Nýjar peysur í H&M „vanvirðing við íslensku lopapeysuna“ Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 4. nóvember 2022 13:14 Peysur úr H&M sem minna óneitanlega á klassísku íslensku lopapeysurnar Twitter/Lovísa Falsdóttir Nýjar peysur í versluninni H&M vöktu athygli á dögunum. Peysurnar minna óneitanlega á hinar klassísku íslensku lopapeysur. Stjórnarformaður Handprjónasambandsins segir þetta miður, en munstrið sé þó ekki upprunavottað. Lovísa Falsdóttir skrifaði um málið á Twitter og birti mynd af peysunum. „How dare you H&M“, skrifar Lovísa við myndina. how dare you H&M pic.twitter.com/hwEKUAQeak— Lovísa (@LovisaFals) November 2, 2022 Fréttastofa leitaði viðbragða hjá Handprjónasambandi Íslands. Hildur Sveinsdóttir stjórnarformaður er allt annað en sátt. „Mér finnst þetta auðvitað ömurlegt og illa farið með íslensku lopapeysuna. Að fjöldaframleiða peysur úr lélegu efni sem líta út eins og íslenskar lopapeysur er vanvirðing við íslensku lopapeysuna og hefðina sem við höfum skapað með henni“, segir Hildur. „Þetta er hluti af neyslumenningu nútímans, fast fashion en við erum auðvitað á hinum endanum, slow fashion, þar sem hver peysa er prjónuð í höndum á Íslandi úr íslenskum lopa." Hildur bendir þó á að munstrin séu ekki upprunavottuð. Hún segir að þar sem H&M auglýsi peysurnar ekki sem „íslensk lopapeysa“ eða nefna hana ekki þannig þá geti fyrirtækið í raun gert hvað sem það vill, því miður.“ Árið 2020 samþykkti Matvælastofnun að heitið Íslensk lopapeysa – Icelandic Lopapeysa yrði skráð sem verndað afurðarheiti með vísan til uppruna. Á heimasíðu Matvælastofnunar má sjá þau skilyrði sem peysa þarf að uppfylla til að hljóta slíka skráningu. Þau eru eftirfarandi: Ullin sem notuð er í handprjónaðar íslenskar lopapeysur skal vera klippt af íslensku sauðfé Í peysuna skal notuð nýull (ull sem ekki er endurunnin) Peysan skal vera prjónuð úr lopa, s.s. plötulopa, Léttlopa, Álafosslopa o.s.frv. Peysan skal hafa hringprjónað berustykki með munsturformum og/eða munsturbekkjum frá herða- eða axlalínu að hálsmáli Peysan skal vera handprjónuð á Íslandi Peysan skal vera prjónuð í hring án sauma (samsetningar) Peysan skal vera opin eða heil Fréttin hefur verið uppfærð Handverk Prjónaskapur H&M Höfundarréttur Tengdar fréttir Made in Iceland Handverkskonur í Þingeyjarsýslum mótmæltu því, með orðum á borð við „að svívirða“ og „siðlaust“, að sumir íslenskir fataframleiðendur fjöldaframleiddu „íslenskar“ lopapeysur erlendis. Auðvitað má hafa samúð með afstöðu þeirra, en sú samúð má ekki bera skynsemina ofurliði. Enginn byggir upp iðnað með þjóðernishyggju og ást á óhagkvæmni að leiðarljósi. 13. júlí 2012 06:00 Mest lesið „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Atvinnulíf BYKO opnar nýja og glæsilega timburverslun Samstarf Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Viðskipti innlent Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum Viðskipti innlent „Þetta er afnotagjald“ Viðskipti innlent Gerðu tungumálarassíu hjá reiðhjólaverslunum Neytendur Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Viðskipti innlent Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Viðskipti innlent Fjórðungur Z-kynslóðarinnar hyggst flytja til útlanda Atvinnulíf Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Viðskipti innlent Fleiri fréttir Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Helgi fær ekki áheyrn Hæstaréttar Hans leiðir vinnu við mögulega sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Hagnaður Isavia rúmir fimm milljarðar Aðalsteinn verður aðstoðarritsjóri við hlið systur sinnar Sjá meira
Lovísa Falsdóttir skrifaði um málið á Twitter og birti mynd af peysunum. „How dare you H&M“, skrifar Lovísa við myndina. how dare you H&M pic.twitter.com/hwEKUAQeak— Lovísa (@LovisaFals) November 2, 2022 Fréttastofa leitaði viðbragða hjá Handprjónasambandi Íslands. Hildur Sveinsdóttir stjórnarformaður er allt annað en sátt. „Mér finnst þetta auðvitað ömurlegt og illa farið með íslensku lopapeysuna. Að fjöldaframleiða peysur úr lélegu efni sem líta út eins og íslenskar lopapeysur er vanvirðing við íslensku lopapeysuna og hefðina sem við höfum skapað með henni“, segir Hildur. „Þetta er hluti af neyslumenningu nútímans, fast fashion en við erum auðvitað á hinum endanum, slow fashion, þar sem hver peysa er prjónuð í höndum á Íslandi úr íslenskum lopa." Hildur bendir þó á að munstrin séu ekki upprunavottuð. Hún segir að þar sem H&M auglýsi peysurnar ekki sem „íslensk lopapeysa“ eða nefna hana ekki þannig þá geti fyrirtækið í raun gert hvað sem það vill, því miður.“ Árið 2020 samþykkti Matvælastofnun að heitið Íslensk lopapeysa – Icelandic Lopapeysa yrði skráð sem verndað afurðarheiti með vísan til uppruna. Á heimasíðu Matvælastofnunar má sjá þau skilyrði sem peysa þarf að uppfylla til að hljóta slíka skráningu. Þau eru eftirfarandi: Ullin sem notuð er í handprjónaðar íslenskar lopapeysur skal vera klippt af íslensku sauðfé Í peysuna skal notuð nýull (ull sem ekki er endurunnin) Peysan skal vera prjónuð úr lopa, s.s. plötulopa, Léttlopa, Álafosslopa o.s.frv. Peysan skal hafa hringprjónað berustykki með munsturformum og/eða munsturbekkjum frá herða- eða axlalínu að hálsmáli Peysan skal vera handprjónuð á Íslandi Peysan skal vera prjónuð í hring án sauma (samsetningar) Peysan skal vera opin eða heil Fréttin hefur verið uppfærð
Handverk Prjónaskapur H&M Höfundarréttur Tengdar fréttir Made in Iceland Handverkskonur í Þingeyjarsýslum mótmæltu því, með orðum á borð við „að svívirða“ og „siðlaust“, að sumir íslenskir fataframleiðendur fjöldaframleiddu „íslenskar“ lopapeysur erlendis. Auðvitað má hafa samúð með afstöðu þeirra, en sú samúð má ekki bera skynsemina ofurliði. Enginn byggir upp iðnað með þjóðernishyggju og ást á óhagkvæmni að leiðarljósi. 13. júlí 2012 06:00 Mest lesið „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Atvinnulíf BYKO opnar nýja og glæsilega timburverslun Samstarf Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Viðskipti innlent Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum Viðskipti innlent „Þetta er afnotagjald“ Viðskipti innlent Gerðu tungumálarassíu hjá reiðhjólaverslunum Neytendur Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Viðskipti innlent Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Viðskipti innlent Fjórðungur Z-kynslóðarinnar hyggst flytja til útlanda Atvinnulíf Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Viðskipti innlent Fleiri fréttir Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Helgi fær ekki áheyrn Hæstaréttar Hans leiðir vinnu við mögulega sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Hagnaður Isavia rúmir fimm milljarðar Aðalsteinn verður aðstoðarritsjóri við hlið systur sinnar Sjá meira
Made in Iceland Handverkskonur í Þingeyjarsýslum mótmæltu því, með orðum á borð við „að svívirða“ og „siðlaust“, að sumir íslenskir fataframleiðendur fjöldaframleiddu „íslenskar“ lopapeysur erlendis. Auðvitað má hafa samúð með afstöðu þeirra, en sú samúð má ekki bera skynsemina ofurliði. Enginn byggir upp iðnað með þjóðernishyggju og ást á óhagkvæmni að leiðarljósi. 13. júlí 2012 06:00