Magnus Carlsen mætir til Íslands á sunnudag í baráttu um sextíu milljónir króna Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 21. október 2022 15:46 Magnus Carlsen hefur verið í kastljósi fjölmiðlana undanfarnar vikur. Þetta verður fyrsta einstaklingkeppnin sem hann tekur þátt í eftir tapið umtalaða gegn Niemann. Getty/Dan Kitwood Skákáhugamenn hér á landi iða í skinninu enda aðeins tveir sólarhringar í að heimsmeistarinn Magnus Carlsen komi til landsins. Átta sterkir skákmenn berjast um tæplega sextíu milljóna króna verðlaunafé á heimsmeistaramótinu í afsprengi skákar úr smiðju Bobby Fischer. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Carlsen kemur til landsins en sviðsljósið á skákheiminn hefur sjaldan ef nokkurn tímann verið meira. Ástæðan er ásakanir Carlsen á hendur Bandaríkjamanninum Hans Niemann um svindl. Niemann hefur stefnt Carlsen og fleirum í skákheiminum og krefst milljarða í skaðabætur. Carlsen og Niemann við taflborðið. Saint Louis Chess Club/Crystal Fuller Niemann er reyndar ekki einn þeirra sem keppir á mótinu í Reykjavík í næstu viku. Þar er þó enga aukvisa að finna. Wesley So, ríkjandi heimsmeistari í Fischer-skák, er líklegur til afreks. Sömuleiðis Ian Nepomniachtchi sem beið lægri hlut í síðasta heimsmeistaraeinvígi við Carlsen. Hikaru Nakamura, sem kalla mætti streymiskóng skákheimsins, mætir til Íslands. Sá mokar inn peningum með streymi á YouTube og Twitch. Hann er þekktur fyrir að vera hrokafullur en á skemmtilegan hátt. Þá er úsbeska undrabarnið, hinn sautján ára Nodirbek Abdusattorov, á meðal keppenda. Ungstirnið er heimsmeistari í atskák og leiddi Úsbeka til sigurs á Ólympíuskákmótinu. Keppendurnir átta sem berjast um 400 þúsund dollara, um 58 milljónir íslenskra króna.frchess.com Hjörvar Steinn Grétarsson, tvöfaldur Íslandsmeistari og stigahæsti skákmaður landsins, er fulltrúi gestgjafans. Íslands. Heildarverðlaunafé er upp 400 þúsund dollara en sigurvegari nælir sér í 150 þúsund dollara; rúmlega 21 milljón króna. Sá sem lendir í síðasta sæti fær rúma milljón. Aðrir einhvers staðar þar á milli eftir árangri. Aðspurður hvernig hafi tekist að fjármagna verðlaunafé á borð við þetta nefnir Gunnar rausnarlega styrki frá ríki og Reykjavíkurborg. Auk þess norskur rétthafi heimsmeistaramótsins. Reynir aðeins á heilann Gunnar Björnsson er forseti Skáksambands Íslands. Hann var staddur við undirbúning keppninnar á Hótel Natura, áður Hótel Loftleiðum, þegar blaðamaður náði af honum tali. Von er á keppendum til landsins á sunnudagskvöld, flestum í það minnsta, og svo verður dregið í riðla á opnunarhátíð á mánudagskvöld. Hjörvar Steinn Grétarsson hefur sankað að sér verðlaunagripum í gegnum tíðina fyrir frammistöðu sína við taflborðið. Hér klappar Gunnar Björnsson honum lof í lófa. Gunnar segir fyrirkomulagið að einhverju leyti eins og þekkist í boltaíþróttum. Tveir fjögurra manna riðlar. Tveir komast upp úr hverjum riðli. Svo er teflt í kross, þ.e. efsti maður í öðrum riðlinum mætir öðru sætinu í hinum, og að lokum er keppt til úrslita. En hvað er Fischer-skák? Hún er eðli máls samkvæmt skyld venjulegri skák. Helsti munurinn er sá að keppendur vita ekki hvernig taflmennirnir átta fyrir aftan peðin raðast í upphafi skákar. „Korteri fyrir skák fá þeir að sjá stöðuna og mega fara afsíðis með þjálfara sínum. Þeir mega skoða stöðuna í tíu til tólf mínútur án tölvu og síma,“ útskýrir Gunnar. Bobby Fischer mætir í þriðju skákina í einvíginu við Boris Spassky í Laugardalshöll í júlí 1972. Sæmi rokk fylgist með.Express Newspapers/Getty Images „Þetta reynir aðeins á heilann,“ bætir hann við. Blaðamaður efast ekki um það eitt augnablik. En veltir fyrir sér hvort þessi keppni sé á léttari nótum en önnur skákmót. Hér sé verið að heiðra Bobby Fischer, reglurnar öðruvísi og keppendur séu mættir til að skemmta sér. „Verðlaunin eru 400 þúsund dollarar svo ég myndi ekki segja að þetta væri á léttu nótunum,“ útskýrir Gunnar fyrir blaðamanni. Heimsækja Fischer-setrið Gunnar útskýrir fyrir blaðamanni að Magnus Carlsen eigi alls ekkert sigurinn vísann þrátt fyrir að vera heimsmeistari og óumdeilanlega sterkari skákmaður heimsins. Í fyrsta og eina heimsmeistaramótinu í Fischer-skák til þessa hafi Wesley So unnið öruggan sigur á Carlsen. Svo séu keppendur misvanir að tefla þetta afbrigði skákar. Vafalítið hafi menn verið við stífar æfingar í Fischer-afbrigðinu. Þykist hann vita að Hjörvar Steinn hafi notað undanfarna daga og vikur til að æfa sig gegn tölvum. Þannig öðlist reynsla við að fá hugmyndir hvernig skuli tefla í þeim ólíku stöðum sem upp geti komið. Leiði skákmeistarans Bobby Fischers.Skáksamband Íslands Hvert einvígi samanstendur af tveimur klukkustundarlöngum skákum. Keppendur mæta tveimur andstæðingum á hverjum degi. Því er um að ræða fjögurra klukkustunda langa törn á Hótel Natura. Vettvangurinn tengist Bobby Fischer sem gisti á hótelinu í Einvígi aldarinnar 1972, fyrir fimmtíu árum. Jú, það er verið að halda upp á afmæli einvígisins. Reiknað er með að keppendur noti frídag á föstudaginn til að heimsækja gröf Fischer og setur í hans nafni á Selfossi. Gunnar segir ekki von á mörgum blaðamönnum að utan vegna mótsins. Þó sé von á hópi frá Ríkisútvarpi Norðmanna, NRK, sem fylgja Carlsen eftir hvert fótmál. Keppt verður til úrslita aðra helgi. Undanúrslit á laugardegi og úrslit á sunnudegi. Sýnt verður frá mótinu á RÚV þar sem Ingvar Þór Jóhannesson og Björn Þorfinnsson verða í aðalhlutverkum. Skák Árborg Einvígi aldarinnar Reykjavík HM í Fischer-skák í Reykjavík 2022 Tengdar fréttir Einvígi aldarinnar 50 ára – Afmælinu fagnað í Vík í Mýrdal Kötlusetur í Vík í Mýrdal mun fagna því á morgun, 9. júlí að 50 ár eru liðin frá einvígi aldarinnar í skák með skáksýningu og hraðskákmóti í setrinu. 8. júlí 2022 11:15 Ríkasti skákmaður heims er ekki sá besti Átta sterkustu skákmenn heims, að undanskildum heimsmeistarunum, Magnus Carlsen, bítast nú um réttinn til að skora heimsmeistarann á hólm, í áskorendamóti sem haldið er í Madrid. Nú þegar tvær umferðir eru eftir af mótinu bendir allt til þess að Rússinn Ian Nepómníatsjí fari með sigur af hólmi, en engu að síður en það Bandaríkjamaðurinn Nakamura, sem athygli flestra beinist að. 3. júlí 2022 16:30 Niemann stefnir Carlsen og krefst 15 milljarða króna Skákmaðurinn umtalaði, Hans Niemann hefur birt lögsókn sína gegn öflum innan skákheimsins vegna skemmda sem aðilarnir eru sagðir hafa unnið á orðspori Niemann. Meðal þeirra aðila sem lögsóttir eru eru skákmaðurinn Magnus Carlsen og skákvefurinn Chess.com. 20. október 2022 22:48 Forseti norska skáksambandsins viðurkennir svindl og er hættur Joachim Birger Nilsen, forseti norska Skáksambandsins, hefur sagt af sér eftir að hann viðurkenndi í gær að hafa svindlað á móti tímabilið 2016 til 2017. Hinn 29 ára Nilsen tefldi á sínum tíma fyrir skákliðið Norway Gnomes, því sama og hinn bandaríski Hans Niemann tefldi fyrir árið 2020. 7. október 2022 10:53 Mest lesið Gagnrýnir CrossFit: Flýja alla ábyrgð og láta aðra sjá um kostnaðinn Sport Fær meira fyrir hálftíma ræðu en fyrir að spila heilt tímabil Körfubolti Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Enski boltinn „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir dullað sér úr“ Körfubolti Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Fótbolti „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ Handbolti Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 Ætlaði að ná hundraðasta sigrinum en endaði upp á spítala Sport Dagskráin í dag: Jólamánuðurinn hefst á allskonar Sport Dagur Dan komst ekki í úrslitaleikinn Fótbolti Fleiri fréttir Ætlaði að ná hundraðasta sigrinum en endaði upp á spítala Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Gagnrýnir CrossFit: Flýja alla ábyrgð og láta aðra sjá um kostnaðinn Dagur Dan komst ekki í úrslitaleikinn Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir dullað sér úr“ Fær meira fyrir hálftíma ræðu en fyrir að spila heilt tímabil „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ Dagskráin í dag: Jólamánuðurinn hefst á allskonar Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn „Ég þarf smá útrás“ Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Íslendingaliðin með örugga sigra í Portúgal Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern AC Milan aftur á sigurbraut Janus og félagar á toppnum eftir sjöunda sigurinn í röð Norsku stelpurnar hans Þóris með fullt hús Öruggur sigur ÍBV gegn Val Mark dæmt af Elíasi en liðið upp um fjögur sæti Þrenna og vítaþrenna í leikjum dagsins Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið „Ætla að gefa þessum kosningum frí“ Landsliðsmenn Stjörnunnar skoruðu saman 53 stig í fyrri hálfleik HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Steinlágu á móti neðsta liðinu Börsungar töpuðu óvænt á heimavelli Haukarnir með þrjú síðustu mörkin og eru í góðum málum Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Þór Þ. 124-82 | Þórsarar kjöldregnir í Garðabænum Suður-Afríkummenn vilja halda Ólympíuleikana eftir tólf ár Sjá meira
Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Carlsen kemur til landsins en sviðsljósið á skákheiminn hefur sjaldan ef nokkurn tímann verið meira. Ástæðan er ásakanir Carlsen á hendur Bandaríkjamanninum Hans Niemann um svindl. Niemann hefur stefnt Carlsen og fleirum í skákheiminum og krefst milljarða í skaðabætur. Carlsen og Niemann við taflborðið. Saint Louis Chess Club/Crystal Fuller Niemann er reyndar ekki einn þeirra sem keppir á mótinu í Reykjavík í næstu viku. Þar er þó enga aukvisa að finna. Wesley So, ríkjandi heimsmeistari í Fischer-skák, er líklegur til afreks. Sömuleiðis Ian Nepomniachtchi sem beið lægri hlut í síðasta heimsmeistaraeinvígi við Carlsen. Hikaru Nakamura, sem kalla mætti streymiskóng skákheimsins, mætir til Íslands. Sá mokar inn peningum með streymi á YouTube og Twitch. Hann er þekktur fyrir að vera hrokafullur en á skemmtilegan hátt. Þá er úsbeska undrabarnið, hinn sautján ára Nodirbek Abdusattorov, á meðal keppenda. Ungstirnið er heimsmeistari í atskák og leiddi Úsbeka til sigurs á Ólympíuskákmótinu. Keppendurnir átta sem berjast um 400 þúsund dollara, um 58 milljónir íslenskra króna.frchess.com Hjörvar Steinn Grétarsson, tvöfaldur Íslandsmeistari og stigahæsti skákmaður landsins, er fulltrúi gestgjafans. Íslands. Heildarverðlaunafé er upp 400 þúsund dollara en sigurvegari nælir sér í 150 þúsund dollara; rúmlega 21 milljón króna. Sá sem lendir í síðasta sæti fær rúma milljón. Aðrir einhvers staðar þar á milli eftir árangri. Aðspurður hvernig hafi tekist að fjármagna verðlaunafé á borð við þetta nefnir Gunnar rausnarlega styrki frá ríki og Reykjavíkurborg. Auk þess norskur rétthafi heimsmeistaramótsins. Reynir aðeins á heilann Gunnar Björnsson er forseti Skáksambands Íslands. Hann var staddur við undirbúning keppninnar á Hótel Natura, áður Hótel Loftleiðum, þegar blaðamaður náði af honum tali. Von er á keppendum til landsins á sunnudagskvöld, flestum í það minnsta, og svo verður dregið í riðla á opnunarhátíð á mánudagskvöld. Hjörvar Steinn Grétarsson hefur sankað að sér verðlaunagripum í gegnum tíðina fyrir frammistöðu sína við taflborðið. Hér klappar Gunnar Björnsson honum lof í lófa. Gunnar segir fyrirkomulagið að einhverju leyti eins og þekkist í boltaíþróttum. Tveir fjögurra manna riðlar. Tveir komast upp úr hverjum riðli. Svo er teflt í kross, þ.e. efsti maður í öðrum riðlinum mætir öðru sætinu í hinum, og að lokum er keppt til úrslita. En hvað er Fischer-skák? Hún er eðli máls samkvæmt skyld venjulegri skák. Helsti munurinn er sá að keppendur vita ekki hvernig taflmennirnir átta fyrir aftan peðin raðast í upphafi skákar. „Korteri fyrir skák fá þeir að sjá stöðuna og mega fara afsíðis með þjálfara sínum. Þeir mega skoða stöðuna í tíu til tólf mínútur án tölvu og síma,“ útskýrir Gunnar. Bobby Fischer mætir í þriðju skákina í einvíginu við Boris Spassky í Laugardalshöll í júlí 1972. Sæmi rokk fylgist með.Express Newspapers/Getty Images „Þetta reynir aðeins á heilann,“ bætir hann við. Blaðamaður efast ekki um það eitt augnablik. En veltir fyrir sér hvort þessi keppni sé á léttari nótum en önnur skákmót. Hér sé verið að heiðra Bobby Fischer, reglurnar öðruvísi og keppendur séu mættir til að skemmta sér. „Verðlaunin eru 400 þúsund dollarar svo ég myndi ekki segja að þetta væri á léttu nótunum,“ útskýrir Gunnar fyrir blaðamanni. Heimsækja Fischer-setrið Gunnar útskýrir fyrir blaðamanni að Magnus Carlsen eigi alls ekkert sigurinn vísann þrátt fyrir að vera heimsmeistari og óumdeilanlega sterkari skákmaður heimsins. Í fyrsta og eina heimsmeistaramótinu í Fischer-skák til þessa hafi Wesley So unnið öruggan sigur á Carlsen. Svo séu keppendur misvanir að tefla þetta afbrigði skákar. Vafalítið hafi menn verið við stífar æfingar í Fischer-afbrigðinu. Þykist hann vita að Hjörvar Steinn hafi notað undanfarna daga og vikur til að æfa sig gegn tölvum. Þannig öðlist reynsla við að fá hugmyndir hvernig skuli tefla í þeim ólíku stöðum sem upp geti komið. Leiði skákmeistarans Bobby Fischers.Skáksamband Íslands Hvert einvígi samanstendur af tveimur klukkustundarlöngum skákum. Keppendur mæta tveimur andstæðingum á hverjum degi. Því er um að ræða fjögurra klukkustunda langa törn á Hótel Natura. Vettvangurinn tengist Bobby Fischer sem gisti á hótelinu í Einvígi aldarinnar 1972, fyrir fimmtíu árum. Jú, það er verið að halda upp á afmæli einvígisins. Reiknað er með að keppendur noti frídag á föstudaginn til að heimsækja gröf Fischer og setur í hans nafni á Selfossi. Gunnar segir ekki von á mörgum blaðamönnum að utan vegna mótsins. Þó sé von á hópi frá Ríkisútvarpi Norðmanna, NRK, sem fylgja Carlsen eftir hvert fótmál. Keppt verður til úrslita aðra helgi. Undanúrslit á laugardegi og úrslit á sunnudegi. Sýnt verður frá mótinu á RÚV þar sem Ingvar Þór Jóhannesson og Björn Þorfinnsson verða í aðalhlutverkum.
Skák Árborg Einvígi aldarinnar Reykjavík HM í Fischer-skák í Reykjavík 2022 Tengdar fréttir Einvígi aldarinnar 50 ára – Afmælinu fagnað í Vík í Mýrdal Kötlusetur í Vík í Mýrdal mun fagna því á morgun, 9. júlí að 50 ár eru liðin frá einvígi aldarinnar í skák með skáksýningu og hraðskákmóti í setrinu. 8. júlí 2022 11:15 Ríkasti skákmaður heims er ekki sá besti Átta sterkustu skákmenn heims, að undanskildum heimsmeistarunum, Magnus Carlsen, bítast nú um réttinn til að skora heimsmeistarann á hólm, í áskorendamóti sem haldið er í Madrid. Nú þegar tvær umferðir eru eftir af mótinu bendir allt til þess að Rússinn Ian Nepómníatsjí fari með sigur af hólmi, en engu að síður en það Bandaríkjamaðurinn Nakamura, sem athygli flestra beinist að. 3. júlí 2022 16:30 Niemann stefnir Carlsen og krefst 15 milljarða króna Skákmaðurinn umtalaði, Hans Niemann hefur birt lögsókn sína gegn öflum innan skákheimsins vegna skemmda sem aðilarnir eru sagðir hafa unnið á orðspori Niemann. Meðal þeirra aðila sem lögsóttir eru eru skákmaðurinn Magnus Carlsen og skákvefurinn Chess.com. 20. október 2022 22:48 Forseti norska skáksambandsins viðurkennir svindl og er hættur Joachim Birger Nilsen, forseti norska Skáksambandsins, hefur sagt af sér eftir að hann viðurkenndi í gær að hafa svindlað á móti tímabilið 2016 til 2017. Hinn 29 ára Nilsen tefldi á sínum tíma fyrir skákliðið Norway Gnomes, því sama og hinn bandaríski Hans Niemann tefldi fyrir árið 2020. 7. október 2022 10:53 Mest lesið Gagnrýnir CrossFit: Flýja alla ábyrgð og láta aðra sjá um kostnaðinn Sport Fær meira fyrir hálftíma ræðu en fyrir að spila heilt tímabil Körfubolti Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Enski boltinn „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir dullað sér úr“ Körfubolti Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Fótbolti „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ Handbolti Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 Ætlaði að ná hundraðasta sigrinum en endaði upp á spítala Sport Dagskráin í dag: Jólamánuðurinn hefst á allskonar Sport Dagur Dan komst ekki í úrslitaleikinn Fótbolti Fleiri fréttir Ætlaði að ná hundraðasta sigrinum en endaði upp á spítala Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Gagnrýnir CrossFit: Flýja alla ábyrgð og láta aðra sjá um kostnaðinn Dagur Dan komst ekki í úrslitaleikinn Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir dullað sér úr“ Fær meira fyrir hálftíma ræðu en fyrir að spila heilt tímabil „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ Dagskráin í dag: Jólamánuðurinn hefst á allskonar Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn „Ég þarf smá útrás“ Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Íslendingaliðin með örugga sigra í Portúgal Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern AC Milan aftur á sigurbraut Janus og félagar á toppnum eftir sjöunda sigurinn í röð Norsku stelpurnar hans Þóris með fullt hús Öruggur sigur ÍBV gegn Val Mark dæmt af Elíasi en liðið upp um fjögur sæti Þrenna og vítaþrenna í leikjum dagsins Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið „Ætla að gefa þessum kosningum frí“ Landsliðsmenn Stjörnunnar skoruðu saman 53 stig í fyrri hálfleik HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Steinlágu á móti neðsta liðinu Börsungar töpuðu óvænt á heimavelli Haukarnir með þrjú síðustu mörkin og eru í góðum málum Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Þór Þ. 124-82 | Þórsarar kjöldregnir í Garðabænum Suður-Afríkummenn vilja halda Ólympíuleikana eftir tólf ár Sjá meira
Einvígi aldarinnar 50 ára – Afmælinu fagnað í Vík í Mýrdal Kötlusetur í Vík í Mýrdal mun fagna því á morgun, 9. júlí að 50 ár eru liðin frá einvígi aldarinnar í skák með skáksýningu og hraðskákmóti í setrinu. 8. júlí 2022 11:15
Ríkasti skákmaður heims er ekki sá besti Átta sterkustu skákmenn heims, að undanskildum heimsmeistarunum, Magnus Carlsen, bítast nú um réttinn til að skora heimsmeistarann á hólm, í áskorendamóti sem haldið er í Madrid. Nú þegar tvær umferðir eru eftir af mótinu bendir allt til þess að Rússinn Ian Nepómníatsjí fari með sigur af hólmi, en engu að síður en það Bandaríkjamaðurinn Nakamura, sem athygli flestra beinist að. 3. júlí 2022 16:30
Niemann stefnir Carlsen og krefst 15 milljarða króna Skákmaðurinn umtalaði, Hans Niemann hefur birt lögsókn sína gegn öflum innan skákheimsins vegna skemmda sem aðilarnir eru sagðir hafa unnið á orðspori Niemann. Meðal þeirra aðila sem lögsóttir eru eru skákmaðurinn Magnus Carlsen og skákvefurinn Chess.com. 20. október 2022 22:48
Forseti norska skáksambandsins viðurkennir svindl og er hættur Joachim Birger Nilsen, forseti norska Skáksambandsins, hefur sagt af sér eftir að hann viðurkenndi í gær að hafa svindlað á móti tímabilið 2016 til 2017. Hinn 29 ára Nilsen tefldi á sínum tíma fyrir skákliðið Norway Gnomes, því sama og hinn bandaríski Hans Niemann tefldi fyrir árið 2020. 7. október 2022 10:53