Þjóðverjar ætla að leyfa kannabis í afþreyingarskyni Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 6. nóvember 2022 16:00 Hampgangan í Berlín 2022. Árleg kröfuganga þar sem þess er krafist að neysla kannabis verði heimiluð. Carsten Koall/Getty Images Neysla og sala kannabis í afþreyingarskyni verður gefin alveg frjáls í Þýskalandi, verði lagafrumvarp ríkisstjórnarinnar samþykkt í þýska þinginu. Heilbrigðisráðherra segir úrelta löggjöf síðustu áratuga hafa beðið skipbrot og að lögleiðing efnisins muni skila milljörðum evra í ríkissjóð. Allir fullorðnir geta keypt kannabis og átt kannabisplöntur Ríkisstjórnin kynnti áform sín í síðustu viku. Kannabis verður selt í sérstökum verslunum og lyfjaverslunum. Allir yfir 18 ára aldri geta keypt og átt allt að 30g af kannabis og hverju heimili verður heimilt að eiga allt að 3 kannabisplöntur. Bannað verður að auglýsa kannabis og stjórnvöld hafa í hyggju að efna til herferða þar sem varað verður við notkun kannabis, ekkert ósvipað og stjórnvöld víða um heim gera í tengslum við önnur lögleg fíkniefni, svo sem tóbak og áfengi. Telja að ríkissjóður geti grætt allt að 5 milljarða evra árlega Stjórnvöld áætla að lögleiðing kannabis muni útrýma stærstum hluta hins ólöglega sölumarkaðar kannabis og þar með draga stórlega úr glæpum, en talið er að glæpamenn og -gengi hagnist um milljarða evra á ári hverju í gegnum ólöglega sölu á kannabis. Áætlað er að lögleiðing kannabis komi til með að skapa um 27.000 ný störf og skila aukalega um 4,7 milljörðum evra á ári í ríkissjóð í formi sparnaðar og tekna, því virðisaukaskattur verður vitanlega lagður á kannabis, rétt eins og aðra vöru og þar að auki verður sérstakur kannabisskattur lagður á efnið. Þegar áform ríkisstjórnarinnar voru kynnt í síðustu viku, sagði Olaf Scholz, kanslari Þýskalands, að markmiðið væri að gera lögin að frjálslyndustu kannabislöggjöf Evrópu, en á sama tíma væri stefnt að því að gera regluverkið í kringum verslun með kannabis mjög strangt. Þýska löggjöfin hefði alla burði til þess að verða fordæmi fyrir önnur ríki álfunnar. Hampgangan í Berlín 2022. Árleg kröfuganga þar sem þess er krafist að neysla kannabis verði heimiluð.Carsten Koall/Getty Images Neysla er útbreidd en lagabreytingin er umdeild Kannanir sýna að 4 milljónir Þjóðverja neyttu kannabis í fyrra, og 4. hver Þjóðverji á aldrinum 18 til 24 ára hefur notað kannabis. Karl Lauterbach, heilbrigðisráðherra Þýskalands, segir að þetta sýni svart á hvítu að bann og glæpavæðing síðustu ára og áratuga hafi ekki skilað nokkrum árangri. Áform ríkisstjórnarinnar eru vitaskuld umdeild. Til að mynda hefur stjórn íhaldsmanna í Bæjaralandi fordæmt fyrirhugaða lagasetningu harðlega og segir hana senda hættuleg skilaboð, ekki bara til Þjóðverja heldur allra Evrópubúa. Hætt verði við að í kjölfarið muni „eiturlyfjaferðamennska“ til Þýskalands aukast stórlega. Frumvarpið verður líklega lagt fram í byrjun næsta árs Verði frumvarpið að lögum skipar landið sér í hóp með Kanada, Úrúgvæ, Möltu og 18 ríkjum Bandaríkjanna sem hafa að fullu gefið neyslu kannabis í afþreyingarskyni frjálsa. Neysla og kaup á kannabis eru víða leyfð með alls kyns takmörkunum, þar á meðal í Hollandi, Portúgal, Sviss, á Spáni, Ítalíu og víðar. Frumvarpsdrögin hafa nú verið send til kynningar til framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins til að ganga úr skugga um að þau gangi ekki gegn milliríkjasamningum og -samþykktum ESB. Hljóti þau blessun ESB verður frumvarpið lagt fram á þýska þinginu í byrjun næsta árs og verður þá væntanlega að lögum í ársbyrjun 2024. Þýskaland Kannabis Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira
Allir fullorðnir geta keypt kannabis og átt kannabisplöntur Ríkisstjórnin kynnti áform sín í síðustu viku. Kannabis verður selt í sérstökum verslunum og lyfjaverslunum. Allir yfir 18 ára aldri geta keypt og átt allt að 30g af kannabis og hverju heimili verður heimilt að eiga allt að 3 kannabisplöntur. Bannað verður að auglýsa kannabis og stjórnvöld hafa í hyggju að efna til herferða þar sem varað verður við notkun kannabis, ekkert ósvipað og stjórnvöld víða um heim gera í tengslum við önnur lögleg fíkniefni, svo sem tóbak og áfengi. Telja að ríkissjóður geti grætt allt að 5 milljarða evra árlega Stjórnvöld áætla að lögleiðing kannabis muni útrýma stærstum hluta hins ólöglega sölumarkaðar kannabis og þar með draga stórlega úr glæpum, en talið er að glæpamenn og -gengi hagnist um milljarða evra á ári hverju í gegnum ólöglega sölu á kannabis. Áætlað er að lögleiðing kannabis komi til með að skapa um 27.000 ný störf og skila aukalega um 4,7 milljörðum evra á ári í ríkissjóð í formi sparnaðar og tekna, því virðisaukaskattur verður vitanlega lagður á kannabis, rétt eins og aðra vöru og þar að auki verður sérstakur kannabisskattur lagður á efnið. Þegar áform ríkisstjórnarinnar voru kynnt í síðustu viku, sagði Olaf Scholz, kanslari Þýskalands, að markmiðið væri að gera lögin að frjálslyndustu kannabislöggjöf Evrópu, en á sama tíma væri stefnt að því að gera regluverkið í kringum verslun með kannabis mjög strangt. Þýska löggjöfin hefði alla burði til þess að verða fordæmi fyrir önnur ríki álfunnar. Hampgangan í Berlín 2022. Árleg kröfuganga þar sem þess er krafist að neysla kannabis verði heimiluð.Carsten Koall/Getty Images Neysla er útbreidd en lagabreytingin er umdeild Kannanir sýna að 4 milljónir Þjóðverja neyttu kannabis í fyrra, og 4. hver Þjóðverji á aldrinum 18 til 24 ára hefur notað kannabis. Karl Lauterbach, heilbrigðisráðherra Þýskalands, segir að þetta sýni svart á hvítu að bann og glæpavæðing síðustu ára og áratuga hafi ekki skilað nokkrum árangri. Áform ríkisstjórnarinnar eru vitaskuld umdeild. Til að mynda hefur stjórn íhaldsmanna í Bæjaralandi fordæmt fyrirhugaða lagasetningu harðlega og segir hana senda hættuleg skilaboð, ekki bara til Þjóðverja heldur allra Evrópubúa. Hætt verði við að í kjölfarið muni „eiturlyfjaferðamennska“ til Þýskalands aukast stórlega. Frumvarpið verður líklega lagt fram í byrjun næsta árs Verði frumvarpið að lögum skipar landið sér í hóp með Kanada, Úrúgvæ, Möltu og 18 ríkjum Bandaríkjanna sem hafa að fullu gefið neyslu kannabis í afþreyingarskyni frjálsa. Neysla og kaup á kannabis eru víða leyfð með alls kyns takmörkunum, þar á meðal í Hollandi, Portúgal, Sviss, á Spáni, Ítalíu og víðar. Frumvarpsdrögin hafa nú verið send til kynningar til framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins til að ganga úr skugga um að þau gangi ekki gegn milliríkjasamningum og -samþykktum ESB. Hljóti þau blessun ESB verður frumvarpið lagt fram á þýska þinginu í byrjun næsta árs og verður þá væntanlega að lögum í ársbyrjun 2024.
Þýskaland Kannabis Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira