Brunavarnir Árnessýslu óska eftir nýjum slökkviliðsmönnum Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 30. október 2022 15:04 Lárus Kristinn Guðmundsson, settur varaslökkviliðsstjóri heldur utan um kynninguna þriðjudagskvöldið 1. nóvember klukkan 20:00 í Björgunarmiðstöðinni á Selfossi. Magnús Hlynur Hreiðarsson Brunavarnir Árnessýslu leita nú af nýjum slökkviliðsmönnum en í dag eru um 130 slökkviliðsmenn, sem dreifast á 7 slökkviliðsstöðvar starfandi hjá brunavörnum. Ráða þarf tíu til fimmtán nýja slökkviliðsmenn, ekki síst í slökkviliðin í Uppsveitum Árnessýslu. Brunavarnir Árnessýslu er eitt af öflugu slökkviliðunum á landsbyggðinni með höfuðstöðvar sínar í Björgunarmiðstöðinni á Selfossi. Nokkrir fastir starfsmenn starfa hjá brunavörnum og svo eru það slökkviliðsmennirnir 130, sem eru í hlutastarfi. Alltaf er töluverð starfsmannavelta í svona hópi og því þarf reglulega að ráða nýja slökkviliðsmenn og þjálfa þá upp. Þriðjudagskvöldið 1. nóvember hafa Brunavarnir Árnessýslu boðað til kynningarfundar fyrir áhugasama um starf í slökkviliðinu. Lárus Kristinn Guðmundsson, settur varaslökkviliðsstjóri heldur utan um kynninguna. „Við gerum þetta annað hvert ár, auglýsa eftir slökkviliðsmönnum. Við erum að leita af slökkviliðsmönnum á allar okkar stöðvar,“ segir Lárus. Lárus Kristinn segir að það sé ekki alveg ljóst hvað margir nýir slökkviliðsmenn verði ráðnir en ekki sé ólíklegt að þeir verði á milli 10 til 15. Og hvað ætlið þið að reyna að gera til að lokka fólk til að koma í slökkviliðið? „Við ætlum bara að sýna því hvað það er frábært fólk, sem vinnur hjá slökkviliðinu. Þetta getur verið líkamlega og andlega erfitt en þetta getur líka verið skemmtilegt og skemmtilegur hópur, sem fólk vinnur með.“ En hvað þarf viðkomandi að hafa til bruns að bera til að geta ráðið sig í slökkvilið? „Viðkomandi þarf að hafa hreint sakavottorð og vera orðin tvítugur að lágmarki. Hann þarf að standast þrekpróf og ýmis inntökupróf, sem þeir, sem koma til greina fara í gegnum,“ segir Lárus. Lárus Kristinn hvetur alla áhugasama til að mæta á kynningarfundinn næsta þriðjudagskvöld klukkan 20:00 í Björgunarmiðstöðinni á Selfossi. „Við erum bara að leita af fólki af öllum aldri og öllum kynjum,“ segir Lárus enn fremur. Starf slökkviliðsmanna er fjölbreytt og skemmtilegt.Magnús Hlynur Hreiðarsson Árborg Slökkvilið Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Fleiri fréttir Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Sjá meira
Brunavarnir Árnessýslu er eitt af öflugu slökkviliðunum á landsbyggðinni með höfuðstöðvar sínar í Björgunarmiðstöðinni á Selfossi. Nokkrir fastir starfsmenn starfa hjá brunavörnum og svo eru það slökkviliðsmennirnir 130, sem eru í hlutastarfi. Alltaf er töluverð starfsmannavelta í svona hópi og því þarf reglulega að ráða nýja slökkviliðsmenn og þjálfa þá upp. Þriðjudagskvöldið 1. nóvember hafa Brunavarnir Árnessýslu boðað til kynningarfundar fyrir áhugasama um starf í slökkviliðinu. Lárus Kristinn Guðmundsson, settur varaslökkviliðsstjóri heldur utan um kynninguna. „Við gerum þetta annað hvert ár, auglýsa eftir slökkviliðsmönnum. Við erum að leita af slökkviliðsmönnum á allar okkar stöðvar,“ segir Lárus. Lárus Kristinn segir að það sé ekki alveg ljóst hvað margir nýir slökkviliðsmenn verði ráðnir en ekki sé ólíklegt að þeir verði á milli 10 til 15. Og hvað ætlið þið að reyna að gera til að lokka fólk til að koma í slökkviliðið? „Við ætlum bara að sýna því hvað það er frábært fólk, sem vinnur hjá slökkviliðinu. Þetta getur verið líkamlega og andlega erfitt en þetta getur líka verið skemmtilegt og skemmtilegur hópur, sem fólk vinnur með.“ En hvað þarf viðkomandi að hafa til bruns að bera til að geta ráðið sig í slökkvilið? „Viðkomandi þarf að hafa hreint sakavottorð og vera orðin tvítugur að lágmarki. Hann þarf að standast þrekpróf og ýmis inntökupróf, sem þeir, sem koma til greina fara í gegnum,“ segir Lárus. Lárus Kristinn hvetur alla áhugasama til að mæta á kynningarfundinn næsta þriðjudagskvöld klukkan 20:00 í Björgunarmiðstöðinni á Selfossi. „Við erum bara að leita af fólki af öllum aldri og öllum kynjum,“ segir Lárus enn fremur. Starf slökkviliðsmanna er fjölbreytt og skemmtilegt.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Árborg Slökkvilið Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Fleiri fréttir Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Sjá meira