Engin svör um dánarorsök 135 dögum eftir andlát Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 3. desember 2022 07:00 Páll Heiðar Hlynsson og Sigríður Steingrímsdóttir bíða enn svara rúmlega fjórum mánuðum eftir andlát Sólveigar. Vísir/Vilhelm Sólveig Hlynsdóttir var 33 ára þegar hún lést skyndilega í júlí síðastliðnum. Fjölskylda hennar hefur allt frá því að hún lést barist fyrir svörum varðandi það hvað í ósköpunum kom fyrir. Þau segjast ekki geta reynt að jafna sig á áfallinu og lifa með sorginni fyrr en þau fái svör. Ekki eru nema tveir réttarlæknar starfandi hér á landi, þar af annar í aðeins 25 til 30 prósent stöðu. Litrík og skemmtileg týpa sem vildi allt fyrir alla gera Mæðginin Páll Heiðar Hlynsson, bróðir Sólveigar og Sigríður Steingrímsdóttir, móðir hennar, lýsa Sollu, eins og hún var alltaf kölluð, sem einstaklega litríkri og skemmtilegri týpu. „Hún vildi allt fyrir alla gera og elskaði allar fjölskyldusamkomur. Samband hennar við Pál bróður sinn var einstakt, en einnig samband hennar við yngri bræður sína. Hún var í raun eins og önnur mamma þeirra. Hún eignaðist son árið 2014 og sá ekki sólina fyrir honum. Hún elskaði hann meira en allt og var yndisleg mamma. Samband Sollu við mömmu sína var einstakt og voru þær ekki bara mæðgur heldur einnig bestu vinkonur sem trúðu hvorri annarri fyrir öllu.“ Solla ásamt Páli bróður sínum og móður sinni, Sigríði.Aðsend Taldi sig vera með beinverki Þremur dögum fyrir andlát Sollu kvartaði hún yfir magaverkjum og í raun verkjum um allan líkama. „Hún var með sára verki í andliti og höfði og var að spá hvort þetta gætu verið beinverkir. Hún talaði um að hún þyrfti að fara í speglun, bæði maga og ristilspeglun,“ segir Sigríður sem telur að Solla hafi haft samband við heimilislækninn sinn. Næsta dag var Solla laus við verkina sem hún taldi vera beinverki, en var enn með sára verki og krampa í maga og ræddi um að hafa samband við lækninn sinn aftur. Solla lést heima hjá sér, að morgni 21.júlí. Talað um andlát og björgunaraðgerðir samtímis „Hún hafði ætlað að mæta í vinnuna til mín klukkan tíu, en þegar ekkert hafði heyrst frá henni um hádegið og hún svaraði hvorki símtölum eða skilaboðum ákvað mamma að hringja í son hennar,“ segir Páll. „Barnsfaðir Sollu svaraði en gat ekki talað þar sem hann var í miklu áfalli. Í símann kom kona sem kynnti sig og sagðist vera frá Barnavernd. Hún sagði að þau væru á bráðamóttökunni því Solla hafi verið flutt þangað. Það var talað um andlát en líka að það væru björgunaraðgerðir í gangi. Fjölskyldan mætti á bráðamóttökuna og fengu þær fréttir að Sólveig væri látin. Lögreglukona tók á móti þeim og bað þau um að skrifa undir beiðni um krufningu. „Hún sagði að það væri samt í raun formsatriði þar sem lögreglan færi alltaf fram á krufningu í svona tilfellum. Við vildum auðvitað fá að vita hvað hefði eiginlega gerst svo það var auðsótt mál að fá undirskriftina.“ Solla var krufin þann 8. ágúst eða átján dögum eftir andlát. Ástæðan fyrir því að svo langur tími leið var sú að það var enginn læknir sem mátti framkvæmda réttarkrufningu á landinu. Þann 8. ágúst kom læknir til landsins sem vinnur hér á landi í eina viku á mánuði. Fjölskylda Sólveigar lýsir henni sem einstaklega litríkri og skemmtilegri týpu.Aðsend Í dag, 135 dögum eftir andlát Sollu, hefur fjölskyldan enn ekki fengið nein svör, enga niðurstöðu úr krufningunni. „Við fengum bráðabirgðaniðurstöðu eftir krufninguna en það kostaði ansi mörg símtöl. Lögreglan óskar eftir krufningum og því á hún krufningarskýrslurnar. Eftir að hafa grennslast fyrir fengum við nafn á lögreglumanni sem hafði umsjón með þessu máli. Það náðist ekki í hann og við skildum eftir skilaboð og báðum hann að hringja til baka.“ Hringdu um allt í leit að svörum Ekkert heyrðist frá lögreglumanninum og þegar fjölskyldan reyndi aftur að hafa samband var þeim tjáð að hann væri farinn í sumarfrí. Þau voru upplýst um að hann hefði líklega látið þetta í hendurnar á öðrum sem væri heldur ekki við, og þau beðin að hringja næsta dag. Það kostaði ansi mörg símtöl þar sem hver benti á annan þar til fjölskyldan fékk bráðabirgðaniðurstöðu úr krufningu.Vísir/Vilhelm „Þá fengum við þau svör að hann væri líka farinn í sumarfrí og fengum enn annað nafn og númer til að reyna að fá svör. Ekkert gekk fyrr en við létum vita á skiptiborðinu að nú værum við búin að reyna fimm símanúmer og fara í tvo hringi og þetta væri ömurleg framkoma við okkur. Við værum í mikilli sorg og gætum ekki staðið í svona. Þá var okkur loks lofað símtali innan klukkutíma og það stóðst," segir Sigríður. Engin svör varðandi dánarorsök Bráðabirgðaniðurstaða krufningarinnar sýndi fram á lungnabjúg hjá Sollu en ekki dánarorsök. Því voru tekin sýni og send í rannsókn. Fjölskyldunni var tjáð að það gæti tekið um sex til tíu vikur að fá niðurstöður. Síðan þá hefur mamma farið ansi oft og hringt enn oftar á meinafræðideild Landspítalans í leit að svörum. Að lokum fékk hún tölvupóstfang réttarlæknisins sem krufði hana og gat þá verið í beinu samband við hann um framvindu rannsóknarinnar,“ segir Páll. Páll Heiðar fyrir framan Dragonfly Ink í Kringlunni, húðflúrs-og götunarstofu sem hann á og rekur. Hann deildi áhuga sínum á öllu tengdu húðflúrum og götunum með Sollu, systur sinni.Vísir/Vilhelm Sigríður segir að réttarlæknirinn hafi svarað öllum spurningum fljótt og vel. Rannsóknin hefur þó gengið mjög hægt af ýmsum ástæðum, ein þeirra var að það var vöntun á sýnaglerjum á tímabili. Í dag er staðan sú að réttarlæknirinn vill reyna að fá sérfræðing með sér í málið. „Ég vil taka það sérstaklega fram að þó þetta hafi tekið svona langan tíma erum við ánægð með vinnubrögð réttarlæknisins, sem bæði svarar öllu fljótt og vel og vill greinilega rannsaka þetta vel," segir Sigríður. Læknir skrifaði ekki upp á dánarvottorð Sigríður gagnrýnir það að læknirinn sem tók á móti Sollu á bráðamóttökunni gat ekki skrifað upp á dánarvottorð. Hún segist hafa hringt á fjölmarga staði til að reyna að fá upplýsingar um hvar hún gæti nálgast það, og fékk að lokum að tala við lækninn. „Mér skildist á honum að það væri regla að gefa ekki út dánarvottorð þegar búið væri að ákveða krufningu, þá myndi réttarlæknirinn gefa það út. Þetta er til dæmis eitt af því sem mætti mjög auðveldlega breyta," segir Sigríður. Sigríður gagnrýnir það að læknirinn sem tók á móti Sollu á bráðamóttökunni gat ekki skrifað upp á dánarvottorð.Vísir/Vilhelm „Að mínu mati ætti það að vera regla að læknirinn sem úrskurðar mannekju látna gefi út dánarvottorðið, það segir bara að einstaklingurinn sé látinn en ekki af hvaða orsök. Eins hefði manni fundist að bráðamóttakan hefði mátt vera upplýst um að vegna sumarleyfa væri enginn réttarlæknir til taks og í þannig tilfellum myndi læknir á bráðamóttökunni gefa út dánarvottorðið.“ Bíður eftir afriti af sjúkraskrá Það skiptir Sigríði miklu máli að fá einhver svör varðandi andlát dóttur sinnar. Hún segist hafa velt magaveikindum Sollu mikið fyrir sér og samskiptum hennar við heimilislækni sinn. „Ég skoðaði vefsíðu heilsugæslunnar og sá þar að hljóðrituð símtöl eru varðveitt í 90 daga. Þegar styttist í að 90 dagar yrðu liðnir frá veikindum Sollu sendi ég fyrirspurn á Landlæknisembættið og spurði út í varðveislu símtala en þeir bentu mér á að tala við viðkomandi heilsugæslustöð, sem ég gerði.“ Á heilsugæslunni fékk Sigríður þau svör að ekki öll símtöl væru hljóðrituð. Símtöl til skiptiborðsins og lyfjaendurnýjun væru hljóðrituð sem og til yfirmanns, en ekki símaviðtöl sjúklinga til heimilislæknis síns. Þetta finnst mér mjög undarlegt, og skil ekki af hverju þeir taka ekki öll símtöl upp. Varla er þetta persónuverndarmál þar sem alltaf er tekið fram að um hljóðupptöku sé að ræða. Sigríður óskaði einnig eftir því að fá afrit af sjúkraskrá Sollu. Hún fékk þau svör að það væri líklega vonlaust. Það væri helst lögregla sem gæti fengið afrit sjúkraskrár með dómsúrskurði ef um sakamál væri að ræða. Það skiptir Sigríði miklu máli að fá einhver svör varðandi andlát dóttur sinnar. Hún segist hafa velt magaveikindum Sollu mikið fyrir sér og samskiptum hennar við heimilislækni sinn.Vísir/Vilhelm Hún hefur þó sent inn beiðni til heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins sem benti henni á að tala við heilsugæsluna sem Solla var á. Yfirlæknirinn þar hafði samband mjög fljótt og leiðbeina henni hvernig best væri að orða slíka umsókn þar sem sjaldgæft er að fólk sæki um sjúkraskrár annarra en síns sjálfs. Enn er ekki útséð með hvort hún geti fengið skrána afhenta. „Við þurfum svör um hvað í ósköpunum gerðist“ Mæðginin eru einróma um að svona löng bið fari mjög illa með þau. Þau þurfi á endanlegri niðurstöðu að halda. „Við þurfum svör um hvað í ósköpunum gerðist. Þá fyrst getum við farið að reyna að jafna okkur á áfallinu og læra að lifa með sorginni.“ Hér er Solla með Hlyni, syni sínumAðsend Tími allt frá samdægurs upp í marga mánuði Í skriflegu svari við fyrirspurn fréttastofu segir Andri Ólafsson, hjá samskiptadeild Landspítalans, að tíminn sem líður frá réttarkrufningu að að lokaniðurstöðu sé mjög mismunandi, það geti verið allt frá samdægurs og upp í marga mánuði. Reglan sé að strax eftir réttarkrufningu er send bráðabirgðaniðurstaða til þess lögregluembættis sem óskaði eftir rannsókn. Andri Ólafsson starfar við samskiptadeild Landspítala.Landspítalinn Réttarkrufningum fjölgaði um 33 prósent Aðspurður hvort tími eftir niðurstöðum sé lengri undanfarið heldur en síðustu ár segir Andri að það hafi ekki verið tekið formlega saman. Það megi þó vera að svo sé, og sé í raun viðbúið. Fyrir því séu nokkrar ástæður: Starfsemin er núna í mikilli uppbyggingar- og þróunarvinnu sem setið hefur á hakanum í mörg ár vegna mönnunarvanda. Þessi vinna fellur að miklu leyti á þá réttarlækna sem starfa hjá Landspítalanum. Rannsóknirnar sem nú eru gerðar eru umfangsmeiri og krefjast meiri úrræða og tíma. Um er að ræða til dæmis aukið umfang hliðarrannsókna, svo sem klínísk lífefnafræði og röntgen. Verkefnum hefur fjölgað mjög. Réttarkrufningum fjölgaði um um það bil 33 prósent milli 2019 og 2020 og sú tíðni helst enn. Fjöldi réttarlæknisfræðilegra líkamsskoðana á lifandi fólki hefur margfaldast á síðastliðnum fáeinum árum, sem og ritun matsgerða í árásarmálum. Skilgreindar eru tvær sérfræðingsstöður og ein staða sérnámslæknis en ekki er uppfyllt nema þessi 1,3 staða sem getið er að ofan. Samskiptum við aðstandendur er nú á síðari árum gefinn meiri tími. Ættingar fá ekki skýrsluna í hendurnar Fréttastofa hefur heimildir fyrir því að ættingjar sem óska eftir því að fá lokaniðurstöður, krufningarskýrslu fjölskyldumeðlima í hendurnar sé synjað um það. Að sögn Andra er ástæðan fyrir því sú að skýrslan fari til þess lögregluembættis sem bað um rannsóknina sem gagn í rannsókn lögreglumáls. „Við lítum þannig á að lögregla hafi forræði yfir skýrslunni og taki ákvörðun um það hvort hún sé afhent ættingjum,“ segir Andri. Landspítalinn Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Fleiri fréttir Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Allir flokkar innan frávika í könnunum nema Flokkur fólksins Sjá meira
Litrík og skemmtileg týpa sem vildi allt fyrir alla gera Mæðginin Páll Heiðar Hlynsson, bróðir Sólveigar og Sigríður Steingrímsdóttir, móðir hennar, lýsa Sollu, eins og hún var alltaf kölluð, sem einstaklega litríkri og skemmtilegri týpu. „Hún vildi allt fyrir alla gera og elskaði allar fjölskyldusamkomur. Samband hennar við Pál bróður sinn var einstakt, en einnig samband hennar við yngri bræður sína. Hún var í raun eins og önnur mamma þeirra. Hún eignaðist son árið 2014 og sá ekki sólina fyrir honum. Hún elskaði hann meira en allt og var yndisleg mamma. Samband Sollu við mömmu sína var einstakt og voru þær ekki bara mæðgur heldur einnig bestu vinkonur sem trúðu hvorri annarri fyrir öllu.“ Solla ásamt Páli bróður sínum og móður sinni, Sigríði.Aðsend Taldi sig vera með beinverki Þremur dögum fyrir andlát Sollu kvartaði hún yfir magaverkjum og í raun verkjum um allan líkama. „Hún var með sára verki í andliti og höfði og var að spá hvort þetta gætu verið beinverkir. Hún talaði um að hún þyrfti að fara í speglun, bæði maga og ristilspeglun,“ segir Sigríður sem telur að Solla hafi haft samband við heimilislækninn sinn. Næsta dag var Solla laus við verkina sem hún taldi vera beinverki, en var enn með sára verki og krampa í maga og ræddi um að hafa samband við lækninn sinn aftur. Solla lést heima hjá sér, að morgni 21.júlí. Talað um andlát og björgunaraðgerðir samtímis „Hún hafði ætlað að mæta í vinnuna til mín klukkan tíu, en þegar ekkert hafði heyrst frá henni um hádegið og hún svaraði hvorki símtölum eða skilaboðum ákvað mamma að hringja í son hennar,“ segir Páll. „Barnsfaðir Sollu svaraði en gat ekki talað þar sem hann var í miklu áfalli. Í símann kom kona sem kynnti sig og sagðist vera frá Barnavernd. Hún sagði að þau væru á bráðamóttökunni því Solla hafi verið flutt þangað. Það var talað um andlát en líka að það væru björgunaraðgerðir í gangi. Fjölskyldan mætti á bráðamóttökuna og fengu þær fréttir að Sólveig væri látin. Lögreglukona tók á móti þeim og bað þau um að skrifa undir beiðni um krufningu. „Hún sagði að það væri samt í raun formsatriði þar sem lögreglan færi alltaf fram á krufningu í svona tilfellum. Við vildum auðvitað fá að vita hvað hefði eiginlega gerst svo það var auðsótt mál að fá undirskriftina.“ Solla var krufin þann 8. ágúst eða átján dögum eftir andlát. Ástæðan fyrir því að svo langur tími leið var sú að það var enginn læknir sem mátti framkvæmda réttarkrufningu á landinu. Þann 8. ágúst kom læknir til landsins sem vinnur hér á landi í eina viku á mánuði. Fjölskylda Sólveigar lýsir henni sem einstaklega litríkri og skemmtilegri týpu.Aðsend Í dag, 135 dögum eftir andlát Sollu, hefur fjölskyldan enn ekki fengið nein svör, enga niðurstöðu úr krufningunni. „Við fengum bráðabirgðaniðurstöðu eftir krufninguna en það kostaði ansi mörg símtöl. Lögreglan óskar eftir krufningum og því á hún krufningarskýrslurnar. Eftir að hafa grennslast fyrir fengum við nafn á lögreglumanni sem hafði umsjón með þessu máli. Það náðist ekki í hann og við skildum eftir skilaboð og báðum hann að hringja til baka.“ Hringdu um allt í leit að svörum Ekkert heyrðist frá lögreglumanninum og þegar fjölskyldan reyndi aftur að hafa samband var þeim tjáð að hann væri farinn í sumarfrí. Þau voru upplýst um að hann hefði líklega látið þetta í hendurnar á öðrum sem væri heldur ekki við, og þau beðin að hringja næsta dag. Það kostaði ansi mörg símtöl þar sem hver benti á annan þar til fjölskyldan fékk bráðabirgðaniðurstöðu úr krufningu.Vísir/Vilhelm „Þá fengum við þau svör að hann væri líka farinn í sumarfrí og fengum enn annað nafn og númer til að reyna að fá svör. Ekkert gekk fyrr en við létum vita á skiptiborðinu að nú værum við búin að reyna fimm símanúmer og fara í tvo hringi og þetta væri ömurleg framkoma við okkur. Við værum í mikilli sorg og gætum ekki staðið í svona. Þá var okkur loks lofað símtali innan klukkutíma og það stóðst," segir Sigríður. Engin svör varðandi dánarorsök Bráðabirgðaniðurstaða krufningarinnar sýndi fram á lungnabjúg hjá Sollu en ekki dánarorsök. Því voru tekin sýni og send í rannsókn. Fjölskyldunni var tjáð að það gæti tekið um sex til tíu vikur að fá niðurstöður. Síðan þá hefur mamma farið ansi oft og hringt enn oftar á meinafræðideild Landspítalans í leit að svörum. Að lokum fékk hún tölvupóstfang réttarlæknisins sem krufði hana og gat þá verið í beinu samband við hann um framvindu rannsóknarinnar,“ segir Páll. Páll Heiðar fyrir framan Dragonfly Ink í Kringlunni, húðflúrs-og götunarstofu sem hann á og rekur. Hann deildi áhuga sínum á öllu tengdu húðflúrum og götunum með Sollu, systur sinni.Vísir/Vilhelm Sigríður segir að réttarlæknirinn hafi svarað öllum spurningum fljótt og vel. Rannsóknin hefur þó gengið mjög hægt af ýmsum ástæðum, ein þeirra var að það var vöntun á sýnaglerjum á tímabili. Í dag er staðan sú að réttarlæknirinn vill reyna að fá sérfræðing með sér í málið. „Ég vil taka það sérstaklega fram að þó þetta hafi tekið svona langan tíma erum við ánægð með vinnubrögð réttarlæknisins, sem bæði svarar öllu fljótt og vel og vill greinilega rannsaka þetta vel," segir Sigríður. Læknir skrifaði ekki upp á dánarvottorð Sigríður gagnrýnir það að læknirinn sem tók á móti Sollu á bráðamóttökunni gat ekki skrifað upp á dánarvottorð. Hún segist hafa hringt á fjölmarga staði til að reyna að fá upplýsingar um hvar hún gæti nálgast það, og fékk að lokum að tala við lækninn. „Mér skildist á honum að það væri regla að gefa ekki út dánarvottorð þegar búið væri að ákveða krufningu, þá myndi réttarlæknirinn gefa það út. Þetta er til dæmis eitt af því sem mætti mjög auðveldlega breyta," segir Sigríður. Sigríður gagnrýnir það að læknirinn sem tók á móti Sollu á bráðamóttökunni gat ekki skrifað upp á dánarvottorð.Vísir/Vilhelm „Að mínu mati ætti það að vera regla að læknirinn sem úrskurðar mannekju látna gefi út dánarvottorðið, það segir bara að einstaklingurinn sé látinn en ekki af hvaða orsök. Eins hefði manni fundist að bráðamóttakan hefði mátt vera upplýst um að vegna sumarleyfa væri enginn réttarlæknir til taks og í þannig tilfellum myndi læknir á bráðamóttökunni gefa út dánarvottorðið.“ Bíður eftir afriti af sjúkraskrá Það skiptir Sigríði miklu máli að fá einhver svör varðandi andlát dóttur sinnar. Hún segist hafa velt magaveikindum Sollu mikið fyrir sér og samskiptum hennar við heimilislækni sinn. „Ég skoðaði vefsíðu heilsugæslunnar og sá þar að hljóðrituð símtöl eru varðveitt í 90 daga. Þegar styttist í að 90 dagar yrðu liðnir frá veikindum Sollu sendi ég fyrirspurn á Landlæknisembættið og spurði út í varðveislu símtala en þeir bentu mér á að tala við viðkomandi heilsugæslustöð, sem ég gerði.“ Á heilsugæslunni fékk Sigríður þau svör að ekki öll símtöl væru hljóðrituð. Símtöl til skiptiborðsins og lyfjaendurnýjun væru hljóðrituð sem og til yfirmanns, en ekki símaviðtöl sjúklinga til heimilislæknis síns. Þetta finnst mér mjög undarlegt, og skil ekki af hverju þeir taka ekki öll símtöl upp. Varla er þetta persónuverndarmál þar sem alltaf er tekið fram að um hljóðupptöku sé að ræða. Sigríður óskaði einnig eftir því að fá afrit af sjúkraskrá Sollu. Hún fékk þau svör að það væri líklega vonlaust. Það væri helst lögregla sem gæti fengið afrit sjúkraskrár með dómsúrskurði ef um sakamál væri að ræða. Það skiptir Sigríði miklu máli að fá einhver svör varðandi andlát dóttur sinnar. Hún segist hafa velt magaveikindum Sollu mikið fyrir sér og samskiptum hennar við heimilislækni sinn.Vísir/Vilhelm Hún hefur þó sent inn beiðni til heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins sem benti henni á að tala við heilsugæsluna sem Solla var á. Yfirlæknirinn þar hafði samband mjög fljótt og leiðbeina henni hvernig best væri að orða slíka umsókn þar sem sjaldgæft er að fólk sæki um sjúkraskrár annarra en síns sjálfs. Enn er ekki útséð með hvort hún geti fengið skrána afhenta. „Við þurfum svör um hvað í ósköpunum gerðist“ Mæðginin eru einróma um að svona löng bið fari mjög illa með þau. Þau þurfi á endanlegri niðurstöðu að halda. „Við þurfum svör um hvað í ósköpunum gerðist. Þá fyrst getum við farið að reyna að jafna okkur á áfallinu og læra að lifa með sorginni.“ Hér er Solla með Hlyni, syni sínumAðsend Tími allt frá samdægurs upp í marga mánuði Í skriflegu svari við fyrirspurn fréttastofu segir Andri Ólafsson, hjá samskiptadeild Landspítalans, að tíminn sem líður frá réttarkrufningu að að lokaniðurstöðu sé mjög mismunandi, það geti verið allt frá samdægurs og upp í marga mánuði. Reglan sé að strax eftir réttarkrufningu er send bráðabirgðaniðurstaða til þess lögregluembættis sem óskaði eftir rannsókn. Andri Ólafsson starfar við samskiptadeild Landspítala.Landspítalinn Réttarkrufningum fjölgaði um 33 prósent Aðspurður hvort tími eftir niðurstöðum sé lengri undanfarið heldur en síðustu ár segir Andri að það hafi ekki verið tekið formlega saman. Það megi þó vera að svo sé, og sé í raun viðbúið. Fyrir því séu nokkrar ástæður: Starfsemin er núna í mikilli uppbyggingar- og þróunarvinnu sem setið hefur á hakanum í mörg ár vegna mönnunarvanda. Þessi vinna fellur að miklu leyti á þá réttarlækna sem starfa hjá Landspítalanum. Rannsóknirnar sem nú eru gerðar eru umfangsmeiri og krefjast meiri úrræða og tíma. Um er að ræða til dæmis aukið umfang hliðarrannsókna, svo sem klínísk lífefnafræði og röntgen. Verkefnum hefur fjölgað mjög. Réttarkrufningum fjölgaði um um það bil 33 prósent milli 2019 og 2020 og sú tíðni helst enn. Fjöldi réttarlæknisfræðilegra líkamsskoðana á lifandi fólki hefur margfaldast á síðastliðnum fáeinum árum, sem og ritun matsgerða í árásarmálum. Skilgreindar eru tvær sérfræðingsstöður og ein staða sérnámslæknis en ekki er uppfyllt nema þessi 1,3 staða sem getið er að ofan. Samskiptum við aðstandendur er nú á síðari árum gefinn meiri tími. Ættingar fá ekki skýrsluna í hendurnar Fréttastofa hefur heimildir fyrir því að ættingjar sem óska eftir því að fá lokaniðurstöður, krufningarskýrslu fjölskyldumeðlima í hendurnar sé synjað um það. Að sögn Andra er ástæðan fyrir því sú að skýrslan fari til þess lögregluembættis sem bað um rannsóknina sem gagn í rannsókn lögreglumáls. „Við lítum þannig á að lögregla hafi forræði yfir skýrslunni og taki ákvörðun um það hvort hún sé afhent ættingjum,“ segir Andri.
Landspítalinn Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Fleiri fréttir Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Allir flokkar innan frávika í könnunum nema Flokkur fólksins Sjá meira