„Ég hugsa ekki um HM í eina mínútu“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. nóvember 2022 14:30 Marcus Rashford leyfir sér ekki enn að láta sig dreyma um HM í Katar þótt að það séu bara þrjár vikur í heimsmeistarakeppnina. EPA-EFE/PETER POWELL Marcus Rashford ætlar ekki að láta hugann reika í átt til heimsmeistaramótsins í Katar heldur einbeita sér að fullu að liði Manchester United. Rashford hefur fundið sig á ný með United liðinu og skoraði sigurmark liðsins á móti West Ham í ensku úrvalsdeildinni um helgina. Hann skoraði líka á móti FC Sheriff í Evrópudeildinni nokkrum dögum áður. Rashford er nú kominn með sjö mörk í fimmtán leikjum deild og Evrópu á þessu tímabili og margir segja að hann hafi með þessu tryggt sér sæti í HM-hóp Englendinga í Katar sem verður tilkynntur seinna í þessum mánuði. „Ég hugsa ekki um HM í eina mínútu,“ sagði Marcus Rashford eftir leikinn um helgina. Markið á móti Hammers var hans hundraðasta fyrir Manchester United. ESPN segir frá. 100 goals for this special club! I ve been here since I was 7 years old and came through every single age group and played on every single pitch so I want to thanks all the staff, my family and team mates that have helped make this achievement possible pic.twitter.com/GRplZmcY4y— Marcus Rashford (@MarcusRashford) October 30, 2022 „Ég einbeiti mér bara að næsta leik. Við verðum að halda áfram að vinna leiki hér og það eru tveir deildarleikir eftir fram að heimsmeistaramóti. Ef við náum að vinna þessa tvo leiki þá höldum við okkur inn í baráttunni um fjögur efstu sætin og ég einbeiti mér því bara að því,“ sagði Rashford. Marcus Rashford last season: five goals, two assistsRashford through 14 games this season: six goals, three assists pic.twitter.com/hfxsQiz7xU— B/R Football (@brfootball) October 27, 2022 Bæði mörk Rashford í síðustu viku kom með skalla. „Það er eitt að koma sér inn í teiginn en svo er það tæknin og löngunin að koma hausnum í boltann sem er eitthvað sem ég hef verið að vinna í. Það er gaman að fá tvö mörk út úr því,“ sagði Rashford. Rashford átti erfiða tíma síðustu ár, var mikið meiddur og fann ekki skotskóna inn á vellinum en hvað hefur breyst á þessu tímabili? „Orkan er bara allt öðruvísi, sem er það sem skiptir mestu, því orkan er miklu jákvæðari,“ sagði Rashford og hélt áfram: „Bæði innan liðsins og líka á æfingasvæðinu sem skiptir mig mestu máli. Ég vil bara halda áfram og njóta þess að spila. Ef við höldum áfram að vinna þá er ég er viss um að það verði þannig,“ sagði Rashford. Marcus Rashford has 100 goals for us but he also has 49 assists and in just 231 90s in all competitions. He s played under multiple coaches, in different systems, across the frontline, as a starter and a rotation player and still put up 149 G/A in 231 90s.Born and Bred. pic.twitter.com/lLBHqDMl0y— UtdArena (@UtdArena) October 31, 2022 Enski boltinn HM 2022 í Katar Mest lesið Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti „Fyrr skal ég dauður liggja“ Enski boltinn „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ Körfubolti Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Körfubolti „Ómetanlegar“ minningar Nelson feðga Sport Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Chelsea skrapaði botninn með Southampton Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Sjá meira
Rashford hefur fundið sig á ný með United liðinu og skoraði sigurmark liðsins á móti West Ham í ensku úrvalsdeildinni um helgina. Hann skoraði líka á móti FC Sheriff í Evrópudeildinni nokkrum dögum áður. Rashford er nú kominn með sjö mörk í fimmtán leikjum deild og Evrópu á þessu tímabili og margir segja að hann hafi með þessu tryggt sér sæti í HM-hóp Englendinga í Katar sem verður tilkynntur seinna í þessum mánuði. „Ég hugsa ekki um HM í eina mínútu,“ sagði Marcus Rashford eftir leikinn um helgina. Markið á móti Hammers var hans hundraðasta fyrir Manchester United. ESPN segir frá. 100 goals for this special club! I ve been here since I was 7 years old and came through every single age group and played on every single pitch so I want to thanks all the staff, my family and team mates that have helped make this achievement possible pic.twitter.com/GRplZmcY4y— Marcus Rashford (@MarcusRashford) October 30, 2022 „Ég einbeiti mér bara að næsta leik. Við verðum að halda áfram að vinna leiki hér og það eru tveir deildarleikir eftir fram að heimsmeistaramóti. Ef við náum að vinna þessa tvo leiki þá höldum við okkur inn í baráttunni um fjögur efstu sætin og ég einbeiti mér því bara að því,“ sagði Rashford. Marcus Rashford last season: five goals, two assistsRashford through 14 games this season: six goals, three assists pic.twitter.com/hfxsQiz7xU— B/R Football (@brfootball) October 27, 2022 Bæði mörk Rashford í síðustu viku kom með skalla. „Það er eitt að koma sér inn í teiginn en svo er það tæknin og löngunin að koma hausnum í boltann sem er eitthvað sem ég hef verið að vinna í. Það er gaman að fá tvö mörk út úr því,“ sagði Rashford. Rashford átti erfiða tíma síðustu ár, var mikið meiddur og fann ekki skotskóna inn á vellinum en hvað hefur breyst á þessu tímabili? „Orkan er bara allt öðruvísi, sem er það sem skiptir mestu, því orkan er miklu jákvæðari,“ sagði Rashford og hélt áfram: „Bæði innan liðsins og líka á æfingasvæðinu sem skiptir mig mestu máli. Ég vil bara halda áfram og njóta þess að spila. Ef við höldum áfram að vinna þá er ég er viss um að það verði þannig,“ sagði Rashford. Marcus Rashford has 100 goals for us but he also has 49 assists and in just 231 90s in all competitions. He s played under multiple coaches, in different systems, across the frontline, as a starter and a rotation player and still put up 149 G/A in 231 90s.Born and Bred. pic.twitter.com/lLBHqDMl0y— UtdArena (@UtdArena) October 31, 2022
Enski boltinn HM 2022 í Katar Mest lesið Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti „Fyrr skal ég dauður liggja“ Enski boltinn „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ Körfubolti Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Körfubolti „Ómetanlegar“ minningar Nelson feðga Sport Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Chelsea skrapaði botninn með Southampton Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Sjá meira