Carlsen, sem situr í efsta sæti heimslistans, hóf leik gegn Rússanum Vladimir Fedoseev, sem situr í 52. sæti heimslistans, þar sem Norðmaðurinn hafði betur áður en þeir sættust á jafnan hlut í síðari skák sinni.
Carlsen mætti síðan Hikaru Nakamura sem situr í fimmta sæti heimslistans, en þeir sættust á jafnan hlut í fyrri skák sinni áður en Nakamura hafði betur í þeirri seinni.
Nakamura situr því í efsta sæti B-riðils með þrjá vinninga eftir daginn, Carlsen situr í öðru sæti með tvo vinninga, líkt og Feoseev, en Matthias Bluebaum rekur lestina með engan vinning.
Í A-riðli trónir hinn 18 ára gamli Nodirbek Abdusattorov á toppnum með þrjá og hálfan vinning, ríkjandi heimsmeistari í Fischer slembiskák, Wesley So, situr í öðru sæti með tvo vinninga, líkt og Ian Nepomniachtchi, en Hjörvar Steinn Grétarsson rekur lestina með hálfan vinning.