarar. Guðjón Þórðarson lét þau fleygu ummæli falla í viðtali við KR-útvarpið: „Þú býrð ekki til kjúklingasalat úr kjúklingaskít“.Fótbolti.net Þeir tóku við í nánast ómögulegri stöðu og ekki lagaðist gengið. ÍA endaði á því að falla með aðeins þrettán stig og var níu stigum frá öruggu sæti. Nú fengu Arnar og Bjarki hins vegar að halda áfram og áttu að koma ÍA rakleitt aftur upp í efstu deild. Það fór ekki svo. Tímabilið 2009 er líklega það svartasta í sögu ÍA. Skagamenn hlupu á vegg og eftir 1-2 tap fyrir Selfossi um mitt tímabil voru Arnar og Bjarki látnir fara. ÍA var þá í 10. sæti næstefstu deildar með tólf stig, fimm stigum frá fallsæti en fjórtán stigum frá toppsætinu. Arnar og Bjarki Gunnlaugssynir tóku tvisvar við ÍA. Gengið var misgott undir þeirra stjórn.hafliði breiðfjörð Markvörður Íslandsmeistaraliðanna 1994-96, Þórður Þórðarson, tók við ÍA og liðið náði aðeins að rétta sinn hlut. Það lenti samt í 9. sæti sem er versti árangur þess frá upphafi. Þórður hélt áfram með ÍA. Liðið endaði í 5. sæti 2010 en vann næstefstu deild mjög sannfærandi árið eftir og komst aftur upp eftir þriggja ára fjarveru. Stutt gaman Skagamenn mættu stórir til leiks í Pepsi Max-deildina 2012. Jóhannes Karl Guðjónsson kom aftur heim og skoraði stórkostlegt aukaspyrnumark í sigri á Íslandsmeisturum KR á Akranesi. ÍA vann fyrstu fjóra leiki sína og var á toppnum fram í 6. umferð. Eftir það fjaraði undan liðinu en það endaði samt í 6. sæti með 32 stig sem var prýðilegur árangur, sérstaklega í ljósi þess að Englendingarnir Gary Martin og Mark Doninger fóru á miðju sumri. Þetta reyndist samt engin fyrirboði um bjartari tíð. Tímabilið 2013 var skelfilegt á Skaganum, aðeins þrír leikir unnust og ÍA fékk aðeins ellefu stig, eða hálft stig að meðaltali í leik. Þórður hætti um mitt sumar og Þorvaldur Örlygsson tók við. Sú breyting skilaði engu. ÍA þurfti því aftur að byrja upp á nýtt í næstefstu deild. Gunnlaugur Jónsson fékk það hlutverk að koma liðinu sínu aftur upp og gerði það í fyrstu tilraun. Næstu tvö tímabil voru svo þokkaleg. Skagamenn lentu í 7. sæti sem nýliðar 2015 og í 8. sæti árið eftir þegar Garðar Gunnlaugsson varð markakóngur deildarinnar með fjórtán mörk. Aftur í sama farið ÍA vann tíu leiki 2016 en aðeins þrjá árið eftir og féll í þriðja sinn á tíu árum. Gunnlaugur hætti þegar staðan var orðin mjög svört og við tók aðstoðarmaður hans, Jón Þór Hauksson. Gengið lagaðist eftir þjálfaraskiptin en staðan var orðin nánast ómöguleg og fall var óumflýjanlegt. ÍA fór sömu leið og eftir fallið 2013, fékk einn sinn dáðasta son til að koma á heimaslóðir og rífa liðið upp úr öskustónni. Undir stjórn Jóhannesar Karls Guðjónssonar unnu Skagamenn næstefstu deild 2018 og líkt og síðast þegar þeir komu upp byrjuðu þeir af fítonskrafti í Pepsi Max-deildinni 2019. Skagamenn höfðu oft tilefni til að fagna í upphafi tímabilsins 2019.vísir/daníel Með afar beinskeyttum leikstíl vann ÍA fimm af fyrstu sex leikjum sínum og var á toppnum eftir sex umferðir. Það fjaraði hins vegar hressilega undan liðinu eftir það. Akurnesingar unnu bara tvo af síðustu sextán leikjum sínum og enduðu í 10. sæti. Tímabilið 2020 var allt annað yfirbragð á ÍA-liðinu. Leiddir áfram af Tryggva Hrafni Haraldssyni og Stefáni Teiti Þórðarsyni skoruðu Skagamenn haug af mörkum en fengu líka haug af mörkum á sig. Þeir voru samt aldrei í fallbaráttu og voru í 8. sæti þegar tímabilið var flautað af vegna kórónuveirufaraldursins. Kraftaverkið Þegar þrjár umferðir voru eftir tímabilið 2021 benti allt til þess að ÍA myndi falla, enda liðið búið að tapa þremur leikjum í röð og var fimm stigum frá öruggu sæti. En þá sneru Skagamenn bökum saman, jafnt innan vallar sem utan. Stúkur landsins fylltust af gulum treyjum, ÍA vann síðustu þrjá leiki sína og bjargaði sér eftirminnilega frá falli í lokaleiknum í Keflavík. Allt varð vitlaust í stúkunni og Skagamenn höfðu svo sannarlega ástæðu til að gleðjast. Ekki nóg með það heldur komst liðið í bikarúrslit í fyrsta sinn í átján ár. Þar reyndust Víkingar hins vegar of stór biti. Endasprettur tímabilsins 2021 hjá ÍA verður lengi í minnum hafður.vísir/daníel Skammvinn gleði Einhver hefði haldið að Skagamenn myndu læra af tímabilinu 2021 og nýta meðbyrinn frá endasprettinum frábæra. Heldur betur ekki. Jóhannes Karl hætti til að taka við stöðu aðstoðarþjálfara karlalandsliðsins í byrjun árs og Jón Þór fékk þá draumastarfið. Byrjunin lofaði góðu og brjóstkassi Skagamanna var útþaninn eftir frábæran 3-0 sigur á Íslands- og bikarmeisturum Víkinga í 2. umferð. Það reyndist hins vegar hápunktur tímabilsins. Skagamenn soguðust fljótlega niður í kviksyndi fallbaráttunnar og náðu aldrei sama skriðþunga á ögurstundu og tímabilið á undan. Og eftir 2-2 jafntefli við Leikni í Breiðholtinu í 3. umferð úrslitakeppninnar voru örlög ÍA svo gott sem ráðin. Og þrátt fyrir tvo sigra í síðustu tveimur umferðunum eru Skagamenn fallnir í fjórða sinn á fimmtán árum og þetta fornfræga stórveldi er áfram í sömu tilvistarkreppu og það hefur verið í undanfarna tvo áratugi eða svo. Úr leik Leiknis og ÍA þar sem örlög beggja liða réðust svo gott sem endanlega.vísir/hulda margrét En hvernig komst þetta sögufræga félag á þennan stað? Félag sem hefur framleitt alla þessa atvinnumenn og goðsagnir í íslenskum fótbolta. Félag úr bæ sem erlendir sjónvarpsfréttamenn hafa ítrekað sótt heim til að kanna hvað sé að finna í vatninu þar. Af hverju eru núna að koma upp kynslóðir sem þekkja bara glæsta sögu ÍA af því að blaða í gömlum bókum eða af afspurn? Leitast verður við að svara því í greinaröð hér á Vísi í vikunni. ÍA: Hnignun stórveldis Besta deild karla ÍA Akranes Fréttaskýringar Mest lesið Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 „Ég þarf smá útrás“ Handbolti Dagskráin í dag: Jólamánuðurinn hefst á allskonar Sport Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið Enski boltinn Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Enski boltinn Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Körfubolti Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern Fótbolti Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Fótbolti HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Fótbolti Öruggur sigur ÍBV gegn Val Handbolti
Á laugardaginn lék ÍA sinn síðasta leik í Bestu deild karla í bili þegar liðið sigraði FH, 1-2. Þetta var fyrsti sigur Akurnesinga í Kaplakrika í 21 ár. Það breytti því þó ekki að Skagamenn eru fallnir úr efstu deild í fjórða sinn á síðustu fimmtán árum. Það hefði því hæglega verið hægt að skrifa þessa fréttaskýringu 2017, 2013 og 2008. En það þarf að spóla enn lengra aftur á bak og hefja sögu fyrr til að átta sig á því af hverju átjánfaldir Íslandsmeistarar og nífaldir bikarmeistarar Skagamanna eru í þeirri stöðu sem þeir eru í núna. Hlynur Sævar Jónsson svekktur eftir 1-2 tap ÍA gegn Leikni á Akranesi í 22. umferð Bestu deildarinnar. Skagamenn voru þá á botni deildarinnar en eigðu von í úrslitakeppni neðri hlutans. En ekki gekk sem skildi þar og ÍA féll.vísir/diego Segja má að ÍA sé hið sanna stórveldi íslensks nútímafótbolta. Hvað er nútímafótbolti gæti þá einhver spurt og við þeirri spurningu er ekki til eitt rétt svar. Hægt er að miða við árið 1959 þegar tvöföld umferð var tekin upp. Við það tvöfaldaðist fjöldi leikja frá tímabilinu á undan. Frá 1959 hefur ÍA þrettán sinnum orðið Íslandsmeistari, oftar en nokkurt annað félag. Á árunum 1959-2001 liðu aldrei meira en níu ár milli Íslandsmeistaratitla hjá ÍA. Það var lengsta ganga Skagamanna í eyðimörkinni. Annars var þetta meira og minna gósentíð. Eftir mikla velgengni framan af 9. áratug síðustu aldar, þar sem ÍA vann meðal annars tvöfalt tvö ár í röð 1983 og 1984, sem ekkert annað félag hefur afrekað, hallaði undan fæti og liðið féll 1990. Skagamenn voru í góðri æfingu við að fagna stórum titlum. Hér kætast þeir eftir bikarúrslitaleikinn 1983 þar sem þeir sigruðu Eyjamenn, 2-1.ljósmyndasafn akraness/dúi j. landmark Skagamenn voru ekki lengi að snúa vörn í sókn. Þeir urðu Íslandsmeistarar sem nýliðar 1992 og bættu fjórum Íslandsmeistaratitlum og tveimur bikartitlum við á næstu fjórum árum. Skagamenn létu krúnuna ekki af hendi, þeir lánuðu hana bara. Enn líf í dýrinu Ef maður ætlar að teygja sig mjög langt væri hægt að segja að fyrstu stóru mistökin sem ÍA gerði hafi verið ráðningin á Ivan Golac fyrir tímabilið 1997. Skagamenn áttuðu sig þó fljótlega á þeim mistökum, ráku Golac og hóuðu aftur í Loga Ólafsson sem gerði þá að Íslandsmeisturum á eins sannfærandi hátt og mögulegt var 1995. Ivan Golac var sannfærður um að ÍA myndi vinna alla leiki tímabilsins 1997. Eftir tap í fyrsta leik sagði hann að liðið myndi vinna næstu sautján. Eftir jafntefli í öðrum leik voru svörin svipuð. Liðið myndi vinna næstu sextán.Morgunblaðið ÍA var á endanum bara fimm stigum frá toppsætinu 1997 og með réttri þjálfararáðningu hefðu Akurnesingar mögulega getað unnið sjötta titilinn í röð. En líftími þess liðs var liðinn. ÍA lenti í 3.-5. sæti á árunum 1998-2000 og varð bikarmeistari 2000 undir stjórn síns gamla fyrirliða, Ólafs Þórðarsonar, sem tók við liðinu fyrir bikarúrslitaleikinn 1999 þar sem það tapaði fyrir KR. ÍA vann sinn átjánda og síðasta Íslandsmeistaratitil eftir hreinan úrslitaleik gegn ÍBV í Eyjum 2001.ljósmyndasafn akraness/friðþjófur helgason ÍA varð svo Íslandsmeistari í átjánda sinn 2001. Það er óvæntasti Íslandsmeistaratitill síðustu ára enda þótti ÍA ekki líklegt til afreka fyrir tímabilið. Sterkir leikmenn höfðu yfirgefið ÍA um veturinn og félagið rambaði á barmi gjaldþrots. En Ólafur barði í brestina og vann eitt mesta þjálfaraafrek íslenskrar fótboltasögu. Fögnuður Skagamanna eftir 2-2 jafntefli gegn ÍBV í Eyjum í hreinum úrslitaleik um titilinn var svo mikill og fullorðnir menn felldu gleðitár. Hæg hnignun Titilvörn Skagamanna árið eftir var vægast sagt endaslepp. Þeir voru í fallbaráttu 2002 og gátu þakkað eftirminnilegri innkomu Bjarka Gunnlaugssonar að ekki fór verr. Yngri bróðir Bjarka, Garðar, tryggði ÍA bikarmeistaratitilinn 2003 en það er síðasti titill sem félagið hefur unnið. Síðan eru liðin nítján ár. Tímabilin 2003-05 voru keimlík hjá Akurnesingum. Þeir byrjuðu illa, áttu erfitt með að skora en gátu alltaf treyst á öfluga vörn með þá Gunnlaug Jónsson og Reyni Leósson í broddi fylkingar. Liðið varð betra eftir því sem á tímabilin leið og endaði í 3. sæti á árunum 2003-05 en var aldrei í baráttu um Íslandsmeistaratitilinn. Ólafur þjálfari hefði líklega átt að láta staðar numið á þessum tíma en hélt áfram. Skurðpunkturinn Hægt er að líta á tímabilið 2006 sem skurðpunkt í sögu ÍA. Gunnlaugur og Reynir hurfu á braut en Bjarni og Þórður Guðjónssynir og Arnar Gunnlaugsson sneru aftur heim eftir mislanga útlegð og væntingarnar voru miklar. En ÍA tapaði fyrstu fimm leikjunum sínum og Ólafur hætti í kjölfarið. Bjarni, Arnar og Þórður sneru aftur á Skagann og stilltu sér upp fyrir þessa frábæru mynd.dv Við tóku tvíburarnir Arnar og Bjarki Gunnlaugssynir en þeir voru spilandi þjálfarar. Undir þeirra stjórn spilaði ÍA mjög skemmtilegan sóknarbolta og árangurinn var nokkuð góður. Skagamenn töpuðu aðeins einum leik í seinni umferðinni, gegn Íslandsmeisturum FH-inga, og björguðu sér frá falli. Þrátt fyrir það fengu tvíburarnir ekki tækifæri til að halda áfram með ÍA. Félagið fór öruggu leiðina og Guðjón Þórðarson tók við liðinu í fjórða skiptið. Líkt og tímabilið á undan byrjuðu Skagamenn illa. En eftir að hafa sótt sterka erlenda leikmenn og Guðjón fann rétta leikkerfið byrjuðu hlutirnir að smella. ÍA endaði í 3. sæti og tímabilið á undan virtist bara hafa verið smá skammhlaup í kerfinu. Annað kom á daginn. Hrunið Hagkerfið var ekki það eina sem hrundi hér á Íslandi 2008. Þá féll ÍA í þriðja sinn í sögu félagsins. Liðið var ekki svipur hjá sjón frá tímabilinu áður. Guðjón var rekinn um mitt tímabil, Bjarni seldur til KR og tvíburarnir voru ráðnir aftur sem spilandi þjálfarar. Guðjón Þórðarson lét þau fleygu ummæli falla í viðtali við KR-útvarpið: „Þú býrð ekki til kjúklingasalat úr kjúklingaskít“.Fótbolti.net Þeir tóku við í nánast ómögulegri stöðu og ekki lagaðist gengið. ÍA endaði á því að falla með aðeins þrettán stig og var níu stigum frá öruggu sæti. Nú fengu Arnar og Bjarki hins vegar að halda áfram og áttu að koma ÍA rakleitt aftur upp í efstu deild. Það fór ekki svo. Tímabilið 2009 er líklega það svartasta í sögu ÍA. Skagamenn hlupu á vegg og eftir 1-2 tap fyrir Selfossi um mitt tímabil voru Arnar og Bjarki látnir fara. ÍA var þá í 10. sæti næstefstu deildar með tólf stig, fimm stigum frá fallsæti en fjórtán stigum frá toppsætinu. Arnar og Bjarki Gunnlaugssynir tóku tvisvar við ÍA. Gengið var misgott undir þeirra stjórn.hafliði breiðfjörð Markvörður Íslandsmeistaraliðanna 1994-96, Þórður Þórðarson, tók við ÍA og liðið náði aðeins að rétta sinn hlut. Það lenti samt í 9. sæti sem er versti árangur þess frá upphafi. Þórður hélt áfram með ÍA. Liðið endaði í 5. sæti 2010 en vann næstefstu deild mjög sannfærandi árið eftir og komst aftur upp eftir þriggja ára fjarveru. Stutt gaman Skagamenn mættu stórir til leiks í Pepsi Max-deildina 2012. Jóhannes Karl Guðjónsson kom aftur heim og skoraði stórkostlegt aukaspyrnumark í sigri á Íslandsmeisturum KR á Akranesi. ÍA vann fyrstu fjóra leiki sína og var á toppnum fram í 6. umferð. Eftir það fjaraði undan liðinu en það endaði samt í 6. sæti með 32 stig sem var prýðilegur árangur, sérstaklega í ljósi þess að Englendingarnir Gary Martin og Mark Doninger fóru á miðju sumri. Þetta reyndist samt engin fyrirboði um bjartari tíð. Tímabilið 2013 var skelfilegt á Skaganum, aðeins þrír leikir unnust og ÍA fékk aðeins ellefu stig, eða hálft stig að meðaltali í leik. Þórður hætti um mitt sumar og Þorvaldur Örlygsson tók við. Sú breyting skilaði engu. ÍA þurfti því aftur að byrja upp á nýtt í næstefstu deild. Gunnlaugur Jónsson fékk það hlutverk að koma liðinu sínu aftur upp og gerði það í fyrstu tilraun. Næstu tvö tímabil voru svo þokkaleg. Skagamenn lentu í 7. sæti sem nýliðar 2015 og í 8. sæti árið eftir þegar Garðar Gunnlaugsson varð markakóngur deildarinnar með fjórtán mörk. Aftur í sama farið ÍA vann tíu leiki 2016 en aðeins þrjá árið eftir og féll í þriðja sinn á tíu árum. Gunnlaugur hætti þegar staðan var orðin mjög svört og við tók aðstoðarmaður hans, Jón Þór Hauksson. Gengið lagaðist eftir þjálfaraskiptin en staðan var orðin nánast ómöguleg og fall var óumflýjanlegt. ÍA fór sömu leið og eftir fallið 2013, fékk einn sinn dáðasta son til að koma á heimaslóðir og rífa liðið upp úr öskustónni. Undir stjórn Jóhannesar Karls Guðjónssonar unnu Skagamenn næstefstu deild 2018 og líkt og síðast þegar þeir komu upp byrjuðu þeir af fítonskrafti í Pepsi Max-deildinni 2019. Skagamenn höfðu oft tilefni til að fagna í upphafi tímabilsins 2019.vísir/daníel Með afar beinskeyttum leikstíl vann ÍA fimm af fyrstu sex leikjum sínum og var á toppnum eftir sex umferðir. Það fjaraði hins vegar hressilega undan liðinu eftir það. Akurnesingar unnu bara tvo af síðustu sextán leikjum sínum og enduðu í 10. sæti. Tímabilið 2020 var allt annað yfirbragð á ÍA-liðinu. Leiddir áfram af Tryggva Hrafni Haraldssyni og Stefáni Teiti Þórðarsyni skoruðu Skagamenn haug af mörkum en fengu líka haug af mörkum á sig. Þeir voru samt aldrei í fallbaráttu og voru í 8. sæti þegar tímabilið var flautað af vegna kórónuveirufaraldursins. Kraftaverkið Þegar þrjár umferðir voru eftir tímabilið 2021 benti allt til þess að ÍA myndi falla, enda liðið búið að tapa þremur leikjum í röð og var fimm stigum frá öruggu sæti. En þá sneru Skagamenn bökum saman, jafnt innan vallar sem utan. Stúkur landsins fylltust af gulum treyjum, ÍA vann síðustu þrjá leiki sína og bjargaði sér eftirminnilega frá falli í lokaleiknum í Keflavík. Allt varð vitlaust í stúkunni og Skagamenn höfðu svo sannarlega ástæðu til að gleðjast. Ekki nóg með það heldur komst liðið í bikarúrslit í fyrsta sinn í átján ár. Þar reyndust Víkingar hins vegar of stór biti. Endasprettur tímabilsins 2021 hjá ÍA verður lengi í minnum hafður.vísir/daníel Skammvinn gleði Einhver hefði haldið að Skagamenn myndu læra af tímabilinu 2021 og nýta meðbyrinn frá endasprettinum frábæra. Heldur betur ekki. Jóhannes Karl hætti til að taka við stöðu aðstoðarþjálfara karlalandsliðsins í byrjun árs og Jón Þór fékk þá draumastarfið. Byrjunin lofaði góðu og brjóstkassi Skagamanna var útþaninn eftir frábæran 3-0 sigur á Íslands- og bikarmeisturum Víkinga í 2. umferð. Það reyndist hins vegar hápunktur tímabilsins. Skagamenn soguðust fljótlega niður í kviksyndi fallbaráttunnar og náðu aldrei sama skriðþunga á ögurstundu og tímabilið á undan. Og eftir 2-2 jafntefli við Leikni í Breiðholtinu í 3. umferð úrslitakeppninnar voru örlög ÍA svo gott sem ráðin. Og þrátt fyrir tvo sigra í síðustu tveimur umferðunum eru Skagamenn fallnir í fjórða sinn á fimmtán árum og þetta fornfræga stórveldi er áfram í sömu tilvistarkreppu og það hefur verið í undanfarna tvo áratugi eða svo. Úr leik Leiknis og ÍA þar sem örlög beggja liða réðust svo gott sem endanlega.vísir/hulda margrét En hvernig komst þetta sögufræga félag á þennan stað? Félag sem hefur framleitt alla þessa atvinnumenn og goðsagnir í íslenskum fótbolta. Félag úr bæ sem erlendir sjónvarpsfréttamenn hafa ítrekað sótt heim til að kanna hvað sé að finna í vatninu þar. Af hverju eru núna að koma upp kynslóðir sem þekkja bara glæsta sögu ÍA af því að blaða í gömlum bókum eða af afspurn? Leitast verður við að svara því í greinaröð hér á Vísi í vikunni.