Mette nær ekki að mynda meirihluta án Moderaterne Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 1. nóvember 2022 19:08 Engin fylkinga mun ná að mynda meirihluta 90 þingsæta án Moderaterne samkvæmt útgönguspám. Nordicphotos/AFP Mette Fredriksen, fyrrverandi forsætisráðherra Danmerkur, heldur ekki meirihluta samkvæmt fyrstu útgönguspám. Erfitt verður að mynda ríkisstjórn án Moderaterne, samkvæmt nýjustu tölum. Danska ríkissjónvarpið greinir frá því að kjörsókn hafi verið um 81,1 prósent. Vinstriblokkin, með Mette Fredriksen í fararbroddi, nær 85 þingmönnum inn samkvæmt spám. Hægriblokkin nær 73 þingmönnum inn en hið nýja framboð Moderaterne fær 17 menn inn. Hafa ber í huga að þetta er spá Danska ríkissjónvarpsins og geta tölurnar breyst eftir því sem líður á kvöldið. Moderaterne virðist því vera í lykilstöðu við myndun nýrrar ríkisstjórnar og fagnaði Lars Løkke Rasmussen formaður flokksins ákaft þegar spár voru kynntar klukkan 19 að íslenskum tíma. Fyrstu tölur samkvæmt útgönguspám (innan sviga er fylgið í kosningum 2019) Jafnaðarmannaflokkurinn 23,1% (25,9%) Venstre 13,5% (23,4%) Moderaterne 9,3% (nýtt framboð) Danmerkurdemókratar 6,9% (nýtt framboð) Sósíalíski þjóðarflokkurinn 9,6% (7,7%) Einingarlistinn 6,2% (6,9%) Íhaldsflokkurinn 5,5% (6,6%) Frjálslynda bandalagið 9,0% (2,3%) Nýir borgaralegir 3,8% (2,4%) Radikale Venstre 4,7% (8,6%) Danski þjóðarflokkurinn 2,5% (8,7%) Valkosturinn 3,9% (3,0%) Útgönguspár virðast vera í samræmi við skoðanakannanir sem gerðar hafa verið í aðdraganda kosninganna; að hvorki hægriblokkin né vinstriblokkin muni ná þeim níutíu þingsætum sem þarf til að mynda meirihluta. Utan bandalaga eru einmitt Moderaterne sem mælast nú með 9,3 prósent fylgi. Formaðurinn, Lars Løkke, var forsætisráðherra Danmerkur á árunum 2009 til 2011 og aftur frá 2015 til 2019. Hann sagði skilið við hægriflokkinn Venstre árið 2019 eftir að hafa misst formannsstólinn í hendur Jakob Ellen-Jensen í kjölfar ósigurs í kosningunum sama ár. Løkke tilkynnti svo um stofnun nýs flokks í júní 2021, Moderaterne, sem hann hefur lýst sem miðjuflokki. Fylgi flokksins hefur aukist jafnt og þétt síðustu mánuði. Løkke hefur sagt markmiðið með stofnun flokksins vera að brjóta upp „lásana“ milli hægri- og vinstrivængsins og koma á ríkisstjórn flokka yfir miðjuna. Løkke hefur sagt að hann vilji komast í ríkisstjórn en að ljóst sé að Jafnaðarmannaflokkur Frederiksen yrði að vera hluti af slíkri stjórn. Stóru flokkarnir í dönskum stjórnmálum – Jafnaðarmannaflokkurinn og Venstre – hafa báðir varað kjósendur við að kjósa Moderaterne, og vilja meina að atkvæði greitt þeim sé atkvæði greitt hinni blokkinni. Fréttin hefur verið uppfærð. Þingkosningar í Danmörku Danmörk Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent „Þetta verður ekki auðvelt“ Erlent Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Innlent Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Innlent Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Fleiri fréttir Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Sjá meira
Danska ríkissjónvarpið greinir frá því að kjörsókn hafi verið um 81,1 prósent. Vinstriblokkin, með Mette Fredriksen í fararbroddi, nær 85 þingmönnum inn samkvæmt spám. Hægriblokkin nær 73 þingmönnum inn en hið nýja framboð Moderaterne fær 17 menn inn. Hafa ber í huga að þetta er spá Danska ríkissjónvarpsins og geta tölurnar breyst eftir því sem líður á kvöldið. Moderaterne virðist því vera í lykilstöðu við myndun nýrrar ríkisstjórnar og fagnaði Lars Løkke Rasmussen formaður flokksins ákaft þegar spár voru kynntar klukkan 19 að íslenskum tíma. Fyrstu tölur samkvæmt útgönguspám (innan sviga er fylgið í kosningum 2019) Jafnaðarmannaflokkurinn 23,1% (25,9%) Venstre 13,5% (23,4%) Moderaterne 9,3% (nýtt framboð) Danmerkurdemókratar 6,9% (nýtt framboð) Sósíalíski þjóðarflokkurinn 9,6% (7,7%) Einingarlistinn 6,2% (6,9%) Íhaldsflokkurinn 5,5% (6,6%) Frjálslynda bandalagið 9,0% (2,3%) Nýir borgaralegir 3,8% (2,4%) Radikale Venstre 4,7% (8,6%) Danski þjóðarflokkurinn 2,5% (8,7%) Valkosturinn 3,9% (3,0%) Útgönguspár virðast vera í samræmi við skoðanakannanir sem gerðar hafa verið í aðdraganda kosninganna; að hvorki hægriblokkin né vinstriblokkin muni ná þeim níutíu þingsætum sem þarf til að mynda meirihluta. Utan bandalaga eru einmitt Moderaterne sem mælast nú með 9,3 prósent fylgi. Formaðurinn, Lars Løkke, var forsætisráðherra Danmerkur á árunum 2009 til 2011 og aftur frá 2015 til 2019. Hann sagði skilið við hægriflokkinn Venstre árið 2019 eftir að hafa misst formannsstólinn í hendur Jakob Ellen-Jensen í kjölfar ósigurs í kosningunum sama ár. Løkke tilkynnti svo um stofnun nýs flokks í júní 2021, Moderaterne, sem hann hefur lýst sem miðjuflokki. Fylgi flokksins hefur aukist jafnt og þétt síðustu mánuði. Løkke hefur sagt markmiðið með stofnun flokksins vera að brjóta upp „lásana“ milli hægri- og vinstrivængsins og koma á ríkisstjórn flokka yfir miðjuna. Løkke hefur sagt að hann vilji komast í ríkisstjórn en að ljóst sé að Jafnaðarmannaflokkur Frederiksen yrði að vera hluti af slíkri stjórn. Stóru flokkarnir í dönskum stjórnmálum – Jafnaðarmannaflokkurinn og Venstre – hafa báðir varað kjósendur við að kjósa Moderaterne, og vilja meina að atkvæði greitt þeim sé atkvæði greitt hinni blokkinni. Fréttin hefur verið uppfærð.
Fyrstu tölur samkvæmt útgönguspám (innan sviga er fylgið í kosningum 2019) Jafnaðarmannaflokkurinn 23,1% (25,9%) Venstre 13,5% (23,4%) Moderaterne 9,3% (nýtt framboð) Danmerkurdemókratar 6,9% (nýtt framboð) Sósíalíski þjóðarflokkurinn 9,6% (7,7%) Einingarlistinn 6,2% (6,9%) Íhaldsflokkurinn 5,5% (6,6%) Frjálslynda bandalagið 9,0% (2,3%) Nýir borgaralegir 3,8% (2,4%) Radikale Venstre 4,7% (8,6%) Danski þjóðarflokkurinn 2,5% (8,7%) Valkosturinn 3,9% (3,0%)
Þingkosningar í Danmörku Danmörk Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent „Þetta verður ekki auðvelt“ Erlent Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Innlent Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Innlent Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Fleiri fréttir Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Sjá meira