Veltu fyrir sér hvort Ómar væri besti leikmaður heims: „Ógeðslega flottur og getur gert allt“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 29. október 2022 10:30 Ómar Ingi Magnússon hefur verið algjörlega frábær undanfarna mánuði. Nikola Krstic/MB Media/Getty Images Stefán Rafn Sigurmannsson, leikmaður Haukar, mætti til Ásgeirs og Stefáns í hlaðvarp Seinni Bylgjunnar í vikunni. Meðal þess sem strákarnir ræddu var frammistaða Ómars Inga Magnússonar og Gísla Þorgeirs Kristjánssonar undanfarið, ásamt því að velta upp þeirri spurningu hvort Ómar Ingi væri jafnvel besti handboltamaður heims í dag. „Það er ekki laust við það að maður er að ofpeppast vel því að íslenska landsliðið er að fara að taka þátt á HM í handbolta og drengirnir okkar eru að spila svo ógeðslega vel í boltanum úti,“ sagði Stefán Árni Pálsson, stjórnandi þáttarins í upphafi umræðunnar. Ómar Ingi Magnússon og Gísli Þorgeir Kristjánsson voru líklega bestu menn vallarins þegar Magdeburg tryggði sér sigur á heimsmeistaramóti félagsliða á dögunum með sigri gegn Barcelona í úrslitaleiknum, annað árið í röð. Ómar skoraði tólf mörk fyrir þýska liðið og Gísli sex, ásamt því að gefa átta stoðsendingar. Landsliðsmaðurinn Stefán Rafn Sigurmannsson, leikmaður Hauka, var gestur í hlaðvarpi Seinni bylgjunnar og hann fór fögrum orðum um tvímenningana sem eru að gera það gríðarlega gott með þýsku meisturunum. „Þeir eru frábærir báðir tveir og búnir að spila bara ótrúlega vel,“ sagði Stefán Rafn. „Þeir eru bara búnir að sýna það að þeir eru með langbestu mönnum í Bundesligunni, bestu deild í heimi. Að sjá bara Gísla núna í seinustu landsleikjum. Sendingarnar frá honum og hann er bara orðin komplett ótrúlega flottur.“ „Svo erum við með Ómar sem er ótrúlegur leikmaður. Hann er bara ógeðslega flottur og getur gert allt. Fintað, skotið, með frábært auga og tímasetningarnar. Það er bara unun að horfa á þá báða tvo.“ „Gaurinn er að spila ótrúlega vel og hann er bara ógeðslega góður“ Stefán Árni vitnaði svo í Twitter-færslu frá Þorkeli Gunnari Sigurbjörnssyni, íþróttafréttamanni á RÚV, þar sem Þorkell varpar þeirri spurningu fram hvort Ómar sé ekki örugglega í umræðunni um hver sé besti handboltamaður heims. Ásgeir Örn Hallgrímsson og Stefán Refn voru sammála um það að svo væri. Er Ómar Ingi ekki klárlega í umræðunni um besta handboltamann heims í augnablikinu? Hverjir eru aðrir í baráttunni? Matthias Gidsel (DAN), Sander Sagosen (NOR), Jim Gottfridsson (SVÍ), Niklas Landin (DAN), Dika Mem (FRA), Aleix Gomex (SPÁ)...? Fleiri, færri sem koma til greina?— Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson (@thorkellg) October 27, 2022 „Ég las þetta líka og mér fannst þetta frábær punktur að byrja að velta þessu fyrir sér,“ sagði Ásgeir. „Ég held að við getum bara mjög auðveldlega sett niður einhver 4-5 nöfn og hann er klárlega eitt af þeim,“ bætti Ásgeir við áður en Stefán Rafn greip boltann á lofti. „Hann gerir tilkall þarna. Það er alveg pottþétt,“ sagði Stefán. „Miðað við hvernig hann er núna. Gaurinn er að spila ótrúlega vel og hann er bara ógeðslega góður,“ bætti Stefán við áður en strákarnir færðu sig yfir í aðra umræðu. Vangaveltur þeirra félaga um hvort Ómar sé besti leikmaður heims má heyra í hlaðvarpi Seinni bylgjunnar má heyra í spilaranum hér fyrir neðan, en umræðan um Ómar og Gísla hefst eftir 29 mínútur. Klippa: Seinni Bylgjan: Stefán Rafn um ungversku deildina og Hauka Handbolti Seinni bylgjan Handkastið Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Fótbolti Í beinni: Valur - Slavía Prag | Fyrri leikur tvíhöfðans í átta liða úrslitum Handbolti Fleiri fréttir Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Í beinni: Haukar - Hazena Kynzvart | Heimakonur þurfa kraftaverk Í beinni: Valur - Slavía Prag | Fyrri leikur tvíhöfðans í átta liða úrslitum Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Ýmir sneri aftur í góðum sigri Reynsluboltinn fann sér nýtt lið Gísli stórkostlegur í toppslagnum ÍBV vann Gróttu sem hefur beðið í 136 daga Óðinn Þór markahæstur að venju KA/Þór beint aftur upp í deild þeirra bestu Heimsmeistararnir gengu frá lærisveinum Guðjóns Vals Sjá meira
„Það er ekki laust við það að maður er að ofpeppast vel því að íslenska landsliðið er að fara að taka þátt á HM í handbolta og drengirnir okkar eru að spila svo ógeðslega vel í boltanum úti,“ sagði Stefán Árni Pálsson, stjórnandi þáttarins í upphafi umræðunnar. Ómar Ingi Magnússon og Gísli Þorgeir Kristjánsson voru líklega bestu menn vallarins þegar Magdeburg tryggði sér sigur á heimsmeistaramóti félagsliða á dögunum með sigri gegn Barcelona í úrslitaleiknum, annað árið í röð. Ómar skoraði tólf mörk fyrir þýska liðið og Gísli sex, ásamt því að gefa átta stoðsendingar. Landsliðsmaðurinn Stefán Rafn Sigurmannsson, leikmaður Hauka, var gestur í hlaðvarpi Seinni bylgjunnar og hann fór fögrum orðum um tvímenningana sem eru að gera það gríðarlega gott með þýsku meisturunum. „Þeir eru frábærir báðir tveir og búnir að spila bara ótrúlega vel,“ sagði Stefán Rafn. „Þeir eru bara búnir að sýna það að þeir eru með langbestu mönnum í Bundesligunni, bestu deild í heimi. Að sjá bara Gísla núna í seinustu landsleikjum. Sendingarnar frá honum og hann er bara orðin komplett ótrúlega flottur.“ „Svo erum við með Ómar sem er ótrúlegur leikmaður. Hann er bara ógeðslega flottur og getur gert allt. Fintað, skotið, með frábært auga og tímasetningarnar. Það er bara unun að horfa á þá báða tvo.“ „Gaurinn er að spila ótrúlega vel og hann er bara ógeðslega góður“ Stefán Árni vitnaði svo í Twitter-færslu frá Þorkeli Gunnari Sigurbjörnssyni, íþróttafréttamanni á RÚV, þar sem Þorkell varpar þeirri spurningu fram hvort Ómar sé ekki örugglega í umræðunni um hver sé besti handboltamaður heims. Ásgeir Örn Hallgrímsson og Stefán Refn voru sammála um það að svo væri. Er Ómar Ingi ekki klárlega í umræðunni um besta handboltamann heims í augnablikinu? Hverjir eru aðrir í baráttunni? Matthias Gidsel (DAN), Sander Sagosen (NOR), Jim Gottfridsson (SVÍ), Niklas Landin (DAN), Dika Mem (FRA), Aleix Gomex (SPÁ)...? Fleiri, færri sem koma til greina?— Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson (@thorkellg) October 27, 2022 „Ég las þetta líka og mér fannst þetta frábær punktur að byrja að velta þessu fyrir sér,“ sagði Ásgeir. „Ég held að við getum bara mjög auðveldlega sett niður einhver 4-5 nöfn og hann er klárlega eitt af þeim,“ bætti Ásgeir við áður en Stefán Rafn greip boltann á lofti. „Hann gerir tilkall þarna. Það er alveg pottþétt,“ sagði Stefán. „Miðað við hvernig hann er núna. Gaurinn er að spila ótrúlega vel og hann er bara ógeðslega góður,“ bætti Stefán við áður en strákarnir færðu sig yfir í aðra umræðu. Vangaveltur þeirra félaga um hvort Ómar sé besti leikmaður heims má heyra í hlaðvarpi Seinni bylgjunnar má heyra í spilaranum hér fyrir neðan, en umræðan um Ómar og Gísla hefst eftir 29 mínútur. Klippa: Seinni Bylgjan: Stefán Rafn um ungversku deildina og Hauka
Handbolti Seinni bylgjan Handkastið Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Fótbolti Í beinni: Valur - Slavía Prag | Fyrri leikur tvíhöfðans í átta liða úrslitum Handbolti Fleiri fréttir Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Í beinni: Haukar - Hazena Kynzvart | Heimakonur þurfa kraftaverk Í beinni: Valur - Slavía Prag | Fyrri leikur tvíhöfðans í átta liða úrslitum Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Ýmir sneri aftur í góðum sigri Reynsluboltinn fann sér nýtt lið Gísli stórkostlegur í toppslagnum ÍBV vann Gróttu sem hefur beðið í 136 daga Óðinn Þór markahæstur að venju KA/Þór beint aftur upp í deild þeirra bestu Heimsmeistararnir gengu frá lærisveinum Guðjóns Vals Sjá meira