„Virðingin sem að Snorri hefur fengið er bara ekki næg“ Sindri Sverrisson skrifar 26. október 2022 12:31 Snorri Steinn Guðjónsson og aðstoðarmaður hans, Óskar Bjarni Óskarsson, hafa gert stórkostlega hluti á Hlíðarenda. VÍSIR/HULDA MARGRÉT Handboltasérfræðingurinn Arnar Daði Arnarsson dásamaði Snorra Stein Guðjónsson, þjálfara meistara Vals, eftir að liðið vann Ferencváros í fyrsta leik í Evrópudeildinni. Arnar Daði og Theodór Ingi Pálmason fóru yfir málin með Stefáni Árna Pálssyni eftir leik, í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Þeir hrósuðu Snorra Steini sérstaklega, ekki bara fyrir sigurinn frækna í gærkvöld heldur vegna þess frábæra liðs sem hann hefur mótað. „Þetta er allt annað en við höfum séð í íslenskum handbolta,“ sagði Theodór og bætti við: „Þessi hraði og ekki bara að spila svona hratt heldur að ráða við það og hvernig þeir útfæra það. Líka þessi agressívi varnarleikur. Það sem þeir gerðu er nákvæmlega sama taktík og þegar þeir rústuðu Íslandsmótinu í fyrra. Það að fara hérna á móti toppklassa evrópsku liði, og pakka því saman, er risastórt fyrir Snorra Stein líka.“ Umræðuna um Snorra eftir leik má sjá hér að neðan. Klippa: Arnar Daði lofaði Snorra Stein í hástert Arnar Daði sagði fólk einfaldlega þurfa að fara að átta sig betur á því hvað Snorri Steinn væri búinn að afreka á Hlíðarenda, eftir að hann sneri heim sumarið 2017: „Hann er að gjörbreyta íslenskum handbolta“ „Virðingin sem að Snorri Steinn hefur fengið undanfarnar vikur, mánuði og jafnvel árið hún er bara ekki næg. Fólkið sem fylgist með þessu, íþróttafréttamenn, það verður bara að viðurkenna það. Þetta sem hann er búinn að búa til er nákvæmlega sama lið ár, eftir ár, eftir ár. Það er ekkert eðlilega erfitt að halda standardinum svona háum, ár eftir ár. Hafa fókusinn, viljann, trúna og geðveikina í að vinna hvern einasta titil sem er í boði. Horfið bara á körfuboltann, fótboltann og handboltann síðustu tíu ár. Það er alltaf eitthvað lið sem að vinnur kannski tvo titla en sofnar svo á verðinum. Valur er búinn að vinna sjö titla í röð, standa sig fáránlega vel í Áskorendakeppni Evrópu og eru nú komnir á næststærsta svið í Evrópu og byrja svona,“ sagði Arnar Daði og hélt áfram: „Þetta snýst ekki bara um þennan sigur. Liðið sem hann er búinn að búa til, upp á sitt einsdæmi, er fáránlegt. Þetta er einn besti þjálfari á landinu, ekki bara í handbolta. Þið verðið að gúggla þetta og skoða tölfræðina. Það sem hann er búinn að búa til, upp á sitt einsdæmi, bara meikar ekki sens. Það má ekki gleyma því að hann tók við Val og það gekk ekki neitt fyrstu árin. Þetta tók bara sinn tíma. Hann trúði á það sem hann ætlaði að gera og hann er að gjörbreyta íslenskum handbolta,“ sagði Arnar Daði. Allir leikir Vals í Evrópudeildinni í vetur eru sýndir á Stöð 2 Sport. Evrópudeild karla í handbolta Valur Handbolti Mest lesið Leik lokið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Fótbolti Fleiri fréttir Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Skrýtið en venst Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Sjá meira
Arnar Daði og Theodór Ingi Pálmason fóru yfir málin með Stefáni Árna Pálssyni eftir leik, í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Þeir hrósuðu Snorra Steini sérstaklega, ekki bara fyrir sigurinn frækna í gærkvöld heldur vegna þess frábæra liðs sem hann hefur mótað. „Þetta er allt annað en við höfum séð í íslenskum handbolta,“ sagði Theodór og bætti við: „Þessi hraði og ekki bara að spila svona hratt heldur að ráða við það og hvernig þeir útfæra það. Líka þessi agressívi varnarleikur. Það sem þeir gerðu er nákvæmlega sama taktík og þegar þeir rústuðu Íslandsmótinu í fyrra. Það að fara hérna á móti toppklassa evrópsku liði, og pakka því saman, er risastórt fyrir Snorra Stein líka.“ Umræðuna um Snorra eftir leik má sjá hér að neðan. Klippa: Arnar Daði lofaði Snorra Stein í hástert Arnar Daði sagði fólk einfaldlega þurfa að fara að átta sig betur á því hvað Snorri Steinn væri búinn að afreka á Hlíðarenda, eftir að hann sneri heim sumarið 2017: „Hann er að gjörbreyta íslenskum handbolta“ „Virðingin sem að Snorri Steinn hefur fengið undanfarnar vikur, mánuði og jafnvel árið hún er bara ekki næg. Fólkið sem fylgist með þessu, íþróttafréttamenn, það verður bara að viðurkenna það. Þetta sem hann er búinn að búa til er nákvæmlega sama lið ár, eftir ár, eftir ár. Það er ekkert eðlilega erfitt að halda standardinum svona háum, ár eftir ár. Hafa fókusinn, viljann, trúna og geðveikina í að vinna hvern einasta titil sem er í boði. Horfið bara á körfuboltann, fótboltann og handboltann síðustu tíu ár. Það er alltaf eitthvað lið sem að vinnur kannski tvo titla en sofnar svo á verðinum. Valur er búinn að vinna sjö titla í röð, standa sig fáránlega vel í Áskorendakeppni Evrópu og eru nú komnir á næststærsta svið í Evrópu og byrja svona,“ sagði Arnar Daði og hélt áfram: „Þetta snýst ekki bara um þennan sigur. Liðið sem hann er búinn að búa til, upp á sitt einsdæmi, er fáránlegt. Þetta er einn besti þjálfari á landinu, ekki bara í handbolta. Þið verðið að gúggla þetta og skoða tölfræðina. Það sem hann er búinn að búa til, upp á sitt einsdæmi, bara meikar ekki sens. Það má ekki gleyma því að hann tók við Val og það gekk ekki neitt fyrstu árin. Þetta tók bara sinn tíma. Hann trúði á það sem hann ætlaði að gera og hann er að gjörbreyta íslenskum handbolta,“ sagði Arnar Daði. Allir leikir Vals í Evrópudeildinni í vetur eru sýndir á Stöð 2 Sport.
Evrópudeild karla í handbolta Valur Handbolti Mest lesið Leik lokið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Fótbolti Fleiri fréttir Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Skrýtið en venst Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Sjá meira