Aðgæsluleysi og vanræksla ástæða strandsins Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 2. nóvember 2022 13:49 Varðskipið Freyja kom var kallað út í björgunarleiðangur í fyrsta sinn þegar grænlenska fiskiskipið Masilik strandaði við Vatnsleysuströnd á síðasta ári. Rannsóknarnefnd samgönguslysa telur að ástæða þess að grænlenska fiskveiðiskipið Masilik strandaði í desember á síðasta ári hafi verið aðgæsluleysi og vanræksla við stjórn skipsins. Skipið strandaði þann 16. desember síðastliðinn við Gerðistanga á Vatnsleysuströnd er það var á leið til hafnar í Hafnarfirði. Tuttugu mínútum eftir að skipið strandaði kallaði skipstjóri þess á aðstoð. Varðskipið Freyja og dráttarbáturinn Hamar komu á staðinn. Tókst Freyju að draga skipið á flot og til hafnar í Hafnarfirði. Skipið var tekið í slipp í Reykjavík. Við rannsókn málsins sagði yfirstýrimaður skipsins, sem var við stjórn skipsins þegar það strandaði að hann hafi vikið af stjórnpalli að minnsta kosti tvisvar sinnum til að sinna þvotti og að láta skipverja skrifa undir tollskýrslu. Samkvæmt framburði hans heyrði hann viðvörun frá sjálfstýringu meðan hann var niðri og taldi hann að sjálfstýringunni hefði slegið út. Taldi hann að einhver þeirra sem var á stjórnpalli hefði kvittað fyrir villuboðið. Þá sagðist hann ekki hafa verið að fylgjast með dýptarmæli eða ratsjá skipsins. Hann sagðist hafa setið í skipstjórnarstólnum og horft út og ekki áttað sig á hvar hann væri staddur. Telur nefndin einnig, miðað við gögn frá Veðurstofunni og Vegagerðinni, að afar litlar líkur séu á að veður eða straumar hafi haft afgerandi áhrif á stefnu skipsins. Ástæða þess að skipið strandaði hafi verið aðgæsluleysi og vanræksla við stjórn þess, að því er segir í skýrslu RNSA. Sjávarútvegur Samgönguslys Landhelgisgæslan Vogar Tengdar fréttir Enginn leki reyndist kominn að Masilik Enginn leki reyndist kominn að grænlenska fiskiskipinu Masilik sem strandaði við Vatnsleysuströnd fyrr í kvöld. Áhöfnin verður samt sem áður ferjuð frá borði og yfir í varðskipið Freyju. 16. desember 2021 19:59 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Fleiri fréttir Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Sjá meira
Skipið strandaði þann 16. desember síðastliðinn við Gerðistanga á Vatnsleysuströnd er það var á leið til hafnar í Hafnarfirði. Tuttugu mínútum eftir að skipið strandaði kallaði skipstjóri þess á aðstoð. Varðskipið Freyja og dráttarbáturinn Hamar komu á staðinn. Tókst Freyju að draga skipið á flot og til hafnar í Hafnarfirði. Skipið var tekið í slipp í Reykjavík. Við rannsókn málsins sagði yfirstýrimaður skipsins, sem var við stjórn skipsins þegar það strandaði að hann hafi vikið af stjórnpalli að minnsta kosti tvisvar sinnum til að sinna þvotti og að láta skipverja skrifa undir tollskýrslu. Samkvæmt framburði hans heyrði hann viðvörun frá sjálfstýringu meðan hann var niðri og taldi hann að sjálfstýringunni hefði slegið út. Taldi hann að einhver þeirra sem var á stjórnpalli hefði kvittað fyrir villuboðið. Þá sagðist hann ekki hafa verið að fylgjast með dýptarmæli eða ratsjá skipsins. Hann sagðist hafa setið í skipstjórnarstólnum og horft út og ekki áttað sig á hvar hann væri staddur. Telur nefndin einnig, miðað við gögn frá Veðurstofunni og Vegagerðinni, að afar litlar líkur séu á að veður eða straumar hafi haft afgerandi áhrif á stefnu skipsins. Ástæða þess að skipið strandaði hafi verið aðgæsluleysi og vanræksla við stjórn þess, að því er segir í skýrslu RNSA.
Sjávarútvegur Samgönguslys Landhelgisgæslan Vogar Tengdar fréttir Enginn leki reyndist kominn að Masilik Enginn leki reyndist kominn að grænlenska fiskiskipinu Masilik sem strandaði við Vatnsleysuströnd fyrr í kvöld. Áhöfnin verður samt sem áður ferjuð frá borði og yfir í varðskipið Freyju. 16. desember 2021 19:59 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Fleiri fréttir Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Sjá meira
Enginn leki reyndist kominn að Masilik Enginn leki reyndist kominn að grænlenska fiskiskipinu Masilik sem strandaði við Vatnsleysuströnd fyrr í kvöld. Áhöfnin verður samt sem áður ferjuð frá borði og yfir í varðskipið Freyju. 16. desember 2021 19:59