„ Erum aðallega búnar að vera laga varnarleikinn okkar. Viljum vera aggressífari og standa hærra, sem er meira alþjóðlegi boltinn heldur en að standa alveg niðri á línu eins og er vinsælt í íslenska boltanum. Þurfum aðeins að venjast því, svo erum við líka að bæta okkar sóknarleik,“ sagði Díana Dögg aðspurð hvað liðið væri mest að vinna í þessa dagana.
„Við vorum að læra á milli leikja. Það sem gekk ekki í fyrri leiknum, eða það sem betur mátti fara. Við lærðum af því og gerðum betur í seinni leiknum. Jákvætt að við getum lagað okkar leik með svona stuttu millibili,“ sagði Díana Dögg varðandi hvað hefði verið jákvæðast við sigrana í Færeyjum.
Um komandi verkefni hafði landsliðskonan þetta að segja: „Bara mjög vel. Hlakka til að spila þessa leiki. Maður er kannski smá að renna blint í sjóinn en það er bara skemmtilegt. Hlakka til að geta keyrt almennilega á þetta.“
Viðtalið í heild sinni má hlusta á, og sjá, í spilaranum hér að neðan. Þar talar Díana Dögg um ísraelska liðið og að Ísland megi ekki sofna á verðinum en liðið er að renna nokkuð blint í sjóinn með andstæðinga helgarinnar.
Leikirnir hefjast klukkan 15.00 á laugardag og sunnudag. Báðir verða í beinni textalýsingu hér á Vísi.