Gæddi framhjáflug Juno hjá Evrópu lífi Kjartan Kjartansson skrifar 25. október 2022 20:31 Ein af myndunum fjórum sem Juno tók af Evrópu og Björn setti saman í hreyfimynd af framhjáfluginu. Nærflugið tók aðeins um tvo tíma enda þeyttist Juno fram hjá á meira en 23 kílómetra hraða á sekúndu. NASA/JPL-Caltech/SwRI/MSSS/Björn Jónsson Ístunglið Evrópa birtist ljóslifandi á hreyfimynd sem íslenskur tölvunarfræðingur vann upp úr myndum bandaríska geimfarsins Juno þegar það þeyttist þar fram hjá á dögunum. Evrópa þykir eitt mest spennandi fyrirbæri sólkerfisins. Juno flaug fram hjá Evrópu, fjórða stærsta tungli Júpíters, 29. september. Myndirnar sem geimfarið náði af íshnettinum voru þær fyrstu frá því að Galíleó-geimfarið átti leið hjá fyrir 22 árum og þær skörpustu sem nokkru sinni hafa verið teknir af Evrópu. Þegar Juno flaug sem næst Evrópu var geimfarið í rétt rúmlega 350 kílómetra hæð yfir hrjóstrugu yfirborðinu. Áhugamál Björn Jónssonar, tölvunarfræðings, er að vinna myndir frá geimförum sem hafa heimsótt ytra sólkerfið í frítíma sínum. Hann hefur náð góðum árangri á því sviði og er meðal annars talinn hafa unnið nákvæmasta kort sem til er af yfirborði Evrópu með myndum frá Voyager 2 og Galíleó. Björn tók fjórar myndir sem JunoCam-myndavél Juno tók af Evrópu á meðan á framhjáfluginu stóð og gerði úr þeim hreyfimynd sem gæddi flugið lífi. „Ég setti myndirnar saman í kort af þessu tungli. Síðan eru þetta í rauninni bara þvívíddarmyndir af þessu korti þegar það er sett til baka yfir á kúlu,“ segir Björn við Vísi. Til þess notaði hann bæði hugbúnað sem hann hefur smíðað sjálfur og tól sem geimmyndvinnslusamfélagið vinnur með. Hreyfimyndin hefst við næturhlið Evrópu rétt eftir að Juno var sem næst tunglinu og 93 sekúndum áður en fyrsta myndin var tekin. Hreyfimyndin, sem sjá má í spilaranum hér fyrir neðan, er á þreföldum rauntíma. Henni lýkur þegar síðasta myndin var tekin. Juno's PJ45 Europa flyby (speeded up by a factor of 3) from Bjorn Jonsson on Vimeo. Tilgátur um líf í neðanjarðarhafi Þó að yfirborð Evrópu sé sprungin og kvörnuð ísskorpa svo langt sem augað eygir þykir hún einhver áhugaverðasti hnöttur sólkerfisins. Vísindamenn telja að undir ísnum leynist víðáttumikið neðanjarðarhaf fljótandi vatns, þökk sé hita sem myndast þegar flóðkraftar Júpíters toga tungli og teygja að innan. Á jörðinni þrífast örverur við jarðhitastrýtur á hafsbotninum þó að sólarljóss njóti ekki við. Þetta hefur vakið vonir um að líf gæti einnig hafa kviknað og þrifist í evrópska neðanjarðarhafinu. Til stendur að rannsaka Evrópu nánar í Clipper-leiðangri bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA sem hefst í fyrsta lagi upp úr miðjum áratugnum. Clipper-geimfarinu yrði komið fyrir á víðri braut um Evrópu og látið fljúga ítrekað fram hjá til að leita að merkjum um hvort að þar kunni aðstæður að vera lífvænlegar. Geimurinn Júpíter Tengdar fréttir Fyrstu myndirnar af vatnaveröldinni Evrópu í tuttugu ár Könnunarfarið Júnó er byrjað að senda myndir frá nærflugi sínu hjá ístunglinu Evrópu við Júpíter. Myndirnar eru þær fyrstu af tunglinu frá því að Galíleó flaug þar fram hjá fyrir 22 árum. Talið er að haf fljótandi vatns sé að finna undir ísilögðu yfirborði Evrópu þar sem líf gæti mögulega þrifist. 30. september 2022 11:24 Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Innlent Fleiri fréttir Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Sjá meira
Juno flaug fram hjá Evrópu, fjórða stærsta tungli Júpíters, 29. september. Myndirnar sem geimfarið náði af íshnettinum voru þær fyrstu frá því að Galíleó-geimfarið átti leið hjá fyrir 22 árum og þær skörpustu sem nokkru sinni hafa verið teknir af Evrópu. Þegar Juno flaug sem næst Evrópu var geimfarið í rétt rúmlega 350 kílómetra hæð yfir hrjóstrugu yfirborðinu. Áhugamál Björn Jónssonar, tölvunarfræðings, er að vinna myndir frá geimförum sem hafa heimsótt ytra sólkerfið í frítíma sínum. Hann hefur náð góðum árangri á því sviði og er meðal annars talinn hafa unnið nákvæmasta kort sem til er af yfirborði Evrópu með myndum frá Voyager 2 og Galíleó. Björn tók fjórar myndir sem JunoCam-myndavél Juno tók af Evrópu á meðan á framhjáfluginu stóð og gerði úr þeim hreyfimynd sem gæddi flugið lífi. „Ég setti myndirnar saman í kort af þessu tungli. Síðan eru þetta í rauninni bara þvívíddarmyndir af þessu korti þegar það er sett til baka yfir á kúlu,“ segir Björn við Vísi. Til þess notaði hann bæði hugbúnað sem hann hefur smíðað sjálfur og tól sem geimmyndvinnslusamfélagið vinnur með. Hreyfimyndin hefst við næturhlið Evrópu rétt eftir að Juno var sem næst tunglinu og 93 sekúndum áður en fyrsta myndin var tekin. Hreyfimyndin, sem sjá má í spilaranum hér fyrir neðan, er á þreföldum rauntíma. Henni lýkur þegar síðasta myndin var tekin. Juno's PJ45 Europa flyby (speeded up by a factor of 3) from Bjorn Jonsson on Vimeo. Tilgátur um líf í neðanjarðarhafi Þó að yfirborð Evrópu sé sprungin og kvörnuð ísskorpa svo langt sem augað eygir þykir hún einhver áhugaverðasti hnöttur sólkerfisins. Vísindamenn telja að undir ísnum leynist víðáttumikið neðanjarðarhaf fljótandi vatns, þökk sé hita sem myndast þegar flóðkraftar Júpíters toga tungli og teygja að innan. Á jörðinni þrífast örverur við jarðhitastrýtur á hafsbotninum þó að sólarljóss njóti ekki við. Þetta hefur vakið vonir um að líf gæti einnig hafa kviknað og þrifist í evrópska neðanjarðarhafinu. Til stendur að rannsaka Evrópu nánar í Clipper-leiðangri bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA sem hefst í fyrsta lagi upp úr miðjum áratugnum. Clipper-geimfarinu yrði komið fyrir á víðri braut um Evrópu og látið fljúga ítrekað fram hjá til að leita að merkjum um hvort að þar kunni aðstæður að vera lífvænlegar.
Geimurinn Júpíter Tengdar fréttir Fyrstu myndirnar af vatnaveröldinni Evrópu í tuttugu ár Könnunarfarið Júnó er byrjað að senda myndir frá nærflugi sínu hjá ístunglinu Evrópu við Júpíter. Myndirnar eru þær fyrstu af tunglinu frá því að Galíleó flaug þar fram hjá fyrir 22 árum. Talið er að haf fljótandi vatns sé að finna undir ísilögðu yfirborði Evrópu þar sem líf gæti mögulega þrifist. 30. september 2022 11:24 Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Innlent Fleiri fréttir Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Sjá meira
Fyrstu myndirnar af vatnaveröldinni Evrópu í tuttugu ár Könnunarfarið Júnó er byrjað að senda myndir frá nærflugi sínu hjá ístunglinu Evrópu við Júpíter. Myndirnar eru þær fyrstu af tunglinu frá því að Galíleó flaug þar fram hjá fyrir 22 árum. Talið er að haf fljótandi vatns sé að finna undir ísilögðu yfirborði Evrópu þar sem líf gæti mögulega þrifist. 30. september 2022 11:24