Afturgangan í Rómarborg Björn Már Ólafsson skrifar 28. október 2022 20:30 José Mourinho reyndi að slá Luciano Spalletti og hans menn út af laginu fyrir leik Roma og Napoli. Getty/Andrea Staccioli Fáir einstaklingar vekja upp sterkari tilfinningar hjá íbúum Rómar en þjálfarinn Luciano Spalletti. Undir stjórn Spallettis náðu Rómverjar hæstu hæðum en líka djúpum dölum. Hápunktarnir á þjálfaraferli hans í höfuðborginni voru bikartitlarnir árin 2007 og 2008. Dýpstu dalirnir voru 7-1 tapið gegn Manchester United árið 2007 og framkoma hans í garð Francesco Tottis undir lok ferils hans. Það ætti kannski ekki að koma neinum á óvart að Spalletti skildi fara með liðið ofan í djúpa dali. Þessi sköllótti þjálfari Napoli er fæddur í bænum Certaldo í Valdelsa dalnum í Toskana. Dalurinn er skógi þakinn og svæðið státar af sagnaarfi sem jafnvel við Íslendingar getum öfundað. Dante Alighieri, faðir nútíma ítölskunnar, gekk um dimmu skógana í Valdelsa þegar hann sótt innblásturinn í verk sitt Guðdómlega gleðileikinn, þar sem Virgill villist af leið í dimmum skógi og rekst þar á víti, hreinsunareldinn og paradís. Giovanni Boccaccio er líka frá bænum Certaldo, maðurinn sem samdi Tídægru, eina fyrstu nútímaskáldsöguna. Það hefur lengi loðað við Spalletti að hann hafi ekki það sem þarf til þess að vinna deildartitil á Ítalíu. Eftir dvölina hjá Roma tók hann við Zenit frá St. Pétursborg þar sem hann vann rússnesku deildina en þar var hann í talsvert lakari deild með ógnarsterkan leikmannahóp og nær ótakmarkað fjármagn. Eftir dvölina í Rússlandi sneri hann aftur til Roma árið 2016 þar sem hann stýrði Roma á síðasta tímabili Francesco Tottis. Hann notaði Totti sparlega og lenti oftar en ekki í deilum við bæði Totti og Ilary Blasi, þáverandi eiginkonu Tottis. Ilary Blasi mætti í viðtal eitt sinn og kallaði Spalletti „Lítinn karl“ – „Piccolo uomo“. Samband Spallettis við konuginn af Rómarborg lagaðist aldrei eftir það. Þáverandi eiginkona Francesco Totti kallaði Spalletti „lítinn karl“ og voru hjónin oft óhress með þjálfarann á kveðjutímabili Tottis.Getty/Silvia Lore Eftir tímann hjá Roma tók Spalletti við Internazionale þar sem hann kom liðinu aftur í Meistaradeild Evrópu eftir nokkur mögur ár. En um leið og Antonio Conte varð á lausu var honum kastað burt frá hinum blásvörtu í Mílanó. Í tvö ár gekk hann um skógana í Valdelsa án atvinnu áður en Aurelio Di Laurentiis forseti Napoli hafði samband við hann í fyrra. Di Laurentiis er mikill skaphundur og þykir erfiður í samstarfi. Það kom því mörgum á óvart að hann skildi vilja ráða annan skaphund sem þjálfara, þjálfara sem er þekktur fyrir að taka erfiða slagi og gefur hvergi eftir ef honum er ögrað. En samstarf þeirra Spallettis og Di Laurentiis hefur gengið óaðfinnanlega. Þeir virðast sammála um það hvaða leikmenn megi selja og hvaða leikmenn eigi að kaupa. Spalletti fær að losa sig við alla þá leikmenn sem hlýða honum ekki eða sýna honum ekki hollustu. Eftir eru aðeins þeir leikmenn sem eru tilbúnir að fórna sér fyrir hann. Um síðastliðna helgi mætti Spalletti aftur til Rómarborgar og fékk þar óblíðar móttökur frá stuðningsmönnum Roma sem hafa ávallt púað vel á hann þegar hann snýr aftur. En Spalletti lét það ekki á sig fá. Hann lét heldur ekki ummæli Jose Mourinhos fyrir leik æsa sig neitt en Mourinho reyndi hvað sem hann gat til að setja pressuna á Napoli liðið sem var á toppi deildarinnar fyrir leikinn. Leikurinn var afar jafn og taugatrekktur. Hverri einustu aukaspyrnu var mótmælt af innlifun og sást að hvorugt liðið hefði verið sérlega ósátt við jafntefli. Leikurinn sveiflaðist nokkuð. Victor Osimhen búinn að fella grímuna í fagnaðarlátum Napoli eftir sigurinn á Roma.Getty Napoli liðið var ekki eins brakandi ferskt og það hefur oft verið a tímabilinu og ljóst að þeir lögðu líka áherslu á varnarleikinn. En leikurinn vannst á einu stóru augnabliki eins og oft vill gerast í stórum leikjum. Þar var á ferðinni hinn grímuklæddi Victor Osimhen sem hafði betur í návígi við Chris Smalling og skoraði með frábæru skoti í fjærhornið um tíu mínútum fyrir leikslok. Smalling hafði haft góðar gætur á Nígeríumanninum allan leikinn en þarna brást honum völdunin í eitt augnablik og það var nóg til að gera út um leikinn. Rómverjar voru afar bitlausir fram á við í leiknum og ljóst að þeir sakna Paulo Dybala afskaplega mikið. Napoli er því enn á toppi deildarinnar og hafa ekki tapað í síðustu 11 leikjum í deild. Við verðum að tala um Lazio Skammt á eftir Napoli á toppi deildarinnar finnum við Lazio sem hefur farið gríðarlega vel af stað undir stjórn Maurizio Sarri. Þeir mættu Atalanta í toppbaráttuslag. Ciro Immobile aðalmarkaskorari Lazio var ekki með liðinu og þurfti Sarri því að reiða sig á Felipe Anderson sem svokallaða „falska níu“. Þessi falska nýja reyndist síðan vera allt annað en fölsk því Anderson stóð sig stórkostlega og leit út fyrir að hafa aldrei gert annað en að spila sem framherji. Sóknarmenn Lazio liðsins búa yfir gríðarlegum hraða sem er það vopn sem nýtist liðinu best. Feliper Anderson og Mattia Zaccagni sem spilar á vinstri kantinum eru báðir eldsnöggir og gerðu þeir mörk liðsins í 0-2 útisigri á Atalanta. Hópur Lazio er ansi þunnskipaður og erfitt að sjá hvernig þeir ætla sér að halda í við toppliðin þegar líður á tímabilið. En Sarri er snjall þjálfari og þegar hann var með Napoli á árum áður notaðist hann gjarnan alltaf við sama byrjunarliðið. Ef þeir haldast meiðslalausir, þá er því ekki loku fyrir það skotið að Lazio haldist inni í baráttunni um Meistaradeildarsætið. Umsátrið um Flórens Skemmtilegasti leikur tímabilsins fór fram í hauströkkrinu á Stadio Artemio Franchi í Flórens á laugardagskvöldinu þegar Internazionale mætti í heimsókn til Fiorentina. Stuðningsmenn Fiorentina blésu til sóknar fyrir leik og birtu stóryrtan borða þar sem stóð áletrað: „Þegar andstæðingarnir nálgast borgarmúra okkar kasta þeir frá sér sverði og skildi og gefast upp.“ Þetta er tilvitnun í stríðsóp frá Karli V í umsátrinu um Flórens árið 1529. Það er ekki hægt að segja að leikmenn Internazionale hafi kastað frá sér sverði og skildi, því það tók útiliðið aðeins 90 sekúndur að skora fyrsta markið. Þetta gaf tóninn fyrir leikinn sem var einkar skemmtilegur og sveiflaðist fram og tilbaka. Lautaro Martinez kom Inter svo í 0-2 og allt leit út fyrir frekar þægilegan sigur þeirra. En Antonio Cabral minnkaði muninn fyrir hálfleik áður en mörk fóru að berast úr ólíklegum áttum. Fyrst jafnar Jonathan Ikone leikinn með stórkostlegu einstaklingsframtaki en hann hefur verið klæddur í krummafót það sem af er tímabili. Lautaro Martinez kom Inter svo yfir enn eina ferðina áður en Luka Jovic jafnaði fyrir heimamenn í uppbótatíma. Edin Dzeko faðmar Henrikh Mkhitaryan eftir að sá síðarnefndi hafði skorað sigurmark Inter gegn Fiorentina.Getty/Guiseppe Maffia Jovic var keyptur til að skora mörk en hefur alls ekki staðið undir væntingum. Stuðningsmenn Fiorentina fögnuðu markinu gríðarlega og það mátti heyra þá anda léttar og stemningin var góð. En í uppbótatíma uppbótatímans gerði Lorenzo Venuti varnarmaður Fiorentina afdrifarík mistök þegar hann hreinsaði beint í löppina á Henrikh Mkhitaryan og í markið. 3-4 tap fyrir heimamenn á allra grátlegasta hátt sem hugsast getur á meðan lærisveinar Simone Inzaghis halda áfram að vinna sig upp töfluna. Leiknum lauk því á sama hátt og umsátrinu um Flórens lauk árið 1530. Með tapi heimamanna. Að því leytinu til reyndist borðinn sannspár. B deildin er okkar deild Önnur úrslit voru nokkuð eftir bókinni. Juventus vann 4-0 heimasigur á Empoli án nokkurra vandræða. Sampdoria náði í sinn fyrsta sigur undir stjórn Dejan Stankovic úti gegn Cremonese og Torino vann sterkan útisigur á spútnikliði Udinese. Íslendingarnir tveir í Serie A komu ekkert við sögu að þessu sinni. Lecce tapaði 2-0 gegn Marko Arnautovic og félögum í Bologna á meðan Spezia tapaði botnbaráttuslag gegn Salernitana 0-1. Í B deildini eru Íslendingarnir hins vegar á skriði. Albert Guðmundsson spilaði í 2-1 sigri Genoa á Ternana og Hjörtur Hermannsson er kominn í byrjunarliðið hjá Pisa sem er komið á sigurbraut eftir afleita byrjun á tímabilinu. Ítalski boltinn Mest lesið Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Enski boltinn Annar þáttur Kanans í kvöld: Jón Páll og Frank Booker voru miklir vinir Körfubolti Í beinni: Ísland - Úkraína | Mikilvægur leikur í Innsbruck Handbolti Skautadrottning með 197 hraðasektir á árinu Sport Gagnrýnir CrossFit: Flýja alla ábyrgð og láta aðra sjá um kostnaðinn Sport Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Enski boltinn „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir drullað sér út“ Körfubolti Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Fótbolti Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Enski boltinn Daníel Tristan með þrennu: Stuðningsmennirnir sungu nafnið hans Fótbolti Fleiri fréttir Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Víkingur sækir lykilmenn bikarmeistaranna Júlíus og Sveinn Aron skoruðu í lokaumferðinni Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Bellingham og Mbappé tryggðu Madrídingum sigur McTominay tryggði Napoli fjögurra stiga forskot á toppnum Chelsea náði Arsenal að stigum en Tottenham tapaði stigum Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Daníel Tristan með þrennu: Stuðningsmennirnir sungu nafnið hans Ísak Bergmann skoraði og liðið fékk hjálp í lokin Liverpool bara með einn sigur í síðustu níu leikjum á móti Man. City Rautt spjald eftir þrjátíu sekúndur en unnu samt úrslitaleikinn Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Dagur Dan komst ekki í úrslitaleikinn Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern AC Milan aftur á sigurbraut Mark dæmt af Elíasi en liðið upp um fjögur sæti Þrenna og vítaþrenna í leikjum dagsins Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Börsungar töpuðu óvænt á heimavelli Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Messi segist sakna Barcelona Guardiola: Núna þarf ég að sanna mig Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fékk rétt svör við öllu nema um bjórinn Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Sjá meira
Það ætti kannski ekki að koma neinum á óvart að Spalletti skildi fara með liðið ofan í djúpa dali. Þessi sköllótti þjálfari Napoli er fæddur í bænum Certaldo í Valdelsa dalnum í Toskana. Dalurinn er skógi þakinn og svæðið státar af sagnaarfi sem jafnvel við Íslendingar getum öfundað. Dante Alighieri, faðir nútíma ítölskunnar, gekk um dimmu skógana í Valdelsa þegar hann sótt innblásturinn í verk sitt Guðdómlega gleðileikinn, þar sem Virgill villist af leið í dimmum skógi og rekst þar á víti, hreinsunareldinn og paradís. Giovanni Boccaccio er líka frá bænum Certaldo, maðurinn sem samdi Tídægru, eina fyrstu nútímaskáldsöguna. Það hefur lengi loðað við Spalletti að hann hafi ekki það sem þarf til þess að vinna deildartitil á Ítalíu. Eftir dvölina hjá Roma tók hann við Zenit frá St. Pétursborg þar sem hann vann rússnesku deildina en þar var hann í talsvert lakari deild með ógnarsterkan leikmannahóp og nær ótakmarkað fjármagn. Eftir dvölina í Rússlandi sneri hann aftur til Roma árið 2016 þar sem hann stýrði Roma á síðasta tímabili Francesco Tottis. Hann notaði Totti sparlega og lenti oftar en ekki í deilum við bæði Totti og Ilary Blasi, þáverandi eiginkonu Tottis. Ilary Blasi mætti í viðtal eitt sinn og kallaði Spalletti „Lítinn karl“ – „Piccolo uomo“. Samband Spallettis við konuginn af Rómarborg lagaðist aldrei eftir það. Þáverandi eiginkona Francesco Totti kallaði Spalletti „lítinn karl“ og voru hjónin oft óhress með þjálfarann á kveðjutímabili Tottis.Getty/Silvia Lore Eftir tímann hjá Roma tók Spalletti við Internazionale þar sem hann kom liðinu aftur í Meistaradeild Evrópu eftir nokkur mögur ár. En um leið og Antonio Conte varð á lausu var honum kastað burt frá hinum blásvörtu í Mílanó. Í tvö ár gekk hann um skógana í Valdelsa án atvinnu áður en Aurelio Di Laurentiis forseti Napoli hafði samband við hann í fyrra. Di Laurentiis er mikill skaphundur og þykir erfiður í samstarfi. Það kom því mörgum á óvart að hann skildi vilja ráða annan skaphund sem þjálfara, þjálfara sem er þekktur fyrir að taka erfiða slagi og gefur hvergi eftir ef honum er ögrað. En samstarf þeirra Spallettis og Di Laurentiis hefur gengið óaðfinnanlega. Þeir virðast sammála um það hvaða leikmenn megi selja og hvaða leikmenn eigi að kaupa. Spalletti fær að losa sig við alla þá leikmenn sem hlýða honum ekki eða sýna honum ekki hollustu. Eftir eru aðeins þeir leikmenn sem eru tilbúnir að fórna sér fyrir hann. Um síðastliðna helgi mætti Spalletti aftur til Rómarborgar og fékk þar óblíðar móttökur frá stuðningsmönnum Roma sem hafa ávallt púað vel á hann þegar hann snýr aftur. En Spalletti lét það ekki á sig fá. Hann lét heldur ekki ummæli Jose Mourinhos fyrir leik æsa sig neitt en Mourinho reyndi hvað sem hann gat til að setja pressuna á Napoli liðið sem var á toppi deildarinnar fyrir leikinn. Leikurinn var afar jafn og taugatrekktur. Hverri einustu aukaspyrnu var mótmælt af innlifun og sást að hvorugt liðið hefði verið sérlega ósátt við jafntefli. Leikurinn sveiflaðist nokkuð. Victor Osimhen búinn að fella grímuna í fagnaðarlátum Napoli eftir sigurinn á Roma.Getty Napoli liðið var ekki eins brakandi ferskt og það hefur oft verið a tímabilinu og ljóst að þeir lögðu líka áherslu á varnarleikinn. En leikurinn vannst á einu stóru augnabliki eins og oft vill gerast í stórum leikjum. Þar var á ferðinni hinn grímuklæddi Victor Osimhen sem hafði betur í návígi við Chris Smalling og skoraði með frábæru skoti í fjærhornið um tíu mínútum fyrir leikslok. Smalling hafði haft góðar gætur á Nígeríumanninum allan leikinn en þarna brást honum völdunin í eitt augnablik og það var nóg til að gera út um leikinn. Rómverjar voru afar bitlausir fram á við í leiknum og ljóst að þeir sakna Paulo Dybala afskaplega mikið. Napoli er því enn á toppi deildarinnar og hafa ekki tapað í síðustu 11 leikjum í deild. Við verðum að tala um Lazio Skammt á eftir Napoli á toppi deildarinnar finnum við Lazio sem hefur farið gríðarlega vel af stað undir stjórn Maurizio Sarri. Þeir mættu Atalanta í toppbaráttuslag. Ciro Immobile aðalmarkaskorari Lazio var ekki með liðinu og þurfti Sarri því að reiða sig á Felipe Anderson sem svokallaða „falska níu“. Þessi falska nýja reyndist síðan vera allt annað en fölsk því Anderson stóð sig stórkostlega og leit út fyrir að hafa aldrei gert annað en að spila sem framherji. Sóknarmenn Lazio liðsins búa yfir gríðarlegum hraða sem er það vopn sem nýtist liðinu best. Feliper Anderson og Mattia Zaccagni sem spilar á vinstri kantinum eru báðir eldsnöggir og gerðu þeir mörk liðsins í 0-2 útisigri á Atalanta. Hópur Lazio er ansi þunnskipaður og erfitt að sjá hvernig þeir ætla sér að halda í við toppliðin þegar líður á tímabilið. En Sarri er snjall þjálfari og þegar hann var með Napoli á árum áður notaðist hann gjarnan alltaf við sama byrjunarliðið. Ef þeir haldast meiðslalausir, þá er því ekki loku fyrir það skotið að Lazio haldist inni í baráttunni um Meistaradeildarsætið. Umsátrið um Flórens Skemmtilegasti leikur tímabilsins fór fram í hauströkkrinu á Stadio Artemio Franchi í Flórens á laugardagskvöldinu þegar Internazionale mætti í heimsókn til Fiorentina. Stuðningsmenn Fiorentina blésu til sóknar fyrir leik og birtu stóryrtan borða þar sem stóð áletrað: „Þegar andstæðingarnir nálgast borgarmúra okkar kasta þeir frá sér sverði og skildi og gefast upp.“ Þetta er tilvitnun í stríðsóp frá Karli V í umsátrinu um Flórens árið 1529. Það er ekki hægt að segja að leikmenn Internazionale hafi kastað frá sér sverði og skildi, því það tók útiliðið aðeins 90 sekúndur að skora fyrsta markið. Þetta gaf tóninn fyrir leikinn sem var einkar skemmtilegur og sveiflaðist fram og tilbaka. Lautaro Martinez kom Inter svo í 0-2 og allt leit út fyrir frekar þægilegan sigur þeirra. En Antonio Cabral minnkaði muninn fyrir hálfleik áður en mörk fóru að berast úr ólíklegum áttum. Fyrst jafnar Jonathan Ikone leikinn með stórkostlegu einstaklingsframtaki en hann hefur verið klæddur í krummafót það sem af er tímabili. Lautaro Martinez kom Inter svo yfir enn eina ferðina áður en Luka Jovic jafnaði fyrir heimamenn í uppbótatíma. Edin Dzeko faðmar Henrikh Mkhitaryan eftir að sá síðarnefndi hafði skorað sigurmark Inter gegn Fiorentina.Getty/Guiseppe Maffia Jovic var keyptur til að skora mörk en hefur alls ekki staðið undir væntingum. Stuðningsmenn Fiorentina fögnuðu markinu gríðarlega og það mátti heyra þá anda léttar og stemningin var góð. En í uppbótatíma uppbótatímans gerði Lorenzo Venuti varnarmaður Fiorentina afdrifarík mistök þegar hann hreinsaði beint í löppina á Henrikh Mkhitaryan og í markið. 3-4 tap fyrir heimamenn á allra grátlegasta hátt sem hugsast getur á meðan lærisveinar Simone Inzaghis halda áfram að vinna sig upp töfluna. Leiknum lauk því á sama hátt og umsátrinu um Flórens lauk árið 1530. Með tapi heimamanna. Að því leytinu til reyndist borðinn sannspár. B deildin er okkar deild Önnur úrslit voru nokkuð eftir bókinni. Juventus vann 4-0 heimasigur á Empoli án nokkurra vandræða. Sampdoria náði í sinn fyrsta sigur undir stjórn Dejan Stankovic úti gegn Cremonese og Torino vann sterkan útisigur á spútnikliði Udinese. Íslendingarnir tveir í Serie A komu ekkert við sögu að þessu sinni. Lecce tapaði 2-0 gegn Marko Arnautovic og félögum í Bologna á meðan Spezia tapaði botnbaráttuslag gegn Salernitana 0-1. Í B deildini eru Íslendingarnir hins vegar á skriði. Albert Guðmundsson spilaði í 2-1 sigri Genoa á Ternana og Hjörtur Hermannsson er kominn í byrjunarliðið hjá Pisa sem er komið á sigurbraut eftir afleita byrjun á tímabilinu.
Ítalski boltinn Mest lesið Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Enski boltinn Annar þáttur Kanans í kvöld: Jón Páll og Frank Booker voru miklir vinir Körfubolti Í beinni: Ísland - Úkraína | Mikilvægur leikur í Innsbruck Handbolti Skautadrottning með 197 hraðasektir á árinu Sport Gagnrýnir CrossFit: Flýja alla ábyrgð og láta aðra sjá um kostnaðinn Sport Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Enski boltinn „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir drullað sér út“ Körfubolti Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Fótbolti Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Enski boltinn Daníel Tristan með þrennu: Stuðningsmennirnir sungu nafnið hans Fótbolti Fleiri fréttir Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Víkingur sækir lykilmenn bikarmeistaranna Júlíus og Sveinn Aron skoruðu í lokaumferðinni Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Bellingham og Mbappé tryggðu Madrídingum sigur McTominay tryggði Napoli fjögurra stiga forskot á toppnum Chelsea náði Arsenal að stigum en Tottenham tapaði stigum Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Daníel Tristan með þrennu: Stuðningsmennirnir sungu nafnið hans Ísak Bergmann skoraði og liðið fékk hjálp í lokin Liverpool bara með einn sigur í síðustu níu leikjum á móti Man. City Rautt spjald eftir þrjátíu sekúndur en unnu samt úrslitaleikinn Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Dagur Dan komst ekki í úrslitaleikinn Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern AC Milan aftur á sigurbraut Mark dæmt af Elíasi en liðið upp um fjögur sæti Þrenna og vítaþrenna í leikjum dagsins Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Börsungar töpuðu óvænt á heimavelli Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Messi segist sakna Barcelona Guardiola: Núna þarf ég að sanna mig Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fékk rétt svör við öllu nema um bjórinn Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Sjá meira