„Það á ekki að fara að gera neitt“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 26. október 2022 19:01 Bæjarráði Árborgar var tilkynnt í gær að ríkið hefði tekið Kumbaravog til leigu fyrir nokkra tugi hælisleitenda. Rekstraraðili tjáði fréttastofu að það ætti ekki að fara að gera neitt þegar hana bar að garði. Vísir/Egill Óvissa ríkir um hvort ríkið muni taka Kumbaravog til leigu fyrir á sjötta tug hælisleitenda. Bæjarráð Árborgar fékk tilkynningu um að búið væri að ákveða það og bókaði í framhaldinu að það hefði verið gert án samráðs við sig. Rekstaraðili er tvísaga um hvað sé að gerast á Kumbaravogi. Á fundi bæjarráðs Árborgar í gær kom fram að íslenska ríkið hafi tekið Kumbaravog á Stokkseyri á leigu fyrir móttöku hælisleitenda án vitneskju sveitarfélagsins. Til stæði að þeir kæmu á næstu vikum. Bæjarráð benti þar á að staðsetning væri óheppileg vegna þjónustu sem hópurinn þarfnist. Málið var til umfjöllunar í fjölmiðlum í gær. Frá fundargerð Árborgar í gær.Vísir/Kristján Þegar fréttastofa mætti á Kumbaravog í dag mættum við rekstraraðila sem sagði að það hefði aldrei staðið til að leigja ríkinu Kumbaravog fyrir hælisleitendur. Frétt á Vísi um málið væri bull. Við reyndum að fá nánari útskýringar á þessu og viðkomandi sagði að það ætti ekki að fara að gera neitt. Við hringdum svo í rekstraraðilann á leið aftur í bæinn til að reyna að á enn frekari útskýringar á málinu en þá sagði hann að þreifingar hefðu verið í gangi en engir samningar hafi verið undirritaðir við ríkið. Hann gaf ekki frekari útskýringar á af hverju hann hefði áður sagt við fréttastofu að ekkert væri í gangi. Engin fyrirvari Bæjarráð Árborgar hefur hins vegar staðið í þeirri trú frá því í gær eftir tilkynningu frá ráðuneyti, að búið væri að undirrita samninga og hælisleitendurnir væntanlegir á næstu vikum. Þorsteinn Örn Hjartarsson sviðsstjóri velferðarsviðs Árborgar segir það hafa komið á óvart. Þorsteinn Örn Hjartarsson sviðsstjóri velferðarsviðs Árborgar segir það hafa komið á óvart að fá skyndilega tilkynningu frá ríkinu að það hefði tekið Kumbaravog á leigu.Vísir/Egill „Við vorum bara ekki tilbúin á þessum tímapunkti og það var engin fyrirvari að taka að okkur þennan rekstur. En að sjálfsögðu viljum við halda áfram að vinna vel að samræmdri móttöku hælisleitenda og vera í góðu samstarfi við ríkið um það,“ segir Þorsteinn. Þorsteinn segir enn fremur að staðsetningin sé óhentug. „Við skiljum mjög vel þörfina á að fjölga búsetuúrræðum. En þessi staðsetning hér er ekki góð. Það er mjög langt héðan upp á Selfoss og heilbrigðisþjónustu og annað þess háttar þannig að ef við ætlum að stofna þjónustu í Árborg væri miklu betra að gera það á Selfossi.Ríki og sveitafélög verða að vinna saman að þessum málum þetta tekst ekkert öðruvísi,“ segir Þorsteinn. Flóttafólk á Íslandi Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Árborg Hælisleitendur Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Fleiri fréttir Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Sjá meira
Á fundi bæjarráðs Árborgar í gær kom fram að íslenska ríkið hafi tekið Kumbaravog á Stokkseyri á leigu fyrir móttöku hælisleitenda án vitneskju sveitarfélagsins. Til stæði að þeir kæmu á næstu vikum. Bæjarráð benti þar á að staðsetning væri óheppileg vegna þjónustu sem hópurinn þarfnist. Málið var til umfjöllunar í fjölmiðlum í gær. Frá fundargerð Árborgar í gær.Vísir/Kristján Þegar fréttastofa mætti á Kumbaravog í dag mættum við rekstraraðila sem sagði að það hefði aldrei staðið til að leigja ríkinu Kumbaravog fyrir hælisleitendur. Frétt á Vísi um málið væri bull. Við reyndum að fá nánari útskýringar á þessu og viðkomandi sagði að það ætti ekki að fara að gera neitt. Við hringdum svo í rekstraraðilann á leið aftur í bæinn til að reyna að á enn frekari útskýringar á málinu en þá sagði hann að þreifingar hefðu verið í gangi en engir samningar hafi verið undirritaðir við ríkið. Hann gaf ekki frekari útskýringar á af hverju hann hefði áður sagt við fréttastofu að ekkert væri í gangi. Engin fyrirvari Bæjarráð Árborgar hefur hins vegar staðið í þeirri trú frá því í gær eftir tilkynningu frá ráðuneyti, að búið væri að undirrita samninga og hælisleitendurnir væntanlegir á næstu vikum. Þorsteinn Örn Hjartarsson sviðsstjóri velferðarsviðs Árborgar segir það hafa komið á óvart. Þorsteinn Örn Hjartarsson sviðsstjóri velferðarsviðs Árborgar segir það hafa komið á óvart að fá skyndilega tilkynningu frá ríkinu að það hefði tekið Kumbaravog á leigu.Vísir/Egill „Við vorum bara ekki tilbúin á þessum tímapunkti og það var engin fyrirvari að taka að okkur þennan rekstur. En að sjálfsögðu viljum við halda áfram að vinna vel að samræmdri móttöku hælisleitenda og vera í góðu samstarfi við ríkið um það,“ segir Þorsteinn. Þorsteinn segir enn fremur að staðsetningin sé óhentug. „Við skiljum mjög vel þörfina á að fjölga búsetuúrræðum. En þessi staðsetning hér er ekki góð. Það er mjög langt héðan upp á Selfoss og heilbrigðisþjónustu og annað þess háttar þannig að ef við ætlum að stofna þjónustu í Árborg væri miklu betra að gera það á Selfossi.Ríki og sveitafélög verða að vinna saman að þessum málum þetta tekst ekkert öðruvísi,“ segir Þorsteinn.
Flóttafólk á Íslandi Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Árborg Hælisleitendur Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Fleiri fréttir Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Sjá meira